Alþýðublaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 3
SVlAR MESTIR
BLAÐALESENDUR
Svíþjóö er það land í heiminum
þar sem flest dagblöð koma á
livern ibúa eða hálft eintak á í-
búa (499 eintök á hverja 1000
íbúa). Bi'etland stendur ekki langt
að baki með 490 eintök á hverja j
1000 ibúa. ísland hefur 443. Nor-
egur 333, Finnland 359 og Dan-
mörk 341 eintök á hverja 1000
ibúa. Þessar tölur eru frá 1963.
Svíar höfðu einnig hlutfalls-
lega mestu stálframleiðslu í heimi
eða "545 kg. á hvern íbiia. Sovét-
FRÚ HELGA JÓHANNS-
DÓTTIR, Ásbraut 19, Kópa-
vogi, annast dreifingu Al-
þýðublaðsins í Kópavogs-
kaupstað. Símanúmer henn-
ar er 40319. Ásbrautin ligg-
ur upp með Hafnarfjarðar-
vegi til hægri af Reykjanes-
braut, þegar komið er frá
Reykjavík til Kópavogs.
Frúin sækir Alþýðublaðið
á afgreiðsluna við Hverfis-
götu í Reykjavik á hverjum
morgni klukkan hálfsex.
Frú Helga er ættuð frá
Þórshöfn á Langanesi en
fluttist árið 1954 til Reykja-
víkui' og þaðan til Kópavogs
árið 1957. Þar er gott að
vera með börn, segir hún,
meira athafnasvæði heldur
en í Reykjavík. Þau hjónin
eiga þrjá stráka, 12 ára, 7
ára og 5 ára. Þeir eru oftast
vaknaðir á morgnana þegar
hún kemur með blaðið og
taka þá til hendi um að koma
því áleiðis til blaðburðar-
barnanna. Þau eru tíu og
skipta Kópavogi milli sin í
hverfi. Auk Alþýðublaðsins
annast Helga útburð Þjóð-
viljans í Kópavogi.
Úr Kópavogi er alltaf það
sama að frétta. Sifelld fólks
fjölgun. íbúarnir eru komn-
ir nokkuð yfir átta þúsund
og hafa tvöfaldazt á seinasta
áratug. Meira en helming-
un íbúanna mun vera undir
16 ára aldri og fjói'ðungur
á skólaskyldualdri.
ríkin gáfu út flestar bækur. Jap-
an framleiddi flestar kvikmyndir.
Kína státaði af flestum kvikmynda
húsgestum. Þeir náðu fjórum
milljörðum. í Japan og Sovétríkj-
unum óku fleiri menn í járn-
brautarlestum en í nokkru öðru
landi.
Þessar og aðrar áþekkar upplýs-
ingar er að finna í nýútkominni
hagfræðiárbók Sameinuðu þjóð-
anna fyrir 1964 (flestar tölurnar
eru þó frá árinu 1963). Árbókin
er samin af hagstofu Sameinuðu
þjóðanna í samvinnu við 160 lönd
og landsvæði.
Af árbókinni er Ijóst, að mis-
munurinn á iðnþróuðum og van-
þróuðum löndum verður meiri
með hverju nýju ári. Vöruskipta-
jöfnuðurinn milli iðnþróaðra og
vanþróaðra landa á tímabilinu
1950 til 1962 varð með þeim hætti,
að hlutdeild vanþróaðra landa
minnkaði um 19 af hundraði. Á
sama skeiði minnkaði hlutdeild
vanþróaðra landa í alþjóðavið-
skiptum um 10 af hundraði í út-
flutningsverðmætum og 6 af hundr
aði í innflutningi. Verðmæti út
flutningsins hefur verið undir
verðmæti innflutningsins á hverju
ári síðan 1955. Hlutfall iðnvarn-
ings í útflutningi vanþróuðu land
anna hækkaði úr 11,7 af hundraði
árið 1950 upp í 14,5 af hundraði
árið 1962.
í fyrsta sinn hefur árbókin að
geyma yfirlit yfir samanlagða þró
un allsherjarþjóðarframleiðslu.
Það leiðir í ljós, að lönd með efna
hagskerfi, sem byggjast á frjáls-
um markaði, juku framleiðsluna
um 64 af hundraði á skeiðinu 1950
—1962. í iðnþróuðum löndum nam
aukningin 61 af hundraði, en í
vanþróuðu löndunum nam hún 66
af hundraði.
Jarðarbúar voru á miðju ári
1963 samtals 3.160 milljónir, en
2.990 milljónir 1960 og 2.895
milljónir 1958. Yfir helmingur
jarðarbúa býr í Asíu (Sovétríkin
ekki meðtalin). Evrópa er enn þétt
býlasta álfan með 89 menn á hvern
ferkílómetra, en sé heimurinn tek-
inn í heild eru að jafnaði 23 menn
á ferkílómetra.
GLlMA SÝND
VIÐ ÁRBÆ
Reykjavík.. — OÓ.
AÐSÓKN hefur verið góð að
Árbæjarsafni í sumar og hafa kom
ið þar fast að 10 þús. gestir, þótt
ekki sé liðinn nema helmingur
tímans sem opið er í sumar. —
Undanfarin sumur hafa farið fram
í Árbæ þjóðdansa- og glímusýn-
ingar. í fyrrasumar féll þessi starf
semi að mestu niður vegna óhag-
stæðs tíðarfars. Nú er ákveðið að
taka þessar sýningar upp aftur,
TOGARAR
AFLA VEL
Reykjavík - GO.
AFLI togaranna hefur verið með
bezta móti það sem af er sumr-
inu. Einkum er þar um að næða
karfa af heimamiðum. Bjarni Ól-
afsson landaði í Reykjavík í fyrra
dag, 250 tonnum af karfa af heima
miðum og á mánudaginn landar
Sigurður hér í Reykjavík og Egill
Skallagrímsson í Hafnarfirði.
Togarinn Marz ex> nýbúinn að
selja í Þýzkalandi og fékk mjög
gott verð. Hann var með sérlega
góðan sölufisk. Annars fara tog-
ararnir ekki að sigla fyrir alvöru
fyrr en seinnipartinn í september
að Þýzkalandsmarkaðurinn öpnar.
enda nutu þær mikilla vinsælda.
Klukkan hálf fimm í dag mun
16 manna glímuflokkur úr Ár-
manni sýna á pallinum í Árbæ
undir stjórn Harðar Gunnarsson-
ar. Vonazt er til að hægt verði
að halda þessum sýningum áfram
þannig, að sýndir verði þjóðdans-
ar og glíma til skiptis um hverja
helgi. Eins og fyrr er sagt hafa
sýningarnar í Árbæ notið mikilla
vinsælda, ekki sízt meðal erlendra
ferðamanna, sem ekki hafa tæki-
færi til að sjá sýningar sem þess-
ar annars staðar. Þá hafa sjón-
varpsmenn, sem margir eru stadd-
ir hér um þessar mundir, látið í
ljós áhuga sinn á að kvikmynda
þessar þjóðlegu skemnitanir.
Á afmæli Reykjavíkur hinn 18.
ágúst mun Lúðrasveitin Svanur
leika í Árbæ.
Skemmdarverk
á Akureyri
Akureyri
ÓVENJUMIKIL ölvun var á Ak
ureyri í fyrrinótt og hafðí lögregl
an mikið að gera. Talsvert var um
slagsmál og illindi og skemmdar
verk voru unnin. Girðingar brotn
ar niður og ráðist að trjágróðri,
hríslur rifnar af trjám og tré jafn
vel eyðilögð.
Luci Baines Johnson, hin 18
ára gamla dóttir Lyndon B.
Johnsons Bandaríkjaforseta er
hér að prófa sjón fimm ára
gamals drengs í skóla í Wash-
ington. Luci vinnur að þessu
starfi hluta úr degi, sem sjálf-
boðaliði. Sjónprófanir miða að
því að finna sjóngalla hjá ung-
um börnum, sem kynnu að
valda erfiðleikum, ef þeir ekki
kæmu í ljós fyrr> en seint og
síðar meir.
Gagnrýna tilhögun
kennaranámskeiða
Alþýðublaðinu hefur borizt eft-
irfarandi frá Menningarsamtökum
háskólamanna:
Fyrir skömmu birtist opinber-
lega tilkynning frá fræðslumála-
stjóra um námskeið fyrir ensku-
kennara, sem fyrirhugað er að
halda í Kennaraskóla íslands 6.—
22. september næst komandi.
Er efnt til námskeiðsins að for-
göngu upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna með ‘svipuðu sniði og
þeirra námskeiða, sem haldin hafa
verið áður að tilhlutan The Bri-
tisk Council
Af þessu tilefni hafa Menning-
arsamtök háskólamanna gert svo-
hljóðandi ályktun:
Telja verður óviðeigandi, að op-
inberar . erlendar stofnanir eigi
fiumkvæði að slíkum námskeið-
um, og er óhæft, að þeir aðilar
veiti forstöðu námskeiðum við
Kennaraskóla íslands, sem ætluð
eru íslenzkum aðilum.
Við álítum það hlutverk fræðslu
málastjórnar eða annarra inn-
lendra aðila að eiga frumkvæði að
allri framhaldsmenntun hér-
lendra kennara við íslenzkar
menntastofnanir, hvort heldur um
er að ræða erlendar tungur eða
aðrar námsgreinar.
Það er augljós þörf að fá er-
lenda aðila til að bæta og auka
tungumálakennslu við íslenzka
skóla, en hinir erlendu aðilar eiga
að vera leiðbeinendur og aðstoð-
armenn, en ekki hvatamenn og
stjómendur.
í því efni er eðlilegt, að fræðslu
málastjórn snúi sér til fræðslu-
yfirvalda þeirra landa, sem óskað
er aðstoðar frá, um framhalds-
námskeið í erlendum málum og
öðrum hagnýtum kennslugrein-
um.
Að því er tekur til námskeiðs
þess, sem halda á 6.-22. seþt.
n. k., viljum við beina þeim tTl-
mælum til fræðslumálastjórnai',
að hún hlutist til um, að yfií--
stjóm þess námskeiðs verði færð
í hendur innlends aðila og sú tjl-
högun viðhöfð framvegis.
Væntum við þess, að fræðslu-
málastjói'i taki þessa málaléitán
til velviljaðrar athugunar.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. ágúst 1965 3