Alþýðublaðið - 15.09.1965, Page 7

Alþýðublaðið - 15.09.1965, Page 7
LEIKHÚS: ur og heimur Hci-dís Þorvaldsdóttir í hlutverki Maggie. Þjóðleikhúsið: EFTIR SYNDAFALLIÐ Leikrit í tveim þóttum eftir Arthur Miller Þýðandi: Jónas Kristjánsson Leikstjóri: Benedikt Árnason Leikmynd og búningateikningar: Gunnar Bjarnason Leikurinn gerist í hugarheimi Quentins, mcðvitund hans og minningum. Quentin er miðaldra menntamaður amerískur, lögfræð- ingur sem hefur beðið skipbrot í starfi sínu, margfalt skipbrot í lífi sínu. Það má segja, að leikurinn lýsi sálkönnun Quentins, með á- horfendur í könnuðarsæti, tilraun hans að sigrast á lífi sínu, sætt- ast við það, leit hans að „sönnu” lífi eða „sannleikanum” í lífi sínu. Minnsta kosti er textinn fullur af orðum og glósum þvílíkrar merk- íngar. Og líklegast er tilætlunin sú að þessi tilraun heppnist, Quentin, og áhorfendur með hon- um, komi endurskírður upp úr eldi sálkönnunarinnar, megnandi að lifa lífinu á nýjan leik, við nýjan og haldbetri sannleika en fyrr, í nýjum kærleika. Eða eitthvað í þessa áttina: lcikurinn leikur að óhlutstæðum orðum og hugtök- um fram og aftur, aftur og fram, við stöðugar endurtekningar, en þau eru sjaldnast umsett í áþreif- anlegar skynmyndir, athafnir, at- burði á sviðinu. Og þar sem það gerist er sálarfræði leiksins ein- att í beinaberasta lagi. Hrópleg- asta dæmið er líklega þegar Quen- tin „drepur” í senn eiginkonu sína og móður, — auðvitað ekki í alvörunni samt, heidur á einhverju sálfræðilegu plani sínu. Það er þessi yfirgengilega sálarfræði, samgróin sjálfri leikhugmyndinni, sem mestu virðist ráða um skip- brot verksins. Því að Eftir synda- fallið er óneitanlega misheppnað verk, • — gagnger misskilningur mikilhæfs höfundar á sjálfum sér og efnivið sínum. ★ ORÐ,ORÐ. Sviðið er sem sagt hugarheim- ur, meðvitund og minningar Quen tins. Þess er nú varla að vænta að sú vistarvera sé nein venjuleg dag- eða skrifstofa; lxugarheimur inn er þess í stað samsettur af hæklcandi tröppu- og pallakerfi í blýgráum lit með tvær baktjalds- myndir til tilbreytni, varðturn við fangabúðir og stórboi'garútsýn til skýjakljúfa. Þarna rekur Quentin fortíð sína og ræðir hana, leggur út af henni og leitar sér skiln- ings á henni; hann ræðir um sök og svik og sakleysi, mannlega samábyrð og samsekt. Og dæmi hans er ekki einangrað — honum tekst að koma að bæði komm- tinisma, fangabúðamorðum Þjóð- verja, atómsprengjunni og mac- carthismanum ameríska, öllu í jafnvægi. Leikurinn er allur þessi einræða Quentins; fortíð hans birt ist aldrei í eigin rétti, sem sjálf- stæðir atburðir, heldur ævinlega í baksýn og til skýringar hugsana- ferli hans. Og sá ferill megnar því miður ekki að vekja né við- halda áhuga óhorfenda, minnsta kosti .ekki þess- áhorfanda sem þetta skrifar; Quentio er ekki mannlýsing heldur málpípa, far- vegur tiltekinnar „andlegrar” um- ræðu, sem mistekst vegna þess að vandamálin hennar eru uppgerð, sérgreind frá áþreifanlegu mann- legu lífi ó sviðinu og marklaus án þess. Það hefur margsinnis verið látið í ljós að Arthur Miller gangi of nærri einkamálum sínum í þessum leik og einkum þá ævi og örlögum miðkonu sinnar, Mari- lyn Monroe. Er þessu ekki alveg öfugt farið? Það virðist sönnu nær að í sjálfri sögu Quentins eins og hún birtist í brotum og brota- brotum í leiknum sé fólginn efni- viður í áhugavert verk. Andleg út- legging liennar missir hins vegar marks sem leikhúsefni vegna sál- fræðilegi-ar einfeldni leiksins, vegna þess grafalvarlega móral- isma sem Arthur Miller virðist halda að sé „lífspeki” að taka í alvöru. Eftir syndafallið er ekki annað en þessi „andlega útlegg- ing” einkamálanna. ★ MILLFR OG MARILYN. Svo mikið er víst að þáttur Maggí-Marilynar er sá sem kemst langnæst sönnu lífi á sviðinu. Þegar hún birtist fá fólk og hlut- ir á sviðinu skyndilega nýtt líf, inntak og merkingu sem einæði Quentins megnar aldrei að veita því; þáttur Maggíar er þunga- miðja leiksins í endalausum orð- ræðu-umbúðum sem megna þó ekki að týna henni með öllu. Saga Maggíar er líklega einstaklega amerísk, sagan um litlu saklausu götustúlkuna sem verður fræg stjarna og ferst á því, sagan um framann sem deyðir og eyðilegg- ur; hún lýsir sálfræði- og siðfræði- bollaleggingum Millers með miklu sannlegri hætti en endalaus orða- lopi Quentins. Hlutverkið er kann- ski eina eiginlega leikhlutverkið í Eftir syndaíallið og veltur mik- ið á meðförum þess um skilning leiksins. Það er sýningu Benedikts Árnasonar í Þjóðleikhúsinu til lofs að þar er alls ekki reynt til að nota sér æsigildi sögunnar eða leggja upp neina „tragedíu” kyn- þokkans. Þótt' Herdís Þorvalds- dóttir megni ekki að lýsa til fulls líkamsblóma Maggíar, yfirgengi- legum kyntöfrum hennar, er hún áreiðanlega réttvalin í hlutverkið; í meðförum hennar birtist full- komlega bernskur þokki stúlkunn- ar, sakleysi hennar og þar með umkomuleysi í hörðum heimi kaupa og sölu. Og þessir eðlis- þættir Maggíar skipta sízt minna máli en sjálfur kynþokkinn. Hei'- dís Þorvaldsdóttir vann enn einu sinni frægan sigur við erfiðar að- stæður; en annað mál er það, að óneitanlega hefði þetta hlutverk getað orðið einlivei'ri af yngri leikkonum Þjóðleikhússins mikils verðara tækifæri en það er Hei-- dísi. En þar er kannski engin önn- ur sem ætlandi væri að réði við hlutvei-kið? Maggí er einfeldnin uppmáluð, hlutverk Quentins miklu marg- þættara og flóknai'a — á ytra borði að minnsta kosti. Eftir synda- fallið á allt sitt undir því komið að takist að sanna Quentin fyr- ir áhorfendum, gera grufl og sál- arstrit hans raunverulegt á svið- inu, óviðkomandi áhorfanda. Og þar er við ramman reip að draga þar sem vitsmunametnaður Mill ei’s virðist stefna hlutverkinu beint út í sandinn. Það væri fjai-ri lagi að segja að Rúrik Haralds- son hefði sannað sálkönnun og sálarkvöl Quentins sem óhjá- kvæmilegan veruleika fyrir áhoi’f- endum: ef til vill er það alls ekki hægt. En mér virtist hann fai'a mjög vel og skynsamlega með erfitt og vanþakklátt hlutverk, hann lýsti Quentin, skilaði vanda- málum hans einkar sanngjarnlega án þess að stefna sér nokkurn- tíma beinlínis í návígi við hlut- verkið, upp á líf og dauða — sem kann að vera nauðsynlegt, ef það á að lánast til fullnustu. En lik- lega á Rúrik Haraldsson enn ó- fengið það stóra hlutverk sem hæfi honum til fulls, sem geri honum kleift að vinna þann sigur á sviðinu sem hann er löngu kom- inn að. ★ LEIÐIR OG MARK- MIÐ. Val Herdísar Þoi’valdsdóttur í hlutverk Maggíar, leikur þeirra Rúriks Haraldssonar, allt svipfar sýningarinnar ber vinnubrögðum og viðleitni leikstjórans, Bene- dikts Árnasonar, hið bezta vitni. Hann virðist í einu og öllu sýna verkinu sjólfu staka trúmennsku. En það leiðir af aðfei’ð hans og leikendanna að áherzla sýningar- innar verður Iangmest á hinurt* vitsmunalega þætti verksins, um- ræðu þess fi’emur en þeim lífs- atvikum sem þar koma þó við sögu. Og það kann þrátt fyrir allt að vera hæpin niðui’staða: — styi'kur Millers er óneitanlega gamaldags realismi hans, hæii- leiki til að lýsa samskiptum fólks fremur en sál þess — þú í þetta skiptið hafi hann villzt út á öng- stigu ofmetins og misskilins vits- munalífs. En sýning Þjóðleikhúss- ins er sem sagt í einu og öllu smekklega og snyrtilega unnin. Af leikendum í minni hlutvei’kum er einkum vert að nefna Bríetu Héð- insdóttur sem léði Helgu sérkenni- legt en sannfærandi svipmót; og þá Baldvin Halldórsson og Ævar Kvaran senx brugðu upp einföld- um svipmyndum menntamanna á valdi macearthismans. Meðferð Bryndísar Pétursdóttur á Louise, fyrri konu Quentins, vii’tist hins vegar liæpin; það er misskilning- ur að lýsa henni sem óþolandi sitthvað til síns móls í skiptum þeirra Quentins. — Valur Gísla- son og Helga Valtýsdóttir lýstu dyrgju; konan hefur áreiðanlega foreldrum Quentins skilmei’kilega; en Jón Júlíusson og Brynja Bene- diktsdóttir áttu erfitt uppdráttar í smáhlutverkum sínum þó að það kæmi að engri sök; Þóra Friðriks- dóttir lék Elise með litlum svip en laglegum sem hann var. Eins og stundum endranær virtist Þjóð- Framhald á 10. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. sept. 1965 7

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.