Alþýðublaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 8
i
t
i
‘
t
i
i
I
í
I
f
}
f
f
Verðbólga veldur
Krag erfiðleikum
VERÐBÓLGA veldur dönsku
stjórninni miklum erfiðleikum.
Framfærslukostnaðurinn hefur
aukizt og vísitalan er nú 112 stig
miðað við 100 í janúar 1963. Vísi-
töluhækkunin stafar af launa-
hækkunum verkamanna og opin-
berra starfsmanna og útgjöldum
til félagsmála, er nema 8400 millj-
ónum ísl. króna og mun þetta
enn auka verðbólguna.
Minnihlutastjórn jafnaðar-
manna er því í erfiðri aðstöðu,
því að hinn nýi leíðtogi Vinstri
flokksins, stærsta andstöðuflokks
stjórnarinnar, Poul Hartling, er
staðráðinn í að fella hana. Hann
hefur átt í viðræðum við aðra
flokksleiðtoga og reynt að fá þá
til að neyða stjórnina til að segja
af sér.
POUL HARLING:
fellir hann stjórnina?
Hartling hefur farið þess á leit
við Róttæka flokkinn, sem hefur
mikil áhrif þótt lítill sé, að gera
grein fyrir skilyrðum, er hann
mundi setja fyrir stuðningi við
Vinstri flokkinn. Róttæki flokk-
urinn mun bráðlega svara Hart-
ling. Róttækir hafa stutt stjórn
Jens Otto Krags, en síðustu verð
hækkanirnar hafa valdið óróa í
flokknum, sem telur sig alltaf
hafa tapað á samvinnu við jafnað-
armenn.
Stjórn Krags hefur aðeins eins
atkvæðis meirihluta á þingi, og ef
andstöðuflokkar stjórnarinnar á-
kveða að taka höndum saman
kann svo að fara að Krag verði
annað hvort að efna til nýrra
kosninga, þótt tíminn sé óhentug-
ur fyrir jafnaðarmenn, eða fá
stjórnartaumana í hendur Vinstri
flokknum ef Hartling tekst að
afla sér nógu mikils fylgis.
★ Skattaumbætur
Margt er komið undir því hvort
Krag tekst að fá meirihluta við
tillögur sínar um breytingar á
skattakerfinu, sem ætlazt er til
að þingið fjalli um á aukafund-
um í næsta mánuði. Stjómin hef-
ur lagt til að gerðar verði breyt-
ingar á óbeinum sköttum þannig
að núgildandi veltuskattur („gros-
omsen”) verði lagður niður og
svokallaður verðaukaskattur
(„meromsen” eða „momsen") inn-
leiddur í staðinn. Verðaukaskatt-
urinn á að færa stjóminni meiri
tekjur en veltuskatturinn og
draga úr halla á fjárlögum. Nýi
skatturinn á að taka gildi 1. janú-
ar n. k.
En óvíst er talið, hvort skatta-
umbæturnar nái fram að ganga.
Látnar hafa verið í ljós efasemd-
ir um, hvort unnt verði að fjalla
nógu rækilega um málið á þeim
KASTLJÓ
stutta tíma, sem er til stefnu, þ.
e. áður en þing kemur saman í
október. í umfangsmiklum um-
ræðum um skattamál, sem fram
fóru á þingi í vor og lauk með
því að lagðir vora á nýir skattar,
bentu ummæli stjórnmálamanna
til þess, að menn úr öllum flokk-
um væru hlynntir verðaukaskatt-
inum. En síðan hafa bæði Vinstri
flokkurinn og íhaldsflokkurinn
látið í ljós efasemdir. Þeir vilja
bíða og sjá hverju fram vindur
og að ekki verið rasað um ráð
fram. Þeir telja, að ekki sé unnt
að framfylgja eins umfangsmikl-
um umbótum í skattamálum og
stjórnin hefur á prjónunum á
þeim stutta tíma, sem hún tiltek-
ur.
Þó telja ýmsir, að meirihluti
muni fást við áformin um verð-
aukaskattinn á septemberþing-
inu, og er þá gert ráð fyrir sam-
stöðu „þríhyrningsins“ svonefnda,
þ. e. jafnaðarmanna, róttækra og
hinna tveggja klofningsmanna úr
Vinstri flokknum. En einn helzti
leiðtogi Róttæka flokksins, Hilm-
ar Baunsgaard, hefur sagt, að
vegna hins nauma meirihluta
stjórnarinnar megi ekki koma á
svo róttækum breytingum á skatta
kerfinu. Þetta túlkar blaðið „In-
formation” þannig, að hér eftir sé
mjög vafasamt að gera ráð fyrin
samstöðu „þríhyrningsins og að
róttækir muni að minnsta kosti
ekki stuðla að því að verðauka-
skattinum verði komið á.
★ Aðrir möguleikar
Vakið hefur athygli, að málgagn
verkalýðssambandsins, „Lön og
Virke', hefur haldið því fram í
forystugrein, að tillögur stjórnar-
innar séu svo umfangsmiklar og
flóknar að áhættusamt væri að
framkvæma umbæturnar á þeim
stutta tíma, sem hefur verið til-
greindur. Blaðið telur hyggilegra,
að komið verði á smásöluskatti
og að stjórnirini beri einnig að at-
huga aðra möguleika.
Síðan hefur forseti verkalýðs-
sambandsins, Eiler Jensen, lagt
á það áherzlu í „Aktuelt”, að
miklu máli skipti fyrir verkalýðs-
sambandið í sambandi við verð-
aukaskattinn, ef jafnframt væri
mögulegt að veita launalágu fólki
skattaívilnanir og veita félagsleg
hlunnindi. Að öðrum kosti geti
verkalýðssambandið ekki fallizt á
verðaukaskattinn.
Spurningin um jafnhliða lækk-
un á beínum sköttum og form
slíkrar skattalækkunar snertir
hina pólitísku hlið vandamálsins
og í svipinn getur enginn neitt
um það sagt hvort þingnefnd sú,
sem tekur aftur til starfa 17. á-
gúst, getur fundið málamiðlunar-
lausn.
★ Deilt um vísitölu.
Verðaukaskatturinn er því enn á
umræðustigi, en í Danmörku eru
verðhækkanir helzta umræðuefni
manna. Verðhækkanirnar hafa
leitt til þess, að launþegum hefur
verið veitt svokölluð dýrtíðarupp-
bót. Þetta hefur orðið til þess, að
borgaraflokkarnir hafa gagnrýnt
vísitölukerfið, sem þeir segja að
sé undirrót verðbólgunnar.
Þessu svarar forseti verkalýðs
sambandsins því til, að dýrtíðar-
uppbótin komi í kjölfar verðhækk
ana, sem þegar hafi átt sér stað,
og að hið sjálfvirka vísitölukerfi
valdi ekki í sjálfu sér verðbólgu.
Vísitalan verndi heldur ekki að
öllu leyti launþegana. Hins vegar
hefði verkalýðshreyfingin kosið,
að tekizt hefði að halda verðlag-
JENS OTTO KRAG: samkomulag í liaust?
inu svo í skefjum að uppbætur
hefðu ekki verið nauðsynlegar.
Eiler Jensen sagði, að æskilegt
væri að koma á traustu verðlags-
og hagnaðareftirliti svipuðu því
og fólst í hinni svokölluðu allsherj
arlausn á sínum tíma.
Krag forsætisráðherra hefur
látið svo um mælt um vísitöluna,
að launahækkun sú, sem af henni
leiðir, sýni glögglega þörfina á
að dregið veðri úr þenslu og kom-
ið verði í veg fyrir að eftirspurn
aukist.. Hann mun bjóða fulltrúum
vinnuveitenda og launþega til
fundar við sig til að ræða efna-
hagsstefnuna í heUd áður en þigg
kemur saman í september.
g 15. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ