Alþýðublaðið - 05.08.1965, Page 10
SAFÍRAR Á SILFURHRING
Framhald af 8. síðu.
að komast upp á sumar þeirra.
Þótt Vestmannaeyjar væru
fuglalausar, Surtslausar og fisk-
lausar mundi samt sem áður verða
farið þangað — sakir náttúrufeg-
urðar þeirra. Enn skín sól á
sundin blá — sumarlangt í Eyj-
um, kvað Örn Arnarson.
★ FJÖLBREYTT
SAGA.
Þeir íslendingar, sem kunna að
njóta ferðalaga um land sitt, ferð
ast bæði í nútið og fortíð. Þeir
skoða það, sem fyrir augun ber,
og rifja um leið upp sögur og
sagnir af þeim stöðum, sem þeir
sjá. Fyllist þá allt af annarlegum
:persóniim, einstæðum viðburðum
:og syipur staðanna verður allur
dýpri og meiri.
Á þennan hátt má fara um Vest-
mannaeyjar, svo að segja skref
fyrir skref.
Þrælaeiði heitir þar, sem Ing-
ólfur kom að þrælunum, er drepið
höfðu Hjörleif og flúið í Eyjar
út. Það er rétt við höfnina.
Ræningjatangi heitir þar, sem
Tyrkir gengu á land 1627. Höfðu
: þeir skotíð út þremur bátum og
! voru þar ekki færri en 200, að
því er sagan segir. Komu þeir
(:fyrst að landi, þar sem Kópvík
’heitir, en treystust eigi til upp-
göngu og reru suður með eyjunni.
: Kaupmaður hafði njósnir um ferð-
íir þeirra og hugðist veita við-
nám, en menn hans hlupust til
kvenna sinna og barna og varð
lítið meir um varnir, sem kunn-
úgt er. Ýmis fleiri örnefni minna
á þessa sorgarsögu, svo sem
Hundraðmannáhellir, en þar áttu
hundrað manns að hafa falizt.
Það getur þó ekki verið rétt, því
hvorki sluppu svo margir né
mundi sá fjöldi manna komast í
hellinn.
tlppi á Ræningjatanga er Skírn-
arlón eða Mormónalón, en þar
létu mormónar skírast um miðja
síðustu öld, og fóru sumir vestur
til Utah í Klettafjöllum til land-
náms.
í Herjólfsdal bjó landnáms-
maður Eyjanna, og er dalurinn
við hann kenndur. Þar var eina
góða vatnsból Eyjanna, og seldi
Herjólfur grönnum sínum vatn,
þegar byggð jókst á Heimaey. —
Þótti dóttur hans, Vilborgu, karl
vera helzt til harðdrægur í vatns
sölunni, og gaf hún ýmsum vatn
án þess að hann vissi. Sagan segir,
að skriða hafi fallið á bæ Herj-
ólfs og hann farizt þar, en hrafn
einn, sem Vilborg hafði verið góð,
hafi forðað henni frá bænum og
bjargað lífi hennar.
Þannig mætti lengi halda á-
fram, en svo var kveðið að sönnu:
Veit ég úti í Vestmannaeyjum
verður stundum margt í leyni.
★ KVEÐJA
TIL EYJA.
Þótt glatt verði á hjalla í tjald-
borginni í Herjólfsdal um næstu
helgi, er vonandi að ferðamenn,
sem þar koma, noti tækifærið til
að fara sem víðast um Heimaey
og skoða aðrar eyjar, ef þeir eiga
þess kost. Hér hefur aðeins fátt
eitt verið talið af því, sem er að
sjá og læra í Vestmannaeyjum.
Þeir, sem hugsa til Eyjaferðar,
ættu að leita upplýsinga hjá Flug-
félagi íslands eða Eyjaflugi, ef
þeir vilja fara loftleiðina og vera
t fljótir í ferðum, eða hjá Skipa-
útgerð ríkisins, ef þeir vilja sigla
á því sómaskipi Herjólfi, anda
að sér úthafslofti og ef til vill
sjá vel Surt og Syrtlu og aðrar
úteyjar á leiðinni.
Meginlandsmenn, sem ekki geta
skroppið til Eyja að þessu sinni,
senda þangað beztu kveðjur með
ósk um gleðilega hátíð.
LIFRARSAMLAG Vestmannaeyja
sendir sínar beztu kveSjur
og árnaðaróskir til
viðskiptavina sinna i
tiSefni Þjóðhátíðar
Veslmannaeyja 1965
LIFRÁRSAMLAG Vestmannaeyja
? ,8
10 5. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Stílhrein hús við rólega götu í Eyjum.
Bættar samgöngur
Framhald af 9. síðu.
I heild, að allt sé gert sem hægt
er, til að bæta aðstöðu fólksins,
sem hér býr, til þess að skapa
skilyrði til eðlilegrar fólksfjölg
unar.
— Hvað telur þú að helzt þurfi
til þess?
„Það er fyrst og fremst þrennt,
sem efst er í huga mínum, sem
gera þarf. Það eru bættar sam-
göngur, vatnsveita og öflugra
menningarlíf.”
VATNSÖFLUN.
„í Vestmannaeyjum hefur verið
um lítið annað vatn að ræða en
rigningarvatn, sem safnað er af
þökum húsa. Til að það sé sæmi-
legt, þarf mikla hirðusemi á þök-
um, rennum og brunnum og er
það þó engan veginn nægilegt að
magni til. Við þetta bætist ó-
hemju þörf fiskiðnaðarins. Síðast
liðinn vetur var ástandið mjög al-
varlegt vegna mikilla þurrka, og
var lengi vel ekki unnt að fá
nothæft vatn. Nýverið hefur það
verið tekið til bragðs að fá vatn
flutt með Herjólfi frá Reykjavík.
Það hjálpar nokkuð, en nú þarf
að bíða hálfan mánuð eftir vatni
úr skipinu til heimilisnota, því að
langur biðlisti er yfir þá, sem
pantað hafa vatn.
Það er alveg bráðnauðsynlegt að
fá meira vatn vegna heilbrigðis-
sjónarmiða og vegna vaxandi
þarfa iðnaðarins.
Aðallega er talað um þrjár leið-
ir, sem til greina kæmu varðandi
vatnsöflun. Djúpborun hefur ver-
ið reynd en árangur varð ekki.
Vinnsia vatns úr sjó er ennþá öf
dýr, það er að segja þær aðferðir,
sem fullprófaðar eru, en aðrar að-
ferðir eru enn á tilraunastigi, sem
lofa þó góðu, ég mundi halda inn-
an 5—6' ára. í þriðja lagi er svo
vatnsleiðsla úr landi, sem ekki er
útilokað að gefist vel, en þó er
mikill uggur í mönnum út af hætt-
unni, sem slíkri vatnsleiðslu er
búin af veiðarfærum og sjávar-
gangi. Efni og vinna í verkið hef-
ur þó verið boðin út, og hafa 50
fyrirtæki vitjað útboðsgagna. Til-
boðum á að skila fyrir 1. október.
Þetta verk yrði nokkuð dýrt, laus-
Framhald á 15. slðu
| VÉLA OG
SfCIPA-
VIDGERÐIR
Vélsmiðjan Magni h.f.
Strandvegi 75-76 — Vestmannaeyjum — Sími 2238