Alþýðublaðið - 04.08.1965, Side 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfnll-
trúi: Eiður GuSnason. — Símar: 14900- 14903 — - Aiiglýsingasími: 1490B.
ASsetur: Alþýðuhúsið við HverfisgötUj Reykjavík. — I’rentsmiðja Alþýðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið.
Utgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Stækkun hreppanna
SÍÐASTA MANNTAL leiddi í ljós, að íslendingar
eru yfir 190.000, og má ætla, að eftir 2—3 ár komist
þjóðin yfir 200.000. Fjölgun er meiri fiér á landi en í
flestum löndum Evrópu eða Norður-Ameríku, og ís-
lendingar-eru ein þeirra sárafáu þjóða, sem geta glaðzt
yfir mikilli mannfjölgun, þar sem landrými og lífs-
möguleikar eru fyrir hendi.
Manntalið beindi einnig athygli manna að skipt-
ingu landsins í sveitarfélög. Enn hefur f jölgað x þétt
býli, en sumir hreppar hafa innan við 50 íbúa. Virðist
augljós þörf á að endurskipuleggja stjórn sveitarfé-
laga og skipan þeirra. Kann að vera, að á því sviði
mætti veita öflugra viðnám gegn fólksflótta en hingað
til.
Unnar Stefánsson hefur tekið mál þetta upp á Al-
þingi, er hann hefur tekið sæti þar. Flutti hann fyrst
tillögu um fækkun og stækkun sveitarfélága 1963.
í greinargerð sagði hann meðal annars:
„Margt bendir til þess, að hrepparnir í dreifbýli
landsins séu ekki lengur heppilegar einingar til sveit-
:arstjórnar. Til þess eru þeir almennt of litlir
og of fámennir. Flest þau verkefni, sem
annast þarf í dreifbýli landsins, kref jast
•víðtækara samstarfs heldur en rúmazt get-
■ur innan hinna gömlu hreppsmarka. Sveitar-
félög í landinu eru nú, auk kaupstaðanna, talin vera
215. Læknishéruð eru hins vegar innan við sextíu.
Skólahéruð eru mun færri en hrepparnir, og er þó unn
ið að sameiningu þeirra víða um land. Hún er talin
nauðsynleg vegna þess, að víðast hvar er hagkvæmt,
að fleiri en eitt sveitarfélag standi að byggingu heima
vistarbarnaskóla, sem oft er þá hægt að staðsetja á
jarðhitasvæði Þetta verkefni kallar á stærri heildir
■en eitt hreppsfélag. Með hinni stórfelldu eflingu al-
mannatrygginganna á seinustu árum gegnir samfélag
ið í heild nú orðið verulegum hluta af framfærslu-
: skyldunni, sem var frumverkefni hreppsfélaganna. í
í nýjum vegalögum eru hreppavegir lagðir niður.
; Nefna mætti fleiri dæmi, svo sem samræmdar út-
; svarsreglur um allt land, sem öll hníga í sömu átt.“
' Unnar flutti tillögu sína aftur næsta ár, en í
j hvorugt skiptið hlaut hún afgreiðslu á Alþingi. Þó er
i augljóst, að margir hafa vaknað til umhugsunar um
j þéssi mál og brátt hlýtur að koma að því, að Alþingi
j tekur í taumana. Ýmsar aðrar tillögur hafa einnig
| verið bornair fram, sem snerta sýslur ekki síður en
i Jhreppa, en miða einnig að nýju og hentugu skipulagi
j sveitarstjórnamála í samræmi við nútíma aðstæðör.
Öflugri sveitarfélög þýða öflúgri hyggð um allt land.
4 4. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SUPA - MATIC
HANDKLÆÐASKAPAR
VERZLANIR — SKRIFSTOFUR
VERKSMIÐJUR — VERKSTÆÐI
VINNUSTAÐIR — VEITINGAHÚS
SKÓLAR
AUKIÐ HREINLÆTI Á SNYRTIHERBERGJUM
ER BEZT TRYGGT MEÐ
SUPA-MATIC handklæðaskáp
ENGIN ÓHREIN HANDKLÆÐI LENGUR.
HVER MAÐUR FÆR HREIN, MJÚK
HAN0KLÆÐI.
Tvær stærðir fyrirliggjandi.
BORGARÞVOTTAHÚSIÐ h.f.
BORGARTÚNI 3 — SÍMI10135.
ll. ★ FriSur og kyrrð í borginni.
★ Eins og fyrir stríS.
★ Mótorbátar koma í bugtina.
★ HeiSmörk - slysagildra við Rauðhóla.
3=
VARLA BÝST ÉG VIÐ, að þaff
hafi veriff verri hluti Reykvíkinga,
sem fór burt um síffustu helgi, en
þaff verff ég aff segja, aff mikið
munaði um þann hluta. Síffan fyr-
ir stríff hefur ekki veriff eins friff
samt í borginni. Ég fór víffa um
hana aff morgni, um miffjan dag og
á kvöldum, og nú var komiff fyrir-.
striffsástand hvað umferff snerti
og fámennt var um allar götur.
ÁÐFARÁNÖTT sunnudags vakti
ég við lestur til kl. fjögúr — og
á tímabilinu frá kl. tvö til hálf
fjögur heyrði ég ekki að neinn
bíll færi um Hringbraut, en venju
lega er þungur niður farartækja
um br-autina allt til klukkan fimm
að morgni, en þá sljákkar. — Það
var svo mikil kyrrð í borginni
þessa helgi, að ég var næstum far:
inn að óska þess að hávaðinn
kæmi ekki aftur.
EN HANN KOM — og það var
ekki neinn smáræðis hávaði. Bíl
arnir fóru að streyma til borgar-
innan upp úr kl. sex á mánudags
kvöld og það var auðheyrt að
margir þeirra höfðu lent í erfið
leikum, því að það lét í þeim eins
og mótorbátum. Hljóðkútar og
púströr höfðu áreiðanlega gengið
úr skorðum, rifnað sundur og ver-
ið skilin eftin einhvers staðar
utan borgarinnar. Ég gæti trúað
því, að bifvélaverkstæðin hefðu
nóg að gera á næstunni.
„ÞAÐ VAR ÉRFITT að komast
heim“, sagði maður við mig á
mánudagskvöld. Hann var að
koma austan úr sýslum. „Við vor-
um í látlausu kafi allt frá Hvols-
velli og til borgarinnar. Það stytti
aðeins svolítið upp þar sem bleytt
hafði vérið í véginum eða ryk-
bundið. En langverst var í Ölfus-
inu, því að þar hefur mold verið
notuð sem ofaníburður”.
ÉG VISSI, að það er ekkert
gaman að vera á vegunum í svona
umferð. Þess vegna lét ég mér
nægja Heiðmörk. Þar hef ég legið
í sól og sumri á hverjum degi und-
anfarið. Ég bjóst ekki við að sjá
marga þar á laugardag eða sunnti
dag. En þar var ótrúlega margt af
bílum og fólki. Ég held að flest
sæmileg bifreiðastæði hafi verið
skipuð á sunnudaginn. Ég hef oft
sagt það áður, að það er alveg ó-
þarfi að fara langt. Það er alveg
nóg að fara í Heiðmörk. Þar er
ilman af lyngi og mosa að finna
í þúsund lautum og þar er kyrrð
og friður.
EN FYRST ég minnist á Heið
mörk, er rétt að vekja athygli á
hættulegri gildru við innkeyrsl-
una í Rauðhóla. Þar er brú, all-
breið að vísu. en helmingur henn-
ar er fær, hinn ófær, en það sést
ekki fyrr en bíllinn er álveg kom-
inn að henni. Það er nauðsynlegt
að laga þessa brú nú þegar. Þarna
verður slys ef ekkert verður gert.
Annars finnst mér líka, að of ná-
lægt veginum gegnum hólana
hafi verið gengið við malarnámið.
Hannes á horninu.
EYJAFLUG
MEÐ HELGAFELLl NJÓTI3 ÞÉR
ÚTSÝNIS, FLJÓTRA
OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIÐSLURNAR
OPNAR ALLA DAGA.
REYKJAVÍKURFLUGVELll 22120
Auglýsingasíminn 14906