Alþýðublaðið - 05.09.1965, Side 8

Alþýðublaðið - 05.09.1965, Side 8
Rætt vio Gísla Gestsson kvikmyndatökumann Bætt aðstaða íslenzkrar kvikmynda- gerðar með tilkomu sjónvarpsins SJÓNVARP á íslandi hefur verið rajög til umræðu undanfarn- ar vikur, mánuði og ár. Senn líð- ur að því, að þessi draumur okkar ísiendinga verði að veruleika og munu víst flestir fagna því, en alltaf eru einhverjir á móti; það gildir jafnt um sjónvarpið og ann- að, sem nýtt er. Núna um mánaðamótin voru ráðnir fjórir æðstu menn hinna ýmsu deilda sjónvarpsins, en áð- ur hafði framkvæmdastjóri stofn- unarinnar verið ráðinn. Brátt hefjast framkvæmdir við breyt- ingar á húsi því, sem sjónvarpinu er ætlað að starfa í, og allt bend- ir til þess að íslendingar geti far- ið að horfa á sitt eigið sjónvarp einhvern tíma á næsta ári. JVfargir ræða nú um það, hvernig ísienzkt sjónvarpsefni verði og hvort eitthvað verði notað af þeim kvikmyndum, sem þegar eru til hérlendis. Að öllum líkindum tæki ekki nema nokkrar kvöldstundir að sýna það kvikmyndaefni, sem hér hefur verið framleitt, en hitt er svo annað mál, að með tilkomu sjónvarpsins verður aðstaða þeirra, sem fást við kvikmyndagerð hér- lendis mun betri. Alþýðublaðið hitti í gær að máli einn hinna nýráðnu starfsmanna sjónvarpsins, Gísla Gestsson, kvikmyndatökumann, í þeim til- gangi að fá nánari upplýsingar um þessi mál. Gisli er ungur maður, fæddur í Reykjavík 1941, og mjög áhugasamur um allt er að kvikmyndagerð lýtur. Hann hef- ur lagt stund á þá grein í Lond- on School of Film Technique, starfað að kvikmyndagerð á veg- um brezka sjónvarpsins og gert ýmsar kvikmyndir um ísland og ýmislegt hér, fyrir aðrar sjónvarps stöðvar. Fyrsta spurningin, sem við Jögðum fyrir Gísla Gestsson var viðvíkjandi hinu nýja starfi hans og í hverju það væri fólgið. Kvað hann starfssvið kvik- myndatökumanna í fyrstu miðast við að skipuleggja allt það, sem nauðsynlegt væri að gera í kvik- myndamáhim sjónvarpsins, og hafa samvinnu við innlenda kvik- myndagerðarmenn. Ekki sagðist Gísli vera byrjað- ur að taka kvikmyndir á vegum sjónvarpsins íslenzka ennþá, en þau tæki, sem til þyrfti, væru væntanleg fljótlega-og hæfist hann handa eins fljótt og mögulegt væri. — Hváð verður helzt kvikmynd- að? — Fyrst og fremst verða það fréttamyndir, en auk þess ýmsar heimildamyndir, svonefndar; „documentary films” um menn og málefni'. Á því sviði eru geysimörg verkefni og miklir möguleikar. — Verða kannski áhugamenn einnig ^engnir til að gera slíkar myndirj — Sjonvarpið vill gjaman vita af mönnum. sem hafa hug á að gera myndir um ákveðin efni, sem hugsanlegt væri að kæmi til greina sem sjónvarpsefni. Sjón- varpið gæti þá leiðbeint þessum mönnum og aðstoðað þá að ein hverju leyti. — Er ekki eingöngu miðað við 16 mm. kvikmyndir. — Tæknibúnaður sjónvarpsins verður miðaður við 16 millimetr- ana, og því verða allar kvikmynd- ir á vegiun þess teknar á þá filmu stærð. : — Og verður þá tekið á svart- hvítar filmur fyrir sjónvarpið? — Já, eingöngu. Mér finnst eng- in ástæða til að hugsa um lit- sjónvarpið í náinni framtíð. Það er á byrjunarstigi ennþá, en við getum Jylgst með því, Sem ger- ist í þeim málum næstu árin og beðið átekta. 'Við megum ekki spenáa bogann . of hátt, heldur ■verðum við að skapa íslenzkt sjón- varp og koma því vel á legg sem Gísli Gestsson: Erfiðleii svart-hvítu sjónvarpl, áður en far- ' ið er út í litsjónvarp. í Evrópu eru nú gerðar tilraunir-með lit- sjónvarpið, en Bandaríkjameun eru samt komnir lengra á- því sviði. Brezka sjónvarpið, • BBC, fer varlega í þessi mál og lætur ekki taka nema örfáa þætti á litfilmur, ag fer þá valið eftir mm við prest MAÐUR nokkur kvartar yfir því, að á heimilinu sé enginn friður. Allt í háa spani. Konan skámmar hann, krakkarnir nauða í honum. Og hann hefur eigin- lega ekki heldur frið þar, sem hann vinnur. Karlarnir nöldra við hann, og geta ekki verið sam- mála honum í neinu, og strák- arnir láta eins og fífl, ef hann biður þá að gera viðvík. Þetta er eiginlega hálfgerður. ruslara- lýður, sem umkringir hann, bæði heima og annars staðar. Hvað getur maður gért undir slíkum kringumstæðum? Eftir séra Jakob Jónsson Það get ég eiginlega ekki sagt með fullri nákvæmni. En ég þori alveg að fullyrða, á hvérju hann ætti að byrja. En áður en ég segi það, ætla ég að minná á átvik, sem ameríski prestufinn Nor- mann Peale segir frá í bókinni: „A Guide to Confident Living,” sem einnig fæst í dartskri þýð- ingu með títlinum: „Én ny til- værelse” (Kbh. 1950). Þessi prestur segir frá því, að til hans hafi komið kona og kvartaði yfir því, að hún hefði aldrei blífan- legan frið fyrir fólki. Á heimil- inu liti út fyrir, að allir ætluðu að verða hálf-vitlausir af æsingi og eirðarleysi, og sjálfiværi hún orðin svo yfir sig þreytt, að hún væri blátt áfram að verða að engu.” Ljótt ástand, það. Síra Normahn Peale bað hana bless- aða að koma með manninn sinn til viðtals. Honum flaug sem sé í hug, að maðurinn væri orsök í öllum þessum látum. En það kom þá á daginn, að maðurinn var ekkert annað en stillingin og hógværðin uppmáluð. Hann sagði svo sem ekki npitt, meðan frúin lét dæluna ganga. Það skein út úr honum, að Jann dáð- ist að konunni, en var samt ákaf- lega varkár, þegar hann var spurður um ástandið heima fyr- ir. Presti kom nú til hngar frem- ur einfalt ráð til þess að komast að því, hvaðan allur óróinn staf- aði. F.vrst fékk hann manninn til að fara burtú um stundarsakir, en það breytti engu. Allt var í háa-lofti eftir sem áður. Þá fóru börnin að heiman, eitt af öðru, en ástandið var hið sama eftir sem áður. Þá stakk prestur upp á því, að frúin færi sjálf að heiman um stundar sakir, „Nei, þetta Iízt mér ekki á,” sagði frúin. „HVer á að sjá um heimilið, ef ég; fer?” „Brjótið ekki heilann um það,” sagði presturinn. Þar að auki eigið þér fyllilega skilið að taka yður frí svo sem tvær vik- ur. % Frúin fór, — og viti menn. Þá datt allt í dúnalogn heima fyr- ir. Tveimur viku'm síðar kom hún aftur. Þá sagði síra Norman Pe- ale: „Nú erum við búin að gera tilraun. Börnin fóru, og ekkert breyttist. Maðurinn fór, og allt sat við það sama. Húsmóðirin fór burtu — og þá var allt með friði og spekt.” „Já,” sagði konan og varð hugsi. „Þetta ber þeim öllum saman Um. Þér haldíð þó víst ekki, að ég eigi sjálf sökina?” Konan var að visu stórlynd, og ekkert lamb að leika við. En prestur segist hafa fengið mæt- ur á hreinlyndi hennar og heið- arleika. Hún beinlínis gekk í að rannsaka, hver ástæðan gæti verið fyrir því, að hún píndi og plagaði flesta, sem næstir heimi voru. Hún skriftaði heið- arlega fyrir prestinum, sem gerði sitt til að hjálpa henni. Hún hafði alizt upp við einstrengings- lega hörku, liðið kvalir við það, að lífsorka hennar var hemluð, og til að rífa sig upp úr niður- lægingunni, hafði hún vanið sig á að vera harðstjóri yfir um- hverfi sínu, með þeim afleiðing- um, að allt kom niður á henni sjálfri. Hún áttaði. sig að lokum sjálf á ástandi sínu, og með að- stoð prestsins, sem hafði komið henni í skilning um ástand henn- ar, vann hún skipulega að því að taka upp aðra lífsstefnu. Og dag einn sagði hún í fullri einlægni við prestinn: Kannski ræður mað ur bezt bót á sambúðinni við fólkið með því að breyta sjálfum sér. En það er sannarlega ekki auð- gert að breyta sjálfum sér. Marg- ur hefur fengið sig full-keyptan af slíkum tilraúnum, og fundizt sem er, en hvað sem því líður; þægilegra, að láta við það lenda liygg ég, að það fyrsta sem sá maður ætt; að gera sem á erfitt með að sætta sig við um- hverfið, sé að. athuga hreinskiln- islega, hvort hann gerir ekki of litlar kröfur til sjálfs sín og of mikiar til annarra. Hvemig var gamla sagan, sem við lærðum í barnaskólanum, um hann Adam, sem kenndi Evu, og um Evu, sem kenndi högg- orminum, um það, sem aflaga, fór. Eg held maðurinn, sem ég( minntist á, ætti að rifja upp þessar tvær sögur, —- söguna um syndafallið og söguna, sem ame- ríski presturinn skýrði frá. Það gæti verið góð byrjun, ef hann á- annað borð Iangar til þess, að; sambúð hans við mennina breyti , eitthvað um svip. 8 5. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ i

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.