Alþýðublaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 13
ðÆJARBí ll- - Sími 5( Siml 50184. T úskildingsóperan (Die Dretgroschoper) | Farvefilm, af U ■SeRTOLT ‘BReCHTS KURT WSILL |H CURD JÚRQeiÍS I HILDeGSRD KNeF 3f GeftD FRÖBe : S9MMY D3VÍS jn sytiger „MacK the KMÍFe" Sitórfengleg cinemascope Htmynd efftir hinu heimsþekkta verkl þeirra Bertolts Brechts og Karls Weills. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Sími 5 02 4» 7. sýningarvika Syndin er sæt HERLIGE LYSTSPIL ..deter dejligt at synde! •DJajvoIon 03 da 10 bud« Jcan-Cíaude BrlaTy Danielle Darrleux Fernandel Mel Ferrer* Michel Simon DIABOLSK HELVEDES SATANISK ihumor morsom * lattor Bráðskemmtileg frönsk mynd með 17 frægustu leikurum Frakka. Sýnd kl. 9 Síðasta sinn. EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIDSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. S/G' FRAMHALDSSAGA EFTIR ANTHONY PUR SlMAR: ___ VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 FATA VIÐGERÐIR Setjum skinn á jakka auk annarra fata- viðgerða Sanngjarnt verð. líf vel. En þú fórst frá mér — og komst aftur. Hvort tveggja á fölskum forsendum. — Er það? Hún var orðin hættulega róleg en Paul hélt á- fram. — Já, það er svo. Og því er- um við að komast aftur í sama ástand og fyrr, húsbóndinn og undirtyllan, Næst hefur þú farið fyrir fullt og alit. — Hefði ég farið? spurði hún með áskulda. — tui átt við að ég fari. — LeyfSu mér að ljúka máli mínu. Ég er að reyna að segja þér að það var Tina, sem fékk okkur til að líta þetta bjartari augum. Ég skulda Tinu ýmislegt fyrir að hafa eyðilagt líf hennar. En þú skuldar henni eitt og ann- að líka. Og nú siturðu þarna og vonast til að eitthvað illt hafi komið fyrir hana. Þú ert ófyrir- leitin Lisa. — Nei, ég er það ekki, hróp- aði hún móðguð. — Jú, þú ert það, sagði liann þrjóskulega. — Hvert heldurðu að hún geti farið? Hver heldurðu að sjái um hana? Hún á enga pen inga, enga vini, ekkert heimili nema hér. Skilurðu ekki stað- reyndirnar? Það var okkur að kenna — þér og mér — að þetta kom fyrir. Nú þarfnast hún hjálpar okkar og þú vildir helzt að hún henti sér í ána, lauk hann máli sínu bitur. Lisa reis á fætur náföl. — Ég er farin, sagði hún. Hann leit ekki á hana en sagði rólega: — Það efast ég nú um. — Reyndu að stoppa mig! Hún tók töskuna sína og bar hana fyrir sig eins og vopn. En Paul glotti bara. — Ég þarf þess ekki, sagði hann. — Það er ekki til neins. Þú hefur tapað. — Ekki fyrir þér .... aldrei, sagði hún móðguð. — Það sagði ég heldur ekki. Fyrir þér Lísa, fyrir þér. Og þú hlýtur að hafa hugsað það mikið undanfarnar vikur að þú skiljir það. Hann leit beint í augu henn ar. Hún leit undan, hún var ekki viss í sinni sök og Lisa hataði alla óvissu. — Heldurðu að ég verði hér til að slást við þig? — Ekki við mig Lisa, við sjálfa þig. Það heyrðist hringing úr vasa hans. — Sjúkrahúsið, sagði hann — Fari sjúkrahúsið til fjand- ans, öskraði hún. — Vertu kyrr hér Paul ég hef ekki lokið máli mínu. Hann reis á fætur. — En ég hef sagt það sem ég ætla aS segja. Sttogdu af ef þú vilt, Lísa ogég skal bera ábyrgðina á Tinu. Hann gekk til dyra. — Ég held að þú ættir að vera kyrr. En þú verður að gera það af fúsum vilja. Þú veizt að ég hef aldrei 32 elskað Tinu, ég elska þig. Hann hvarf og lét dyrnar hljóðlega aftur að baki sér. Lisa starði á staðinn, sem hann hafði staðið á nokkur augnablik, settist svo nið- ur og gróf andiitið í höndum sér. Frú Webster hristi höfuðið þeg- ar hún heyrði hana gráta. — Það veit sá sem allt veit, tautaði hún meðan hún lagði af stað inn í eldhúsið — að þetta er eins og í bíó. Bob var örvæntingarfullur, hann kom hvergi auga á Tinu og veitingahús Papa Pierre var lokað og læst. Papa var í Covent Garden og kona hans var að gefa barninu morgunverð. Madame tók þessu ekki alvarlega: — Þú skalt sjá til, sagði hún rólega, hún kemur aftur. Ungar stúlkur gera þetta og iðrast jafnskjótt aftur. Hún lendir ekki í neinum vandræðum. Hún leit meðaumk- unaraugum á Bob. — Ef konur gerðu ekki heimskulega hluti á stundum kynnuð þið karlmenn- irnir, jafn vel að meta þær, Það þarf að fara gætilega með Tinu. Boh fór út á götuna og hafði alls ekki róast við heimspekileg- ar hugleiðingar Madame. Hon- um datt ekki í hug neinn annar staður, sem hann gæti leitað að henni, hann hafði aldrei heyrt hana minnast á neinn stað sem hún þekkti til í London. Honum kom til hugar um stund að ieita til lögreglunnar, en fannst það of erfitt. Hann gekk aftur til sjúkrahússins og horfði á hverja manneskju sem hann mætti í þeirri von að sjá andlit hennar. Angela sagði honum þegar hann kom aftur að Paul bæði hann um að aðstoða sig við mjög erfiða fæðingu. Næstu tvo tímana hafði hann ekki tíma til að hugsa um annað en starf sitt, fæðingin var bæðl langvinn og mjög erfið og þeir Paul voru báðir dauð- þreyttir. — Þarna skall hurð nærri hæl- um, sagði Paul, meðan hann tók af sér gúmmíhanzkana. — Það er gott að enginn fær nokkru sinni að vita hve nálægt dauð- anum hún var. Bob urraði. — Fyrirgefðu hvað ég kom seint. Paul þvoði sér um hendurnar. Ekkert að fyrirgefa. Gekk það? — Nei. Hringdu heim, sagði Paul. — Kannski eru einhver skilaboð. Bob tók npp simann og hringdi. Frú Webster svaraði. — Er hún komin? .... Hann yggldi sig. — Nú, Tina auðvitað .... hver? .... Vilduð þér endurtaka þetta? hann leit á Paul. — .... rétt. Hann skellti á. — Ég er farinn, sagði hann og greip jakk- ann sinn. — Papa hringdi fyrir hálftíma, hún er þar. Hann var ekki lengur þreyttur og Paul Ijómaði. — Guði sé lof. Hún þjáðist nefnilega af heimþrá. Bob kinkaði kolli og hljóp út, niður stigann og gegn um mót- tökuherbergið þar sem yfirhjúkr- unarkona sá sér til undrunar hann rekast á sjúkling, sem var að koma. — Hlaupandi, sagði hún hneyksluð. — Og það án skriflegs leyfis, tautaSi Angela. Leigubílstjórinn var gamall og hrumur, hann misskildi heimilis fangið og bremsaði við umferða- ljósin í þeirri von að brátt kæmi rautt ljós. Bob var öskureiður, þegar hann komst loksins að veit ingahúsinu og það lá við að hjarta hans hætti að slá þegar Skipholt 1. — Siml 16346. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurmar. Seljum dún- og fiðurheld w. NÝJA FIÐURHRETNSUmN Hverfisgötu 57A. Sfml 167SS SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömln sængurnar, elgum dún- og flðurheld ?*r. Seljnm æðardúns- mg gæsadúnssængur — og kodda af ýmsmn . ■tærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstfg S. Slml 16746. |WWW»WWW»WWWWWWW»W hann sá Papa Pierre standa á gangstéttinni mjög æstan. — Monsieur Robert! hrópaði hann þegar Bob hljóp út og rétti ökumanninum tíu shillingaseðil. Hún er farin! Disparú! Perdu! Mon Diau! Yfirskegg hans titr- aði, hann baðaði út öllum öngum og ranghvolfdi augunum. Þetta var óvenjuleg sjón á götu í Lon- don og undirstrikaðist sérstak- lega af því að hann var með svartan harðkúluhatt sem náði niður að augum, i svörtum jakka og röndóttum buxum. Copyfíght P. I. B. Bo*’ 6 Copcn* uq*»o MOCO 2^< á2úst 1965 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.