Alþýðublaðið - 22.08.1965, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 22.08.1965, Qupperneq 9
Kairó, er lauk með því að ísra- elskir flugumenn voru handteknir og líflátnir. Ben-Gurjon vill nýja rannsókn í málinu, en Eskhol er því andvígur. Á undanförnum mánuðum hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að brúa ágreining þeirra Ben-Gurions og Eskhols, þar eð þessi ágreining- ur getur stofnað framtíð Mapai flokksins í hættu. Síðast var reynt að ná samkomulagi um sameigin- legt listaframboð í þingkosningun- um og að minnsta kosti í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum. Vonir manna um, að báðir armar flokksins gætu sætt sig við sam- eiginlegan lista, hafa hins vegar brugðizt. Ben-Gurion hefur ákveðið að fara eigin leiðir, þrátt fyrir þá áhættu að með þessu kann hann að hjálpa þeim öflum, sem bæði hann og Eskhol hafa barizt gegn alla ævi. Fjöldi heimsþekkts fólks hefnr gert sér ferð til Berlínar til aff skoffa hinn illræmda múr Ulbrichts. Hér sést hin lostfagra Gina Lollobrigida viff Brandenburger Tor. GNAMENN, SEM EKKI GREIÐA ÚTSVAR ÞÁ er nú útsvarsskráin komin út, aldrei þessu vant, og virðist mega draga þá ályktun af við- brögðum blaðanna, að flestir muni vera allánægðir að þessu sinni, og má sannarlega segja að beri nýrra við. Vikublað eitt birti þó um daginn skrá yfin þekkta menn í þessu bæjarfélagi, sem yfir- leitt munu ekki láta mikið á móti sér í daglegu lífi sínu, en bera þó furðulega lág útsvör. Til samanburðar birti blaðið útsvör alls konar Pétra og Pála, sem heita svipuðum nöfn um, en bera talsvert hærri gjöld. Við þessu er sennilega ekk- ert að segja. Framtöl t. d. op- inberra starfsmanna hljóta að vera rétt, því að þar á allt að vera gefið upp. En þetta sann- ar bara enn einu sinni hve hlá legt það er í raun og veru að útsvör til bæjarfélaga skuli vera tekjuútsvör, en ekki eigna, eins og tíðkast alls stað- ar í núgrannalöndum okkar. Greiðslur til bæjarfélagsins eru til þess ætlaðar að standa undir stjórn og framkvæmd- um þess. Stjórn og framkvæmd ir bæjarfélagsins eru fyrst og fremst í hag þeim, sem eiga eignir í bæjarfélaginu. Þó að lögð sé gata eða gangstétt, kemur það leigjanda aðeins að gagni að því leyti, að sjaldnar þarf að þurrka úr gluggum, en húseiganda kemur það að gagni í auknu verðmæti eignar hans. Það er því að vonum hlálegt í augum flestra manna, að mað ur, sem býr í milljónahöll, skuli ekki bera nein gjöld til þess bæjarfélags, sem höllin stend- ur í. Það getur verið, að fjár- hagur hans sé eitthvað þröng- ur, en þá á hann bara ekki að lifa svo um efni fram, að búa í höll, sem raunverulega virðist unnt að sanna á blaði, að hann hafi ekki ráð á að búa í. Enn fáránlegra er það, ef maður, sem býr í góðu hús- næði, byggir sér milljónahöll, án þess að selja fyrra húsnæð- ið, og verður svo skattfrjáls til bæjarfélagsins vegna þeirra skulda, sem hann stofnar til við byggingu hins nýja, stóra húss! Þetta er að sjálfsögðu al- gjörlega óhæft, því að þjón- usta bæjarfélagsins við mann- inn minnkar ekki við auknar byggingar hans, heldun þvert á móti stóreykst hún. Þarna er raunverulega hund urinn grafinn. Þarna er rót verðbólgugróðans; á þessu græða menn tvöfalt: 1) þeir koma fjármunum sinum í þá hluti, sem ekki missa verðgildi sitt, 2) þeir sleppa við skatta til bæjarfélagsins og jafnvel ríkis vegna þeirra skulda, sem þeir með réttu eða röngu stofna til vegna bygginga. Ég gat þess hér að ofan, að í nágrannalöndunum væri út- svar til bæjarfélags ekki tekju- skattur, heldur eignaskattur. Þetta á við m. a. um hið há- kapítalistíska þjóðfélag í Banda ríkjunum, svo að þess vegna ætti eignamönnum hérlendis ekki að flökra neitt sérlega við þessari tilhögun. Sama máli gegnir um Bretland, þar eru skattar til bæjarfélaga líka eignaskattar. Öll þjónusta bæjarfélagsíns er fyrst og fremst viff húseig- endur, og það eru því þeir, sem eiga að greiða fyrir hana. Hitt er fáránlegt, að þeir, sem stærst og flest húsin eiga, skuli vera útsvarsfrjálsir eða bera vinnukonuútsvar, eða a. m. k. lægri en fjöldinn allur af fólki, sem miklu minni eignir á, eða jafnvel engar. Annar kostur við þetta fyr- irkomulag er líka sá, að þá færu menn kannski að sníða sér stakk eftir vexti í húsbygg- ingum, og er sannarlega kom- inn tími til þess, að draga eitt- hvað úr hinni óhóflegu stofu- stærð í híbýlum manna hér á landi. Reykvíkingur. VerzJunin: Fáfnir er flutt á KLAPPARSTÍG 40. — Mikið og fjölbreytt úrval leikfanga. — Ennfremur bamavagnar og kermr o. m. fl, AHt fyrir yngstu kynslóðina. Komið, sjáið, sannfærist. FÁFNIR Klapparstíg 40. — Sími 12631. Garðáhreppur Gæzluvöllur í Silfurtúni fyrir börn 2ja — 6 ára tekúr til starfa mánudaginn 23. ágúst. Op'nn daglega frá kl. 9—12 f h. og 2—5 e.h. nema laugardaga aðeins frá kl. 9—12 f.h. Sveitarstjóri. Lausar kennarastöður við barna og miðskóla Borgarness. Tvær kennarastöður við miðskólann. Tungumálakennsla æskileg. Og ein kennarastaða við barnaskólann. Umsóknir sendist til skólanefndar fyrir 5. sept. n.k. Skólanefnd Borgarness. Iðnskóiinn í Reykjavík Prentnám - Forskóli Verklegt forskólanám í prentiðnum hefst í Iðnskólanum í Reykjavík hinn 1. sept. 1965. Umsóknareyðublöð fyrir námsvist og nánari upplýsingar verða látnar i té í skrifstofu skólans 23. — 27. ágúst kl. 10 — 12 og 14 — 18. Iðnskólinn í Reykjavík. Félag íslenzka prentsmiðjueigenda. Benzínsala - Hjólbarðaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. HjólbarSaverkstæSið Hraunholt Horni Lindargötu og Vitastígs. — Sími 23900. 2ja 3ja herb. íbúð óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla ef óskast. Upplýsingar í síma 41352. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 22. ágúst 1965 $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.