Alþýðublaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 7
Hafið þér trú á íslenzkri æsku?
Er sjúkleiki plagar blaðamann,
hlýtur hann að setja traust sitt
á símann, eða svo fór a.m. k. fyrir
mér. Annað mál er hitt, að síma
hringingar að kvöldi er ónæði á
heimilum. Því skal þakka velvilja
þeirra, er slegið var á þráðinn til
og svðr þeirra við spurningu minni.
Hafið þér trú á íslenzkri æsku?
JÓN G. SÓLNES,
bankastjóri, forseti bæjarstj. Ak.:
— Ég hef tröllatrú á æskunni.
Hún hefur aldrei verið betri, feg
urri né mannvænlegri.
Séra:
PÉTUR SIGURGEIRS-
SON.
— Ég treysti henni fullkom-
lega, og traust mitt byggist á þeim
kynnum er ég hef haft af ungu
fólki í gegnum starf mitt. Það er
mjög frjótt og móttækilegt fyrir
hinu góða, svo fremi að það mæti
skilning og velvilja frá þeim eldri,
og þeir eldri eiga vissulega að
vera forsjá æskunnar í góðri
breytni, ef svo er þarf vissulega
eigi að örvænta um heill hinnar
ungu kynslóðar.
ÓLAFUR JÓNSSON,
búnaðarráðunautur:
— Því skyldi maður vantreysta
íslenzkri æsku? Viðhorf æskunnar
hlýtur að breytast með breyttum
aðstæðum á hverjum tíma, én það
sem mér finnst mest skorta á í
dag, er það að ungt fólk hefur
ekki nógu glögga siðgæðiskennd.
ÁRMANN HELGASON,
yfirkennari:
— Ég hef trú á íslenzkri æsku.
En ef maður lítur á aðstæðurnar
nú og áður, þá eru þær mjög
BLAÐIÐ Alþýðumaðurinn á Akureyri bar spurn
inguna „Hafið þér trú á íslenzkri æsku?“ upp við
nokkra borgara þar í bæ, og leyfir Alþýðublaðið sér
að birta svör þeirra hér með.
breyttar, tækifærin eru meiri en
áður og einnig freistingarnar.
ALBERTSÖLVASON,
forstjóri:
— Já, alveg eindregið. Hvers
vegna? Vegna þess, að æskan er
þróttmikil bæði andlega og líkam
lega, og hefur hin ákjósanlegustu
skilyrði til að menntast og mann
ast. En hún er óstýrilát segja ýros
ir. Alveg rétt, en ekki verður það
allt skrifað á hennar reikning. Gat
an sem hún fetar, er hin sama og
vér gengum, en þá var brúnin, sem
svo margir hnjóta fram af nú
tryggilega girt, af aldagömlum aga
og fjárhagslegri vangetu. Nú er
öldin önnur, lítt hamið frjálsræði
og flest æskufólk hefur mikil fjár
ráð. Æskan í dag fær því að reyna
þann sannleika öðrum kynslóðum
fremur, að það þarf sterk bein
til að þola góða daga. Fáum vér
tveim mönnum, listamanni og
klaufa, mótunarleir eða marmara
í hendur og segjum þeim að vinna
úr því ákveðinn hlut, þá skilar
listamaðurinn listavérki, hinn ó
skapnaði. Vér eigum í dag. of fáa
listamenn í stéttum uppalenda, en
of marga af hinurn. Þess g’eldur
æskan.
ERLINGUR DAVÍÐSSON
ritstjóri:
Kýnstofn okkar er þrautseigur
og hertur í baráttu við eld og ísa,
hungur ,og kulda, kynslóð eftir
kynslóð. Yngstu greinar hans hafa
vaxið við mildari kjör, svo sem
þær vitna sjálfar. Þær hafa náð
skjótari þroska en áður þekktist.
Æskan hefur hlotið erfðir kyn
stofns síns og setið við nægta
borð. Hún er af ýmsum talin of-
veikgeðja og lífsþyrst. En ég er
þess fullviss, að hún mun þola
fimbulvetur þegar á reynir, svo
traust er- hún af arfleifð sinni.
Með þeim orðum er spurningunni
„Hafið þér trú á íslenzkri æsku?“
játandi og hiklaust svarað.
En enginn þarf að ganga þess
dulinn, að æska þessa lands þfeyt
ir enfið próf. Það hefur æskufólk
að vísu ætíð gert, en nú eru verk
efnin að nokkru leyti ný og ekkert
gamalt til að styðjast við. Foreldr
arnir, sem nú er miðaldra fólk,
mættu nýjum tíma véla, tækni,
hraða og tækifæra 'í fögnuði og
stikuðu stórum. Vera má, að þeir
hafi þá gleymt einhverju af hin
um fomu dyggðum upþeldismál
anna og þess geldur æskan nú.
Sjúkar greinar og jafnvel visnar
bera þeirri gleýmsku vitni. En þég
ar á heildina er litið, verður naum
ast annað sagt en að æskan reyn
ist vel og sé likleg til að leysa
vel þau verkefni, er síðar verða
fyrir haha lögð. Hún mun nota vel
tækifæri hins nýja tíma, sem eru
fleiri en nokkur önnur kynslóð
hefur veitt íslenzkri æsku — nota
þau með hag framtíðarinnar fyrir
augum.
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
skólameistari:
Ég hef trú á æskunni, þó að hún
láti nokkuð mikið eftir sér, en er
það ekki afleiðingin af því, hvem
ig uppeldinu nú er háttað? Pen
ingarnir eru hættulega miklir, er
unglingamir hafa nú til ráðstöf
unar. Peningarnir veita möguleika
og skapa tækifæri, og til þess ai?"
nota það, þarf oft meiri þroska
en eðlilegt er að unglingar hafk-
Þess vegna geta of miklir mögu
leikar glapið og tælt ungar sálú’.
Að þessu leyti er erfiðara og
vandasamara að vera ungur nú en
áður fyrr, þá var visst aðhald, svo>
að ekki var um ýkja margt að velja,
brautin oft mörkuð, svo að ékki
varð út af vikið. Þetta voru oft
harðin kostir, en linu tökin era
ekki alltaf heppileg.
EIRÍKUR SIGURÐSSON
skólastjóri:
Ég svara þessari spurningu ját
andi. Eg hef trú á íslenzkri æsku.
Unga fólkið okkar er efnilegt og
hefur betri skilyrði til menntun
ar en aðrar kynslóðir hafa haft.
En það er vandasamt fyrir ungt
fólk að velja og hafna, því að urn
fleiri leiðir er nú að ræða en átf
ur hefur verið. Einnig reynir
Framh. á 15. síðu.
Með kveðju frá Mao
SAGT er, að de Gaulle forseta
leiðist í sumarleyfi sínu í Colob-
bey-les-Eglises, og ef til vill er
það ástæðan til þess að hann fór
nýlega til Parísar og hélt ráðu-
neytisfund. Á fundinum hlýddi de
Gaulle m. a. á skýrslu André Mal-
raux menningarmálaráðherra um
nýafstaðna heimsókn hans til Kína.
Malraux dvaldist í Kína á æsku-
árum sínum og kynntist þá mörg-
um leiðtogum byltingarinnar og
hitti m. a. Mao Tse-tung að máli
1923. Þegar Malraux fór frá París
var sagt, að hann færi í einkaer-
indum til fjarlægari Austurlanda.
Ekki er víst, að allir Reykvíkingar hafi enn gert scr ljóst, að í Laugardalnum er mjög fallegur
skemmtigarður, þar sem indælt er að njóta blíðviðrisins. Sömuleiðis er rétt að benda mönnum á,
að þar er að finna hinn ágætasta grasgarð og er meðfylgjandi mynd tekin þar.
Ráðherrann þarfnaðist hvildar og
vildi auk þess heimsækja Kína,
enda hefðu Frakkar áhuga á því
að bjóða Kínverjum að halda sýn-
ingu á listaverkum og fornminj-
um í París. Þetta yrði fyrsta sýn-
ing hins unga Kína erlendis og
svipuð stórri sýningu, sem Mexi-
kanar héldu í París fyrir nokkrum
árum.
Þó var sagt, að heimsóknin
kynni að hafa þýðingu fyrir önn-
ur mál en menningarmál. Fljót-
lega kom líka í ljós, að Malraux
hafði meðferðis bréf frá-de Gaulle
til Mao, og í þessu bréfi sagði
franski forsetinn, að sendimaðúr
hans væri reiðubúinn til að skipt-
ast á skoðunum um þau vanda
mál, sem efst eru á baugi í heim-
inum um þessar mundir. Malraux
ræddi við fjóra helztu leiðtoga
Kinverja í sjö klukkustundir, þar
af þrjár við Mao.
Malraux mun hafa verið tekið
með óvenjulega mikilli velvild í
Kína. Hans var getið-á forsíðum
Peking-blaðanna og var hann kall-
aður „sérlegur sendimaður de
Gaulles”. í skálaræðum gafst
franska ráðherranum tækifæri til
að koma fram með tvíræð um-
mæli: „Báðar þjóðir okkar hafa
orðið að berjast gegn voldugum
árásarmonnum, sem komu með
vopn í höndum til þess að berj-
ast á stöðum, þar sem þeir höfðu
ekkert erindi”. Með þessu gat
hann átt við það, að Bandaríkja-
menn ættu ekkert erindi í Viet-
nam.
★ Rætt um Vietnam
Malraux ræddi að sjálfsögðu
Vietnam-málið við Chou En-lai
forsætisráðherra, sem ef til vill
kemur í heimsókn til Parísar síð-
ar, en þó á „heimspekilegan” hátt,
því að fyrirmæli hans sögðu, að
hann mætti ekki bjóða upp á beina
málamiðlun í deilunni. De Gaulle
er eftir öllu að dæma minnugur
þess, að Kínverjar komu honum f
slæman vanda fyrir nokkrum mán
uðum þegar þeir fullvissuðu hann
um, að þeir mundu ekki setja það
skilyrði fyrir samningaumleitun-
um, að Bandaríkjamenn flyttu
burt allt herlið sitt frá Suður-
Vietnam.
Skömmu eftir að Frakkar komu
þessum skilaboðum áleiðis lýstu
Kínverjar hinu gagnstæða hátíð-
lega yfir. Því að á meðan höfðu
Bandaríkjamenn hafið loftárásir á
NorðurVíetnam. Og síðan hefur
stjórnin í Peking ekki breytt af
stöðu sinni.
Eru Kínverjar hræddir? Sumir
telja, að það sem Bandaríkjamenn
André Malraux.
liafa í hyggju — að minnsta kosti
herforingjar þeirra — og hafi haft
í hyggju síðan Kínverjar sprengdu
fyrstu kjarnorkusprengju sína i
október í fyrra, sé að ögra Kín-
verjum til einhvers t.d. til íhlutun
ar i Vietnam eða til að láta flug-
vélar sínar fljúga yfir SuðurViet-
nam, til þess að geta með „góðri
samvizku” varpað niður sprengj-
,ura á kjarnorkumiðstöðina í Lan-
chow, sem er þeim þyrnir í aug-
1 Frh. á 10. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. ágúst 1965 J
i i