Alþýðublaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 11
t=RifrsÝjóri Örn Eidsson B-36 sigraði ÍBK (b) meö 3 mörkum gegn 0 FÆREYSKA knattspyrnuliðið B-36, sem er hér á keppnisferða- lagi á vegum ÍBK lék annan leik sinn sl. laugardag. Fór leikurinn fram á grasvell- inum í Njarðvík og var mótherji að þessu sinni b-lið ÍBK, styrkt með tveimur a-liðsmönnum, þeim Kjartani markverði og Jóni Jó- hannssyni. Færeyingar létu hins vegar alla sína varamenn inn á. Leiknum lauk með verðskulduð- um sigri gestanna, 3:0. í hálfleik var staðan 1:0. Mörkin sem Fær- eyingar gerðu voru hvert öðru glæsilegra. Fyrsta mark skoraði vinstri innherji, með fallegri koll- spyrnu, eftir að hafa fengið góða sendingu fyrir markið frá hægri. Thorstein Magnússon, sem nú sýndi mun betri leik en áður, skoraði annað markið, snemma í seinni hálfleik. Skaut hann rétt utan við vítateig, föstum snún- ingsknetti, sem hafnaði efst í vinstra horni marksins, algerlega óverjandi fyrir Kjartan, sem ný- búinn var að revna að sannfæra féiaga sína um það, að ekki staf- aði nokkur hætta af skotum Fær- eyinganna. 7 mínútum fyrir leiks- lok bætti svo T. Holm þriðja markinu við, með föstu skoti frá vítapunkti. Smaug knötturinn undir þverslá fyrir miðju marki og hafnaði í netinu svo að hvein í. Leikur B-36. var nú allur ann- ar en gegn a-liðinu. Hraðinn mun meiri og betur lítfært spil. Þeir notuðu 4-2-4 kerfið og tókst það vel, en við því fundu Keflvíking- ar engin ráð. Langbeztur í liði B-36, og jafn framt vallarins, var hinn danski þjálfari þeirra, Ennemann. Var mikil unun að sjá hve hann skipu lagði bæði varnar og sóknaraðgerð irnar af mikilli kunnáttu og rögg semi. Lið ÍBK, sem skipað var þraut- reyndum knattspyrnumönnum og efnilegum piltum, byrjaði leikinn mjög vel og virtist ætla að ná undirtökunum með stuttu — og skemmtilegu spili á f.vrstu 15. mín. En einhvern veginn fór allt í vaskinn hjá þeim er líða tók á hálfleikinn og eftir það áttu þeir í vök að verjast, í þeirra liði sluppu einna bezt frá leiknum, hinar gömlu kemp ur, Hörður Guðmundsson og Þór- hallur Stígsson og sýndu þeir á- þreifanlega að lengi getur lifað í gömlum glæðum. Aftur á móti brást þeim Jóni, Hólmbert og Ein- ari Magnússyni illa bogalistin. F. M. M. ★ GASTON Roelants setti heims- met í 3000 m. hindrunarhlaupi á sunnudags hljóp á 8.26.4 mín., sem er 3.2 sek. betra en hans eig- ið met. ★ SIGFRIED Hermann bætti lieimsmet Jazy í 3000 m. hlaupi fyrir helgina, hljóp á 7.46.0 mín. Daninn Ennemann. (Teikning Magnús Gíslason. „Þab er gott að bjálfa Færeyinga" segir danski þjálfarinn Ennemann EINS og lesendur Íþróttasíð- unnar hafa eflaust tekið eftir í umsögnum um leiki B-36, hefur einn liðsmaður þeirra verið mjög rómaður fyrir góðan leik. Nafn þessa manns er Knud Ennemann MtUWMMmMWMMMMMMMMMMIMMMMMtMIMMMlMMMtMtHMiMHUtMUMMIWmVI DAVlO SETTIISLANDSMET 200 M. SKRIDSUNDI Keppendur Islands á Norður landameistaramótinu í sundi, sem fram fer á laugardag og á sunnudag, eru komnir til Finn- lands og tóku þátt í móti í Ábo á mánudag. Davíð Valgarðsson ÍBK varð þriðji í 200 m. skrið- sundi á nýju meti 2:14,5 mín. (50 m. laug). Davíð átti sjálfur gamla metið, 2:15,0. í 200 m. fjórsundi varð Guð- mundur Gíslason annar á bezta tima, sem íslendingur hefur náð, 2:28,3 mín., met er ekki staðfest í greininni. Davíð varð sjötti á 2:37,8 mín. Guðmundur varð þriðji í 100 m. flugsundi á 1:05,3 mín., en Davíð fjórði á 1:07,5 mín. Þá tók Guðmund- ur þátt í 100 m. baksundi og synti á 1:09,8 min. í 100 m. bringusundi varð Fylkir Ágiísts son þriðji á 1:19,0 og Árni Kristjánsson hlaut fimmta sseti, synti á 1:19,7 min. Segja má, að árangur sund- mannanna hafi yfirleitt verið góður, þar sem synt var í 50 m. laug. Norðurlandamótið hefst í borginni Pori á laugar- dag og lýkur á sunnudag. — Skýrt verður frá árangrinum i blaðinu á þriðjudag. og aðspurður kvaðst hann vera danskur að ætt, nánar tiltekið frá Kaupmannahöfn, 28 ára að aldri og prentari að iðn. Knattspyrnu kvaðst hann hafa iðkað frá blautu barnsbeini. Ungur hóf hann að keppa mcð drengjaliði og er hon- um óx fiskur um hrygg gekk hann í B-93 og lék þar miðvörð um nokkurra ára skeið, en það lið var þá í I. deildinni dönsku. Um tíma sagðist hann hafa verið í sama kappliði og Ole Madsen, hinn kunni danski knattspyrnumaður. Til Færeyja sagðist Ennemann hafa komið í marz sl. á vegum fé- laganna þar HB og B-36. — Þar þjálfar hann alla flokka beggja félaganna, svo að starfsdagur hans er æði langur. Ennemann starfar við iðn sína fyrri hluta dags, og þýtur síðan út á völl og er þar við þjálfun allt að fimm klukku- stundum á dag, fjóra daga vik- unnar. Ennemann sagði, að það væri gaman að dvelja í Þórshöfn og það væri gott að kenna Fær- eyingunum. Hann væri nú þegar orðinn ánægður með árangurinn. Óhjákvæmilega yrði það félag, er hann hefði þjálfað meistari, því að HB og B-36 eiga nefnilega að heyja úrslitaleikinn um Færeyja- meistaratitilinn 1965 á næstunni. Ekki vildi Ennemann láta neitt hafa eftir sér um það, hvorum hann óskaði sigurs, þó að hann teldi B-36 heldur sigurstranglegra. Framh. á 14. síðu. Akranes og Valur í kvöld í KYÖLD heldur keppnin áfram í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu, Valur og Akranes leika á Laugardalsvellinum. Leikurinn hefst kl. 20. Staffan í 1. deild e* nú þessi: KR 8 5 12 19:8 12 Akranes 6 3 12 12:11 3 Valur 7 3 13 13:13 3 Akureyri 7 3 13 10:16 3 Keflavík 6 2 2 2 9:6 0 Fram 8 115 7:15 3 Færeyingar kvaddir Síðastliðinn föstudag fóru fær- eysku knattspyrnumennirnir I ferðalag um Suðurlandsundirlend- ið og skoðuðu helztu staði, svo sem Gullfoss, Geysi og ÞingvelU. Einnig gáfu þeir sér góðan tíma til að skoða höfuðborgina. — A sunnudagskvöldið hélt svo bæjar stjórn Keflavíkur kvöldverðarboð fyrir þá og fleiri gesti í AðalverL Fagnaðinum stýrði Gunnar Sveins- son kaupfélagsstjóri, en ræður fluttu þeir Hafsteinn Guðmunds- son, formaður ÍBK, og Sveinn Jónsson bæjarstjóri. Einnig talaðl formaður B-36, Arnold og þakkaði góðar móttökur og hlýhug í þeirra garð. Skipzt var á gjöfum og með- al þeirra muna, sem Færeyingar gáfu ÍBK og Keflavíkurbæ voru tvö félagsmerki B-36 höggvin 1 færeyskan stein, eða eins og Arn old orðaði það, „örlítinn part af Færeyjum.” Að borðhaldi loknu var stiginn dans til kl. 1 eftir miðnætti. Færeyingar sáu síðan landsleik fra og íslendinga á Laugardals- vellinum. Á þriðjudagsmorgun héldu þeir síðan til ísaf jarðar ©g munu þeir dvelja þar i viku. E.M.M. >000000000000000 íslandtek- ur þátt í EM unglinga í körfu- knattleik í haust íslendingar taka þátt í Evr- ópumóti unglinga i körfu- knattleik, en undankeppni fer fram i haust. Ekki mun ákveðið, hvar eða hvenær keppnin fer fram,- en það verður ákveðið bráðlega. ís- lenzka liðið hefur verið val- ið . og við munum .skýra frá_. skipan þess síðar. \\’' >000000000000000 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. ágúst 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.