Alþýðublaðið - 31.07.1965, Qupperneq 2
heimsfréttir
Æ7/....siáastlidna riótt
★ SAIGON: — Hermenn Vietcong felldu marga stjórnarher- 2
menn er beir gerðu árás á þjálfunarbúðir 12 km suðvestur af Saig-
On í gær. Mikið mannfall varð os í liði stjórnarinnar er Vietcong
réðist á setulið stjórnarinnar við flugvöll einn í miðhluta Suður-
Vietnam bar sem búizt er við að skæruliðar hefii stórsókn inn-
an tveggja mánaða.
★ HANOI: — Sendinefndin frá Gliana, sem dvalizt hefur í
Ha.noi, hélt heimleiðis í gær. Formaður nefndarinnar, Kwes
Armah, utanríkisverzlunarráðherra Ghana og stjórnarfulltrúi í
London, afhenti Ho Chi Minh forseta persónulegan boðskap frá
Kvvame Nkrumah forseta.
★ WASHINGTON: Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean
Eusk, játaði í gær að Vietnamdeilan torveldaði nýjar tilraunir til
að færa samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í eðlilegra
Iiörf. Rusk sagði þetta er hann gerði utanríkisnefnd öldungadeild
arinnar grein fyrir ræðismanns samningi sem löndin undirrituðu
í júlí í fyrra. Andrúmsloftið er lævi blandið sagði liann, en við
megum ekki missa sjónar af þeim málum þar sem ná má
samkomulagi eins og ræðismannssamnignum og afvopnunar ráð
stefnunni í Genf,
★ BELGRAD: — Tito forseti sagði í gær að hann og Shastri,
forsætisráðherra Indlands, mundu gera allt sem í þeirra valdi
stæði til að stuðla að lausn Vietnammálsins og vonandi væri Nasser
forseti á sama máli, en honum og öllum fulltrúum á ráðstefnu hlut
lausu ríkjanna í Kairó í október yrði skýrt frá viðræðunum á
.Brioni.
★ AÞENU: — Fyrirhuguðum aukafundi gríska þingsins í gær
veu1 frestað vegna þess að stjórnarandstöðuflokkarnir neituðu að
itaka þátt í honum þar sem Georg Papandreou fv. forsætisráð-
harra var ekki mættur. Leiðtogi Þjóðlega róttæka flokksins.
Canellopoulos, sagði að Papandreou yrði að mæta og gera grein
fyrir orsökum þess að borgarbúar hefðu lifað af náð skrílsins und
aufarnar tvær vikur.
★ GENF: — Formenn sendinefnda vesturveldanna á afvopn
unarráðstefnunni í Genf héldu fund með sér í dag til að sam-
ræma tillögur Breta og Kanadamanna um samning um bann við
dreifingu kjarnorkuvopna.
★ PARÍS: — Frakkar munu ekki taka þátt í NATO-hexæf-k
ingunum „Fallex 1965“ að því er áreiðanlegar heimildir herma.
Eagir franskir liðsforingjar sem starfa á vegum NATO munu taka
þáit í æfingunum. í maí sögðu Frakkar að engir liðsforingjar,
sem stjórnuðu frönskum hersveitum, mundu taka þátt í heræf-
ingunum. NATO verður leyft að nota franska fjarskiptakerfið i
æfingunum.
★ LONDON: —• Brezka stjórnin vísaði í gærkvöldi öðrum
sendráðsritara við sovézka sendiráðið í London, Vitali K. Bojarov,
lír landi. í fyrradag var Antony Bishop, öðrum ritara við brezka
sendiráðið í Moskvu vísað úr landi, gefið að sök að hafa verið við-
riðinn Brooke-málið.
★ LONDON: — Blað í Liverpool fékk í gær nafnlaust bréf
þar sem Harold Wilson forsætisráðherra var hótað lífláti næst er
'hann heimsækir kjördæmi sitt Huyton í Lancashire.
★ STOKKHÓLMI: — Stjómmálaleiðtogar og verkalýðsleið-
togar frá sex Evrópulöndum og Bandaríkjunum sitja óformlega ráð
stefnu jafnaðarmanna að sveitasetri sænska forsætisráðherrans
Harpsund um lielgina.
★ BAMBERG: —• Tvítugur maður, Reinhard Woitzik, hefur
verið handtekinn í Bamberg, Vestur-Þýzkalandi, grunaður um
að hafa málað hakakrossa á legsteina í kirkjugarði Gyðinga í borg-
inni.
tlervirki i Bam■
berg upplýst?
BAMBERG, 30. júlí (NTB-DPA).
f!(l ára gamall maður, Reinhard
(Vait-zi hefur verið handtekinn í
(Bámberg í VesturÞýzkalandi,
prun iður um að hafa málað haka
-ðoMtss á steina í kirkjugarði
Cyðinga í borginni.
Hakakrossmálið í Bamberg
hófst 13. júlí sl. er hakakrossar
og andgyðingleg slagorð voru mál
uð á minnismerki um Gyðinga.
Tveimur dögum síðar voru haka
krossar málaðir á 23 steina í
Gyðingakirkjugarðinum í bænum.
20.000 marka launum var heitið
þeim, er gefið gætu upplýsingar,
sem leitt gætu til handtöku hins
seka.
Framh. á 14. síðu.
Vietcong hyggur á
sókn í miðhálendi
Saigon, 30. júlí (NTB - Reuter)
Vietcong-hermenn felldu marga
stjórnarhermenn, er þeir gerðu
árás á þjálfunarbúðir 12 km suð-
vestur af Saigon í dag. Árásar-
mönnum tókst ekki að sprengja
vopnabúr búðanna í loft upp.
Mikið mannfall varð einnig í
liði stjórnarinnar, er Vietcong
gerði árás nálægt Tuy Hoa, um
400 km norðan við Saigon. Skæru-
liðar réðust á suður-vietnamiskt
setulið við flugvöll, sem lagður
hefur verið niður. Flugvöllurinn
er í miðhluta Suður-Vietnam, þar
sem talið er að Vietcong búi sig
undir stórsókn.
Suðvestan við Saigon halda
bandarískir fallhlífaliðar áfram
víðtækum aðgerðum gegn Viet-
cong og hafa til þessa fellt tvo
skæruliða án þess að nokkur hafi
fallið í liði þeirra sjálfra. Rúm-
lega 400 km lengra í norðaustri
hafa suður-vietnamískir hermenn
fellt 22 Vietcong-hermenn í svip-
uðum „hreinsunaraðgerðum" sunn
an við Da Nang.
í miðhluta Suður-Vietnam hef-
ur flokkur Vietcongmanna ráðizt
á þrjú þorp skammt frá bænum
Kontum, sem er í umsátri. Óbreytt
ir borgarar streyma frá þessu
svæði og fleiri svæðum, til stærri
bæja af ótta við meiriháttar sókn
af hálfu Vietcong. Margir segja,
að kommúnistar hafi sjálfir gefið
í skyn að stórsókn sé í vændum.
t fjöllunum umhverfis Pleiku
er talið að staðsettar séu fjölmenn
ar hersveitir Vietcong auk sveita
úr fastaher Norður-Vietnam. í
Suður-Vietnam er talið að hin
væntanlega sókn verði gerð innan
tveggja mánaða. Einnig er búizt
við því, að hinn nýi liðsauki
Bandaríkjamanna fari fyrst og
fremst til Pleiku. Blaðafréttir
herma, að hið nýja hreyfanlega
herfylki, sem koma á á fót, verði
sent til Pleiku svæðisins. í her-
fylkinu verða 16.000 fótgöngu- og
fallhlífaliðar.
í Tokyo er reynt af bandarískri
hálfu að róa Japani, sem fellur
það miður að loftárásir á skotmörk
í Vietnam séu gerðar frá banda-
rískum herstöðvum á Okinawa.
Sagt er, að margar B-52 sprengju-
Framhald á 10. síðu
Eftirvinnubann í
Vestmannaeyjum
Eftirvinnubann verkalýðsfélag
anna í Vestmannaeyjum kom til
framkvæmda í gær og munu fisk
vinnslustöðvar ekki taka við meiri
fiski til vinnslu fyrr en eftir þjóð
hátíð. Gildir þetta bæði um síld
arvinnsluverksmiðjur og frystihús
Mikil óunnin síld liggur nú í Eyj
um og með þessarf vinnutakmörk
un er óvíst hvort unnt reynist að
bræða hana fyrir þjóðhátíð, en
þá leggst öll vinna niður í Vesti
mannaeyjum.
Víðast kalt
um helgina
Reykjavík, — GO.
í gærkvöldi losnuðu þakplötur
á húsi Pípuverksmiðjunnar við
Rauðarárstíg. Þá var vindur hér
norðlægur, 6 og upp í 7 vindstig
og sjór sagður ganga yfir Skúla
götu. Páll Bergþórsson sagði að
Framhald á 14. síðu.
Varizt slysin!
VERZLUNARMANNAHELGIN, mesta umferðarhelgi sum.
arsins, fer nú I hönd. Bifreiðum hefur fjölgað mikið hér á landi
undanfarin ár og umferðin á vegum landsins fer ört vaxandi.
Nú um helgina þegar þúsundir ökumanna halda út á þjóð-
vegina eykst slysahættan.
Vegfarendur: Sameinist inn að tryggja öryggi í umferð-
inni.
Sýnið tillitssemi og kurteisi og metið rétt umferðaraðstæð
ur.
Stefnum að slysalausri verzlunarmannahelgi.
Lögreglan.
4HHUMHHMMMMVMUUHUMUUMHUUMUmmWHU1
„Fengizt hefur
verðmæt reynsla"
Ljósmæðramót
Norðurlandamót ljósmæðra verð
UT' haldið í Reykjavík dagana 13.
til 18. ágúst. Útlendu ljósmæðurn
ar koma flestar hingað til lands
12. ágúst, flestar frá Svíþjóð eða
um 30. Samband norrænna ljós
mæðra var stofnað árið 1950 og er
formaður þess Ellen Erup frá Sví
þjóð. Þetta er fimmta mótið sem
sambandið heldur og í fyrsta sinn
hér á landi, en það verður haldið í
Landsspítalanum.
Tékkneskur
styrkur
Tékknesk stjórnvöld bjóða fram
styrk handa íslendingi til háskóla
náms í Tékkóslóvakíu næsta há
skólaár, þ.e. tímabilið 1. septem
ber 1965 — 30. júní 1966.
Umsóknum um styrkinn skal
komið til menntamálaráðuneytisins
Stjórnarráðshúsinu við Lækjar
torg, fyrir 15. ágúst n.k., og skulu
fylgja staðfest afrit prófskírteina
ásamt meðmælum. Umsóknareyðu
blöð fást í menntamálaráðuneyt
inu.
(Frá menntamálaráðuneytinu.)
Reykjavík, — GO.
Ráðinn hefur verið maður til
að veita forstöðu verzlun þeirri
með íslenzkar iðnaðarvörur, sem
sett var á stofn í Bandaríkjunum
á sl. ári. Til þessa hefur Kristján
Friðriksson forstjóri Últíma haft
umsjón með verzluninni.
Verzlun sú sem opnuð var í
fyrra á 3. breiðgötu í New York
varð fyrir því óhappi í byrjun, að
opnun hennar seinkaði um tvo og
hálfan mánuð, en af rekstrf henn
ar hefur þó fengizt verðmæt
KALSI VESTRA
ísafirði — BS - GO.
í nótt skipti snögglega til hins
verra varðandi veðurfarið. Það
sem af er sumrinu hefur verið hér
vestra yfirleitt mjög hagstætt og
gott bæði til lands og sjávar,
þurrviðri, stillur og sólskin oft
dögum saman. í nótt kólnaði mjög
og nú er hér kalsa veður, norð
an strekkingur með súld og lítils
háttar rigningu.
reynsla. Framkvæmd hefur verið
all ýtarleg markaðskönnun og hafa
mjög athyglisverð atriði komið i
ljós í því sambandi. Sumar vörur
virðast hafa mikla möguleika, en
aðrar litla sem enga, a.m.k. við
núverandi aðstæður.
Á það er bent í fréttatilkynn
ingu Iceoraft að mikið sé núl
selt af svipuðum iðnaðarvörum og
við höfum í Bandaríkjunum, eink
um frá Noregi og Danmörku. Flest
ar þessar verzlanir hafa átt við
byrjunarörðugleika að etja en kom
izt yfir þá og standa nú í miklum
blóma og afla þjóðum sínum gjald
eyris svo um munar. Leita nú sam
tökin eftir samvinnu og aðstoð
héðan að heiman til þess að þessi
viðleitni til eflingar íslenzku at
vinnulífið geti borið árangur. Leit
að hefur verið eftir nokkurri fjár
hagsaðstoð frá ríkisstjórninni til
stuðnings þessari markaðsleit og
eru undirtektir góðar, enda í
samræmi við fyrirmyndir frá hin
um Norðurlöndunum um samstarí
ríkis og einstaklinga um slfka starf
semi.
2 31. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ