Alþýðublaðið - 05.08.1965, Qupperneq 11
•»c
WRitsfjdrrOrn Eidtsson
Landslibib gegn írum
hefur verið valið
ÞÖRÓLFUR EKKIMEÐ, FN RlKHARÐ-
UR LEIKUR SINN 33. UNDSLEIK
ÍSLENDINGAR og ÍRAR leika 5.
landsleik sinn í knattspyrnu á
Laugardalsvellinum mánudaginn
9. ágúst næstkomandi, leikurinn
befst kl. 20. Þetta verður jafn-
framt 41. landsleikur íslendinga í
knattspymu.
íslenzka landsliðið var valið í
gær og er þannig skipað:
Heimir Guðjónsson, KR, bak-
vörður, Árni Njálsson, Val, hægri
bakvörður, Jón Stefánsson, Akur-
eyri, vinstri bakvörður, Magnús
Jónatansson, Akureyri, hægri
framvörður Högni Gunnlaugsson,
Keflavík, miðframvörður, Ellert
Schram, KR, vinstri framvörður,
fyrirliði, Gunnar Felixson, KR,
hægri útherji, Ríkharður Jónsson,
Akranesi, hægri innherji, Baldvin
Baldvinsson, KR, miðherji, Eyleif-
ur Hafsteinsson, Akranesi, vinstri
lnnherji, og Karl Hermannsson,
Keflavík vinstri útherji.
Varamenn íslenzka liðsing eru
Helgi Daníelsson, Akranesi, Sigur-
vin Ólafsson, Keflavík, Jón Leós-
son, Akranesi, Skúli Ágústsson,
Akureyri og Ingvar Elísson, Val.
Nokkrar breytingar hafa nú ver-
ið gerðar á liðinu frá síðasta leik
við Dani, Sigurþór Jakobsson, KR,
lék þá vinstri útherja, en Karl
Hermannsson kemur i hans stað,
Þórólfur Beck lék hægri innherja,
en þar sem um algeran áhuga-
mannalandsleik t verður nú að
ræða getur hann ekki leikið með.
Ríkharður Jónsson leikur h. inn-
herja. Jón Stefánsson, sem lék
miðframvörð á móti Dönum er nú
fluttur i vinstri bakvarðastöðu, en
Högni Gunnlaugsson, kemur í
stað í rhiðframvarðastöðu.
Allir leikmennirnir hafa leikið
í landsliði áður, en langflesta hef-
ur Ríkharður Jónsson leikið eða
32., hann leikur því sinn 33. lands-
leik á mánudaginn, sem er ein-
CONWAY, v. innherji.
stakt afrek, þar sem tækifæri okk-
ar knattspyrnumanna eru mun
færri en í nágrannalöndum okkar.
Fæsta leiki að baki hefur Magnús
Jónatansson, Akureyri, sem lék
sinn fyrsta leik á móti Dönum í
síðasta mánuði.
Ekki er gott að segja hvernig
íslenzka liðinu vegni í þessum
landsleik. írar hafa verið og eru
í mikilli framför í knattspyrnu
Þeir léku við Englendinga fyrir
nokkru og töpuðu aðeins 2—3.
Langflestir leikmenn írska
landsliðsins eru í félaginu Bohe-
minans eða sjö talsins, en það er
775 ára gamalt félag, sem leikið
hefur í 1. deildinni írsku frá því
hún var stofnuð 1921. Boheminans
er eina áhúgamannaliðið í deild-
inni og var í þriðja sæti á síðasta
keppnistímabili. Fjórir leikmenn
eru úr félaginu Home Fram og
einn úr Drumcondre.
í liðinu eru tveir ungir leik-
menn, sem léku með írska ung-
lingalandsliðinu í Evrópukeppni
nýlega, en írarnir komust í 8 liða
úrslit.
Menntamálaráðuneytið og íþrótta
ráð Reykjavíkur bjóða írska lands
liðinu í matarveizlur og einnig
verður farið með þá á Þingvöll.
Sala aðgöngumiða hefst kl. 13
í dag og verðið er það sama og á
leikinn við Dani, 25 kr. fyrir
börn, 100 kr. stæði og 150 kr. í
stúku.
Dómari verður danskur, Einer
Poulsen, en línuverðir Guðmund-
ur Guðmundsson og Magnús V.
Pétursson.
SWEETMAN, miðherji.
ÞÓR VANN B-LIÐ
KEFLAVÍKINGA
ÞÓR frá Vestmannaeyjum sigraði
b-lið Keflvíkinga í Bikarkeppni
KSÍ á laugardaginn með 3 mörk-
um gegn 2. Fór leikurinn fram á
malarvellinum í Eyjum í sól og
steikjandi hita. Þór skoraði fyrsta
markið en Keflvíkingar jafna og
komast skömmu síðar yfir 2—1 og
var staðan þannig í hálfleik. Um
miðjan síðari hálfleik jafnar Þór
rétt fyrir leikslok. Leikur-inn var
lélegur af beggja hálfu en Þór þó
betri og hefði allt eins getað unnið
með stærri mun. Liðið hefur
sýnt betri leiki í sumar en þennan
m. a. unnið II. deildarlið Víkings
og Hauka. B liðið frá Keflavík er
þar með úr leik en keppnin er sem
kunnugt er útsláttarkeppni.
Færeyskt knatt-
spyrnulið hér
í boði ÍBK
HINGAÐ til lands er kominn
knattspyrnuflokkur B-36 frá Tórs-
havn í Færeyjum í boði ÍBK. Lið-
ið leikur fyrsta leik sinn í kvöld
á Njarðvíkurvellinum við ÍBK kl.
20.30. Á laugardag kl. 16 leika
Færeyingarnir við B-lið ÍBK á
sama velli
í næstu viku fer flokkurinn til
ísafjarðar í boði ÍBÍ og leikur þar
tvo leiki. í færeyska flokknum eru
16 leikmenn og 3 fararstjórar. —
Heim fara Færeyingarnir með
Kronprins Olav 16. ágúst.
Geir Hallgríms-
son og Guðlaug*
ur Gíslason
sæmdir gull-
merki ÍSÍ
HINN 22. júlí sl. var Guðlaugur i
Gíslason, bæjarstjóri í Vestmanna
eyjum sæmdur gullmerki ÍSÍ,
sem framkvæmdastjórnin hafði
samþykkt að veita honum fyrir
mikinn og góffan stuðning við
íþróttasamtökin í Vestmannaeyj-
um.
Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ,
afhenti Guðlaugi gullmerkið í
hófi, sem íþróttabandalag Vest-
mannaeyja hélt í tilefni af heið-
ursviðurkenningunni, í Hótel H.B.,
Vestmannaeyjum.
Þá var Geir Hallgrímsson, borg-
arstjóri í Reykjavík sæmdur gull-
merki ÍSÍ, sem framkvæmdastjórn
ÍSÍ hafði samþ. að veita honum
fyrir mikinn og góðan stuðning
við íþróttasamtökin í Reykjavík.
Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ,
afhenti Geir Hallgrímssyni gullr
merkið í skrifstofu borgarstjóra
hinn 23. júlí og var framkvæmda-
stjórn ÍSÍ viðstödd.
Svesnamót ÍR á
BVSelaveli! í kvö?d
Frjálsíþróttadeild ÍR efnir til
innanfélagskeppni fyrir sveina þ.
e. pilta, fædda 1949 og síðar, á
Melavellinum kl. 7.30 í kvöld.
Keppt verður í 100 m. hlaupi,
80 m. grindahlaupi, hástökki og
kringlukasti. Skorað er á alla pilta
í sveinaflokki, sem keppt hafa
fyrir ÍR í sumar og aðra, sem ekki
hafa æft með félaginu, en hefðu
hug á að gera það, að mæta á
Melavellinum kl. 7.30 í kvöld. —
Hinn nýi þjálfari ÍR, Jóhannes
Sæmundsson, verður staddur á
vellinum og nýir geta látið skrá
sig.
Svíþjóð 55 stig-
Norðmenn 51
í GÆR hófst á Bislet landskeppni
Svía og Norðmanna, í ágætu veðri.
Eftir fyrri dag hafa Svíar 55 stig,
en Norðmenn 51. Norðmenn höfðu
forystu til að byrja með, en Svíar
sóttu stöðugt á og náðu forystu
í lokin. Áhorfendur voru 19 þús-
und og þ. á m. Ólafur Noregskon-
ungur.
Eitt met var sett í keppninni,
Stein Sletten, sem varð annar í
hástökki með 2.10 m. (sömu hæð
og sigurvegarinn Nilsson, S, stökk)
bætti eigið met um 1. sm. Þriðji
varð Stig Petterson, S, 2.04 m.
Skarstein, N, sigraði í 100 m.
hlaupi á 10.6 sek. Johannsson, S,
10.8, Bunæs, N, 10.8.
Persson, S, varð fyrstur í 10
km. hlaupi á 29.36.2 mín., G. Lars
son, S, 29.46.0 og Fuglem, N,
30.24.4 mín.
í 400 m. hlaupi sigraði Fern-
ström, S, 47.9, Bunæs, N, 48.1, Si-
monsen, N, 48.3 Lærkert S 48.5
Lars Hök, S, stökk 7.50 m. I
langstökki, Ekeberg, N, 7.26 m.,
Bergh, N, 7.18 m„ Pedersen, N,
kastaði spjóti 75,32 m„ Hedmark,
S, 74.20 m„ Thorslund, N, 68.54 m.
Gulbrandsen, N, sigraði í 400 m.
grind á 51.9 sek„ Vistan, S, 52.5,
Framh. á 14 síðu.
MVMMMMMWIUMHWmm
Ungverjar leika
við Keflavík
28. ágúst
SAMKVÆMT óstaðfestum
fréttum mun fyrri leikur
Keflvíkinga og Ferencvaros
frá Ungverjalandi fara fram j
hér 28. ágúst nk. en síðari !
leikurinn í Búdapest 8
september.
wwwwwwwwwwwwiM
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. ágúst 1965 f,