Alþýðublaðið - 26.09.1965, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 26.09.1965, Qupperneq 4
Á Rltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúl: Eiður Guðnason. — Simars 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. ASsctur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. TVÍBURAR VARLA LÍÐUR svo ivika, að ekki komi upp nýtt smyglmál hér á landi. Áfengi og tóbak finnst í skip- um. Danskt nautakjöt og amerískir kjúklingar finn- ast í frystigeymslum matvöruverzlana. Og heyrzt hefur, að jafnvel íslenzku smjöri sé smyglað aftur til landsins og þyki góður bisniss. Enda þótt smyglið sé efst á baugi, hafa menn ekki gleymt hinum tvíburanum, skattsivikunum. Enn sýndu skattskrár á liðnu sumri, hvílíkt óréttlæti við igengst, þegar stórefnaðir lúxusmenn sieppa nálega 'alveg við opinber gjöld, en þrælar hins opinbera (greiða þriðju hiverja krónu aftur í ríkiskassann. Alþýðuflokkurinn hefur innan ríkisstjórnarinnar gert kröfu um stóraukna baráttu gegn skattsvikum, og fengið því til leiðar komið, að sett var upp skatt- eftirlitsdeild. Á síðasta þingi var lögum um deildina enn breytt í þá átt að auka vald hennar og gera henni iéttara að hafa hendur í hári þeirra, sem sivíkja sam- félagið á þessu sviði. Alþingi ákvað að veita þeim mönnum frest og náð un, sem vildu sjálfir gera hreint fyrir isínum dyrum og byrja skattgreiðslur á nýjum og heiðarlegum grundvelli. Þessi frestur ivar hváð söluskatt snertir aðeins einn mánuður og er ekki vitað til, að nokkur isöluskattsþjófur hafi gefið sig fram og lofað bót og betrun. Baráttan við söluskattssvindiið heldur nú á- fram af fullum krafti, en einstaklingar hafa enn mokkurn frest til að gefa sig fram til að leiðrétta tekju- og eignaskatta. Þessi náðun fyrir iðrun byggist á þeirri skynsam- legu afstöðu meirihluta Alþingis, að leggja meginá- herzlu á heiðarlegar skattgreiðslur í framtíðinni, en til þess þurfa sumir að 'geta gert fortíðina upp. Mál þessi eru öll þannig vaxin, að kallast mundi mikill árangur, ef meira réttlæti yrði í framkvæmd skatt- fagningar í framtíðinni, en verið hefur hingað til. - RÚSSAR RÚSSAR eru teknir að flytja út Íslandssíld, sem þeir hafa veitt hér við land. Þetta eru slæm tíðindi fyrir íslendinga, þar eð Rússar hafa sjálfir keypt af okkur mikið magn síldar, og verður erfitt að finna annan markað í þeirra stað, ekki sízt ef þeir gerast sjálfir keppinautar okkar. Sovétríkin hafa lagt gífarlega áherzlu á uppbygg ingu fiskiflota á Atlantshafi og fiskiðnaðar í sam- bandi ivið hann. Það gera þau án efa bæði af hernað arlegum og efnahagslegum ástæðum. Hvað sem því líður, er hætt við, að sú stefna þeirra geti valdið ís- 'lendingum erfiðleikum. 4 26. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Husqvarna Husqvarna -eídaveUn er ómissandi í hverju nútíma eldhúsi — þar fer saman nýtízku- legt útlit og allt það, sem tækni nútímans getur gert til þess, að matargerðin verði húsmóðurinni auðveld og ánægjuleg. Husqvarna-eldavélar fást bæði sambyggðar og með sérbyggðum bökunar- ofni. Leiðarvísir á íslenzku, ásamt fjölda matarupp- skrifta fylgir. GUNNAR A8GEIRSS0N H. F. SUÐURLANDSBRAUT 16 — SIMI 35200. Byggingar yfir bókasöfn orðin aðkallandi Á ÞESSU ÁRI eru sextíu ár liðin frá því, er Hannes Hafstein ráðherra bar á alþingi fram frum varp til laga um stofnun bygging arsjóðs og byggingu opinberra bygginga. En 6. gr. frumvarpsins heimilaði stjórninni að byggja bókasafnsbyggingu úr steini fyrir 160 þús. krónur, svo stóra, að nægði Landsbókasafni og lands skjalasafni í 50 — 60 ár, en hýsti jafnframt hin önnur söfn landsins meðan húsrúm leyfði. Frumvarp þetta er fyrir margra hluta sakir merkilegt. Það sýnir að Hannes Hafstein og alþingi töldu byggingu slíks húss meðal brýnustu nauðsynja og reistu það af þeim stórhug, sem raun ber vifcni. En fyrst aldamótakynslóðin taldi sér í fátækt sinni fært að byggja slíkt hús sem Safnhúsið, hve miklu fremur ættum vér, sem nú erum uppi, ekki geta leyst þann vanda, er nú steðjar að fyrrnefndum stofn unum, ef vér einungis snúum oss markvisst að lausn hans. Einn mesti vandinn er sem kunnugt er, þrengsli þau er söfnin búa við og verður hér einkum rætt um ástand Landsbókasafns í því efni. Vér skulum fyrst til fróðleiks rifja upp eftirfarandi ummæli Jóns Jakobssonar landsbókavarð ar í minningarriti hans um aldar sögu safnsins (1818—1918, en þar greínir hann frá efni bréfs, er hann sendi stjórnarráðinu 30. okt. 1916. Jón segir svo m.a.: „Loks var þess getið í erindinu, að herbergi það, sem safnið hefði á leigu í húsi bæjarfógeta Jóns Magnússonar, væri nú fullt orðið af bókum og ekki sjáanlegt hvar komið yrði fyrir ritauka safnsins framvegis, éf Náttúrugripasafnið og Þjóðminja- safnið — annaðhvort eða bæði — yrðu ekki bráðlega látin hverfa úr bókhlöðunni." Þegar vér minnumst þess, að Þjóðminjasafnið var ekki flutt úr SafnhúSinu fyrr en í árslok 1950 og Náttúrugripasafnið þraukaði þar til haustsins 1960, er sízt að undra þótt- eftirmenn Jóns Jakobs sonar hafi allir sem einn kvartað sáran undan þrengslunum og hvatt til róttækra aðgerða. Guðmundur- Finnbogason hreyfði því þegar í Morgunblaðinu 27. júlí 1941, að reisa þyrfti nýtt hús yfir Lands- bókasafn og Þjóðskjalasafn, og lagði til að það yrði gert á liáskóla lóðinni, því að í rauninni væri fjarstæða að hafa tvö vísindaleg bókasöfn í Reykjavík. Háskólinn hefði með því móti fyrir sig þær bækur, sem hann þyrfti jafnan að hafa tiltækar, en ætti jafnframt beinan aðgang að liinu, sem til viðbótar þvrfti livert sinn. Þess yrði og betur gætt, að ekki yrðu kevnt tvö e'ntök af neinu verki, nema brýn nauðsyn bæri til. Þessi hugmynd var vakin að nýju í tillögu þeirri til þingsálykt unar um sameining Landsbóka safns og Háskólabókasafns, er sam þykkt var á alþingi vorið 1957 og birt var í árbók safnsins 1955—56 ásamt greinargerð bókasafnsnefnd ar. Formaður hennar var Þorkell Jóhannesson, en hann hafði í Rita skrá 1943 kveðið mjög fast að orði um liúsnæðisvandræðin. Óþarft er að rifja hér upp hug leiðingar og tillögur Finns Sig- mundssönar um þessi mál. Hann hefur rætt þau rækilega í þessu riti og bent á ýmis úrræði, enda enginn kunnugri málefnum safns ins en hann eftir 35 ára starf í þágu þess. Eins og nú standa sakir, virðasfc tvær leiðir helztar í safnamálun um. Hin fyrri og skörulegri er sú að byggja eitt myndarlegt hús yfir Landsbókasafn, Háskólabóka safn og Þjóðskjalasafn, og yrði það eflaust sú lausn, er borgaði sig bezt, þegar til lengdar léti. Reisa mætti slíka byggingu í áföng um, því að hægt væri að geyma áfram í núverandi geymslum safn anna þann hluta bóka og skjala er minnst hreyfing er á. Nýju safna húsi yrði að velja hinn bezta stað og ætla því svo mikið landrými, að Framhald á 10. síðu. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO" ÁRBÓK LANDSBÓKASAFNSINS 1964 er fyrir nokkru kom in út. í yfirlitsgrein um málefni safnsins, sem Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður ritar, ræðir hann meðal annars byggingamál. Bendir hann á, live aðkallandi sé að byggja yf- ir Landsbókasafn, Háskólabókasafn og Þjóðskjalasafn, og fjall ar um ýmsar leiðir til lausnar því máli. Alþýðublaðið birtir þennan þátt árbókarinnar hér sem heild. Ioooooooooooooooooooooooooooooooo

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.