Alþýðublaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 15
Vietnaan Pramhald af 2. síöu þeim tókst elcki að sleppa úr. AFP hermir, að 18.000 banda- rískir hermenn til viðbótar komi til Suður-Vietnam næstu daga. Þar með verða 125.000 bandarísk ir hermenn í landinu, en a£ opin berri hálfu er sagt að 107.000 handarískir hermenn séu í S-Viet •nam um þessar mundir. 26 banda rískir hermenn féllu í bardögum í síðustu viku en 44 særðust mið að við 9 fallna og særða vikuna áður. Mesta manntjón Bandaríkia manna í einni viku var 59 fallnir og 76 skærðir. 180 stjórnarher- menn féllu í síðustu viku, jafn- margir og vikuna áður. Kísilgúr Framh hK ' um sé lokið fyrir 31. janúar nk. og mun fyrirtækið þá reiðubúið að ganga frá endanlegum samningum jjm þátttöku af sinni hálfu, svo framarlega sem öll tæknileg vanda mál séu þá leyst. Á vegum ríkisins hafa þegar verið keypt öll dælingartæki og sett upp við Mývatn. Eru það dælu prammi, flotleiðsla, leðjutankur, dælustöð og 3 km. löng pípu- leiðsla frá dælustöðinni við Helga vog að fyrirhuguðu verksmiðju- stæði við Bjarnarflag og stendur tilraunadæling nú yfir til þess að reyna dælukerfið og fá úr því skor- ið, hvort hráefnið skemmist nokk- uð við dælinguna. Jarðfræðingar frá John-Manville eru nú staddir hér og munu þeir taka 50 tonna sýnishorn af hráefni, sem dælt hefur verið gegnum leiðslurnar og nota það til framleiðslu á kísilgúr í tilraunaskvni í kísilgúrverk- smiðju Johns-Manville í Lompoc, Californiu. Þegar er hafin útboðslýsing á vélum til kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn og hefur Kaiser En- gineers, Canada, verið falin út- boðslýsingin, sem miðast við af- hendingu vélanna á næsta ári, en þá er ráðgert að reisa verksmiðj- una. SBA og UMSK Framhald af 11. síðu- 400 m. hlaup: Þórður Guðmundss. UMSK 4:22,2 Reynir Hjartarson ÍBA 54,1 sek Baldvin Þóroddsson ÍBA 55,2 sek. Sigurður Sigmundsson UMSE 55.5 Jóhann Jónsson UMSE 55,5 sek. Gunnar Sno'rrason UMSK 4:47,1 Hástökk: Reynir Hjartarson ÍBA 1,75 m. Donald Rader UMSK 1.70 m. Jóhann Jónsson UMSE 1.70 m. Sveinn Kristdórsson ÍBA 1.70 m. Sigurður Sigmundss. UMSE 1.60 Ársæll Guðjónsson UMSK 1.60 m. Kringlukast: Þorsteinn Aifreðss. UMSK 45.40 m. Ingi Árnason ÍBA 36,38 m. Ármann J. Lárusson UMSK, 36,29 Þóroddur Jóhannss. UMSE 36.06 Björn Sveinsson ÍBA 34.51 m. Sigurður Sigmundss. UMSE 32,79 Þrístökk: Sigurður Sigmundss. UMSE 13.23 Donald Rader UMSK 13.02 m. Friðrik Friðbj.ss. UMSE 12,57 m. Reynir Hjartarson ÍBA 12,32 m. Einar Sigurðsson UMSK 12,31 m. Sveinn Kristdórsson UMSE 11.06 4x100 m. boðhlaup: UMSE 47,0 sek. ÍBA 47,1 sek. UMSK 47,5 sek. Göngur og réttir Framhald af 2. síðu. Hrunamanna- og Skaftárréttir, yrðu fimmtudaginn 16. september, en Skeiðarétt kæmi næst á eftir þessum tveimur fyrstu, og venjan væri að rétta þar þann 17. þessa mánaðar. Þessar þrjár sagði Guð- mundur Jósafatsson vera Stærstu réttirnar, en auk þeirra væri fjöldi minni rétta, svo sem Hafravatns- rétt, sem margir Reykvíkingar sækja. Tungnarétt er einnig stór og verður miðvikudaginn 22. sept. en Landréttir eiga að vera fimmtu daginn 23. september. Norðan heiða kvaðst Guðmund- ur vera kunnugri. Þar hæfust 3 réttir um aðra helgi héðan í frá, og væru það Auðkúlurétt. Víði- dalstungu- og Undirfellsrétt, en þær stæðu dagana 18. og 19. sept. Þann 20. sept. verður svo réttað í Skrapatungurétt, þriðjudaginn 21. september, í Reynistaða-, Silfra staða- og Staðarrétt í Skagafirði og næst þar á eftir í Stafnsrétt og Mælifellsrétt. Sumar þessar réttir standa tvo daga, og má þá sjá allt safnið fyrri daginn áður en það er dreg- ið og skilið að svo miklu leyti sem mögulegt er þann dag. Af- gangurinn er svo dreginn síðari daginn og eftir að því er lokið, er gjarnan haldinn dansleikur í nágrenninu og allir eru hressir og kátir. Varðandi það, að nú væru ýmis farartæki notuð við leitirnar, sagði Guðmundur Jósafatsson, að ekki væri mögulegt að smala eða leita á nokkru farartæki, það yrði að gera á góðum gæðingum eða fót- gangandi, en vistir gangnamanna kvað liann nú orðið fluttar með fjallabílum til gangnakofanna. SVEINBJÖRN ODDSSON Fæddur 8. nóvember 1885 Dáinn 7. júlí 1965. Þegar lífs að enduðu æviskeiði ótal hugir saloia munu þín. Nú vil ég senda lauf að þínu leiði og líka þakka góðan hug til mín. Fylkingar í brjósti fremstur varstu fram tii sigurs hugtakið var þitt Merki smárra mikillega barstu sem mjög á stundum reyndist all erfitt. Hinum veiku oft þú stundir styttir stórum þeima vildir bæta hag. Er daglega þú bókum þeim útbýttir býsna oft þú lagðir nótt við dag. Núna, þegar lífsins ganga er geng in, góðum vini þakka hal‘r og drótt. Með sigri lífsins, sólarganga er fengin, sigursæll að lokum hvíl þú rótt. Margrét Jónsdóttir. Bíl stolið og velt Akureyri. — GS-OÓ. Bílaþjófar voru athafnasamir hér í bæ í fyrrinótt. Stolið var bíl af Opel Karavan gerð og hon- um ekið út Kræklingahlíð og velt við Moldhaugnaháls, eða þar sem vegurinn beygir til Dalvíkur. — Á fimmta tímanum kom bílstjóri að bílnum, þar sem hann var á livolfi utan við vegarkantinn og gerði hann lögreglunni á Akureyri að- vart. Bíllinn er mikið skemmd- ur ef ekki ónýtur. Tilraun var gerð til að stela bll af Volkswagengerð, en tókst ekki — skemmdir á honum voru varla teljandi. Þá var gerð tilraun til að stela þriðja bilnum. Það var jeppi. Var hann látinn renna niður brekku til að koma honum í gang, en það tókst ekki betur en svo, að þar rann hann aftan á annan bíl og skemmdi hann mikið. Allir þess- ir bílþjófnaðir eru í rannsókn. Evrópukeppnin Framhald af 11. síðu. í sókn, línuvörður veifar rang- stöðu og Keflvíkingar hætta, Kjartan reyndi t. d. ekki að verja, þegar Varga renndi knettinum í netið og dómarinn, sem var pólskur, benti á miðj- una. Á síðustu mínútunni brauzt Albert í gegn um kefl- vísku vörnina og Kjartan hafði enga möguleika á að verja. Keflvíkingar léku sömu tak- tik og í fyrri leiknum og áttu ágæt. tækifæri, þó að ekki tæk- izt að nýta þau, eins og fyrr segir. Á 5 mínútu er RúnaV með knöttinn og sendir hann til Jóns, sem var einn og óvaldað- ur, en hann hrasaði og tækifær- ið glataðist. Á 25 minútu lék Einar Magnússon í gegn um ungversku vörnina og meira að segja á markvörðinn, en Ein- ar var of bráðlátur og knöttur- inn fór hárfínt yfir. Staðan í hléi var 6 gegn 1. Allir voru farnir að halda að leikurinn myndi enda 6-1. beg- ar hálftími var liðinn af síðarí hálfleik, en þá hafði ekkert mark verið skorað í hálfleikn- um. En á 32. mínútu lék Albert enn einu sinni í gegn um kefl- vísku vörnina og skorar óverj- andi fvrir Kjartan. Fimm mín- útum síðar eiga Ungverjar horn spyrnu. Albert skallar á mark- ið. Sigurvin reynir að verja, en stefnan brevttist og knötturinn fór í netið. Loks á 43 mínútu skorar Albert *ðtt f immta og ní- unda og síðasta mark leiksins. Sigurvin var langbezti mað- ur varnarinnar ov verða m.a. þrívegis á linu. Af sóknarmönn- um ÍBK var Jón Jóhannsson beztur. Pólski dómarinn var góður, að undanskildu fímmta markinu, þegar hann tók ekki eftir línuverðinum. Trúlofunarhringar Sendum gegn póstkröfn Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastrætl 12. EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJUIEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 Koparpípur og Fittings, Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Rennilokar, Blöndunartæki. Burstafell byggingavöruverzlun. Réttarholtsvegi 8. Sími 3 88 40. HjóibarSaviSgerðir OPH) ALLA DAGA (LÍKA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA) FKÁ KL. 8 TIL 22. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholtl 38, BeykjavBc. Sfmar: 31055, verkatæSiff, 30688, ibiMofan. Laugavegi 178. — Síml 38000. Joiin le Earré NJfiSNARINN semkom innúrkuldanum GRÁHAM GREENE:.Bezta njósnasogatt,. sem ég heli nokkru sinni lesið". IAN FLEMMING; .Mjög, mjög góð njósnasaga". Þessi skóldsaga fjallar um njósnir og gagnnjósnir stórveldanna ó dögum kalda stríðsins. Hún gerist aðallega í London og í V- og A- Berlín. Mest selda njósnasagan í heiminum um þessar mundir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. sept. 1965 Jfc5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.