Alþýðublaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 14
SEPTEMBER
e
FHnaiiudugur
m
Laugardaginn 28. ágúst voru gef
in saman í Lang'holtskirkiu af
séra Grími Grímssyni, ungfrú Guð
ríður Guðbjartsdóttir og Hjálmar
Magnússon, en heimili þeirra mun
verða að Rauðalæk 52. Mynd:
Studio Guðmundar.
Minningarspjöld Fríkirkjusafn
aðarins í Reykjavík eru seld í
eftirtöldum stöðum í verzluninni
Faco Laugavegi 37 og verzlun
Egils Jacobsen Austurstraeti 9.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
í Reykjavík, fer í berjaferð mið
vikudaginn 8. sept. kl. 10 frá bif
reiðastöð íslands. Miðar afhentir
við bílinn.
Berjaferff. Kvenfélag Fríkirkju
safnaðarins í Reykjavík. fimmtu
daginn 9. sept. kl. 10. Upplýsing
ar í símum 18789 — 10040.
Mlnningarspjóld siyrktarfélags
vangefinna, fást á eftirtöldum stöð
am. Bókabúð Braga Brynjólfsson
ar, Bókabúð Æskunnar og á skrif
Btofunni Skólavörðustíg 18 efstu
hæð
Þessa mynd tók Studio Guð-
mundar af brúðhjónumum Stefan
íu Magnúsdóttur • og Guðjóni
Torfa Guðmundssyni, en þau voru
gefin saman í Neskirkju hinn 21.
ágúst sl. af séra Jóni Thoraren-
sen.
Suffureyri, — GÓ — ÓTJ.
ÞAÐ er fremur lítiff stórtíffinda
á Súgandafirtl}. Atvinnulífiff er
fremur dauft, og framkvæmdir
ekki miklar því aff fé vantar til
alls. T.d. er hafnargerffin affeins
hálfkláruff. Hinsvegar er veriff að
byggja mikiff stórhýsi á hafnar
garffinum sem á liklega aff verffa
frystihús, og er þaff Páll Friðbergs
son útgerffarmaffur sem stendur að
því. Tíff hefur veriff alveg sæmi
leg, og róiff er á smátrillum, meff
misjöfnum árangri, eins og gerist
og gengur.
Kjarval
Framhald af 3. síðu
látunum fyrr en hún var slegin
á 42 þús. kr. Þetta er oliumynd
af minni gerðinni.
Þá vakti athygli að uppboðshald-
ara þótti of mikið boðið í eina
myndina og hafði orð á að menn
ættu ekki að bjóða of hátt yfir
síðasta boði, en Listasafnið keypti
þessa mynd. Skaut þetta nokkuð
skökku við sífelldar hvatningar
hans um að menn ættu ekki að
vera smásmugulegir og draga upp-
boðið á langinn með lágum boð-
um, en sumir létu sér nægja að
hækka aðeins um 500 kr. hverju
sinni. Áberandi var hve mikið af
kvenfólki bauð i myndir og voru
hreint ekki blankar, því ein þeirra
hækkaði eigið boð úr 15 þús. kr.
um tvö þús. og fór ekki hjá að
hún hreppti hnossið. Myndin
Gilligogg var slegin á 4 þús. kr.
og sagði Sigurður að sú upphæð
væri ekki einu sinni fyi-ir nafninu.
— Eftir því hefur kaupandinn feng
ið myndina fría.
Allar myndir voru seldar kl.
hálf átta og er ekki að efa að
þarna hafa margir gert góð kaup
og fóru allir ánægðir heim, flestir
eftir skemmtilegt uppboð og aðr-
ir enn ánægðari með nýja Kjar-
valsmynd undir hendinnl.
Stríðið harðnar
Framhald af 3- síffu.
bænum Gagsa á veginum til Hy-
derbad, sem er miðja vegu milli
landamæranna og Karachi. Með
þessu er talið að Indverjar reyni
að neyða Pakistana til að hörfa
frá Kutch-héraði, þar sem barizt
var í vor. í norðri sóttu Indverjar
frá Suður-Kasmír til herstöðvar-
innar Sialkot, sem er 15 km. frá
landamærunum, og er búizt við
hörðum bardögum. Indverjar vilja
sýnilega tryggja samgönguleiðir
sínar í Kasmír, sem eru í hættu
vegna aðgerða Pakistana.
Pakistönsk herskip gerðu hálfs
annars tíma árás með aðstoð flug-
véla á indversku flotastöðina
Dwarka, um 330 km. sunnan við
Karachi, og unnu mikið tjón á
strandvirkjum og ratsjárstöð. Pak-
istanar segja, að Indverjar hafi
notað Dwarka til loftárása á Kar-
achi og búizt er við indverskri
hefndarárás á pakistanska flota-
stöð við Karachi.
Indverjar segja, að Pakistanar
=é" á flótta á nýju vígstöðvunum
við Sialkot og Pakistönum muni
veitast erfitt að senda liðsauka
xxxxy ■ xxxx>
I þangað, þar eð hið breiða Ravl-
1 fljót rennur um borgina. Indverjar
segja, að Pakistanar hafi sprengt
einu mikilvægu brúna yfir fljótið
og þess vegna komizt Pakistanar
ekki eftir þessum vegi til hinna
mikilvægu járnbrauta- og birgða-
stöðva í Pathank í Kasmír. Chav-
en landvarnaráðherra sagði á þingi
í dag, að fyrsta takmarki Indverja
væri náð, þ. e. að þjarma að Pak-
istönum á Cham-Akhnur-svæðinu
í norðri.
Pakistanskar flugvélar gerðu í
dag nokkrar loftárásir á indversk-
ar flugstöðvar við Khalwara og
Jodhpur og indverskar flugvélar
réðust á pakistönsku flugstöðina
Sarghoda, sem Indverjar segjast
hafa unnið mikið tjón á. Pakist-
anar segja, að indverskum fall-
hlífahermönnum hafi verið varpað
til jarðar á Lahore-svæðinu, en
öllum árásum Indverja hafi verið
hrundið, mikið mannfall hafi orð-
ið í liði þeirra og pakistanskir
hermenn treysti hvarvetna stöðu
sína.
í Nýju Delhi er sagt, að Pak-
istanar hafi varpað til jarðar mörg-
um pakistönskum fallhlífaliðum í
indverskum einkennisbúningum í
Punjab. Um 100 fallhlífahermönn-
um mun hafa verið varpað til
jarðar nálægt Delhi og stór her-
flutningaflugvél var skotin niður.
Öðrum fallhlífaliðum var varpað
til jarðar nálægt Vatiala, en þar
er mikilvæg ratsjárstöð, og suð-
vestan við Berhampore. 200 km.
frá Kalkútta. 41 fallhlífaliði hefur
verið tekinn höndum í Punjab. í
Lahore liafa indverskar flugvélar
grandað 3 pakistönskum skriðdrek
um og 10 herflutningabílum. Pak-
istanskar flugvélar réðust þrívegis
á borgina Jammu í dag og Pakis-
tanar misstu fjórar flugvélar.
Líf manna í Nýju Delhi ein-
kennist af styrjaldarviðbúnaði. —
Veðurstofur hafa ráðlagt blöðum
að birta ekki veðurfréttir af ör-
yggisástæðum. Yfir 140 sjúkra-
hjálparstöðvum hefur verið komið
á fót í borginni af ótta við loft-
árásir. Starfsmenn almannavarna
eru við öllu búnir.
Stjórnir Indlands og Pakistan
hafa engan vilja sýnt til að hætta
vopnaviðskiptum. Báðir aðilar virð-
ast sannfærðir um, að nú verði
útvarpið
Fimmtudagur 9. september
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Á frívaktinni
Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óskalagaþætti
fyrir sjómenn.
15.00 Mðidegisútvarp.
16.30 Síðdeigisútvarp.
18.30 Danshljómsveitir leika.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt mál
Svavar Sigmundsson stud. mag. flytur þátt-
inn.
'■ - »- - x-xxxxxx>- - xxx>
20.05 Strengjakvartett í F-dúr eftir Ravel.
UnigVerski kvartettinn leikur.
20.35 Raddir skálda:
Úr verkum Óskars Aðalsteins.
Lesarar: Steindór Hjörleifsson, Róbert Am
finnsson og höfundur.
Ingólfur Kristjónsson xmdirbýr þáttinn.
21.20 Donkósakkakórinn syngur þjóðlög frá ætt-
landi sínu.
21.30 Hellgileíkir
Séra Árelius Níelsson flytur erindi.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Pastoral sinfónían“ eftir
André Gide.
Sigurlauig Bjarnadóttir þýðir og les (1).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.30 Djassþáttur
í umsjá Jóns Múla Árnasonar.
23.20 Dagskrárlok.
-xx>
va
að duga eða drepast.
Pakistanskur formælandi segir,
að árás Indverja á Chamc-svæð-
inu hafi verið hrundið, mikiS
mannfall hafi orðið í liði þeirra
og margir skriðdrekar eyðilagðir.
Formælandi pakistanska flughers-
ins bar til baka fréttir um pak-
istanskar loftárásir á Nýju Delhi,
Bombay og Kaikútta og segir að
60 indverskar flugvélar eða fimmta
hver herflugvél Indverja hafi verið
eyðilagðar í loftorrustum síðustu
vikur. Sjálfir segjast Pakistanar
hafa misst 5 vélar og segja að
Indverjar hafi ekki náð þvi tak-
marki að eyðileggja loftvarnir
Pakistana.
í lielztu höfuðborgum heims
hafa stjórnmálaleiðtogar rætt hið
alvarlega ástand. Bandaríski ráð-
herrann George Ball ræddi við
Wilson, forsætisráðherra í Lond-
on og talið er að Bandaríkjamenn
fari að dæmi Breta og stöðvi
vopnasendingar til Indlands og
Pakistans. Bretar segja, að vopna-
bann þeirra gildi unz SÞ hefur
tekið frekari ákvarðanir á grund-
velli skýrslu þeirrar, sem U Thant
gefur um friðarför sína. Ástralíu-
menn segjast enga aðstoð munu
veita deiluaðilum meðan barizt er,
enda séu þeir ekki skuldbundnir
til þess að aðstoða Pakistan sam-
kvæmt SEATO-samningnum.
Einkömál
Einhleypur 36 ára maður, í
góðri atvinnu í kaupstað úti á
landi, -óskar að kynnast góðri
stúlku sem bygigja vildi upp
með honum heimtli. Mætti hafa
barn með sér.
Upplýsingar, sem farið verður
með sem algjört trúnaðarmál,
óskast lagt inn á afgrelðslu
,.AlþýðubIaðsins“ fyrir 20. þ.
m. merkt „Gott heimili“.
HAFNARFJÖRÐUR
Útsala Útsaia
Verzlunin F Ö N D U R
Reykjavíkurvegi 3.
Keflavík
Börn óskast til að bera blaðið til kaupenda
í Keflavík.
Þeir, sem hafa áhuga á, að taka þetta að sér,
snúi sér til umboðsmannsins, Ásgeirs Ein-
arssonar Suðurtúni 5, Keflavík, sími 1122.
±4 9. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ