Alþýðublaðið - 31.07.1965, Síða 4

Alþýðublaðið - 31.07.1965, Síða 4
Ritstjórai: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfult- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900- 14903 — Augljsingasími: 1490B. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- biaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Aiþýðunokkurinn. SKATTAR OG RÉTTLÆTI TEKJUR skipta meginmáli um fjárhagslega af- komu manna, en skattar og útsvör koma þar einnig mjög við sögu. Flestir bjargálna menn greiða til sveit ar og ríkis 15—35% af tekjum sínum, Þessa daga frá Reykvíkingar og íbúar margra ann arra sveitarfélaga skattreikninga sína. Verður nú reiknað og bollalagt á næstunni, og má búast við ým is konar viðbrögðum, þegar heildarmynd fæst af skattlagningunni á þessu ári. Þegar litið er á skattamál í heild hér á landi, blasa við augun tveir höfuðannmarkar á því kerfi, sem notað hefur verið. Fyrri annmarkinn eru hin gífurlegu skattsvik, sem viðgengizt hafa. Margir efnuðustu menn lands- ins hafa verið nálega skatt- og útsvarsfrjálsir árum saman, og heilar stéttir virðast hafa aðstöðu til að komast hjá meginþunga skattbyrða. Þessi undan- hrögð koma síðan af fullum þunga niður á þeim, sem ekki hafa aðstöðu til eða vilja svíkja undan, þar sem hið opinbera tekur ekki minni heildarupphæð, þótt svikið sé. Skattsvikin hafa skapað eitt alvarlegasta mis- rétti, sem tíðkast í þjóðfélagi íslendinga. Menn bera §ig saman við nágranna, sem þeir sjá daglega, og úna því ekki, ef hann sleppur við að greiða tugi þús trnda, sem lagðar eru á aðra, er virðast lifa við svip uð lífskjör. Alþýðuflokkurinn hefur haft uppi kröfur um það innan ríkisstjórnarinnar undanfarin ár, að reynt yrði að bæta úr þessu misrétti. Hafa verið gerðar nokkr ar ráðstafanir gegn skattsvikum, sem ekki hafa áður verið reyndar. Þetta eru þó aðeins byrjunarskref. Lengra verður að halda, unz skattsvikin verða að sjaldgæfum undantekningum Hinn megin annmarki skattkerfis á íslandi er hve lítið félög og fyrirtæki greiða til hins opinbera hér miðað við önnur lönd. Hvort tveggja er, að íslenzk fyrirtæki gera yfirleitt ekki upp reikninga sfna með miklum gróða, heldur virðast eigendur þeirra mjólka þau á óbeinan hátt. Þar að auki eru skattar á þann gróða, sem upp er gefinn, mun lægri hér en í flest- Um nágrannalöndum okkar. | í. Þetta verður að breytast, ekki sízt af því að mik ijl hagvöxtur, fjölgun þjóðarinnar og hagstæð skil ýrði hljóta að styrkja fyrirtækin ár frá ári. Rétt væri dð byrja á strangari reglum urn bókhald og frádrátt ýmis konar kostnaðarliða til að hindra, að menn lifi á sk^ttfrjálsum hlunnindum í stað beinna launa. i Hið fullkomna og réttláta skattakerfi er því mið Ur hvergi til og verður aldrei. Hins vegar verður þjóð iþ að halda áfram að bæta kerfi sitt ár frá ári og gera það réttlátara. Skattborgararnir verða að geta trú- ajð á réttlæti kerfisins, ef vel á að fara. 4 31. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLA0IÐ j'! ' • »»v - -•' '• í FERÐALAGIÐ LÝFJASKRÍN ættu að vera í hverri bifreiff. Þau atvik geta skeð , að grípa þurfi tii lyfja, umbúða og áhalda. Leggið því aldrei f langferð I bifreið án lyfjaskrlns. LAUGAVEGS APÖTEK hefur að jafnaði fyrirliggjandi lyfjaskrín af ýmsum stærff um. Nauffsynlegir hlutir í lyfjaskrín eru: SÁRAGRISJUR SÁRABINDI B 6 M U L L SKYNDIPLÁSTRAR HEFTIPLÁSTRAR BRUNASMYRSLI SÁRAVATN MAGNYLTÖFLUR ÖRYGGISNÆLUR S K Æ R I FLfSATÖNG JOÐÁBURÐUR TEYGJUBINDI SÁRASMYRSL LAUGAVEGS APOTEK POSSNINGAR- SANDUR VIKURPLÖTUR Eingangrunar- plast Seljum allar gerSir af pússn Ingarsandi heimfluttan og hlásinn tan. ÞurrkaBar vikurplötur og einangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog a.f. Elliðavogi 115, sími 30120. FERÐAFÓLK Höfum ávallt fyrirliggjandi Tóbak og sælgæti ^ Kælda gosdrykki og öl ís og pylsur Tjöld og svefnpoka ■ Olíur og benzín Niðursuðuvörur og margt fleira, sem hentar ferðamönnum. Vínnuvélar til leigu Leigjum út litlar rafknúnar steypuhrærivélar. Ennfremur. rafknúna grjét- og múrhamr* með borum og fleygum LEIGAN S.F. Síml 23480. VERZLUNIN H rútafir öi BRÚ Áskríftasíminn er 14900 f

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.