Alþýðublaðið - 05.09.1965, Side 15

Alþýðublaðið - 05.09.1965, Side 15
Norræn sýgiing Framhald á 15 síðu. eru að því leyti lík og af finnsku deildinni, að íslendingar sýna and stæður milli raunsæisstefnu eldri kynslóðar, sem Gunnlaugur Schev- ing er fulltrúi fyrir og þekktur er af fyrri sýningum í Osló og hinni óhlutbundnu afstððu yngri kynslóðar eins og við sjáum hana birtast í verkum Eiríks Smith og Guðmundu Andrésdóttur. Sá fyrr nefndi með djörfum og hljóm- miklum litsmíðum sínum, þar sem svart er ráðandi afl, sú síðarnefnda eð björtum kristalsmynduðum formum. Yngsti þátttakandinn — Steinþór Sigurðsson virðist við fyrstu kynni vera nokkuð ruglings legur í verkum sínum, sem bezt sést á mynd hans, „Alheims ó- skapnaður,” en litir hans bera vott um gáfur, sem munu bera á- vöxt við strangari vinnubrögð. Jón Benediktsson og Jóhann Eyfells kynna höggmyndalistina, sá fyrrnefndi með dansandi kon- um, sem unnar eru í alúm og kopar, en sá síðarnefndi í óhlut- bundnum myndum úr járni og al- úmín. Arbeider-Avisa, Þrándheimi: Alb. Steen. t Gunnlaugur Scheving er full- trúi hinnar ungu hefðar í ís- Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BlLASKOÐUN Skúlagötu 34. Sixni 13-100 Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásvegl 18. Síml 30949 lenzkri list. í nokkuð hörðum og I köldum expressionistískum stíl, j segir hann okkur fréttir af traustu j fólki í harðbýlu landí. Dramatísk i náttúra tslands er auðsæilega inn- blástursefni þeim Eiríki Smith og Steinþóri Sigurðssyni og móta þeir áhrif sín í expressionistískar og óhlutbundnar myndir. Smith eru sérlegahugleiknar andstæður Ijóss og myrkurs, dags og nætur, hafs ög hauðurs í sínum stóru og voldugu málverkum. Myndir hans verka mjög sterkt í andstæðum svarts og hvíts annars vegar og hinnar fínlegu Ijóðrænu liins veg- ar. Þær verka klárt og kröftugt, þrátt fyrir það, að þær standa hættulega nærri auðveldu skreyti. Málverk Sigurðssonar eru í ætt við eidfjalla náttúru íslands. — í hinum líflega litaskála hans birt- ast bæði hraun og hverir, en form hans eru ekki nógu ákveðin. Guð- mundu Adrésdóttur er sýnt um að túlka hin ljóðrænu áhrif, sem mynda uppistöðuna í björtum líf- legum litljóðum hennar. Það er . þó eitthvað þögult og óleyst yfir | myndbyggingu hennar, það er erf- itt að komast til botns í því línu- neti, sem þekur smekklega sam- setta litfleti. Þörfin virðist einnig vera rík hjá myndhöggvurunum að losa sig undan klafa hefðbundins nat- úralisma. En hvorki Jóhann Ey- fells eða Jón Benediktsson virð- ast hafa þann nauðsynlega bak- hjarl til að leysa þann vanda. Það er erfitt að skilja tilganginn með hraunkökum Eyfells, sem verka alltaf sundurlausar og tilviljunar- kenndar til þess, að þær veiti veru leg myndræn áhrif. Myndir Jóns Benediktssonar vantar lifandi myndrænt samhengi, sem jafnvel óhlutbundnar höggmyndir verða að hafa til þess að geta öðlast listrænt líf. Hið óþægilega yfir- borð myndanna eykur enn á veik- leika þeirra, en myndir hans eru bæði deigar og ónákvæmar. Adresseavisen: Jan Zibrandt- sen. Undir eins og komið er inn í íslenzku sýningardeildina, rekur maður augun í höggmyndir Jó- hanns Eyfells, sem gerðar eru úr alúmín, járni og kopar. Þær eru útfærðar á mjög smekklegan og fínan máta, járnrauð efnisáferð er ráðandi. Þessar sérstæðu forma- myndir minna framar öllu á storknað hraun. í s'ama sal gefur og að líta óhlutbundnar myndir ÓDÝRIR KARLMANNASKÓR Seljum á morgun og næstu daga fjölmargar gerðir af ódýrum KARLÍVIANNASKÓIVI úr leðri með nylon, leður og gúmmísóla fyrir kr. 240.00 - 310,00 - 315.00 og 398.00. ENNFREMUR KARLMANNASANDALA fyrir kr. 220.00 og 246.00. Skóbúb Austurbæjar Laugavegi 100. eftir Eirík Smith settar breiðum litflötum, til orðnar auðsæilega undir áhrifum frá franska málar- anum Soulages. Guðmunda And- résdóttir deilir myndum sínum upp í netverk af beinum blýants- strikum, horna línur, sem mynda alls kyns flatamyndir. í gegnum þetta net brýzt fram fíngerð lit- hrynjandi næstum eins og um teppi væri að ræða. Steinþór Sig- urðsson vekur áhuga skoðanda vegna litameðferðar og blæbrigða ríkrar og lifandi myndbyggingar, en honum er óhætt að skipa á bekk með beztu málurum íslands. Ennfremur gleðst maður yfir hinni glitrandi dýpt í mynd Gunn- laugs Schevings „Búðin.” Lista- maðurinn leiðir okkur beint inn í íslenzka náttúru og raunveru- leik. (Frétt frá Félagi íslenzkra myndlistarmanna). BIFREIÐAEtGENDUR Tökum að okkur heilsprautur og blettingar.1 RÉTTING H.F. ■ Síðumúla 15 B. — Sími 35740. ———------ NAUÐUNGARUPPBOÐ ;■! Nauðungaruppboð það á Nýbýlavegi 53 sem , auglýst var í 38., 39. og 40. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1965, fer fram á eigninni sjálfri eftilt kröfu veðdeildar Landsbanka íslands mið- ( vikudaginn 8. september 1965 kl. 14. Bæjarfógetinn í Kópavogi. ÚTSALA-ÚTSALA-ÚTSALA- Nýtt á úfsölunni C Drengjajakkar — drengjaföt — Unglingajakkar — unglingaföt . < Stórkostleg verðlækkun GEFJUN - IÐUNN w KIRKJUSTRÆTI f ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 5. sept. 1906 ÍIS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.