Alþýðublaðið - 22.08.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.08.1965, Blaðsíða 1
Sunnudagur 22. ágúst 1965 - 45. árg. - 187. tbl. - VERÐ 5 KR. Kennedyhöfffa, 21. ág. NTB-Reuter. BANDARÍSKA GEIMFARINU Gemini V. meff þá Charles Com- rad og Gordon Cooper innanborðs var skotið á loft frá Kennedy- höfffa kl. 14 aff íslenzkum tíma í dag. Geimskotið gekk að óskum oe fimm og- hálfri mínútu síffar losnaffi geimfarið frá Titan-eldflaug inni, sem skaut því upp í geiminn. leggja geimfarinu upp að litlum genvihnetti „Little Rascal” sem þeir losuðu frá Gemini V. og er hér um að ræða fyrstu tilraun af þessu tagi. Jarðfirð geimfarsins er 363 km. en jarðnánd 165 km. Hraði þess á klukkustund er 28.- Johnson forseti og milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með geimskotinu í sjónvarpi. Veður- skilyrðin voru mjög hagstæð. Ef allt gengur að óskum lendir Ge- mini V. í hafinu undan Bermuda eyju annan sunnudag, eftir lengstu geimferð sem nokkru sinni hefur verið farin. í annarri hringferð áttu geimfararnir að 250 km. Lokaundirbúningur geimskots- ins hófst kl. 10:00 í morgun eftir Framhald á 15. síðu ★ Gróðurhúsin nýju viff Selfoss. Þaff fullgerffa til hægri. Mynd: ÓR. Fyrsta gróðurhús ið rís við Selfoss Rvík — ÓR FYRIR rúmlega viku var tekiff í notkun fyrsta gróffurhúsiff í nágrenni Selfoss. Hingaff til hafa gróffurhúsin veriff reist hfnum megin viff Ingólfsfjall- ið, í Hveragerffi og nágrenni. Fyrii' ári var borað eftir heitu vatni þama með góðum árangri. Þá var það sem ungur maður í Mosfellssveit ákvað að reisa gróðurhús nálægt bor- holunni. Hann kevpti land þar og einnig afnotarótt af heita vatninu, sem úr áðunnefndri holu kom, fluttist á staðinn og hefur nú lokið byggingu eins af þrem gróðurhúsum, sem hann ætiar að reisa. Þessi framtakssami maður heitir Ólafur Ólafsson, og var önnum kafinn við smíði ann- ars gróðurhússins, þegar blaða mann frá Alþýðublaðinu bar þar að, núna í vikunni. — Hvernig stendur á því, að Framhald á 14. síffu. -*• Ólafur Ólafsson gróffurhúsaeigandi. Mynd: ÓR. ★ Bandarisku geimfaramir Copper og Conrad. - QG FRAKKARNIR SKJÖTA í KVÖLD FYRRI ELDFLAUGINNI, sem Frakkar skjóta fra Skógarsandi verffur skotiff á loft i kvöld kl. 23,00. Eldflaugin er sjö metrar á lengd og fer hún í 40 kílómetra hæff. Frakkarnir liafa sent marga loftbelgi npp frá Skógarsandi í sumar en þeir fara ekki eins hátt og eldflaugamar. Hinni eldflauginni verffur skotlff á loft síffar í Vikunni. Eldflaugarnar eru af sömu teg- und og sú sem frönsku vísinda- mennirnir skutu frá Skógarsandi í fyrra, en vísindatækin í þeim eru frábrugðin þeim sem áður voru notuð. Árangur rannsókn- anna í fyrra var mjög góður, og betri en búizt var við. Rannsókn- irnár sem vísindamennirnir vinná að núna með loftbelgjasending- um og eldflaugaskotum eru mjög svipaðar þeim fyrri og að nokkru leyti staðfesting á þeim niður- stöðuni sem vísindamennirnir komust þá að. Ekki eru ráðgerð fleiri eldflaugaskot frá Skógar- sandi, þó má vera að svo fari, en | það tekur marga mánuði að vinna úr þeim gögnum, sem vísinda- mennirnir safna hér í sumar. 29 éra göm- ul amma MARIANNA SOFIA de Gregorio frá Sikiley er orðin amma aðeins 29 ára gömul. Hún giftist 13 ára gömul og dóttir hennar eignaðist í dag myndarlegt barn. Dóttirin giftist þegar hún var 14 ára.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.