Alþýðublaðið - 29.09.1965, Síða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (éb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull-
trúi: Eiður Guðnason. — Símars 14900 - 14903 — Auglýslngasími: 14906.
Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakiö.
XJtgefancii: Alþýðuflokkurinn.
Ógeðfelld árás
GUÐMUNDUR í. GUÐMUNDSSON hefur eftir
þriggja áratuga þátttöku í íslenzíkum stjórnmálum
vikið af þeim vettvangi og verið skipaður ambassa-
dor í Bretlandi. Guðmundur hazlaði sér völl á sviði
utanríkismála, þar sem baráttan við kommúnista
hefur jafnan verið hörðust. Reyndist hann þeim
hættulegur andstæðingur.
Af þessu (og ýmsu öðru) leiddi, að Þjóðviíiinn
lagði Guðmund í einelti og hefur um langt árabil
reynt að buga hann með einni svívirðilegustu rógs-
og álygaherferð, sem hér hefur sézt. Kommúnistar
hafa reynt að knésetja fleiri leiðtoga jafnaðar-
manna á þennan ógeðfellda og óheiðarlega hátt, en
fáir hafa mátt þola annað eins og Guðmundur í þeim
efnum. Nú hverfur hann til annara starfa, og mætti
ætla, að kommúnistar hefðu þá sómatilfinningu að
láta íslenzkan ambassador í friði, en beina spjótum
sínum gegn öðrum leiðtogum jafnaðarmanna, ef ó-
hjákvæmilegt er að skjóta eiturörvum í stjórnmála
baráttunni.
Síðasta árásarefni Þjóðviljans á Guðmund eru
kaup ríkisins á húsi hans í Hafnarfirði. Tíminn hefur
aipplýst, að ríkið hafi samkvæmt lögum frá 1947 um
embættisbústaði dómara keypt eða látið byggja em
bættisbústaði fyrir álla héraðsdómara landsins, nema
þrjá. Hafi iengum héraðsdómara, sem óskaði að selja
ríkinu embættisbústað isinn, verið neitað. Þess vegna
hafi sú ráðstöfun Hermanns Jónassonar að ákveða
kaup á bústað Guðmundar, sem þá var bæjarfógeti
í Hafnarfirði, iverið sjálfsögð og rétt.
íslenzka ríkið kaupir og selur mörg hús á hverju
ári. Kommúnistar hafa ekkert skrifað um önnur húsa
kaup, en birta hverja greinina -annarri svívirði-legri
um bæjarfógetahúsið í Hafnarfirði. Af þessu verður
augljóst, að Þjóðviljanum kemur ekki til almennur
áhugr á húsakaupum hins opinbera, heldur hefur blað
ið eingöngu áhuga á að svívirða Guðmund í. Guð-
mundsson. Verðui* ekki betur séð, en hér sé um að
ræða persónulegt hefndarstríð af hálfu ritstjóra Þjóð
viljans.
íslendingar hljóta að fordæma árásir Þjóðvilj-
ans á Guðmund í. Guðmundsson, eftir að hann hef-
ur verið skipaður ambassador í London. Þurfa í-s-
lenzkar stjórnmálaerjur -að elta menn út fyrir land-
steina — eftir að þeir hafa látið af þátttöku í stjóm
málum og tekið að sér ópólitísk trúnaðarstörf fyrir
þjóðina?
Enginn íslendingur hefur eins mikla þekkingu á
utanríkismálum þjóðarinnar -og Guðmundur í. Guð-
nnundsson -eftir rúmlega níu ára feril sem utanríkis-
■ráðherra. Þess ivegna er torfundinn sá maður, sem
'væri hæfari sendiherra -en hann.
4 29. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar
DANSKENNARASAMBAND ISLANDS
Skólinn tekur til starfa mánudaginn 4. október.
Kenndir eru allir samkvæmisdansar, þar á með-
al þeir nýjustu, t.d. Jenka, Zorga (Siritaki) og
Quando.
Einnig eni -barnadansarnir kenndir í yngstu
flokkunum.
REYKJAVÍK:
Innritun daglega frá 1—7 í síma 10118 og 20345.
Kennt verður í nýjum glæsilegum húsakynnum
skólans að Brautarholti 4.
KÓPAVOGUR:
Innritun daiglega frá 1—7 í síma 1-31-29.
HAFNARFJÖRÐUR:
Innritun daglega frá 1—7 í síma 1-31-29.
KEVLAVÍK:
Innritun daglega frá 3—7 í sí-ma 2097.
Nemendur þjálfaðir til að taka heimsmerkið í
dansi.
Stærsta
NÝLEGA LÝSTI eitt af dag-
blöðtmum nýju íþróttahöllinni og
sagði þá meðal annai-s af stolti
að á henni væri stærsta hvolfþak,
sem þekktist á nokkurri íþróttahöll
í heimi. Ég hef aldrei skilið þessa
byggingu. Hún stendur í lægð og
maður sér aðeins ofan á kollinn
á henni. Ég hafði haldið, að hús í
þessum stíl ætti að standa á hæð,
allmikilli hæð. Nú er að sjá þetta
stórhýsi eins og ma'ður horfi nið
ur á skjaldböku.
EN ÞAÐ ER MIKILS VIRÐI
að eiga stáersta hvolfþak í heimi
Einhvernveginn finnst manni að
þetta sé glymjandi tómahljóð. Það
er eins og þarna hafi verið kom
ið fyrir tómri tunnu. Myndarlegt
skrifstofuhús reis þarna fyrst og
var fullgert og það er táknrænt að
það þurfi að byggja yfir skrif-
stofufólkið, sem á að sjá um tóma
hljóðið.
EINS OG KUNNUGT ER stönd
um við langt að baki þeim ungu
mönnum sem gerðu garðinn fræg-
an fyrir aldarfjórðungi. Engin ný
afi’ek liafa átt sér stað í frjálsum
íþróttum og ég efast um að knatt
spyrna okkar hafi tekið nokkrum
framförum á síðustu þrjátíu ár
um.
ÞAÐ EINA sem hægt er að vitna
hvolfþak
til, er handboltinn, en þar er í
raun og veru um tiltölulega nýja
íþrótt að ræða, að minsta kosti
hér á landi. Að öðru leyti er ekki
um neinar framfarir að ræða hjá
íþi-óttafólki. Nema síður sé. Ég
veit ekki hversu marga milljóna
tugi „stærsta hvolfþak i heimi“
hefur kostað okkur. Það væri sök
Sér að ráðast í slíka byggingu ef
mikil afrek í íþi-óttum hefðu átt
sér stað og hefði byggingin þá ver
ið verðlaun handa afreksmönnum
og konum.
ÉG VEIT AÐ SAGT VERÐUR,
að einmitt þessi skjaldbökuhöll eigi
að verða til þess afi efla íþróttir
og íþróttalíf, og við skulum vona,
afi hún geri þaff. En sem stendur
lief ég litla trú á því. Mórallinn
í íþróttahreyfingunni er ekki góður
enda ber hann svip af andlegum
habítus þjó'fiarinnar í heild sem all
ur markast af gróðaliyggju og lífs
gæðagræðgi. Á slíkum tíma verða
hvorki unnin andleg né líkamleg
afrek.
ÞETTA ERU EF TIL VILL hörð
orð. En maður fær ekki oi’ða bund
izt. Hégómaskapu-rinn, tildrið og
sýndarmennskan tröllríður öllu og
öllum, og jafn vel beztu menn tapa
sjónum af þeim raunverulegu verð
mætum, sem er það eina sem fram
tíðin getur byggt á.
/ heimi!
EF HÉR VÆRI öflug íþrótta-
hreyfing, þá mundi ég ekkert
segja. En ég hef enga trú á því,
að þessi gx-íðarlega galtóma tunna
í lægðinni fyrir neðan Suðurlands
braut verði til þess að styrkja ein
staklingana eða samtökin til af-
reka. Hvað varð til þess að skapa
afrek snillinganna fyrir tveimur
til þremur áratugum? Þá áttu þeir
fáa og lélega samkomustaði til fé
lagsskapar og afreka, og unnu mik
il afrek. Þetta tómahljóð ætlar
að æra allt og alla.
Hannes á horninu.
Koparpípur of
Fittings,
Ofnkranar,
Tengikranar,
Slöngukranar,
Rennilokar,
Blöndunartæki.
Burstafell
byggingavöruverzlnm,
Réttarholtsvegi 3.
Síml 3 88 40.