Alþýðublaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 11
í dag, sunnudagirm 15. ágúst kl. 4, leika á Laugardalsvelli Fram - Akureyri Njarðvíkurvöllur: í dag, sunnudaginn 15. ágúst kl. 4, leika á Njarðvíkurvelli Keflavík - Valur Mótanefnd. 3. Norðurlandamótið hefst kl. 15 í dag Jón Þ. keppir í dag, en tugþrautin hefst á morgun 3. NosSurlandameistaramótiff í frjálsum íþróttum hefst á Olymp- íuleikvanginum í Helsingfors kl. 15 í dag eftir íslenzkum tíma. Maraþonhlaupararnir verða þó ræstir fyrr, eða kl. 13.45. Þátttakendur í mótinu eru nærri 300 frá Norðurlöndunum fimm, flestir frá Finnlandi eða um 90, en fæstir frá íslandi eða 11. Íþróttasíður Norðurlandablað- anna hafa verið fullar af spám um væntanleg úrslit undanfarna daga. Ekki eru blöðin sammála í þeim efnum frekar en venjulega, en um eitt eru þau sammála, yfirburðir Einna verða ekki eins miklir og síðast, þegar þeir hlutu næstum eins mörg stig og verðlaun og allar hinar þjóðirnar fjórar sam- tals. Fyrsta dag mótsins keppa átta af ellefu keppendum íslands. Hall dóra Helgadóttir tekur þátt í 100 m. hlaupi og Björk Ingimiundar- OOOOOOOOOOOOOOOCa Á föstudagskvöld fóru 25 ð keppendur í Unglinga- keppni FRÍ frá Reykjavík- urflugvelli meff hinni glæsi- legu flugvél F. í. Blikfaxa. Á myndinni sést hópurinn, ásamt fararstjóriun, Jóhann- esi Sæmundssyni, þjálfara, sem jafnframt er fulltrúi FRÍ á mótinu Iengst til hægri og Sveini Sveinssyni, fararstjóra Skarphéffins- manna, sem á flesta þátttak- endur í mótinu til vinstri. — Mynd: Bj. Bj. dóttir tekur annaðhvort þátt í fimmtarþraut eða 100 m. hlaupi, en ékki var ákveðið hvort hún gerði, áður en farið var af stað. Erlendur Valdimarsson verður með í kringlukasti og ekki er að vænta að hann nái langt, því að sennilega er hann yngsti karla- keppandi mótsins, aðeins 17 ára gamall. Ólafur Guðmundsson tekur þátt í 100 m. hlaupi og þar verður bar- áttan hörð og litlar líkur til að Ólafur komist í úrslit. Ólafur verður einnig með í 400 m. hlaupi og vonandi tekst honum að bæta árangur sinn, en hann á bezt 49.8. Þriðja greinin, sem Ólafur verð- ur með í þennan dag er 4x100 m. boðhlaup. Hinn efnilegi hlaupari Kristján Mikaelsson keppir í 400 m. lilaupi og vonandi tekst honum að sigra „50 sek. múrinn”, en hann hljóp á 50.1 sek. í Osló í vikunni, sem var 8/10 úr sek. betra en hann átti áður. Ilalldór Guðbjörnsson, mjög efnilegur millivegalengdar- hlaupari, hleypur 800 m., en hann er stöðugt að bæta árangur sinn, hljóp á 1:55.4 mín. í Osló, sem er hans bezta afrek. Sá íslendingur, sem mesta möguleika hefur til að krækja í verðlaun fyrsta daginn, er Jón Þ. Ólafsson í hástökki, en keppnin verður mjög hörð. Beztan árangur á Norðurlöndum í sumar á Kjell Áke Nilsson, Svíþjóð, 2.11 m. — Síðan koma þrír með 2.10 m., Jón, Sletten Noregi og Lantti, Finn- Jón P. Olafsson ásamt tveim efnilegum frjálsíþróttastúlkum, Lindíl Ríkharffsdóttur til hægri og Sólveigu Hannam t. v. landi. í fimmta sæti er svo sjálf- ur Norðurlandamethafinn, Stig Pettersson, sem hæst hefur stokk- ið 2.08 m. £ sumar, en met hans er 2.16 m. Hann er mjög harður keppnismaður og var meðal sex beztu bæði í Róm og Tokyo. Já, baráttan verður hörð í hástökk- inu og Jón er snjall, ef hann kræk ir í verðlaunapening. Loks verður ísland með í 4x100 m. boðhlaupi. Á morgun, mánudag, hefst tug- þrautarkeppnin, en í þeirri grein á ísland tvo þátttakendur, þá Val- björn Þorláksson, sem átti beztan árangur á Norðurlöndum í fyrra og hinn efnilega Kjartan Guðjóns- son. Hann tognaði um mánaða- mótin júní—júlí en er> búinn að ná sér og tekst vonandi að bæta afrek sitt frá í fyrra. Ekki er gott að segja, hvernig Valbirni gengur, en meðal kepp- enda er Suutari, Finnlandi, sem á Norðurlandametið, 7554 stig. Met Valbjarnar er 7135 stig. Við von- um þó það bezta. Kristján Mikaelsson tekur þátt í 400 m. grindahlaupi og tekst von andi að bæta árangur sinn og e. t. v. met Sigurðar Björnssonar, sem er 54.6 sek. Bezti tími Krist- jáns er 56.6 sek. Kristleifur Guðbjörnsson hleyp ur 3000 m. hindrunarhlaup og og Ólafur 200 m. Halldóra Helga dóttir tekur þátt í 400 m. hlaupi og á möguleika á metinu, sem er 64.1 sek. Framh. á 14. síðu Állgóður árangur á Sveinamóti ÍR SVEINAMÓT ÍR hélt áfram á fimmtudagskvöld á Melavellinum. Þátttaka var allgóð og drengirnir náðu sínum bezta árangri í ýms- um greinum. Skafti Þorgrímsson, ÍR, sem ekki hefur keppt á mót- um í sumar, hljóp 200 m. með og náði ágætum árangri, 23,3 s. og var frekar óhagstætt að hlaupa. Arnar Guðmundsson, KR, varp- aði drengjakúlu með sveinunum og náði bezt 14,08 m. ÚRSLÍT : 200 m. hlaup: Guðm. Ólafsson 26,9 Finnbj. Finnbjörnsson, 26,9 Langstökk: Éinar Þorgrímsson 5,75 Finnbjörn Finnbjörnsson 5,30 Guðmundur Ólafsson 5,28 Skúli Arnarson 4,80 Kúluvarp: Kjartan Kolbeinsson, 13,29 Lárus Óskarsson 11,99- Guðm. Ólafsson 10,03 Finnbjörn Finnbjörnsson 9,53 Norðurlandamóti í sundi lýkur í dag ★ NORÐURLANDAMEISTARA- MÖTIÐ í sundi hófst í Pori t Finnlandi i gær. Mótinu lýkur J dag. Ekki höfðu borizt neina* fréttir af mótinu, þegar biaðiö fór í prentun, en við munum skýra frá úrslitum í þriðjudags- blaffinu. Fjórir íslenzkir sund- menn taka þátt í mótinu, Guð- mundur Gíslason, Davíð Valgarðs- son, Árni Þ. Kristjánsson og Fylkir Ágústsson. Laugardalsvöilur: ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. ágúst 1965 fg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.