Alþýðublaðið - 31.07.1965, Side 7
Wilson fær harðan andstæðing
f FEBRÚAR Sl. voru líkurnar á
því, að Edward Heath yrði leiðtogi
brezka íhaldsflokksins í næstu
kosningum taldar 8 gegn 1. Nú
hefur hann tekið formlega við
starfi flokksleiðtoga.
Heath hefur verið formælandi
Stjórnarandstöðunnar í efnahags-
málum síðan í október í fyrra þeg-
ar Verkamannaflokkurinn fór með
sigur af hólmi í kosningunum til
Neðri málstofunnar og mun eng
inn annar formælandi íhalds-
flokksins á þingi hafa verið eins
harðorður í garð stjórnarinnar.
Álit manna á Heath hefur því
breytzt, því að fyrir nokkrum ár-
um var hann talinn hæglátur mað-
ur, sem væri allvel að sér í efna-
hagsmálum.
Hann var aðalsamningamaður
Breta í hinum misheppnuðu til-
raunum þeirra til að fá aðild að
Efnahagsbandalaginu, og dómar
blaða um frammistöðu hans voru
misjafnir en yfirleitt vinsamlegir.
„The Times” hafði það m. a. eftir
erlendum blaðamanni, að hann
væri tilvalinn forsætisráðherra
Evrópu.
Heath er af miðstéttarfólki kom-
inn og gekk ekki í einkaskóla eins
og svo margir leiðtogar íhalds-
flokksins. Hann stundaði nám við
háskólann í Oxford og var formað-
ur stúdentafélagsins. Árið 1950
var hann kjörinn á þing og á árun
um 1955-59 var hann aðstoðarleið
togi þingflokks íhaldsmanna. og
síðan verkamálaráðherra, innsigl-
isvörður, iðnaðarmálaráðherra og
viðskiptamálaráðherra. Hann er
fyrsti piparsveinninn, sem orðið
hefur leiðtogi íhaldsflokksins á
síðari tímum. Hann er 49 ára.
Edward Heath hefur fengið skjót
an frama. Þegar hann var verka-
málaráðherra var hann óöruggur
í umræðum í Neðri málstofunni,
en frama hans má rekja til þess
tíma, er hann hóf störf í utanrík-
isráðuneýtinu í júlí 1960 sem und-
irmaður Sir Alec-Douglas-Home
þáverandi utanríkisráðherra, sem
þá hét Home lávarður og átti
sæti í lávarðadeildinni. Heath
var eindreginn stuðningsmaður
þess að Bretar gengju í Efnahags-
bandalagið og hann sýndi brátt
nýjan myndugleika í Neðri málstof
unni. Smám saman öðlaðist hann
þá leikni í þingumræðum, sem
hann hefur síðan verið frægur fyr-
ir, einkum í orðaskiptum við HÚgh
Gaitskell þáverandi leiðtoga
Verkamannaflokksins, og hann
fékk orð fyrir að vera herskár og
ákveðinn.
Hann hefur aldrei verið sérstak-
lega góður ræðumaður á fjölmenn
um stjórnmálafundum og hann
tekur sig illa út í sjónvarpi. Hann
játar fúslega, að frammistaða hans
í sjónvarpssendingum íhaldsflokks
ins í kosningabaráttunni í fyrra-
haust hafi ekki verið góð, en hann
I var einn helzti formælandi flokks
Edward Heath.
síns í sjónvarpsumræðum. En álit
manna á honum sem harðsnúnum
og ákveðnum stjórnmálamannJ
var staðfest er hann gegndi emb-
ætti iðnaðarmálaráðherra í stjórn
Sir Alec Douglas Home (1963—
64), en þá lét liann mikið að sér
kveða og um hann stóð mikill
styrr. Hann hefur hlotið mikið lof
fyrir að hafa haft veg og vanda af
því að afnema söluskattinn, er
hann var iðnaðarmálaráðherra.
Heath var aldrei í hópi stuðn-
ingsmanna Richard A. Butlers fv.
utanríkisráðherra, sem endur-
skipulagði íhaldsflokkinn eftir
heimsstyrjöldina og fylkti um sig
mörgum ungum og hæfum mönn-
um. Þegar Heath ákvað að styðja
Home í síðustu valdabaráttunni 1
íhaldsflokknum fyrir tveimur ár-
um fjarlægðist hann Butler-arm
flokksins æ meir. Þegar viðræðum
ar um aðild Breta að Efnahags-
bandalaginu fóru út um þúfur i
Brússel í janúar 1963 var hann
einn þeirra manna, sem til greina
þóttu koma sem eftirmaður Mac-
millans, þáverandi forsætisráð-
herra, en Macmillan ákvað að
Heath skyldi halda áfram störfum
í utanríkisráðuneytinu og þar með
hvarf hann úr sviðsljósinu og kom
ekki lengur til greina sem leið-
togaefni.
Þetta hafði hins vegar engin á-
hrif á hóp aðdáenda hans, sem litu
á hann sem frarntíðarleiðtoga
flokksins frá þeirri stundu er hann
hóf samningaumleitanirnar í
Brússel. Heath hefur oft mætt
mikilli andspyrnu en hæfileikf
hans til að vekja aðdáun hefur
alltaf vegið upp á móti því.
Þetta á ekki aðeins við um
stjórnmálin. Um nokkurt skeið
eftir styrjöldina starfaði Heath í ■
flugmálaráðuneytinu og ef hanr»
hefði haldið áfram embættisstörf-
um hefði hann vafalaust náð langt
í þjónustu hins opinbera. Ráðu-
neytisstarfsmenn hafa alltaf látið
vel af honum sem ráðherra, hanr»
er samvizkusamur, gífurlega at-
orkusamur og ávallt þaulkunnugur
þeim vandamálum, sem við er að
glíma. En þó ávinnur hann sér
nær ailtaf fremur virðingu en
vinsældir.
í stjórnarandstöðu hefur Ijajm
virzt hafa færzt nokkuð til hægrV
í hinum hörðu árásum á stpprn-
Verkamannaflokksins. Síðan hann
Framhald á 15. síðu
Viðskiptajöfnuðurinn
Blaðalesendur eiga oft
og einatt erfitt með að átta
sig á raunverulegri þýð
ingu ýmissa töluupplýsinga
um þjóðarbúskapinn,
ef þeim fylgja ekki sérstak
ar skýringar. Þetta á t.d.
við um þær tölur, sem birt
ar eru um svo nefndan við
skiptajöfnuð. Með við
skiptajöfnuði er átt við
mismun á útflutningi og
innflutningi. Er viðskipta
jöfnuðurinn sagður „hag
stæður“, ef útflutningur
er meiri en innflutningur,
en „óhagstæður", ef inn
flutningur er meiri en út
flutningur. Orðin hagstæð
ur og óhagstæður eru not
uð vegna þess, að undir
venjulegum kringumstæð
um þýðir útflutningur um
fram innflutning það, að
þjóðin safnar innstæðum
erlendis, og er það talið
hagstætt, en verði innflutn
ingur meiri en útflutning
ur, jafngildir það undir
venjulegum kringumstæð
um skuldasöfnun erlendis,
svo að það er talið óhag
stætt. En ekki er þó öll
sagan sögð með þessu. Til
ýmislegs þarf að taka tillit
ef dæma á þróun mála í
þjóðarbúskapnum réttilega
á grundvelli talna um þenn
an svonefnda viðskipta
jöfnuð. Skal hér getið
tveggja helztu atriðanna í
því sambandi.
í fyrsta lagi er þess -að
geta, að það er alþjóðleg
venja að reikna útflutn
inginn á því verði, sem
hann er talinn hafa við
landamæri, þ. e. a. s. hér
um borð í skipi því eða
flutningatæki, sem flytur
hann til útlanda (fob-verð).
Innflutningurinn er einn
ig reiknaður á því verði,
sem hann er talinn hafa
við landamæri (cif-verð).
Þessar venjur valda því,
að flutningskostnaður og
vátrygging útflutningsvör
unnar eru ekki talin með í
útflutningsverði hennar.
Hins vegar er flutnings
kostnaðurinn og vátrygg
ingin talín með í innflutn
ingsverði innfluttrar vöru.
Að svo miklu leyti sem
flutningarnir og vátrygg
ingahnar eru í höndum
innlendra aðila, er sölu
verð útflutningsins hærra
en útflutningsverðið, eins
og það kemur fram á út
flutningsskýrslum, og inn
kaupsverð innflutn
insins lægra en inn
flutningsverðið á innflutn
ingsskýrslum. Gjaldeyris
tekjurnar af útflutningnum
eru m.ö.o. meiri en útflutn
ingsverð útflutnings
skýrslnanna og gjaldeyris
greiðslur yegna innflutn
ingsins minni en innflutn
ingsverð innflutnings
skýrslnanna. Auðvitað
kosta flutningarnir og vá
tryggingin einnig erlend
an gjaldeyri, en hann er
miklum mun minni en
gjaldeyristekjurnar af þess
ari starfsemi. Af þessum
sökum þarf óhagstæður
viðskiptajöfnuður ekki að
þýða minnkun erlendrar
gjaldeyriseignar eða
skuldasöfnun erlendis.
Nettó-gjaldeyristekjur af
t.d. siglingum og vátrygg
ingaþjónustu gætu númið
meiru en hinum óhagstæða
viðskiptajöfnuði.
Þá skiptir það og miklu
máli í sambandi við áhrif
viðskiptajafnaðarins á
gjaldeyrisstöðuna, hvern
ig greiðslum fyrir útflutn
inginn og innflutninginn
er háttað. Ef eingöngu
væri um staðgreiðslur að
ræða í bæði útflutnings-
og innflutningsverzluninni
væru áhrifin á gjaldeyris
stöðuna jákvæð eða nei
kvæð í samræmi við það,
hversu hagstæður eða ó
hagstæður viðskiptajöfnuð
urinn er. En nú er það
engan , veginn svo, að
greiðslur fyrir1 allajn út
flutning og allan innflutn
ing fari. fram með sama
hætti. í þessu sambandi er
þess sérstaklega að geta, að
sérstakir greiðsluhættir
tíðkast í sambandi við einn
GYLH t>. GÍSLASON
LAUGARDAGSGREIN
mjög stóran lið í árlegum
innflutningi, þ.e.a.s. inn
flutning skipa og flugvéla
en þessi tæki eru yfirleitt
keypt til landsins að veru
legu leyti fyrir erlent láns
fe til nokkurra ára. Þess
vegna kemur ekki nema
nokkur hluti kaupverðs eða
innflutningsverðs þessara
tækja til greiðslu á því
ári, sem þau eru flutt inn
og koma á innflutnings
skýrslur. Gjaldeyrisgreiðsl
urnar vegna innflutnings
ins eru því þeim mun
lægri sem þessu svarar,
og áhrif þessa innflutnings
á gjaldeyrisforða eða gjald
eyrisskuld ekki í samræmi
við innflutningsverðmæti
þessara tækja, heldur þann
hluta andvirðis þeirra, sem
greiða ber á hlutaðeigandi
ári. Ef innflutningur t.d.
skipa og flugvéla er sér
stakíega mikill á einhverju
ári, og þessi tæki hafa
verið keypt fyrir erlent
lánsfé til nokkurra ára,
rýrnar ekki gjaldeyriseign
erlendis sem svarar óhag
stæðum viðskiptajöfnuði.
Gjaldeyrisforðinn gæti
þvert á móti haldið áfram
að aukast, ef hinn óhag
stæði viðskiptajöfnuður
ætti t.d. rót sína að rekja
til slíks innflutnings skipa
og flugvéla, sem ekki þarf
að greiðast á innflutnings
árinu.
Þau atriði, sem að fram
en hafa verið nefnd, verð
ur að hafa í huga í sam
bandi við tölur, sem ný
lega hafa verið birtar um
viðskiptajöfnuðinn á tíma
bilinu janúar — júní á
þessu ári. Innflutningur
í þessum mánuðum nam
2.823 millj. kr. og útflutn
ingur 2.452 millj. kr. Vör-u
skiptajöfnuðurinn í janúar
var því óhagstæður um
371 millj. kr. Hins vegar
nam innflutningur skipa og
flugvéla í þessum mánuði
um 468 millj. kr. Ef þessi
innflutningur er dreginn
frá heildarinnflutningn
um, breytist viðskiptajöfn
uðurinn og verður hag
stæður um 97 millj. kr.
Gera má ráð fyrir, að %
hlutar af andvirði skipa-
og flugvélainnflutningsins
greiðist á um það bil 6
árum, en Va hluti þess er
greiddur strax. Vilji menn
dæma um áhrif útflutnings
ins og innflutningsins á
gjaldeyrisstöðuna, < ætti
því ekki að reikna
með nema 40 —45% skipa-
og flugvélainnflutningsins,
eins og hann er skráður
i innflutningsskýrslum,
eða tæplega 200 millj. kr.
Þannig reiknað verður við
skiptájöfhuðurinn óhag
stæður um 100 millj. kr.
í jan.—júní 1965.
En auk þessa yrði jafn
framt að taka tillit til þess,
að gjaldeyristekjurnar af
útflutningnum eru meiri
en útflutningsverðið, og að
gjaldeyrisgreiðslur vegna
innflutningsins eru minni
en innflutningsverðið.
Gera má ráð fyrir ,að gjald
eyristekjurnar séu ca. 10%
meiri en útflutningsverðið
og gjaldeyrisgr. vegna
innflutningsins (án skipa-
og flugvéla) 10% minni en
innflutningsverðið. Ef
þessi mælikvarði er lagð
ur á útfiutnings- og inn
flutningstölurnar í janúar
— júní sl., er gjaldeyris
jöfnuðurinn af heildarút
flutningnum og heildarinn
flutningnum hagstæður um
110 millj. kr. Ef svo jafn
framt ér tekið tillit til
þess, sem áður var sagt um
gjaldfrestinn í skipa- og
flugvélakaupunum, þá
lækka gjaldeyrisgreiðslurn
ar vegna innflutningsins
um 268 millj. kr„ þannig
að gjaldeyrisgreiðslurnar
vegna hans verða um 2.320
millj. kr. Hefur gjaldeyris
jöfnuðurinn, að því er
þessa liði snertir, þannig
orðið hagstæður um 375
millj. kr., en ekki óhag
stæður um 371 millj. kr.
eins og viðskiptahallinn.
Ef gera ætti greiðsluvið
skiptin við útlönd nákvæm
lega upp, yrði enn að taka
tillit til ýmiss konar at
riða, svo sem tekna af er
lendum ferðamönnum á
íslandi og gjalda vegna ís
lenzkra ferðamanna erlend
is, vaxtagreiðslna,
greiðslna afborgana og
fleiri atriða. Tilgangurinn
mcð þessum línum var
hins vegar fyrst og fremst
að benda á, að svo nefnd
ur óhagstæður eða hagstæð
ur< viðskiptajöfnuður jafn
gildir ekki óhagstæðri eða
hagstæðri breytingu á
gjaldeyrisstöðu landsins út
á við.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
31. júlí 1965 7