Alþýðublaðið - 18.09.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.09.1965, Blaðsíða 11
Ritstjóri Orn Unglingameisfaramót íslands i sundi: Armann sigraði og vann bikar til eignar UNGLINGAMEISTARAMÓT ÍS- LANDS í sundi var haldið í Sund- laug Sauðárkróks sunnudaginn 12. sept. ICeppendur voru nær 80 skráð ir frá 12 íþróttafélögum og sam- böndum. Mótið hófst með ávarpi Guðjóns Ingimundarsonar, form. UMSS og ræðu Erlings Pálssonar, form. SSÍ. Að sundmótinu loknu sátu keppendur og starfsmenn kaffiboð hjá bæjarstjórn Sauðár- króks í Bifröst. Aðalúrslit urðu þau að Glímufé- lagið Ármann vann mótið með 114 stigum og verðlaunabikar til fullr- ar eignar. Næst að stigatölu urðu Umf. Selfoss 79 stig, Sundf. Ægir 48 stig, íþróttabandalag Akraness 28 stig Ungmennasamb. Skaga- fjarðar 27 stig, Sundfélag Hafnar- fjarðar 1814 stig, Knattspyrnufél. Vestri 1714 stig og önnur færri. Ekki komust allir keppendur frá Vestra til mótsins vegna þess að veður var óhagstætt til flugs. 50 m. baksund stúlkna. Matthildur Guðm. Á 38.2 sek. Ingunn Guðmundsd. Self. 39.4 sek. Ingibj. Harðard. UMSS 40.5 sek. 100 m. bringusund drengja: Gestir: Þór Magnússon, ÍBK, 1:20.6 m. Birgir Guðjónss. UMSS, 1.21.3 Reynir Guðmundss. Á. 1:22.0 m. Guðm. Grímss. Á 1:25.7 m. Ólafur Einarsson Æ 1:25.7 m. 50 m. skriðs. stúlkna: Hrafnh. Kristjónsd. Á, 31,1 sek. ísl. teipnamet. Ingunn Guðmundsd. Self. 33.0 sek. Guðfinna Svavarsd. Á, 34.1 sek. 50 m. baksund sveina: Jón Stefánsson SelL 40.3 sek. Páll Björgvinsson, Æ. 43.9 sek. Gunnar Guðmundss. Á. 45.1 sek. 50 m. bringusund telpna. Kolbrún Leifsdóttir V 41.6 sek. Þuríður Jónsdóttir, Self. 40.7 sek. Sigrún Siggeirsd. Á 43.7 sek. Gréta Strange SH 43.7 sek. 100 m. skriðsund drengja: Kári Geirlaugsson IA 1:04.8 mín. Þorsteinn Ingólfsson Á 1:06.5 mín. Guðm. H. Jónsson Æ 1:07.2 min. 50 m. bringusund sveina: Ólafur Einarsson Æ 40.0 sek. Guðjón Guðmundss. ÍA 41.0 sek. Gunnar Guðmundsson Á 41.2 sek. Framhald á 14. síSu XVIII. Olympíuleikarnir i Laugarásbió: Oi-myndin er glæsileg spennandi og fróðleg KVIKMYNDIN ,,Olympíuleik- arnir í Tokyo 1964” var sýnd nokkrum gestum í Laugar.ásbíó í gær. Kvikmyndin er mjög góð, enda mikið til hennar kostað, á sjötta hundrað kvikmyndatöku- menn unnu að myndinni og þar var valinn maður í hverju rúmi. Myndin hefst á upprifjun fyrri Olympíuleika, síðan sést flutningur Olympíueldsins frá Grikklandi til Japan, en inn í fléttað ýmsum atvikum, svo sem koma þátttakenda til Tokyo o. fl. Þá hefst setningarhátíð leik anna, sem er altíeg sérstaklega vel tekin, það má taka undir það, sem einn gestanna sagði: maður kemst bókstaflega i ol- ympískt „stuð”. Að setningar- athöfninni lokinni, en þar sést m. a. íslenzki flokkurinn, koma sýnishorn frá hirtum ýmsu íþróttagreinum leikanna, sem eru mjög margar. Lengstur er kaflinn um frjálsar íþróttir og scgja verður það að kvikmynda tökumennirnir eru hreinustu snillingar. Kvikmyndin er lær- dómsrík fyrir íþróttamenn, sem bókstaflega geta lært af henni, og skemmtileg fyrir allan al- menning, því að það er andlega dauður maður, sem ekki hrífst með. Auk kaflans um frjálsar íþróttir, er þáttur fimleikanna einstaklega skemmtilegur. — Myndin verður sýnd í Laugarás bíó nú á næstunni og það er ó- hætt að livetja alla til að sjá þessa stórkostlegu mynd. Ragnar Jónsson Ieikur í dag. FH og KR leika á Hörbuvöllum í dag í DAG kl. 15.00 fer fram á Hörðu- völlum í Hafnarfirði handknatt- leikskeppni, sem er sérstæð í sinni röð. Þá leika saman lið FH., sem varð íslandsmeistari úti og inni 1956 og lið KR. sem varð Reykja- víkurmeistari 1964. Leikurinn fer fram í tilefni þess að FH hefur nú í 10 ár í röð sigrað á útimótinu og vill handknattleiksnefnd FII heiðra hina fyrstu íslandsmeistara sína með þessum leik. Handknattleikur er sú íþrótt, sem hvað hæst hefur risið hér á íslandi og erum við í dag fyllilega sambærilegir við aðrar þjóðir. Það var á árunum milli 1950 og 1960, sem fyrst fór að bera á íslenzkum handknattleik”, þá fóru félagslið fyrst utan til keppni og þá koma liingað erlend lið. Það íslenzkt lið sem mesta athygli vakti á þess- um ái’um, var lið Fimleikafélags Hafnarfjarðar, sem árið 1956 verð- ur fyrst íslandsmeistari innanhúss og sama ár einnig meistari utan- húss. Skal nú í örfáum orðum reynt að greina frá sögu þessa liðs: Árið 1954 verða ungir piltar úr FH íslandsmeistarar í II. fl. Þessir niltar höfðu haldið hópinn í nokk- ur ór og æft vel saman undir hand- leiðslu hins kunna handknattleiks biálfara Hallsteins Hinrikssonar. Árið 1955 lék meistaraflokkur FH í II. deild, en ekki gátu FH-ingar notað alla sína beztu menn þar vegna þess að þeir voru of ungir og varð þess vegna að skipta liðinu í mfl. og 1. flokk, en þann flokk sigruðu FH-ingar þetta ár. Síðan kemur árið 1956 og upphefst þá blómaskeið meistaraflokks FH. — Þeir sigra í innanhússmótinu eftir harða baráttu við KR, sem hlaut jafn mörg stig, en FH hafði betri markatölu. Á útimótinu var sigur- inn ekki eins knappur og sjaldan hefur FH átt í nokkrum erfiðleik- um með það mót, en félagið hefur borið sigur úr býtum í því móti síðastliðin 10 skipti eða frá 1956. Enn skeði merkur atburður i sögu FH þetta ár, nefnilega fyrsta utanför félagsins. Einn FH-ingur Gísli II. Guðlaugsson var við nám í Óðinsvéum og æfði þar með danska liðinu Fram. Hann kom FH í sambandi við þetta danska lið og um sumarið fór mfl. FH utan og lék sex leiki í Danmörku og sigr- aði í þeim öilum. Við heimkomuna tóku Hafnfirðingar vel á móti lið- inu og var mikill mannfjöldi sam- an kominn til að þakka fróbæra frammistöðu, sem varð bæ og landi til mikils sóma. Þetta sama lið' vann svo það afrek að leika 60 leiki í röð án tapleiks, geri aðrir betur. Leikmenn þessa fi’æga liðs eru: Markmenn: Kristófer Magnússon og Hjalti Einarsson. Báðir þessir markverðir hafa varið mark ís- lenzka landsliðsins og tekið þátt i heimsmeistarakeppnum, Kristófer 1958 og Hjalti 1961 og 1964. Kristó Framhald á 10. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. sept. 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.