Alþýðublaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 7
Bandamkar hérsveitir á land í Suffur- Vietnam. STRAUMHVÖRF TNAM? MEÐAN athygli toeimsin.s liefur heinzt að styrjöld Indverja olg Pak istana hafa breytingar átt sér stað í Vietnam, bæði pólitískar en eink um hernaðarlegar. Bandarískir hermenn í Suður- Vietnam eru nú 130.000 talsins. Búizt er við, að talsverð fjölgun verði í liði Bandaríkjamanna fyr- ir áramót. Upp á síðkastið hafa þeir snúið vörn upp í sókn. Nú eru það þeir, sem taka frumkvæð ið og leita skæruliðanna. Og á undanförnum vikum hafa þcir fellt mikinn fjölda skæruliða. Bandariska Iandvarnaráðuneytið hermir, að 695 bandarískir og suð ur-yietnamiskir hermenn hafi fall ið og 2080 særzt á fjögurra vikna tímabili, sem lauk 4. september. Á sama tíma féllu 3.440 hermenn Vietcong o(g 555 særðust. Loftárásir risastórra flugvéla af gerðinni B52 á sveitir Vietcong í Suður-Vietnam eru nú fastur liður í stríðinu, enda þótt bæki- istöðvar þessara flugvéla séu. í óra fjarlægð. Sagt er, að loftárásirnar séu farnar að hafa neikvæð áhrif lá baráttuvilja skæruliðanna. Sömu sögu er að segja um hinn aukna hreyfanleika bandarísku hersveitanna, sem stafar af því að mikill fjöldi þyrla hefur bætzt við. Hersveitir Vietcong dveljast nú sjaldan lengur en einn dag eða svo á sama stað. Skæruliðar, sem tteknir hafa verið höndum, segja að félagar þeirra þjáist þvi oft af svefnleysi og matvælaskorti og séu. örmagna af þreytu. * ÓBREYTT AÐSTOÐ Á undanförnum vikum hefur engin breyting orðið á aðstoð þeirri, sem Rússar oig Kínverjar hafa veitt Norður-Vietnam. Kín- verjar vei'ta sem fyrr mjög litla hernaðaraðstoð. Rússar hafa sent állmikið magn matvæla og nokk uð magn vopna og skotfæra. Gert er ráð fyrir því, að Rússar vinni að því að efla eldflaugarstöðvar isínar þótt Bandaríkjamenn hafi ekki ráðizt !á þessar stöðvar ný- 'lega, en á hinn bóginn liafa banda rískar flugvélar heldur ekki verið skotnar niður með þessum eld- fiauigum. Þótt Bandaríkjamenn kunni enn að vera langt frá hernaðarlegum Sigri getúr enginn vafi leikið á því, að hernaðarástandið yfirleitt er talsvert bjartara en fyrir að- eins einum eða tveimur mánuð- um. Og þar sem monsúnregntíman um er nú lokið á óshólmasvæðinu og að mestu lokið á miðhálendinu verður hreyfanleiki bandarísku hersveitanna ennþá meiri á þess um slóðum og einnig munu þær ihafa ennþi meiri not af flugvél um sínum, enda ógnar ekkert yf irburðum þeirra í lofti. Á Da Nang svæðinu og í Norður-Vietnam eru október og nóvember aftur á móti mestu úrkomumánuðurnir KY FLUGMARSKALKUR — reynist hæfari en við var búist að staðaldri. Erfitt er að trúa því, ?ð leið- togarnir í Hanoi hafi ekki gert sér grein fyrir því nú, að þeir Igeta ekki náð takmarkj sínu með hernaðarlegum ráðum, nema því aðeins að Kínverjar skerist í leiik inn eða eitthvað óvænt gerist. Hins vegar hefur ekkert bent til þess enn sem komið er, að valdamenn irnir í Hanoi reyni að koma þeim boðum áleiðis til Washington, að þeir séu reiðubúnir að setjast að samningaborði. Préttir þess efnis, að vera megi að 325. norður-vietnamiska her- fylkið hafi verið flutt burtu frá Suður-Vietnam, hafa ekki verið staðfestar í Washington. Sagt er, að leyniþjónustan í Suður-Viet- nam, hafi ekkert frétt af þessu herfylki í nokkrar vikur. En em bættismenn í Washimgton benda á, að ekki sé hægt að líta á nei- kvæðar upplýsingar sem þessar sem sönnun um, að herfylkið hafi hörfað norður á bóginn. Ekki alls fyrir löngu nefndi Dean Rusk ut anríkisráðherra brottflutning þessa herfylkis sem dæmi um, hvernig stjórnin í Hanoi gæti lát ið í ljós vilja til að komast að friðsamlegu samkomulagi. * BETRA STJÓRN- MÁLAÁSTAND Á heimavígstöðvunum í Saigon er ástandið betra en við hefði mátt búast. En þetta samsvarar nokkurn veginn þvi, er sagt. sé að ástandið sé grátt en ekki svart. Óstöðugleiki suður-vietnamiskra stjórnmála, skortur sá á virðingu, sem allar síðustu stjórnir lands- ins hafa notið, og þau mistök þeirra að taka ekki félaigsleg og efnahagsleg vandamál þjóðarinn ar föstum tökum — þetta er stöð ugt vandamál og gefur stöðugt til efni til svartsýni varðandi framtíð landsins. Stjórn Ky flugmarskálks er eng in undantekning. En bandarískir embættismenn, sem voru siður en svo hrifnir þegar hann tók við stjórnartaumunum, játa nú, að hann hafi í raun og veru reynzt talsvert seigari og hæfari forystu maður en þeir gerðu ráð fyrir. Þótt ástandið hafi vissulega batnað á hernaðarsviðinu og að nokkru leyti á stjórnmálasviðinu á undanförnum vikum fer fjarri að embættismenn í Wasbington telji að baráttan taki skjótt enda. Þeir vara jafnvel við of mikilli bjartsýni vegna siðustu atburða. Ýmislegt bendir til þess að jafn framt því sem hernaðaraðstaðan batni dragi úr áhuga manna í Washington í samningaumleitun um. Þetta er ef til vill eðlilegt. Megintilgangurinn með þátttöku Bandaríkjamanna í Vietnamstríð- inu er að sannfæra Noi’ður-Viet- nammenn og bandaimenn þeirra um, að þeir geti ekki unnið hem- aðarlegan silgur, eins og margoft hefur verið lýst yfir, og um leið að bæta hernaðaraðstöðu Suður- Vietnammanna og veita þeim betri samningsaðstöðu á ráð- stefnu, sem kann að verða haldin síðar meir. * AUKINN STYRKUR En því betur sem bandarískum hersveitum verður ágengt í stríð inu því betri verður samningsað- staðan. Svo að ekki er að undra þótt bandarísk yfirvöld vilji fá meiri tíma til þess að liagnýta sér hinn aukna hernaðarlega styrk- leika í Suður-Vietnam svo að hæigt verði að semja úr sterkri aðstöðu þpgar þar að kemur. Eftir ósigur Frakka við Dien, Bien Phu 1954 sömdu vesturvekl in greinilega úr veikri aðstöðu S Genfarráðstefnunni siðar um ár- ið. Samkomulag það, sem náðist á þeirri ráðstefnu, verður áreiðan lega' grundvöllur sérhvers nýs samkomulags. En þótt stjórnin i Washington fallist á þetta vill hún igera nokkrar breytingar cr tryggi það, að ef þjóðin í Suður- Vietnam kýs að koma á fót sjálf stæðu ríki, sem laust verði við> kommúnistísk áhrif og án nokk- urra tengsla við Norður-Vietnam, verði henni heimilt að gera slíkt. í samningunum frá 1954 var gert ráð fyrir kosningum í landinu öllu er leiða mundi til sameining ar Norður- og Suður-Vietnams. TILKYNNING frá Síldarverksmiðjum ríkisins um pantan- ir og verð á síldarmjöli. Verð á síldarmjöli hjá Síldarverksmiðjum ríkisins af •framleiðslu sumarsins 1965 hefur verið ákveðið kr. 682,00 per 100 kg. frítt um borð á verksmiðjuhöfn eða afgreitt á bíl. Eins og áður hefur verið tilkynnt þarf að panta mjölið hjá skrifstofu vorri á Siglufirði fyrir 30. þessa mánaðar og hafi kaupendur leyst út pantanir sínar eigi síðar en 10. nóvember 1965. Síldarverksmiðjur ríkisins. Leikflokkurinn BRINKMAN AMERICAN THEATRE GROUP ' syngur og leikur ljóð'aflokkinn , \ „Spoon river anthoiogy" á Litla sviðinu í Lindarbæ lauigardaginn 2. október kl. 4 síðdegis og sunnudaginn 3. október kl. 8 siðdegis. Aðgöngumiðar eru seldir í miðasölu Þjóðleikhússins. Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900 ALÞÝÐUBIAÐIÐ - 29. sept. 1965 .y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.