Alþýðublaðið - 04.08.1965, Side 7

Alþýðublaðið - 04.08.1965, Side 7
BÁTURINN heitir Þórsnes SR 108, og strákarnir, sem eru á honum, eiga hann sjálfir. Þeir keyptu bátinn af kaupfélaginu, sem treystist ekki til að gera hann út. Þetta eru ungir og frískir strákar, kallinn hár og spengilegur og hann segir: „Það hefur gengið sæmilega vel hjá okkur, útgerðin, við keyptum bátinn á sex milljón ir og höfum þegar borgað hann niður um tvær. Við fiskuðum níu hundruð og fimmtíu tonn á vetrarvertíðinni síðustu og gátum þá borgað niður iim átta hundruð þúsund. Nú þurfum við bara að koma upp aðstöðu til að verka sjálfir, og þá skaltu sjá, að við græðum”, segir liann og brosir. Það er enginn barlómur í þessum piltum enda heldur ekki margir lúxusbílar, sem bátnum er ætlað að halda uppi og ótrúlegt er að strákarnir sóli sig á Malorka á milli vertíða. Nú eru aflabátarnir roknir til Hjaltlandseyja og moka henni upp þar og smærri bátarnir liggja inni í helgarfríi eins og farið er að kalla brælurnar. Einn og einn smápungur læðist samt í torfu og landar í salt og segir það sé engin bræla, bara smá golukaldi, en sjólaust. Steypubilarnir þjóta um plássið því allir eru að steypa. Steypustöðin er. þjóðþrifafyrir- tæki og setur nokkurn stór bæjarsvip á plássið og það er ungur og ódrepandi harðjaxl, sem rekur stöðina. Það er þoka og dumbungur, en samt «r hópur fólks að leggja up.j í Færeyjaferð með flugvélinni „Norðfirðingur“. — í Færeyjum á að halda Ólafs- vöku hátíðlega og skemmta sér með því ágæta fólki sem byggir þær eyjar. Lítill Tjallatogari liggur við hafnarbryggjuna og Tjallarnir skera sig úr á götunni, ganga í hvítum klofbússum og skítug- um peysum og með margra daga skegg. Á kvöldin og eftir ljósa- skiptin sjást grunsamleg ljós í skrúðgarðinum, og ef vel er að gáð má finna þar forstjóra og aðra fyrirmenn í plássinu á fjórum fótum að tína maðk, því forstjórar og aðrir fyrirmenn hér eru ekkert frábrugðnir kollegum sínum annars staðar, og nú er meir að segja búið að stofna hér rótarý til að enginn þurfi lengur að vera í vafa um hverjir eru aðalmennirnir á staðnum. Síldartankarnir, sem Héðins- karlarnir eru að reisa 'hækka dag frá degi og feititankurinn uppi í brekkunni hefur þegar fengið á sig almenpilega mynd, enda glymja hamarshöggin nótt sem nýtan dag. Sænskir síldarkaupmenn spranga hér um á hverjum degi á harða spani eftir síldan- saltendunum. Það hefði þótt saga til næsta bæjar, ef ein- hverjum hefði dottið sú fjar- stæða í hug fyrir tíu árum að bjóða Svíum síld, sem liafði verið veidd fyrir sunnan Langa nes. Sú síld var alls engin .ís- landssíld, heldur eitthvað ann að miklu verra. Nú er semsagt slegizt um hverja tunnu og hvergi betri síld en sú sem veidd er hér fyrir austan. Spekingarnir segja, að nú séu þáttaskil í síldveiðunum og sú skoðun er á lofti, að síldin hegði sér eitthvað líkt þorskin- um eða leggist á meltuna nið ur við botn, þegar hún hefur fengið sig fulla af átu, og það þykir nú timanna tákn, að síldin, sem veiddist í dag og gær er algjörlega átulaus, og Jakob segir, að talsverð áta sé í sjónum, svo útlitið er alls ekki hábölvað eins og sumir vilja halda. Á snúrunum fyrir utan bragg ana hanga hvítar skyrtur, svo allt virðist teikna upp á ball- undirbúning, en nú er hvorki Atlavíkur- né sveitaskemmtun svo menn verða að gera sig ánægða með félagsheimilið hér í plássinu eða það á næsta firði. Reykjarmökkurinn úr bræðsl unni er óvenjuþykkur í dag og sá grunur læðist að manni, að karlarnir þar séu að flýta sér að bræða upp til að ná helgar- fríi eins og sjómennirnir. Fíni forstjórabíllinn stendur fyrir utan verksmiðjudyrnar og í gegn um mökkinn má grilla einhverja flibbakarla, sem eru að spígspora um, og hænurnar, sem eiga heima í húsinu á móti bræðslunni eru á skemmti- göngu með hananum sínum úti á miðri götunni, þar sem bíl- arnir þjóta um flautandi og skröltandi, eins og maður væri kominn í mitt Austurstræti. B. Bjarman. EVSinningarorð: FriSmey Guðmundsdóttir „Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er> húmsins haf, allt er ljós og líf. (Stefán frá Hvítadal). JAFN skjótt og ég í fyrsta sinn hitti Fríðu hreifst ég af glaðværð hennar og glæsibrag í hvivetna. Sú hrifning liefur varað frá fyrstu kynnum og þróast einlæg vinátta okkar millum. Á þessum árum kynntist ég mannkostum Fríðu, tryggð hennar og höfðingslund, hugrekki og viljastyrk. Hún var boðin og búin að gera allt fyrir alla, enda flestir Akurnesingar notið gestrisni hennar og manns hennar, Magnúsar Gunnlaugsson ar. Fyrr en varði syrti að, hún var tekin burt frá öllum ástvinum, en þó er gott að vita að hún þarf ekki að líða meira vegna sjúk- dóms þess, er hún þjáðist af síð- ustu árin. Á þeim árum, er Fríða átti við sinn sjúkdóm að stríða, sýndi hún fádæma stillingu og liugrekki. J Hún var eftir sem áður hrókur alls fagnaðar. Engan hefði grunað, að hún ætti við dauðans kvöl að stríða. Við getum ekki gert okkur grein fyrir því. En meðan guð gaf henni þrótt, vildi hún allt fyrir alla gera. Við vitum ekki né sjáum tilgang þessa lífs. Kannski er eitthvað handan landamæranna, sem við verðum svo vör við. Ég bið til guðs, að Fríða fái að hljóta þá hvíld, er hún ó skilið hjá drottni. Guð veri með öllum ættingjum, vinum og vandamönnum hennar og styrki þá og styðji í þessari þungu sorg. Ármann Ileiðar. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BÍLASKOÐUN Skúlagötu 34. Sími 13-100 Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásvcgi 18. Sími 30945 Áskriftasíminn er 14900 Hafnarfjörður Heilsuverndarstöðin Sólvangi verður lokuð ágústmánuð vegna sumarleyfa. Konuskoðun má þó panta í síma 50536 og 50281. Röntgenmyndataka fellur niður 12. og 16. ágúst. Stjórnin. NAUÐUNGARUPPBOÐ Eftir kröfu Bílaþjónustunnar í Kópavogi, Gjaldhe'mtunn. ar í Reykjavík, dr. Hafþórs Guðmundssonar hdl., Lands- bank aíslands og innheimtumanns ríkissjóðs í Kópa- vogi að undangengnum lögtaks- og fjárnámsgerðum og samkvæmt haldsrétti verða bifreiðarnar R-2776, R-10389, R-2213, R-14284, R-15088, R-17401, Y-840, Y-937, Y-1226 og Y-1758 seldar á opinberu uppboði sem hald- ið verður við Félagsheimili Kópavogs við Neðstu-tröð miðvikudaginn 11. ágúst 1965 kl. 15.00. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. ÚTBOD Tilboð óskast í smíði innréttinga í rannsókn arstofur borgarsjúkrahússins í Fossvogi. Útboðslýsinga má vitja í skrifstofu vora Vonarstræti 8 gegn kr. 1000,— skilatrygg- ingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Augiýsingasíminn er 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. ágúst 1965 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.