Alþýðublaðið - 14.08.1965, Page 4

Alþýðublaðið - 14.08.1965, Page 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfnll trúi: Eiöur Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Augiýsingasími: 14906 Aðsetur: AlþýÖuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prcntsmiðja Alþýðu blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið XJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. FJÖGUR MÁL KOSNINGABARÁTTA stendur sem hæst í Nor- egi, og er talið tvísýnt mjög, hvort jafnaðarmenn ná hreinum meirihluta eða hægrimenn fá annað tæki- færi til að sameinast um ríkisstjórn. Sprengiframboð hins norska þjóðvamarflokks, SF, getur haft þau á- hrif, að hægrimenn ivinni þingsæti, og væri þá verr af stað farið en heima setið. Norski Alþýðuflokkurinn leggur megináherzlu á fjögur mál í kosningabaráttunni. Flokkurinn telur, að meginverkefni næsta Stórþings verði þessi: 1) Byggðajaínvægi, sem stuðla verði að með nútíma ráðum. Norðmenn reyna ekki að halda hverju koti í byggð eða halda fólki í afdölum, heldur reyna þeir að efla byggð í beztu héruðum um allt landið. 2) Lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. Norski Al- þýðuflokkurinn er langt kominn með undirbún- ing hins nýja lífeyriskerfis, sem á að tryggja öll um áhyggjulausa afkomu á elliárum. Sérréttindi á þessu sviði verða afnumin og aðstaða jöfnuð. 3) Endurskipulagning skólakerfisins. í samræmi við kröfur tímans verður að auka skólakerfið, svo að framhaldsmenntun verði ekki sérréttindi fárra aðila, heldur geti allir veitt sér hana, sem hæfi leika hafa. 4) Ibúðabyggingar voru fjórða verkefnið, sem jafn- aðarmenn benda á. Þeir telja enn þörf á auknum íbúðabyggingum, meiri fjárhagsaðstoð, betri lóða málum og fullkomnari byggingaraðferðum. ÓLÍK AÐSTAÐA MIKLAR FRAMFARIR hafa orðið í skólamálum Islendinga á síðustu árum og skólabyggingar hafa verið gífurlegar. Hefur unga kynslóðin í dag marg- falt betri tækifæri til að mennta sig en fyrri kyn- slóðir. Ýms vandamál er þó enn við að etja, og misrétti ■er nokkuð milli landshluta. Sérstaklega er nú baga- legt, að unglingar í smærri byggðum, þar sem eng- inn gagnfræðaskóli er til, hafa verri aðstöðu en aðr jr til að halda áfram námi. TaJkist þeim að fá inn göngu í heimavistarskóla, veldur það foreldrum 15 7-20.000 króna útgjöldum aukalega, en slík byrði er of þung fyrir mörg heimili. Þessum vanda verður að gefa gaum og reyna áð jafna þann mismun, sem er á aðstöðu unglihga eftir búsetu. Reisa þarf fleiri heimavistarskóla, eins og ákveðið hefur verið að gera fyrir menntaskólasviðið. Þá þarf að athuga, hvort ekki er ástæða til að styrkja þau börn frekar, sem verða að fara að heiman til að öðlast gagnfræðaskólanám. 4 14. ágúst 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ (C ‘i á,3A.,4Uii'. *UA. TNTREPID stangavei'ðhjóliu frá K. P. MORRIETT Englandi eru ódýr, en þó ein allra vönduSustu stangaveiðihjól, sem til eru. Mikið úrval nýkomið. smvSBBsús mmáún Rafha-húsinu við Óðinstorg. Elzta sportvöruverziun landsins. 1 Skattlögreglan í skattskránni ÞEGAR SKATTSKRÁIN birtist I sumarið 1964, kom hún eins og reiðarslag yfir þúsundir manna. Rangfærslurnar, óréttlætið, mis- mununin, allt hrópaði þetta á við- nám og ég reyndi að túlka sjónar- mið almennings. Ég forðast að tala máli þeirra, sem alltaf nöldra yf ir sköttum sínum og skyldum, en benti á misræmið og óréttlætið, sem blasti við á hverri einustu síðu þessarar miklu bókar. ÞETTA VAKTI STORM og um leið kvíða hjá þeim, sem bera á- byrgð á álagningum. Jafnframt varð mönnum ljósara en áður, að það er þýðingarlaust að bera fram viðstöðulausar ki-öfur á hendur hins opinbera og mótmæla svo að taka þátt í þeim kostnaði, sem af framkvæmd þeirra leiðir. En um leið hlýtur almenningur að krefj- ast þess að álögurnar séu jafnar eða eins jafnar og mögulegt er, og löggjafinn hlýtur að hafa vakandi auga á því, að lög og reglur fríi ekki suma við réttmætum greiðsl- um en íþyngi öðrum langt um fram það sem eðlilegt er. Þetta var gert. NÚ ER SKATTSKRÁIN komin út að þessu sinni. Ég hef skoðað hana og leitað að dæmum sem ég kynnti mér í fyrra og ’ég dró þá fram. Það er eftirtektarvert, að margar leiðréttingar hafa . verið gerðar. Þær stafa af tvennu fyrst og fremst, að skattanefndin virð- HjólfoarðavSSgerðir OPH) ALLA DAOA (LÍKA LAUGAKDAGA OG SUNNUDAGA) FRÁ KL. 8 TIL 22. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholtl 35, Reykjavik. Simir: 31055, verkitæðlð, 30688, ekrifstolan. ist hafa haft nákvæmara eftirlit og stjórn á dauðum vélum, sem vinna fyrir hana — og stofnun skattalögreglunnar. Skattalögregl an hefur haft þau óbeinu áhrif, að menn hafa endurskoðað framtöl sín. ÞAÐ LÁ í AUGUM UPPI í fyrra, að menn, sem leika sér eins og þá lystir og leyfa sér bílífi, gátu á einhvern hátt falið tekjur sínar með þeim afleiðingum, að þeip báru ekki skatta eins og þeim bar, en aðrir, sem ekki höfðu sömu aðstöðu urðu að borga þriðju hverja krónu, sem þeir unnu sér inn eða 33% af tekjum sínum. Þetta hefur breyrtzt til bóta, en þó er langt frá því að ekki sé úr nógu að moða á síðum skattskrárinnar. Og ég sé ekki bet ur en skattalögreglan fái verk að vinna. Það er ekki hægt að kom- ast hjá því, að eyðsla manna sé rannsökuð. ÞÁ FINNST MÉR EKKI ná nokkurri átt að skattleggja elli- laun, örorkubætur og örorku- styrki. Einnig finnst mér að nauð- synlegt sé að fara mjög varlega f það, að skattleggja menn, sem komnir eru yfir sjötugt. ÉG SAGÐI í GREINUM mínum í fyrra, að æskilegt væri að stofn- un skattalögreglunnar yrði til þess, að draga úr skattsvikum. Ég fæ ekki betur séð en að þetta hafi tekist, en jafnframt er auðséð, að enn eru afbrot framin. Hvernig íretur það átt sér stað, að einn geti látið og- leikið sér eins og hann vill og beri lítinn skatt og lágt útsvar, en nágranni hans með líkar tekjur hafi þrefalt hærri op- inber gjöld en hann. Einnig verð- ur að gjalda varhuga við því að þriðja hver króna sé tekin af mönnum og jafnvel meira eins og dæmin sanna í skattskránni? Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.