Alþýðublaðið - 15.09.1965, Blaðsíða 16
Tíú er bara spurninpin:
Hvort er betra aS eigra nýjan
brunabíl en vanta vatn, e'ffa
hafa nóg vatn en eiga engan
brunabíl. . .
Auffvitaff þurfti þetta aff
fara fram meff ró og spekt,
þegar Kinksararnir komu,
Aldrei getur gerzt neitt
sneddí hér á landi. . . .
Leikdansinn á sér að baki alda
gamla hefð, sem umlukin er mikl
um ljóma í sögu franskrar menn
ingar. Hversu mikilvægt sem í
talskf og síðan rússneskt framlag
kann að hafa verið fyrir framþró
un listdansins, er það fyrst og
fremst í Frakklandi, sem þessi
listgrein liefur mótast, öðl-
ast fagurfræðilegt sjálfræði og
hafizt til virðingar.
Sígildur leikdans þróaðist út
úr íburðarmiklum viðhafnarsýn-
ingum, sem á endurreisnartímun
um voru haldnir til héiðurs kon
unglegum festarmeyjum, erlendum
þjóðhöfðingum og sendiherrum
við hirðir í Frakklandi og Burg
undy. Lengi fram eftir máttu að
eins þeir, sem tilheyrðu liáaðlin
um, dansa hlutverk í þessum kon
unglegu skemtisýningum. Lúðvík
14., sem sjálfur var ágætis dans
ari, mælti svo fyrir að atvinnudanss
arar skyldu skipaðir í hlutverk í
leikdanssýningum og árið 1641
stofnaði hann „Academie Nationale
de la Dance“ (Þjóðardansleikiiús)
en síðar var svipaðri stofnun kom
ið á fót fyrir tónlist og varð grund
völlur frönsku óperunnar. Frönsk
danslist náði liámarki á 18. öld
fyrir tækni og óviðjafnanlegan stíl
margra frægra dansara. Síðan kom
hinn mikli meistari Noverre til
sögunnar. „Shakespeare listdans
ins‘, eins og brezki leikarinn Carr
ick kallaði hann eitt sinn. Áhrif
Noverres á listdansinn voru svo
afdrifarik, að endurbætur hans og
hugmyndir eru ennþá aðalundir
staða danslistarinnar.
Með rómantísku stefnunni komu
fram örfá ný tæknileg atriði, að
allega tádansinn, tiltölulega auð
velt atriði á sviði listdansins, en
sem oft er af misskilningi talinn
kjarni hans. Frá fagurfræðilegu
.oooooooooooooooooooooooooooooooo
V
Hauststemnisig.
Haustiff leggst aff meff hráslaga og kulda
og hækkandi verði á mjólk.
Börn fara í skóla og þingmenn aff þvarga
og þreyta allt venjulegt fólk.
Regniff fellur á gangstétt og götu
og gerist aff beljandi læk.
En húsasmiffii-nir ofan við Árbæ
ætla aff fara í stræk,
FÁVÍS.
oooooooooooooooooooooooooooooooo
Affaldansmær ballettflokksins sem sýnir hér bráðlega, Liane Daydé.
sjónarmiði var tádansinn engu að
síður mikil bylting. Aðferðir Nov
erres þokuðu fyrir nýjum liug
myndum, hlutverki karlmannsins
í dansinum var nærri útrýmt en
aðaláherzla lögð á sniili og ljóð
ræna túlkun kvenhlutverka. Þetta
voru tímar hinna miklu sólódans
meyja, — Taglioni, Grisi, Lucile
Grahn, — en allar hófust þær til
mikillar frægðar á sviði Óperunn
ar í París. Frá þessum tímum eru
einnig frægir, sígildir leikdansar
sem meira eða minna eru tengdir.
minningunni um yndisþokka dans
meyjanna frægu, sem túlkuðu að
alhlutvex-kin: Giselle, Ondine, Pas
de Quatre, Sylfíðurnar. Stefnan,
sem hér hafði verið tekin, gerði
aftur á móti leikdansinn brátt yf
irborðskenndan og um of kven
legan og svo fór að lokum að hann
staðnaði algjörlega á 19. öld.
Endurnýjunin kom frá Rússlandi
þar sem þrír forvígismenn, Frakk
inn Petipa, er eitt sinn hafði ver
ið nemandi Vesti'is, Daninn Chirst
ian Johansen, sem hafði lært hjá
Bofurnanville, og jtalinn Cecch
etti, liöfðu sezt að sem dansai'ar
og kennarar og endurvakið hug
myndir og hefð Noverres. Rússn
eski skölinn var því í í-aun og vem
ekkert annað en ósvikinn fransk
ur skóli, sem Frakkar sjálfir höfðu
látið falla í gleymsku, — yngdur
upp af ferskri sköpunargleði og
enn gengið skrefi lengra í tækni
og tjáningaraðferðum. Hápunkt
ur ferils Petipa í Rússlandi voru
leikdansarnir þrír, sem Tcliai-
kowsky samdi við tónligtina og
lánaðist með henni að b.ióða upp
á svo mörg afbrigði danstækninn
ar, Svanavatnið (1876), Þyrnirósa
(1890) og Hnetubrióturinn (1892).
Flokkur rússneskra listdansara,
sem Serge Diaghileff kom með til
Parísar skömmu eftir síðustu alda
mót, flutti með sér meiri list
ræna opinberun. Fvrir snilli dans
skálda eins og Fokine, Massine,
og Nijinsky, og næmri tilfinningu
Diaghileffs sjálfs, varð þessi leik
dansflokkur kveikiþráður nýs sköp
unai'krafts í nútímalist, og það í
svo ríkum mæli, að saga leikdans
sýninga Ballets Russes í Paris
næstu tuttugu árin er jafnframt
menningarsaga þessa tímabils. Þeg
Diaghileff dó árið 1929 leystist
flokkur hans upp, en andi Ballets
Russes hefur lifað í stöðugt endur
nýjuðum listrænum tilraunum.
Dansskáld og listdansarar Diaghi
leffs dreifðust víða um lönd. Bæði
í Evrópu og Ameríku stofnuðu
þeir skóla, sem brátt urðu sjálf
stæðan og mikilvægar listastofn
anir: Fokine, Balanchine og Mord
kin settust aff í Bandaríkjunum,
Alicia Markova og Anton Dolin
fóru til London, Serge Lifar réðst
til óperunnar í París og honum ber
fyrst og fremst að þakka það ómet
anlega framtak að hafa endurnýjað
Academie Nationale de Musique et
de Dance í París. Hann lyfti stofn
uninni til æðri sviða með því að
endurvekja gamla hefð, sem rússn
eski skólinn til allrar liamingju
hafði varðveitt.
Listdansarar Grand Ballet Class
ique de France, sem nú sýnir á
íslandi á leið sinni í sýningarferð
um Bandaríkin, vitna um þennan
endurnýjaða glæsibrag franskrar
danslistar. Þeir eni þjálfaðir í
hreinklassískri hefð og sólódans
arar flokksins, en þar ber einkum
að nefna hina frægu Mademoselle
Daydé, hafa til að bera þann næm
leika og innlifun í túlkun, sem
aðeins einkennir mikla listamenn.
JÁTNING AGNARS.
Stútungskona, uppþornuff
aff sjá, sem sýnilegra minnt
ist þess í órafjarlægff, þeg
ar henni voru veittar ástir
manns. . . .
Mánudagsblaffiff.