Alþýðublaðið - 31.07.1965, Side 16

Alþýðublaðið - 31.07.1965, Side 16
Alfræðiorðabók með afborgunum í lýðræðislöndum er það meirihlutinn sem ræöur , en þar eru það bara svo óskap lega fáir, sem hafa áhuga á pólitík. . . — Heyrðu góði, heldurðu að þú viljir ekki standa fyr ir utan, sagði ég við tann lækninn í gær, þegar hann í fjórða skiptið bað mig um að gapa eins og ég gæti. . . . ALFRÆÐIORÐABÆKUR er.u eitt af því sem talið er nauðsynlegur og sjálfsagður hlutur í ölluin menningarlöndum. En þetta er einmitt eitt af því sem erfitt er fyrir okkur íslendinga að veita okkur vegna fámennis. Kostnaður við útgáfur slíkra verka er geysi mikill og þarf því að gefa alfræði- orðabækur út í mjög stórum upp lögum eigi verð þeirra til ein- stakiinga að vera viðráðanlegt. Við verðum því að láta okkur nægja að notast við erlendar al fræðiorðabækur. Friðrik Theódórsson hefur sölu- umboð fyrir eitt þeirra fyrirtækja sem selja aifræðiorðabækur hér á landi, en þær eru margar og nokkuð mismunandi að gerð og því erfitt fyrir fólk að ákveða hvaða alfræðiorðabók á að kaupa, en fæstir gera það nema einu sinni á æfinni, en yfirleitt haga þessi útgáfuf.vrirtæki starfsemi sinni þannig, að út eru gefnar viðbótar- bækur öðru livoru með viðbótar upplýsingum til þess að bækurnar verði ekki úreltar og komi þannig að minni notum sem upplýsinga- rit. — Ég tók við söluumboði fyrir bandaríska útgáfufyrirtækið Glo- -bal Publishing Corporation, 1. júní í vor og síðan liöfum við selt New Standard Encyciopedia til yfir 300 áskrifenda hér á landi, og er það miklu meira en ég liafði nokkru sinni þorað að gera mér vonir um. En ástæðan held ég að sé fyrst og fremst sú að þetta er mjög að- gengileg alfræðiorðabók, fyrir hvern sem er. Hún er skrifuð á al- þýðlegu máli og ailar útskýringar eins einfaldar og frekast er unnt að hafa þær. Og þá er þess ..að geta að fullt tillit er tekið til þeirra lesenda, sem ekki eru af enskumælandi þjóðerni, og er málið á bókinni þannig að fólk get- ur notfsért sér hana sem hefur til- tölulega litla enskukunnáttu, og lesið sér að gagni um flóknustu hluti. Fyrsta heftið byrjar á orða- bók þar sem lesendur geta aukið mjög á enskukunnáttu sína. Af þessum sökum er þetta verk selt mjög mikið utan Bandaríkjanna. Önnur ástæðan fyrir vinsældum jafnvel bent á bækur um sérstök efni éf lesendur hafa áhuga á að kynna sér það frekar. Mikið er lagt upp úr góðum frágangi, hvað snertir band, pappír og prentun. — Það sem út er komið af verk inu, en það eru 14 bindi, eru 8300 blaðsíður að stærð, í því eru 13700 myndir og þar af yfir 5 þús. litmyndir og að auki yfir 800 kort. — Mörg þúsund manns vinna að því að safna efni í bókina, en síð- an vinnur sérstök ritstjórn að því að velja og hafna. Er þá ekki aöeins á það að líta, að oftast verða menn betri bílstjórar, ef þeir læra ungir, heldur engu að síður hitt, að sá sem kann að aka bíl og hlotið hcfur vandaða kennslu í því efni, hagar sér almennt skynsamlegar í um feröinni en hinn, sem kami það ekki. . . Ólafur Gunnarsson sál fræðingrur í grein í Sam vinnunni. K þessarar alfræðiorðabókar er hve efninu er haganlega niðurraðað. Yfirleitt eru upplýsingarnar í mjög stuttu máli, en síðan visað á frek- ari upplýsingar um hvert einstakt efni á öðrum stöðum í bókinni, og Gert hefur verið út um það hver verður eftirmaður Douglas Home. Hér er hann kominn úr foringjabúningnum. — Þið verðið að afsaika þótt ljónið sésvolítið mölétið! — Oft viii brenna við þegar fólk kaupir verk eins og þetta að það hugsar ekki nógu vel um að halda því við með því að bæta við það eítir þörfum, en hér gerum við samning við kaupendurna að halda safninu við næstu 10 árin. Þessi viðbótarþjónusta sem hér er um að ræða kemur út á 90 daga fresti. í því er fyrst og fremst allt það sem skeður markvert í heiminum hverju sinni og þær breytingar sem verða til dæmis pólitískar og landfræðilegar o. s. frv. Þessar viðbætur eru gefnar út í nákvæm- lega sama formi og bókin er sjálf og einu sinni á ári kemur mappa sem er eins og bandið á bókinni, og bætist þannig við eitt hefti af alfræðiörðabókinni á ári. — Jafnframt þessu eru gefnar út nokkrar aukabækur um ýmis konar efni, sem áskrifendur eiga kost á að kaupa á vægu verði. Með- al þeirra er 1500 blaðsíðna ensk- ensk orðabók gefin út á þessu ári Landabréfabók, sem er 404 síður. í henni eru allt frá gömlum Biblíukortum til korta viðkomandi geímförum og fjarlægum hnöttum. Þá er mannkynssaga okkar tíma, Framhald á 15. síðu. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Hver? Hver skyldi hafa byrjað að yrkja vers og vísur? Veiztu hver fór fyrst að kalla stelputritlur skvísur? Hvers vegna eru afi og amma lögzt í körina? Af hverju tekur pabbi gamli neftóbak í vörina? Hver var það, sem fæddist allra fyrst í þessum heimi? Hver fann upp á að skemmta sér í partii og geimi? Hvaðan kemur vindurinn, sem þýtur yfir þjóðina? Hvern þremilinn eru gestirnir að vasast inn á lóðina? Hver var það, sem orti um eldabusku sína? Af hverju er nú þoka, og sólin liætt að skína? Hvers vegna var byrjað á að kæsa bölvaöa skötuna? Og hvers vegna var Nýborg flutt upp í Lindargötuna? Kankvís. oooooooooooooooooooooooooooooooo —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.