Alþýðublaðið - 04.08.1965, Síða 1
Miðvikudagur 4. ágúst 1965 - 45. árg. - 171. tbl. — VERÐ 5 KR.
BILL VALT
OG BRANN
BIFREIÐ valt við Stapa sl. sunnu-
dag og gjöreyðilagðist. Eigandi
bifreiðarinnar, sem er Bandaríkja-
maður, starfaði á Keflavíkurflug-
velli, var einn í henni, þegar hún.
valt og slapp hann ómeiddur. ViS
veltuna sprakk benzínrör með þeim
afleiðingum, að kviknaði í bifreið-
inni og brann hún til kaldra kola.
| Það var margt um mann-
| inn í Þórsmörk um verzl-
\unarmannahelgina. — Á
laugardagskvöld var þar
tendraður geysimikill varð-
eldur eins og sjá má af með-
fylgjandi mynd.
Helgin leið án þess að
nokkurs staðar kæmi til óláta
eða veruleg slys yrðu, og hef-
ur sjálfsagt átt sinn þátt í
því linnulaus áróður yfir
valda og góð löggæzla, þar
sem margmenni var saman-
komið. - Mynd ÓR
Ekki fundarfært
á FæreyJaþÉsiii
Einkaskeyti til Alþý'ðu-
blaðsins: Færeyjum, HJ.
Færeyska þingið var sett
á Ólafsvökunni og í dag átti
aff leggja fram fjáriaga-
frumvarp á þinginu fyrir
1966 — 1967, en þá brá svo
við, að aðeins 15 þingnenn
stjómarflokkanna (Jafinðar-
flokksins og SambandsFokks
HELGINA
Reykjavík. i
ÞRÁTT fyrir giíurlega umferð um helgiaa urðu hvergi nein j
alvarleg umferðarslys og þaa< sem mannfjöldi var samankominn
eins og í Þórsmörk, Húsafellsskógi og Þjórsárdal bar hvergi á ólát-
um eða ölvun úr hófi. Nokkrir bifreiðaárekstrar urðu, en slys urðu
ekki á fólki. Yfirleitt fóru hátíðaliöldin um helgina eins vel fram
og frekast er hægt að gera kröfur um og hvergi skeði neitt í lík
ingu við það, sem áður gerði þessa helgi fræga að endemum.
í Þjórsárdal er talið að um eitt
þúsund manns hafi verið í tjöld-
um um helgina, og Ágúst Hafberg
framkvæmdastjóri Landleiða, sem
dvaldi þar um helgina tjáði blað-
inu, að þar fyrir utan hefðu senni-
lega um 2000 manns komið inn í
Þjórsárdal til að skoða sig um.
Hann sagði ennfremur að um-
gengni þar og hegðun fólks öll
liefði verið mjög til fyrirmyndar.
Veður í Þjórsárdal var með allra
bezta móti um helgina, sól og
blíða.
í Þórsmörk voru þúsundir
manna um helgina og þar var veð
ur einnig óvenju gott mest alla
helgina. Greipur Kristjánsson lög-
regluvarðstjóri var í Þórsmörk
með tólf manna flokk, og tjáði ,
hann blaðinu í gær, að þar hefði
allt verið með friði og spekt. í
Þórsmörk er talið að um 3000
manns hafi verið í tjöldum. Þar 1
var furðu lítið um óspektir og ölv-
un ekki mikil, en umgengni hins
vegar mátt vera betri.
Bindindismót var í Húsafells-
skógi og er talið að um það bil
þrjú þúsund manns hafi verið þar.
Sú skemmtun fór í alla staði liið
bezta fram, og þar var alls engin
ölvun.
í Vaglaskógi var sömuleiðis ann-
að bindindismót, sem einnig fór
mjög vel fram í hvívetna. í Vagla-
skógi er talið að hafi verið um það
bil tvö þúsund manns.
Mikill fjöldi fólks kom í Bjarkar
lund og sömuleiðis Var mikill
mannfjöldi í Hallormistaðaskógi,
þar sem Ungmenna- |og íþrótta-
samband Austurlands stóð fyrir
samkomu, sem talið er að tvö þús-
und manns hafi sótt. Fáir voru þar
Framh. á 15. siðu
ins) voru mættir á þingi, en
enginn af þingmönmun
stjórnarandstöðunnar.
Framh. á 15. síðu.
FREYSTEINN VARÐ
NORÐURLANDAMEISTARI
Freysteinn Þorbergsson varð
Norðurlandameistari í skák
1965 — 66. Vann hánn síðari
einvígisskák sína við Svein Jo-
hannessen,-sem er eini alþjóð-
legi skákmeistari Norðmanna.
Gafst hann upp eftir 26 leiki,
þegar hann sá fram á óverjandi
mát í öðrum leik. Þeir Frey-
steinn og Johannessen urðu
efstir og jafnir á Norðurlanda
meistaramótinu, sem lauk á
laugardaginn, léku þeir því 2
skákir til úrslita. Freysteini
nægði að vinna aðra skákina,
þar sem hann hafði hærri stiga
tölu á mótinu en andstæðingur
hans. Hins vegar hefði Johann-
essen nægt jafntefli í seinni
skákinni, þar sem hann vann
þá fyrri.
Freysteinn hlaut verðlauna-
bikar sem gefinn var af Ólafi,
Noregskonungi, en Johannes-
sen hlaut bikar frá Oslóborg.
Framhald á 15. síðu