Alþýðublaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 3
HARDNAR
oooooooooooooooc
Á kortinu hér að neðan
sjást vígrstöðvarnar í Pakist-
an. og örvar gefa til kynna,
livar Indverjar réðust fyrst
inn í landið.
NÝJU DELHI, 8. september (NTB-Beuter). — Styrjaldaraðgerð
ir Indverja og Pakistana færðust enn í aukana í dag. Indverskar
hersveitir fóru yfir landamærin á tveimur nýjum stöðum og pak-
istanskir fallbyssubátar grerðu árásir á indverskan hafnarbæ.
I London tilkynnti brezka stjórn-
in að hún hefði bannað sending-
ar vopna og hergagna til Indlands
(engin brezk vopn eru seld til Pak-
istan) og franska stjórnin skoraði
á Indverja og Pakistana að sýna
skynsemi áður en deilan kæmist
lá alvarlegra stig. U Tliant, aðal-
framkvæmdastjóri SÞ, heldur á-
fram friðarferð sinni til höfuð-
borga deiluaðila, hafði viðkomu
í Genf í dag og er væntanlegur
til Pakistan á morgun. Páll páfi
sagði í dag, að hann mundi gera
allt sem í hans valdi stæði til að
stöðva styrjöldina, en hann heim-
sækir SÞ 4. október og mun
hvetja til friðar í heiminum.
Hinar nýju vigstöðvar, sem Ind-
verjar opnuðu í dag, eru í 800 km.
fjarlægð frá hvor annarri. — í
suðri fóru Indverjar inn í sunn-
anvert Vestur-Pakistan og náðu
Framhald á 14. síðu.
Hélf milljón
flýja fellibyl
MIAMI, 8. september (NTB-
Reuter). — Hálf milljón manna
leitaði hælis í kjöllurum og loft-
varnarbyrgjum er fellibylurinn
„Betsy“ geisaði á nær 500 km
hreiðu svæðí yfir Florida í dag.
Níu maiuis hafa sennilega týnt
lífi í bátum, er sukku þegar felli
hylurinn færðist yfir Ragged
Keym sunnan við Miami.
Að sögn Havana-útvarpsins er
hafinn brottflutningur fólks frá
norðurhéruðum Kúbu þar eð mik
il hætta var á fárviðri og flóðum.
Ljósastaurar og tré brotnuðu eða
voru rifin upp í loftviðrinu og
kokóshinetur Jjutu eins og fall-
byssukúlur um loftið.
Miðpunktur óveðursins var að
eins 65 km frá Miami. Eignatjón
er metið á margar milljónir doll-
ara.
Kuldar í
Hornafirði
HÉR í Hornafirði hefur verið
mjög kalt að undanförnu og síð-
ustu nætur hefur gert frost, svo
að kartöflugrös hafa fallið. Kart-
öflurækt hefur verið nokkur hér
í sveitinni, en uppskeruhorfur eru
ekki góðar í sumar.
Heyskap er nú að ljúka og er
heyfengur heldur í rýrara lagi. —
Vorið var þurrt og 'kalt og snretta
sein, og ekki getur heitið að um
neina seinni sprettu sé að ræða.
Slátrun sauðfjár er á leið að
hefjast um miðjan mánuðinn, og
“r ráðgert að slátra hér 15-17
þúsund fjár, en það er nokkru
fleira en venjulegt er. Slátrun
nautgripa hefur staðið yfir, en er
'kki lokið.
Frá- Höfn hafa humarbátar ver-
*ð geröir út í sumar og hafa þeir
aflað vel Snurvoðarbátar hafa haft
eitthvað minni afla, og á síld eru
héðan fimm bátar.
Mikill smokkfiskur
Isafirði, BS, — ÓTJ.
.ríIKlÐ er nú um smokkfisk á
.nnfjöröum ísafjarðardjúps, og
fá bátarnir upp í tonn í róðri.
Myndir Kjarvals
á tæp 800 þúsund
Reykjavík. — OÓ.
ÞRÖNG var á þingi i súlnasal
Hótel Sögu í gær, þar sem boðnar
voru upp 74 myndir eftir Kjarval,
Var boðið í allar myndirnar og
samanlagt söluverð var kr. 796.-
500,00. Allar myndirnar voru áð-
ur í eigu listamannsins.
Málverkauppboðið átti að hefj-
Heldur er hann smár, en selst á ] ast kl. 5 síðdegis, en nokkur drátt
fimm krónur pr. kíló. Hann er hrað ! ur varð á því, og byrjaði það ekki
frystur og seldur í beitu. Að öðru fyrr en hálftíma seinna. Þegar um
leyti er stopult til róðra og frem þrjúleytið var fólk farið að tínast
ur erfið tíð. j í salinn og kl. 4 voru öll borð upp-
tekin, en ekkert lát varð á að-
streyminu og þegar uppboðið hófst
var salurinn troðfullur af fólki,
og þeir, sem höfðu þá forsjá, að
koma í tíma og tryggja sér sæti
uppskáru illa laun síns erfiðis, því
virðulegir góðborgarar tróðust
um eins og börn á bítlahljómleik-
um og þóttust þeir sem fyrr voru
komnir, bara góðir, ef þeim var
ekki rutt úr sætum sínum, — en
margir tóku þann kostinn, að yfir-
gefa borð sín og standa, því hvorki
sást eða heyrðist til uppboðshald-
Landslag spilað á píanó seldist á 37000 krónur og var keypt af Listasafni ríkisins.
arans fyrir yfirtroðslulýð þessum.
En hvað um það, uppboðið var
haldið og fór hið bezta fram af
hálfu uppboðshaldarans, Sigurðar
Benediktssonar.
í upphafi ávarpaði Kjarval
gestina:
Kæru vinir. Verið ljúfir og góð-
ir við uppboðshaldarann og svo
bið ég fyrir seljendum og kaup-
endum.
Fyrst í stað var boðið heldur
dræmt en, eftir því sem leið
á uppboðið hækkuðu myndirnar
í verði og var sú dýrasta, Vindur
og sólfar, slegin á 47 þús kr. Sú
ódýrasta fór á 2 þús. kr. í miðju
uppboði skeði það, að Kjarval sté
á pall og vakti athygli væntan-
legs kaupanda á mynd, sem þegar
var búið að bjóða í um 20 þús.
kr. að hann hefði nýverið unnið
myndina og hann verði að passa
að strjúka lienni ekki við jakk-
ann sinn. Samstundis buðu marg-
ir í myndina í einu og linnti ekki
Framhald á 14. síðu
ELDUR í VEL
Rvík, - ÓTJ.
ELDUR kom upp í henzínknúinnl
rafsuðuvél sem var til viðgerðar
í Vélsmiðjunni Héðni, um kl. 5.30
i gærdag. Varð af mikill eldur, sem
þó var fljótlega slökktur er slökkvi
Iiðsmenn komu á vettvang.
Skemmdir munu hafa orðið litlar.
ALÞÝÐUBLAÐiÐ - 9. sept. 1965 3