Alþýðublaðið - 31.07.1965, Síða 6

Alþýðublaðið - 31.07.1965, Síða 6
- - ■ " *»•- ' . 'x ''1 ' C . V . y/. ■ ',%< X ' V . ffi ;í.".Í' ■ ■ ' % HÉlfi '■' ,o :. : . s ■ •'• -A • ... ■: m ■ - Zl 4i* / ’ í ■■ í , •, <: . . - * ’ ' > - >■■■ .31C: if Jrf.S >4 i4-!': •'... .. ■: ". iii áhrif hávaða á bðrn ÝMIS hávaði getur haft mjög slærn áhrif á börn, segja hol- lenzkir læknar, sem rannsákað hafa afleiðingar hávaða. Hefur komið í Ijós, að jafnvel ólíkleg ustu hljóð, svo sem sífelldur útvarpskliður getur leitt til veikinda meðal barna. Hérlendis er algengt, að út- varp sé látið vera opið alla.n daginn, jafnvel þótt enginn hlusti á þá tóna eða talað mál, sem frá því hljómar. Sumir eru þannig gerðir, að þeir geta alls ekki gert nokkurn hlut nema hafa hjá sér útvarp, segulband •’-ða plötuspilara, og margt ungt fólk hér sem annars staðar hef- ur vanið sig á að læra við nið áðurnefndra tækja. Samkvæmt þessum hollenzku rannsóknum getur allt þetta haft slæm áhrif. Fleiri tegundir hljóða og hávaða eru taldar upp í skýrslu læknanna, svo sem hávaði frá umferð í borgum og bæjum, hávaði frá flugvélum, sérsták- lega þotum *og einnig sífelldur kliður á vinnustöðum. En sá hávaði, sem talinn er varasam- astur er tónlistin, sem börn og unglingar láta glymja á meðan þau leika sér eða læra. í flest- um tilfellum fá börn höfuðverk, og sýndu rannsóknir, að höfuð- verkurinn hvarf um leið og slöklct hafði verið á hljóðfram- leiðslutækinu, en það var oftast útvarp. Já, það er margt, sem menn verða að varast nú á dögum. LUEEINN Lék á píanó í 1001 stund Síðan 1929 hefur sextugur pían óleikari í Diisseldorf í Vestur— Þýzkalandi, Heinz Axntz að nafni átt heimsmet í maraþon-píanóleik. Fyxsta heimsmet hans var 75 tímar, en það nýjasta, sem var sett degana 28. maí til 9. júlí sl. er 1001 klukkustund, Þegar hann árið 1929 sigraði Bandaríkja manninn van der Build, fékk hann taugaáfall eftir „aðeins“ þriggja sólarhringa leik á píanó ið. t ár fékk hann sér bjórglas! eftir að hafa leiki stöðugt á pí anó í rúman mánuð. Það er ekki aðeins í Þýzkalandi sem Arntz er talinn eitt furðu legt fyrirbæri. Þegar hann setti nýja metið um daginn, notaði iiann sér ekki þau hlé, sem regl umar leyfa til svefns, þeldur spilaði hann þá á spii. Þegar hann er ekki að reykja (reykingar hans virðast líka nálgast heimsmet, því \ að hann reykir 120 stykki á dag), þá þykir honum gott að narta í wienerschnitzel með grænum baun um eða sötra úr einum af þeim 60 kaffibollum, sem hann drekk ur á sólarhring. Hann forðast á fengi á meðan liann er að setja métin, en drekkur nokkuð af öl keiduvatni. Til þess að halda blóð rásinni gangandi leyfist honum a spila standandi í tvo tíma af hverjum stuttugu og fjórum. Amtz, sem fyrr á árum 1&l í í hljómsveitinni á „Corso“ veit ingahúsinu í Þuslaraþorpi, hefur árum saman ekki gert annað en bæta sín eigin met. Og það er heldur ótrúlegt, að nokkur eigi eftir að slá metin hans. Frakki elnn reyndi einu sinni og tókst að leika stanzlaust í 400 tíma, en sagt er, að hann sé enn að ná sér eftir þau ósköp. Komið í veg fyrir uppkaup frímerkja Hópur manna, sem sennilega hefur haft í hyggju að fremja meiriháttar „kúp“ í sambandi við ný Sameinuðu þjóða frímerki, hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir póstskrifstofu SÞ. Ef hinum óþekktu frímerkja - möngurum hefði tekizt tilraunin, hefðu þeir ráðið öllu á frímerkjamarkaðnum varðandi þetta sérstaka frímerki og getað sjálfir ákveðið verð þess. Frímerkin, sem um er að ræða, er 20 eenta virði af merkjum, sem gefin eru út vegna „alþjóða-sam vinnuráðsins“ og í sambandi við 20 ára afmæli Sameinuðu þjóð anna. Yfirmaður póstþjónustu SÞ, D. Thomas Clements, skýrði frá því, að borizt hefðu stórar pantanir á merkjum þessum og ástæða væri til að ætla, að hópur manna stæði á bak við þessar tröll auknu pantanir. Saia merkjanna var því takmörkuð við fimm arkir á kaupanda. í hverri örk voru fimm og 15 centa merki. Þau voru lögð fram til sölu 26. júni og tvær milljón ir arka prentaðar. Skýrði Clem ents frá því. að ef kaupendurn ir kæmu fram sem einn hópur, gætu þeir algjörlega ráðið mark aðnum og sett upp sitt eigið verð. Það bárust um 3200 pantanir í meira en 50 örkum frá 7 mismun andi ríkjum. Þessar pantanir var auðvelt að þekkja, því að pöntun arseðillinn var fjölritaður og und íirskriftirnar fóru eftir stafrófs röð. Auk þessara pantana bárust beiðnir um kaup á 10.000, 50.000 og 100.000 örkum, og í síma var gerð fyrirspum um kaup á hálfri. milljón arka. 15 centa minningarmerkið, sem gefið var út 1955, selst í dag fyrir 25—40 dollara. 12 centa minn ingarmerki, sem gefið var út 1960 komst upp í 1.35 dollara á frí merkjamarkaðnum einni viku eft ir útkomudag, vegna þess að merk in voru gengin til þurrðar hjá póstskwfstofu SÞ, segir í frétta stofufregn. NÝTÍZKU HÁLSBINDI Eitt hinna þekktu tízkuhúsa í París, selur nú í herradeildum sinum nýja tegund hólsbinda. Eru hálsbindi þessi að því leyti frábrugðin hinum venjulegu að þau eru með litlum vösum á bak hliðinni, og er ætlast tíl, að í þeim séu geymdir bíllyklar og annað smádót. Sagt er að nýjung in sé ætluð bílstjórum, sem ætla að ferðast i sumar, en gera ekl^i ráð fyrir að vera í jakka. En jafn vel þó að víst sé að þeir verði í skyrtum, er ekki öruggt, að þeir noti bindi. Þessir indversku listamenn lilutu báöjr silfur-birni á kvik- myndahátíðinni í Berlín fyrr í sumar. Satyajit Ray, Ieikstjóri, fékk verðlaunin fyrir myndina Charaluta, en Madhur Jaffay hlaut sín verðlaun fyrir leik sinn í myndinni „Shakespeare-leikflokkurinn“. £ 31. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.