Alþýðublaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 9
AMERÍSK FYRIRTÆKIÞRÓ- ASTISAMSTEYPUÁTT í ÖLLUM hinum vestræna heimi á sér ná stað meifi samruni iðnað- ar- og verzlunarfyrirtækja en dæmi eru áður til. Sérstaklega á þetta við um Bandaríkin, þar sem aldrei hefur kveðið jafn mikið að slíkum samsteypum allt frá 1929. Fyrirtæki, sem hingað til hafa átt í harðri samkeppni ganga nú til samstarfs við keppinautana, stórfyrirtæki leggja undir sig smá- fyrirtæki og þeir, sem eiga sam- eiginlegra hagsmuna að gæta, sam eina krafta sína og fjármagn eftir því, sem við verður komið. í Bandaríkjunum, þar sem sam- steypur þessar eru tröllslegastar, hefur þróunin vakið töluverðar á- hyggjur. Sérstaklega er hætt við að úr þessu skapist eins konar „einka sósíalismi", þar sem risa- fyrirtæki eignast djúp ítök í stjórn málalífi landsins. Aldrei hefur kveðið jafn mikið að samsteypum fyrirtækja innan Bandaríkjanna frá árinu 1929. Síð- astliðið ár taldi FTC hvorki meira né minna en 1796 samsteypur inn an Bandaríkjanna, og er það hæsta talan frá 1929, en metið verður hins vegar að öllum líkind- um slegið í ár. Síðan 1950 hafa 200 stærstu iðn- aðarfyrirtækin í Bandaríkjunum gleypt í sig meira en 200 önnur smærri fyrirtæki og 1962 áttu þessi 200 fyrirtæki 55 prósent hlutabréfa 180.000 bandarískra fyrirtækja. Ef svo heldur fram sem horfir verður hlutur þeirra um tveir þriðju árið 1975. Bandaríska dómsmálaráðuneytið undir stjórn Nicholas Katzenbachs og FTC hafa í sínu valdi að hindra það, að stórfyrirtæki með einokunaraðstöðu renni saman og hefur sú heimild verið svo vel notuð, að um 70 prósent þeirra samsteypa, sem átt hafa sér stað innan efnahags- og atvinnulífs Bandaríkjanna síðastliðin fimm ár, hafa verið milli fyrirtækja, sem ekki kepptu hvert við annað. — Þessi afskipti hins opinbera hafa þó verið illa þokkuð af sumum, en hvernig þróun þessara mála verð- ur í framtíðinni er enn á huldu, en eitt er víst og það er.að hún get ur haft bæði mörg og erfið vanda mál í för með sér fyrir bandaríska þégna og heiminn í heild. Hvað eru „fljilg- andi diskar“? ÞESSU má óefað svara þannig, að þein eru ekki það sem háldið hefur verið að þeir væru, eða ná- kvæmar tiltekið ekki á þann hátt, sem menn hafa ímyndað sér. En það er þó jafnvíst að menn hafa séð „fljúgandi diska”, og hafa þeir með réttu verið settir í sam- band við íbúa annarra hnatta. Skýringuna hygg ég vera þá, að þeir séu séðir fyrir „skyggni” eða með öðrum orðum sambandssýnir, og stafi frá hnetti eða hnöttum þar sem langt er komið í tækni- menningu. Gæti ég útskýrt þetta miklu nánar, og sýnt hvernig það kemur heim við athuganirnar, iiinar fjölmörgu, sem skráðar- hafa verið um þetta, ef mér veittist að- staða til að starfa að slíku. En þó getur mönnum oft orðið stuðning- ur að stuttri ábendingu, og því læt ég þessa getið hér. Formaður nefndar þeirrar í Bandaríkjunum, sem sér um skrásetningu athugana eða vitnis- burða um þessi fyrirbæri, hafði nýlega látið svo um mælt, að bú- ast mætti við stórauknum fjölda slíkra fyrirbæra á næstunni. Hef- ur hann sennilega dregið þetta af því, að þau væru þá þegar í vexti. Hafa borizt fréttir um „fljúgandi diska” síðan þetta var, en fróð- iegt verður að sjá hvort framhald verður á því. Þors|teinn Guðjónsson. Skipting iarðnæðis ALÞJÖÐLEG ráðstefna um skipt- ingu og hagnýtingu jarðnæðis, sem miðar að því að sérfræðing- ar á þessu sviði um heim allan skiptist á skoðunum og reynslu, verður haldin sumarið 1966. U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og dr. B. R. Sen forstjóri Matvæla- og land- búnaðarstofnunarinnar (F A O) hafa í sameiningu boðið 121 ríki að senda fulltrúa til ráðstefnunn- ar, sem haldin verður í aðalstöðv um FAO í Róm. Þetta verður í annað sinn sem efnt er til alþjóðaráðstefnu um þessi efni, sú fyrri var haldin fyr- j Framhald á 10. síðu STÚLKUR - LONDON 2 vanar ,, SMJÖRBRATJÐSDÖMUR' ‘ óskast til starfa í London í haust. Upplýsingar gef- ur Halldór Gröndal í síma 10164 milli 6 og 8 á kvöldin. ATVINNA Duglegir karlmenn og stúlkur óskast til verksmiðjustarfa nú þegar. Upplýsingar hjá verkstjóranum. H.F. HAMPIÐJAN Stakkholti 4. ÓDÝRT ÓDÝRT Ýmiss konar notaður fatnaður til sölu ódýrt í dag ...og næstu daga. EFNALAUG REYKJAVÍKUR Laugavegi 32 B. Rýmingarsala RÝMINGARSALAN heldur áfram. — Mikið úrval af dömupeysum. ÁSA, Skólavörðustíg 17 — Sími 15 188. Það hefur safnaíst fyrir mrktð af allskonar búíum og verður því mikil Biitasala næstu daga H. T O F T Skólavörðustíg 8. Uppboð Uppboð verður haldið í samkomuhúsinu (Krossinum), - Ytri-Njarðvík, laugardaginn 14. þ.m. og hefst kl. 2 e.h. Seldar verða m.a. ýmiss konar skrautvörur, postulín, borðbúnaður, fatnaður, leikföng og notuð verzlunar. rnnrétting. Greiðsla við hamarshögg. ! Lögreglustjórinri á Keflavíkurflugvelli, 10. ágúst 1965. Björn Ingvarsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. ágúst 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.