Alþýðublaðið - 05.08.1965, Side 9

Alþýðublaðið - 05.08.1965, Side 9
ALÞÝÐÚBLAÐIÐ - 5. ágúst 1965 $' „Bættar samgöngur - vatns- veita - öflugra menningarlif" Alþýðublaöiö ræðir við Magnús H. Magnússon, bæjar- fulltrúa um helztu vandamál Vestmannaeyja. — Hver eru helztu vandamál Vestmannaeyja í dag? Þessa spurningu leggur Al- þýðublaðið fyrir Magnús H. Magnússon, póst- og símstöðvar Stjóra í Vestmannaeyjum. Magnús er í aðstöðu til að hafa allra manna bezta yfirsýn yfir vanda- mál og viðfangsefni Vestmanna- eyja, því hann er fæddur í Eyj- um, en fluttist til Reykjavíkur árið 1930 og var þar í þjónustu Landssíma íslands, þangað til hann var skipaður póst- og sím- stöðvarstjóri í Vestmannaeyjum árið 1956. Frá seinustu bæjar- stjórnarkosningum hefur hann verið bæjarfulltrúi fyrir Alþýðu- flokkinn, og hefur í bæjarstjórn látið til sín taka hvert framfara- málið af öðru. „Okkur vantar fleira fólk til Vestmannaeyja. Það er stærsta vandamálið,” segir Magnús, „fyrst og fremst fólk, allt árið um kring i allar atvinnugreinar, og þó mest f hina beinu framleiðslustarf- semi. Hér eru starfrækt hin full- komnustu fiskverkunarhús búin allri hugsanlegri tækni til auk- innar framleiðni og vinnusparn- aðar, en þau vantar alltaf fólk. Framleiðsluafköst þeirra byggjast þá að mestu leyti á fjölda verka- fólks, sem til þeirra fæst. Rekst- ur þessara fyrirtækja hér áður fyrr byggðist á aðkomufólki á vetrarvertíð frá stöðum, sem bjuggu við tímabundið atvinnu- leysi. Við þetta voru húsin sniðin. kvæmar tölur um framleiðslu- verðmæti, en láta mun nærri að fob.-verð útflutnings frá Vest- mannaeyjum sé um 400 milljónír ki-óna á ári. Undir þessari fram- leiðslu standa tæplega 5000 íbúar og reiknast þá til jafnaðar um 80 þúsund króna útflutningsverð- mæti á hvert mannsbarn. Þegar svo er komið, að framleiðsluaf- köst fyrirtækjanna eru komin undir mannfjöldanum, sem í þeim starfar,- er greinilegt, að hver fjögurra manna fjölskylda, sem til Vestmannaeyja flyzt, skapar um 300 þúsund króna framleiðslu aukningu fyrir þjóðarbúið og eyk- ur gjaldeyristekjurnar að sama skapi. Fiskurinn er að vísu veidd- ur, en það er fólksfjöldinn, sem ræður, hve mikið af aflanum kemst í dýrari verkunaraðferðir. — Á þremur mánuðum í sumar hafa verið unnar síldarafurðir fyrir MAGNUS H. MAGNUSSON n Nú er orðin samfelld vertíð allt árið í Eyjum, en aðkomufólk fæst ekki einu sinni á vetrar- vertíð, því að atvinnuleysi er víð- ast hvar horfið. Erfitt er að fá upp gefnar ná 160 milljónir í útflutningi til við- bótar því, sem áður var, en tómt mál er að tala um söltun, þó að söltunarhæf síld veiðist, einfald- Iega vegna fólksleysis. Undanfar- ið hefur ekki verið unnt að frysta nema brot af þeirri síld, sem hægt hefði verið að frysta, hefði mann- skapur verið til staðar. Láta mun nærri að frystingin tvöfaldi fram- leiðsluverðmæti miðað við bræðslu. Og þar að auki er hún greidd með beinhörðum gjald- eyri strax við afhendingu. Tekjur almennings eru meiri en víðast hvar annars staðar, m. a. vegna mikillar vinnu og vegna þess að húsmæður og börn geta gripið til vinnu þegar þeim hent- ar, og ákvæðisvinna kvenna hefur í framkvæmd stóraukið tekjur þeirra, sem hana vinna. Ef fólkið, sem hingað kæmi, færi frá tekjurýrum atvinnuvegi, er augljóst, hvert hagsmunamál þarna er í veði. Hvað heldur þii svo að það sakaði, þótt nokkrir bændakariar af afdalajörðum hættu að hokra og kæmu hingað? En þetta er nú útúrdúr, en ég vil, að það komi skýrt fram, að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að hér verði margir íbúar og fleiri en nú eru, því að framleiðslutækin gætu afkastað miklu meiru en þau gera nú.” Með þetta sjónarmið í huga er míkils um vert, ekki aðeins fyrir Eyjabúa, heldur fyrir þjóðina sem Framhald á næstu síðu. Dráttarbraut Vestmannaeyja h.f. óskar öllum góðrar skemmtunar á þjóðhátíðinni Dráttarbraut Vestmannaeyja h.f. Sími 2130. Bátarnir draga björg í bú Útvegsbanki íslands Vestmannaeyjum ☆ annast öll venjuleg bankaviðskipti innan- lands og utan fyrir hina umfangsiníklu framleiðslustarfsemi í Vestmannaeyjum. ☆ ábyrgð ríkissjóðs er á öllu innstæðufé í bankanum. Útvegsbankinn sendir heztu kveðjur í tilefni þjóðhátíðar. Útvegsbanki íslands Vestmannaeyjum

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.