Alþýðublaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 2
Beimsfréttir ....sidastlídna nótt ★ KUALA LUMPUR: — Varnarsamningar Breta við Malaysíu sambandið verða teknir til endurskoðunar þar eð Singapore hefur sagt isig úr sambandinu. Singapore verður lýðveldi og mun reyna Skipaöir forstjórar tveggja nýrra rannsóknarstofnana að brjóta ekki í bága við hagsmuni Malaysíu í stefnu sinni, að sögn forsætisráðherra landsins. Forsætísráðherra Malaysíu, Tunku Ab- dul Rahman, sætir harðri igagnrýni þar eð Singapore hefur sagt sig úr sambandinu. Aðalritari flokks hans, Dati Syed Jaafar Albar, hefur isagt af sér. ★ NÝJU DELHI: — Tíu Pakistanar féllu í hörðum átökum við markalínuna í Kasmír í gærkvöldi. Alls hafa 84 Pakistanar verið felldir í bai'dögum undanfarna daga. ★ AÞENU: — Gríska stjórnin fyrirskipaði í gær bann við götu óeirðum, en ekkert hefur rofað til í stjórnarkreppunni. Talið er að Konstantin muni reyna að fá mainn, sem er utan flokka, til að mynda einingarstjórn. ★ SAIGON: —■ Bandarískar flugvélar vörpuðu í gær. niður sprengjum og skutu af vélbyssum á stöðvar Vieteong við útvirkið Duc Co í miðhálendi Suður-Vietnam, þar sem barizt hefur verið í átta daga. Bandarískur liðsauki verður seninilega sendur á vett- vang. Við Da Nang gerðu bandarískir hermenn nokkrar árásir á stöðvar Vietcong í gær. ★ WASHINGTON: — Formælandi Hvíta hússins bar til baka í dag fréttir um, að hinn nýi sendiherra Bandaríkjarana í Saigon, Henry Cabot Lodge hafi sagt, að Bandaríkjamenn mundu ekki iiörfa frá Suður-Vietnam jafnvel þótt stjórnin í Saigon færi þess á leit. Bandaríska landvarnaráðuneytið hefur borið til baka frétt- ■ir um, að kafbáturinn „Mebregal" hafi lenti í áreksti við líbanska skipið „Rodos“ í kínverskri landhelgi. ★ HANOI: — Áreiðanlegar heimildir herma, að hafinn sé brott flutningur barna og gamalmenna frá Hanoi þar eð loftárásir Banda rikjamanna færast æ nær borginni. Fjársjóðir munu hafa verið fluttir burtu og vaktavinna hefur verið tekin upp á vinnustöðvum, að sögn tékknesks fréttaritara. ★ WINNIPEG: — Kanadiska hveitisráðið hermir, að samið .hafi verið um sölu á 4.6 millj. lesta af hveiti og 400.000 lestum af hveitimjöli til Sovétríkjanna. Fyrir sex dögum var samið um sölu á 700.000 lestum af hveiti og 20.000 lestum af hveitimjöli. ■k KENNEDYHÖFÐA: — Bandaríkjamenn gerðu í gær vel- keppnaða tilraun með Atlas-Centaur-eldflaugina, sem á að flytja geimfar til tulnglsins í nóvember til að kanna hvort óhætt sé að lenda á yfirborðinu. ★ LIMA: — Perúanskar herflugvélar gerðu loftárásir í gær á stöðvar uppreisnarmanna í frumskóginum í Mið-Andesfjöllum, þar sem stjórnarhermenn hafa átt í höggi við kommúnista. AÐ fengnum tillögum stjórna Rannsóknarstofnunar iðnaðarins og Rannsóknastofnunar bygging- ariðnaðarins skipaði iðnaðarmála ráðherra í gær Pétur Sigurjóns- son, verkfræðing, forstjóra Rann- sóknastofnunar iðnaðarins og Pétur Sigurjónsson. Harald Ásgeirsson verkfræðing forstjóra Rannsóknastofnunar byggingaiðnaðarins. Fer hér á eftir fréttatilkynning sem blaðinu barst frá iðnaðar- málaráðuneytinu: Samkvæmt VI. og VII. kafla laga nr. 64, 21. maí 1065 um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna, skulu starfræktar tvær sjálfstæð- ar stofnanir. Rannsóknastofnun iðnaðarins og Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins, er báðar heyri undir iðnaðarmálaráðuneyt- ið. Siglufirði. — JGM-ÓR. Þorsteinn þorskabítur kom til Siglufjarðar á þriðjudag með ísaða sild að austan, og var byrjað að losa skipið eftir hádegi þann dag. Mikil eftir- vænting var ríkjandi meðal síldarsaltenda um það, hvort síldin væri söltunarhæf eftir flutninginn og ísunina. Löndunin gekk seint og mun aðeins hafa verið landað um 100 tunnum á klukkustund. — Ástæðan fyrir þessum seina- gangi er sú, að lestaropin á skipinu eru of lítil. Alis komu upp úr skipinu 1884 tunnur og Eramhald á 15. síðu. •-OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Verkefni Rannsóknastofnunar iðnaðarins skulu m. a. vera: 1. Rannsóknir til eflingar og hags bóta fyrir iðnaðinn í landinu og rannsóknir vegna nýjunga á sviði iðnaðar og annarrar fram- leiðslu. 2. Rannsóknir á nýtingu náttúru- auðæfa landsins í þágu iðnaðar. 3. Nauðsynleg rannsóknaþjón- usta í þeim greinum, sem stofn- unin fæst við. 4. Kynning á niðurstöðum rann- sókna í vísinda- og fræðslurit- um. Verkefni Rannsóknastofnun- ar byggingaiðnaðarins skulu m. a. vera: 1. Endurbætur í byggingaiðnaði og lækkun kostnaðar við mann- virkjagerð, þar á meðal sjálf- stæðar grundvallarrannsóknir í byggingatækni, hagnýtingu hús- rýmis, bæjarskipulagning og gatnagerð. í þeim tilgangi skal stofnunin fylgjast með nýjung- um í byggingakostnaði og laga þær að íslenzkum staðháttum. 2. Hagnýtar jarðfræðirannsókn ir. 3. Vatnsvirkjarannsóknir. 4. Kynning á niðurstöðum rann- sókna og veiting upplýsinga um byggingafræðileg efni. 5. Aðstoð við eftirlit með bygg- ingaefnum og byggingafram- kvæmdum. 6. Nauðsynleg rannsóknaþjónusta í þeim efnum, sem stofnunin fæst við. Við báðar rannsóknastofnanirn- ar eru ráðgjafanefndir, skipaðar fulltrúum ýmissa aðila. Ráðgjaf- arnefndir fylgjast með rekstrl stofnananna og. eru tengiliðir milli þeirra og iðnaðarins annara vegar og byggingaiðnaðarins hina vegar, en eru að öðru leyti foi> stjóra og stjórn stofnananna til ráðuneytis og gera tillögur uns Framhald á 15, síðu Haraldur Ásgeirsson. 44 skip fengu 23 þúsund mál Reykjavík. — GO. Allmörg skip fengu síld á mið- unum 80-120 sjómílur ANA og austur að norðri frá Raufarhöfn í fyrrinótt. Hins vegar var afla- magn á skip fremur lítið. Síldin er þarna betri til söltunar en ver- ið hefur hingað til í sumar. Þá fengu nokkur skip dágóða veiði við Hrollaugseyjar. Alls fengu 44 skip 23560 mál og tunnur og fylg- ir hér skrá yflr þau. Eitt skip-, anna landaði á Siglufirði, Hrafn Sveinbjarnarson III. 600 tunnum. Þessi tilkynntu um afla sinn til Rafnarliafnar: Hilmir 400 tunnur, Helgi Flóventsson 300, Glófaxi 550, Ólafur Magnússon 400, Björg vin 300, Eldborg 800, Kristján Valgeir 350, Framnes 350, Ingiber Ólafsson II. 400, Jörundur III. 200, Jón Garðar 350, Sigurðui; Bjarna- son 400, Fagriklettur 900, Sigur- páll. 690, Auðunn 500, Guðbjörg 630, Dagfari 1200 mál, Faxi 400 tn., Óskar Halldórsson 250, Sig- rún 90 og Þorlákur .100 tunnur. Eftirtaldir bátar lilkynntu afla sinn til Dalatanga: Sæfari 300, Fákur 400, Sigurvon 600, Ingvar Guðjónsson 300, Grótta 300, Heið- rún 1000, Stjarnan 1200, Gnýfarl 65, Sigurfari 600, Hoffell 600, Hannes Hafstein 600, Guðrún 200, Ásgeir 200, Runólfur 700, Gissur hvíti 550, Sigurður 150, Jón á Stapa 550, Mímir 550, Jón Eiríks, son 950, Hamravík 1750, Reykja- nes 350 og Gulltoppur 1000 mál og tunnur. [ Síldarskip til Siglufjarðar Reykjavík. — ÓR. | í gærkvöldi var von á Hrafnl Sveinbjarnarsyni III. til Siglu* fjarðar með um 600 tunnur a{ síld af miðunum fyrir austan. — Ætlunin er að salta þessa síld hjá söltunarstöðinni Hafliða hf. Siglfirðingar eru nú orðnir nokkru bjartsýnni að fá skip með söltunarsíld til Siglufjarðar, eftir að síldin fór að veiðast við Langa nes. Biíast þeir við að fleiri skip fylgi fordæmi Hrafns Sveinbjaru arsonar III. . 2 12. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.