Alþýðublaðið - 16.07.1965, Side 14
JIJLÍ
16
Fustudugur
Ameríska bókasafnlð
er opiO yfir sumarmánuðina
mánudaga til föstudags frá kl. 12
tU 18.
Ferðanefnd Fríkirkjusafnaðar
ins í Reykjavík efnir til skemmti
ferðar í Borgarnes og um Borgar
f jörðinn n.k- sunnudag, 18 júlí. Far
ið verður frá Fríkirkjunni kl.
8.30 f.h. Farmiðar eru seldir í
Verzluninni Bristol. Nánari upp
lýsingar í símum 18789, 12306 og
23944-
Hópferð að Hítarvatni um naestu
helgi, nokkur sæti laus fyrir aðra
en félagsmenn. Hringið í síma
41126 og 40832 fyrir kl. 12 á
fimmtudag.
Ungmennafélag Víkverja
Frá Mæðrastyrksnefnd- Hvíldar
vika mæðrastyrksnefndar að Hiað
gerðarkoti í Mosfellssveit, verður
20 ágúst. Umsóknir sendist nefnd
inni sem fyrst. Allar nánari upp-
lýsingar i síma 14349 milli kl. 2—4
síðdegis daglega.
Minjasafn Reykjavíkur Skúla
túni 2 opið daglega frá kl. 2—4 eh.
nema mánudaga.
LæUnafélag Reykjavíkur, upplvs
ingrar um læknaþjónustu í borg
Inni gefnar í símsvara Læknafé
lags Reykjavíkur sími 18888
Orlofsnefnd húsmæðra 1 Reykja
vík hefur opnað skrifstofu að Að
alstræti 4 og verður hún opin alla
virka daga kl. 3—5 e.h., sími 19103.
Þar verður tekið á móti umsókn-
um og veittar allar upplvsingar
varðandi orlofið.
Minnlngarspjöld styrktarfélags
vangefinna, fást á eftirtöldum <töð
um. Bókabúð Braga Brynjólfsson
ar, Bókabúð Æskunnar og á skrif
stofunni Skólavöröustíg 18 efstu
hæð.
KAUPMANNASAMTÖK
ÍSLANDS
KVÖLDÞJÓNUSTA
VERZLANA
Viban 12- júll til 16- áúlí
Drífandi, Samtúni 12, Kiddabúð
Njálsgötu 64( Kjötbúð Guðlaugs
Guðmundssonar, Hofsvallagötu 16,
Kostakjör s.f., Skipholti 37, Verzl
unin Aldan, Öldugötu 29, Bæjar
búðin, Nesvegi 33( Hagabúðin,
Hjarðarhaga 47, Verzlunin Rétt
arholt, Réttarholtsvegi 1, Sunnu
búðin, Mávahlíð 26, Verzlunin Búr
ið Hjallavegi 15, Kjötbúðin, Lauga
vegi 32, Mýrarbúðin, Mánagötu
18, Eyþórsbúð, Brekkulæk 1, Verzí
unin Baldursgötu 11, Holtsbúðin^
Skipasundi 51, Silli og Valdi,
F”eyjugötu 1, Verzlun Einars G.
Bjarnasonar v/Breiðholtsveg.
Verzlunin Vogaver, Gnoðarvogi
44—46, Verzlunin Ásbúð, Selási
Kron Skólavörðustíg 12.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
i Reykjavík fer i 8 daga skemmti
ferð miðvikud. 28. júlí, allar upp
lýsingar gefnar í Verzluninni
Helma Hafnar træti, sími 13491.
Félagskonur vitjið aðgöngumiða
á föstudag og sýnið skirteini.
Stjórnin.
Sunnudaginn 18. júlí kl. 9 að
morgni fer safnaðarfólk í skemmti
fe-ð og leiðin sem farin verður
er um Kaldadal og víðar um
Borgarfjarðarhérað- Farseðlar
■eldir hjá Andrési Andréssyni,
Laugavegi 3.
Konur í Kópavogi. Orlof hús
mæðra verður að þessu <dnni að
Laugum f Dalasýslu dagana 31
iúlí til 10. ágúst- Upplýsingar f
sfmum 40117 — 4J002 — 41129.
Útibúið Hólmgarði 34 op:ð alla
virka daga, nema laugardaga, kl.
17—19. mánudaga er opið fyrir
fullorðna til kl. 21.
Mariner
Framh. af 1. síðu.
myndirnar frá sjónvarpsmynda-
vélunum, starfaði eðlilega í dag,
en áður benti ýmislegt til þess
að tækið væri í ólagi.
Aðrar upplýsingar frá „Marin-
er IV“ benda til þess, að ekkert
segulsvið sé umhverfis Marz, eða
að segulsviðið sé mjög veikt.
Geimfarið mældi enga breytingu
á segulmagni er það nálgaðist
reikistjörnuna. Vitneskja sú sem
hefur fengizt, bendir til bess að
Mars hafi heldur ekki geislabelti
er samsvari Van Allen-belti jarð
arinnar.
Segulsvið jarðar verndar líf á
jörðunni, og bægir frá geislun frá
sólunni og sprengistjörnum. Ef
Mars hefur ekkert segulsvið gæti
það bent til þess, að plánétan sé
ekki byggileg. Starfsmenn í Pasa
dena segja, að innan skamms
muni þeir ljúka við að rannsaka
þessar upplýsingar og þá verði
hægt að fá liugmynd um gufu-
hvolf Mars.
Harriman
Framh. af 1. síðu
sagt af sovézkri eða bandarískri
hálfu.
Fundur Ilarrimans og Kosygins
er> talinn mikilvægasta sambandið
sem Bandaríkjamenn og Rússar
hafa haft síðan Krústjov var settur
af. Viðræðurnar eru settar í sam-
band við yfirlýsingu Rússa um, að
þeir séu fúsii' að fallast á að af-
vopnunarviðræður verði teknar
upp að nýju í Genf. Báðir þessir
atburðir eru taldir gefa til kynna,
að Rússar. vilji halda áfram við-
ræðum við Bandaríkjamenn til að
bæta samskiptin.
Jafnframt er talið, að atburðir
þessir séu áfall fyrir Kínverja og
kenningu þeirra um. að friðsam-
leg sambúð komi ekki til greina.
Að undanförnu hefur verið bolla-
lagt um það í Moskvu hvort sovét-
stjórnin hyggist breyta stefnu
sinni þar sem ljóst sé orðið að ekki
sé hægt að komast að samkomulagi
við Kínverja. Fréttaritari Reuters
hermir, að hvað svo sem leggja
megi upp úr þessum bolialegging-
um og hvort sem viðræður Harri
mans og Kosygins hafi leitt til
samkomulags eða ekki sé það stað
reynd að stórveldin tvö liafi að
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^' >oooooooooooooooooooooo<><~
útvarpið
Föstudagur 16. júlí
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.30 Við vinnuna: Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp,
16.30 Síðdegisútvarp. .......
17.00 Fréttir — Endurtekið tónlistarefni.
18.30 Lög úr söngleikjum.
18.45 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir.
20.00 Efst á baugi
Björgvin Guðmundsson og Tómas Karlsson
greina frá ýmsum erlendum málefnum.
20.30 Franskir gestir í útvarpssal
Systurnar Simone og Francoise Pierrat leika
á selló og píanó þrjá þætti úr „Soirs Etrang-
ers‘ eftir Louis Vierne.
20.45 Gönguleiðir frá Landmannalaugum
Einar Guðjohnsen vísar hlustendum til veg
ar.
21.05 „Hver vill sitja og sauma?“
Gömlu lögin sungin og leikin.
21.30 Útvarpssagan: „ívalú“ eftir Peter Freuchen
Arnþrúður Björnsdóttir les (4).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 „Laxá í Aðaldal"
Jakob V. Hafstein les kafla úr nýrri bók
sinni.
22.30 Næturhljómleikar.
23.20 Dagskrárlok.
(XHV
VQ SR-Ventu+Tfrt
J4 16. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
nýju tekið upp viðræður sín í
milli.
Hvað Vietnam varðar hafa við-
ræðurnar í Kreml stutt þá skoð
un, að sovétstjórnin hyggist taka
upp nýja stefnu í Vietnam-deil
unni, en ósennilegt er talið að
stjórnin stigi nokkur mikilvæg
skref án þess að kynna sér fyrst
viðhorf Norður-Vietnama. Sovét
stjórnin hefur fylgt þeirri stefnu,
að Vietnamar verði sjálfir að á-
kveða framtíð sína.
Kæmu sér vel
Framhald af 3- siðu
að reyna þetta betur þegar ég
kem heim aftur.
Næst vaj; að reyna hestana
og kom þá glögglega í ljós að
langt er liðið síðan allir Banda
ríkjamenn fóru ferða sinna á
hestum.
Nokkrir virtust alvanir, en
hinir sátu brosandi og vand
ræðalegir, og gátu ómögulega
fengið hestana til að hreyfa
sig. Ekki fengust þeir tl að slá
í, gátu ekki fengið af sér að
gera það, en reyndu þess í stað
að semja við þá með blíðmælum
og kjassi. En bykkjurnar létu
ekki segjast, hafa kannski ekki
skilið ensku, svo að meðreið
arsveinninn tók á sig rögg og
danglaði í baklilutann á einum
hestanna. Nægði það til að
hópurinn rauk af stað með
fagnaðarlátum-
onkk k uetl iu,gi shrdlu shr
Þegar af stað va- komið
brugðust klárarnir ekki reið
mönnunum sem þeytu fram
og :aftur í sjöunda liimni.
— Ég held svei mér þá að
þeir gætu komið sér vei barna
uppi, sagði einn geimfarinn
um leið og hann renndi sér
af baki, kannski við ættum að
kaupa nokkra.
Nkmnr»?»li
Framhald af 3
unni, að hann teldi að för Davies
hefði ekki verið árang’irslaus.
Davies hefði stuðlað að bví að
hraða viðræðum um Vietnam-
deiluna, er leitt gætu til lausnar.
Norður-vietnamiskir ráðherrar,
sem lifðu í einangrun í höfuðborg
s’nni. hefðu í fyrsta sinn kynnzt
röksemdunum fyrir slikum samn
ingaviðræðum.
— Það kann vel að vera, að rök
semdirnar hafi ekki haft ne’n taf
arlaus svnileg áhrif en ég tel að
bau muni hafa áhrif með tíman-
um og almennt verði við”rkennt
að ekki sé hægt að leysa Vietnam
málið aðeíns með hernaðarlegum
ráðum. sagði Wilson.
í Peking sagði varaforseti norð
ur-vietnamiska þingsins. Hoang
Van Hmah í dag, að Kínverjar
væri helzti bandamaður Nnrðnr.
Vietnama í Vietnamstríðinu. Hann
sagði á fiöldafundi, að Kínverjar
veittu ákveðnustu, mikilvægustu
og áhrifamestu aðstoðina. og hann
minntist ekki á Rússa eða aðrar
vinvei+tar þjóðir. Bæði hann og
kínverskir ræðumenn höfnuðu
skilvrðislaust viðræðum við
Bandarikiamenn.
Formaður einingarnefndar Af-
ríku og Asíu í Kína, Chen-chi T.iao
sagði á blaðamannafundi í Peking
í dag, að vafasamt væri hvort
nokkurt gagn væri af eldflauga-
stöðvum þeim, sem Rússar væru að
byggja í Norður-Vietnam. Kín
verjar hefðu nýlega hafnað rúss
nesku tilboði um lagningu flug-
vallar við landamæri Norður-Viet
nam, þar eð ekki væri ljóst, hvort
Rússar vildu raunverulega berjast
með vietnamisku þjóðinni. Hann
gerði lítið úr vopnasendingum
Rússa til Norður-Vietnam en kvað
Kínverja hafa sent hundruð fullra
vöruflutningavagna.
í Saigon er sagt, að Robert Mo
Namara, landvarnaráðherra Banda
ríkjanna verði tjáð er hann kemur
þangað á morgun, að Vietcong hafi
ekki hafið stórsókn sína þrátt fyr-
ir hin hörðu átök undanfarið, er
kostað hafa 8.000 Suður-Vietnam
menn lífið. Árás þessi hafi verið
í undirbúningi í marga mánuði og
beinist sennilega gegn héraðsmið
stöðvunum á miðháiendinu, og
hvort hún tekst er að miklu leyti
komið undir því hvernig Banda-
ríkjamönnum tekst að svara und
irbúningssókninni. Bandaríkja-
menn munu gegna mikilvægu hlut
verki í gagnárásinni, en sókn Viet
cong hefst áður en regntímanum
lýkur í september og deildir úr
Norður-Vietnam eru reiðubúnar að
taka þátt í henni.
Skipulagið
Pramh af. ”i- ■
ir eining um það skipulag, sem nú
hefur verið samþykkt.
Á fundinum í gær var samþykkt
tillaga, sem hér fer á eftir, og
heimilar útgáfu texta aðalskipu-
lagsins. Mun hann koma út í haust,
allstór bók. sennilega um 200 bls.
að stærð. Tillagan var á þessa
leið:
„Borgarstjórn Reykjavíkur fellst
á samþykkt borgarráðs og skipu-
lagsnefndar, heimilar útgáfu
texta greinargerðar ásamt teikn-
ingum Aðalskipulags Reykjavíkur
og gefur borgarráði og skipulags
nefnd umboð til að fallast á þær
breytingar á teikningum og texta
greinar-gerðar, sem æskilegar
kunna að vera til samræmingar og
skýringar, þegar til prentunar
kemur, án þess að meginstefna eða
efnisinnihald samþykkta um Aðal-
skipulag Reykjavíkur raskast”.
Hver tekur við
af Stevenson?
WASHINGTON, 15. júlí (NTB-
Reuter) — Johnson forseti tók í
dag það verkefni til meðferðar að
finna heimskunnan mann í starf
sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ
í stað Adlai heitins Stevensons.
Nokkrir þeirra manna, sem til-
nefndir eru, eru Dean Rusk utan
ríkisráðherra, Averell Harriman
farandsendiherra, George Ball að
stoðarutanríkisráðherra, William
Fulbright öldungadeildarmaður
og Ralph Bunche, varafram-
kvæmdastjóri SÞ.
Lesið Alþýðublaðið
Áskriftasíminn er 14900