Alþýðublaðið - 22.08.1965, Síða 11

Alþýðublaðið - 22.08.1965, Síða 11
LEIKMENN FERENCVAROS SEM KOMA HINGAÐ Leikmenn Ferencvaros í 1. um- ferð Evrópukeppninnar eru þessir: Istvan Geczi, markvörður, 22 ára gamall, fulltrúi að starfi. Hann á 2 landsleiki að baki. Talinn „markvörður framtíðarinnar” í Ungverjalandi. Dessu Novak, hægri bakvörður er 26 ára gamall, skrifstofumaður að starfi. Hann hefur leikið 6 lands leiki og var m. a. fyrirliði 01- ympíuliðs Ungverja í Tokíó. Sendor Matral, vinstri bakvörður, er 32 ára gamall, innkaupastjóri, að starfi. Hefur leikið 67 lands- leiki. Var í liði Ungverja í heims meistarakeppninni í Chile. Laszló Horvath, liægri framvörður, 21 árs gamall, kjötiðnaðarmað- ur að starfi. Hefur leikið í B- landsliði Ungverjalands. Istvan Juhasz, miðvörður, 20 ára gamall, iðnaðarmaður að starfi. Hann er í unglingalandsliði Ung verja og hefur vakið mikla at- hygli. Pal Orosz, vinstri framvörður, 21 árs gamall, íþróttakennari að starfi. Hann var í Olympíuliði Ungverja í Tokíó, og hefur verið í unglingalandsliði. Janos Karaba, hægri útherji, 23 ára gamall, skrifstofumaður að starfi. Hefur leikið í B-landsliði Ungverjalands. Zolton Varga, hægri innherji, tví- tugur að aldri, en talinn einn mesti knattspyrnumaður Ung- verja og er líkt við Sandor Koc sis, hinn fræga leikmann frá „gullaldarárunum.” Hann var í Olympíuliðinu í Tokíó og þar tal- inn skara fram úr í ágætu lands- liði Ungverja. Á tvo landsleiki. Florian Albert, miðherji, 24 ára, blaðamaður að starfi. Hann hef- ur leikið 48 landsleiki, og þykir einn snjallasti miðherjl heims- ins. Hann var í liði Ungverja í heimsmeistarakeppninni í Chile. Gyula Rakosi, vinstri innherji, er 26 ára gamall. Hann er vörubíl- stjóri að starfi. Hann hefur leik- ið 25 landsleiki og var m. a. í liði Ungverja í heimsmeistara- keppninni í Chile. dr. Male Penyvesi, vinstri útherji, er næstelztur liðsmanna, 32 ára. Hann er reyndasti maður liðsins, á 71 landsleik að baki og var m. a. í liði Ungverja í Chile 1962. Hann þykir tekinn að dala, en var um tíma talinn einn bezti útherji Evrópu. Aðrir liðsmenn, sem tilkynntir hafa verið í 1. umferð EM-keppn- innar : Lasló Ratkai, 21 árs gamall. — Iæikur framherja. Arkitekt að framherji og hefur verið ung- 'ngaliði Iandsins. Sandor Haeelmann, 23 ára gam- all, skrifstoiumaður. Jósef Fenyvesi, 24 ára gamall, bók ari að starfi. Miklos Nemeth, tvítugur. Hann er framherji og hefur verið í liði Unglinga landsins. Laslo Aczel, 25 ára gamall, vél- smiður að starfi. Oszkar Vikzsal, 25 ára gamall, end urskoðandi að stárfi. Jenö Dalnoki, 32 ára gamall, inn- kaupastjóri að starfi. Tibor Perecsi, framherji, 23 ára gamall skrifstofumaður. Hann j hefur verið í unglingalandsliði. Miklos Pancsics, framherji, 21 árs gamall, skrifstofumaður. Fararstjórar ungverska liðsins eru : 2. umferb R.víkur mótsins í golfi Annari umferð og undanúrslit- um í Reykjavíkur'mótinu í golfi lauk á fimmtudagskvöldið. í meistaraflokki áttust við Pét- ur Björnsson og Jóhann Eyjólfs- son. Voru þeir jafnir er komið var á síðustu holu, og báðir í 3 höggum á flöt síðustu holunrar. Jóhann rúman meter frá en Pét- ur um 2 metra. Lék Pétur fyrst, en náði ekki að hitta í holuna í fjórða högginu, og tapaði þar með í liði Rosenborg eru harðskeyttir leikmenn - segir Eliert Schram fyrirliði KR NORSKU bikarmeistararnir, Resenborg', koma hingað til lands á morgun, en leikur- inn við KR í Evrópubikar- keppni bikarmeistara fer fram á Laugardalsvcllinum á þriðjudagskvöld kl. 19.30. Eins og fram hefur komið á KR mikla möguleika til að sigra Rosenborg og komast í 2. umferð, þó að ekkert verði fullyrt. Á fundi með blaðamönnum á dögunum, sagð’i fyrirliði KR, Ellert Schram, að þetta norska lið, væri mjög harðskeytt. Mikið atriði er fyrir KR að leika á heimavelli og þús undir hvetjandi áhorfenda geta næstum ráðið úrslitum. Aðgöngumiðar að leik KR og Rosenborg eru seldir úr sölutjaldi við Útvegsbank- ann um helgina. Á mánu- dagsmorgun kemur út leik- skrá og Iiún verður einnig seld úr sölutjaldinu. yj Dr. Ambruo Szellö, 48 ára gam- all, læknir. Janos Buruncz, 48 ára gamall, fulltrúi. György Doka, 42 ára gamall, skrifstofumaður. Josef Meszaros, 42 ára gamall þjálfari liðsins. Eins og sjá má af upptalningu leikmanna, eru hér frægir menn í sínu heimalandi — og víðar reynd- ar — á ferðinni. því að Jóhann lék örugglega I holu á fjórum höggum. Einnig léku saman í meistara- flokki Óttar Yngvason og Viðar Þorsteinsson. Var keppni þeirra jöfn lengi vel, en á síðari hring vann Óttar á og tókst að halda forskoti til loka. Endaði keppn- in milli þeirra þannig, að 7 holur voru unnar hjá Óttari, þegar St voru eftir. í fyrsta flokki léku saman f 2. umferð Kári Elíasson og Ólafur Hafberg. Sigraði Kári með 2 hol- um unnum, þegar síðari hring var lokið. Virtist svo sem Ólafur gæfl sér ekki nægan tíma til yfirveg- unar i leik sínum öðru hvoru. Hins vegar léku saman í 1. fl. Vilhjálmur Hjálmarsson og Haf- steinn Þorgeirsson, sem hafði unn ið Gunnar Þorleifsson í fyrstu um ferð með 2/0. Lauk svo milli þeirra, að Vilhjálmur sigraði með 2 holum unnum, þegar ein var eftir. Akureyri - Kefl^- vík leika í dag í DAG leika Keflavík og Akureyii á Akureyri, en Ieikurinn hefst kL 4. — Leikurinn verður vafalaust tvísýnn og skemmtilegur. Á Laugardalsvelli leika Va’ur og Fram kl. 4. í GÆR stóð til, að Greta Ander- son, Danmörku, sem er 38 ára, reyndi að svnda báðar leiðir yfir Ermarsund án hvíldar, fyrst allra kvenna. Einum karlmanni, Aht- onio Abertondo, Argentínu, hefúr tekizt þetta. Hann var 43 klst'. c-g 5 mín. é leiðinni. KRR EVRÓPUBIKARKEPPNIN KSÍ K! - l@SEW30t€í Fer fram á Laugardalsveilinum þriðjudaginn 24. ágúst kl. 19,30 Dómari: W. J. Mullan frá Skotlandi. Línuverðir: J. Rodser — A. O. Russell. Ath. Börn fá ekki aðgang í stúku miðalaust. O<OOOOOOO<OOOOOOO< /Forsala aðgöngumiða /við Útvegsbankann. ÚVerð aðgöngumiða: Stúka kr. 125.00 Stæði kr. 75.00 Kaupið miða tímanlega - Forðistóþörf þrengsli við völlinn $ Börn kr. 25.00 KR OOOOOOOOOOOOOOOO M \ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. ágúst 1965 'jjj

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.