Alþýðublaðið - 15.09.1965, Side 9
Égg|p
iiiii^miiii
.
WMM
mmm
/■ £**:.%% 'íí' S! > $ Vf
Þorsteinn Hjálmarsson,
Hofsósi:
— Það er allt of lítið um það,
að menn, sem framarlega standa
í verkalýðsmálunum, hittist og
ræði málin, .og því er ég mjög á-
nægður með þessa ráðstefnu, og
tel ég hana vera spor í rétta átt.
Á Iíofsósi er algert atvinnuleysi
allan veturinn og fara þá flestir,
sem heimangengt eiga, suður á
vertíð. Við bindum alltaf okkar
vonir við sjávarútveginn, og í
fyrra var leyfð snurvoðaveiði og
stunda hana fjórir bátar, en afl-
inn hefur alveg brugðizt, svo að
þrátt fyrir aukningu bátaflotans
hefur atvinna verið minni í landi
nú en í fyrra. Verið er að byggja
hjá okkur málmiðnaðarverk-
smiðju, sem við vónum fastlega, að
bæti úr hinu árstíðabundna at-
vinnuleysi, sem er okkar stóra
vandamál.
Kristján Þorgeirsson,
Reykjavík:
— Mér lízt mjög vel á þessa
nýjung í starfi verkalýðsmála-
nefndarinnar. Ráðstefnur, eins og
þessi, sem hér var haldin í gær
og dag, gera gagn á margan hátt,
um leið og þær efla sambandið
milli þeirra manna, sem að þess-
um málum starfa. Nauðsynlegt
væri að fleiri verkalýðsmálaráð-
stefnur yrðu haldnar utan Reýkja-
víkur á næstunni, því að persónu-
ieg kynni manna í verkalýðsbar-
áttunni eru grundvöllur undir
meiri og betri flokk.
Friðrik Sigurðsson,
Sauðárkróki:
—Við hér, í Verkamannafélag-
inu Fram, eins og aðrir þeir, sem
að þessum málum vinna, erum
mjög ánægðir með, að þessi ráð-
stefna skuli hafa verið haldin. —
Þessi fyrsta tilraun hefur tekizt
vel, þó að undirbúningurinn hefði
mátt vera betri, og vonandi er, að
þessu verði haldið áfram. Eg tel,
að ríkisstjórnin vefði að taka at-
vinnumálin raunhæfari tökum. en
gert hefur yerið og auka fjöl-
breytni í atvinnulífi og atvinnu-
háttum. Eg ér bjartsýnn á fram-
tíðina, jafnvel þótt ástandið sé
ekki gott, en atvinnulífinu þarf
að gefa meiri gaum en gert hef-
ur verið.
Jóhann Möller,
Siglufirði:
— Ég hef, eins og margir fleiri,
bent á það, að ekki væri nóg sam-
starf milli þeirra manna, sem að
verkalýðsmálum vinna sunnan
og norðanlands. Þessa ráðstefnu
tel ég hafa sannað það og sýnt,
að Alþýðuflokksmenn í verkalýðs-
baráttunni þurfa að koma sem oft-
ast saman og ræða sameiginleg á-
hugamál, verkalýðsmálin. Höfuð-
mál verkalýðshi-eyfingarinnar á
Norðurlandi ætti að vera það, að
stefna að fullri atvinnuuppbygg-
ingu á skipulagðan hátt, til að úti-
loka með öllu það atvinnuleysi,
sem nú sækir heim ýmsa staði
hér norðan lands.
Jón Sigurðsson,
form. verkalýðsmálanefndar:
— Hún er vel heppnuð í alla
staði, þessi fyrsta ráðstefna, og
hér hefur verið ríkjandi mikill á-
hugi og eining. Þátttakan var um-
fram okkar björtustu vonir og ár-
angur ráðstefnunnar á án efa eft-
ir að koma betur fram síðar. —■
Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokks-
ins mun beita sér fyrir því, að
slíkar ráðstefnur verði haldnar
viðar, bæði til að ræða sameigin-,
leg áhugamál og treysta samstarf-
ið milli þeirra manna, sem vinna
að verkalýðsmálum víðs vegar um
land. — ór.
ALÞÝÐUBLA9IÐ - 15. sept. 1965 9