Alþýðublaðið - 11.11.1965, Síða 3
NÝR BÓKAFLOKKUR FRÁ
ALMENNA BÓKAFÉLAGINU
r
Reykjavík, OTJ
TVÆR nýjar bækur j'rá Al-
menna bókajélaginu koma í verzl-
anir í dag en þær heita: Hún An-
tónía mín eftir bandarísku skáld-
konuna Willu Cather, og Fruman,
eftir John Pfeiffer, og ritstjóra
tímaritsins Life
Á fundi meff fréttamönnum
sagffi Baldvin Tryggvason frá
þessum tveimur bókum, og nýjum
bókaflokki sem AB er aff hefja
iitgáju á 00 heitir Alfræðisafn AB.
Sagan um Antóníu gerist laust
fyrir síðustu aldamót og segir írá
íandnemum Nebraska, baráttu
þeirra og sigrum og sorgum. Séra
Friðrik A. Friðriksson íslenzkaði
bókina, sem er 330 bls. að stærð.
Fruman er þýdd 'af dr. Sturlu
Friðrikssyni, jurtafræðingi. Er í
bókinni gerð ítarleg grein fyrir
frumunni, grundvallareiningu alls
lífs á jörðinni. í henni er rakin
sagan til uppruna mannsins og
leit hans að betra lífi er m.a. kom-
In undir skilningi hans á frum-
unni.
Bókin er mjög glæsileg í útliti
og prýdd fjölda mynda sem all-
flestar eru í litum. Er hún þannig
úr garði gerð að leikmenn geta vel
haft af henni gagn og gaman.
Sem fyrr segir er Fruman fyrsta
bókin í flokknum Alfræðasafn
AB. Á eftir munu fylgja m.a.
Mannslíkaminn, í þýðingu Guð-
jóns Jóhannessonar og Páls Kolka,
Könnum geimsins, Mannshugur-
inn, Vísindamaðurinn, Veður,
Hreysti og sjúkdómar, Stærðfræð-
in Efnið og Flugið.
í hinum nýja bókaflokki er
fjallað um vísindaleg og tækni-
leg efni. Fjallar hver bók um
afmarkað svið, og einkum þau er
vísindaleg þekking hefur aukist
hvað mest í á síðustu árum Með
þessu er stefnt að því að gefa
lesendum nýja innsýn i þessa
þekkingarheima, á tímum þar sem
hver uppgötvunin rekur aðra, og
jafnframt að gefa kost á að fylgj-
ast með starfi vísindamanna sem
að þessu vinna. Mikill skortur
hefur verið á vísindaritum fyrir
leikmenn hér á landi og er þetta
þýðingarmikið framlag í það litla
safn.
Alþingismenn deila
um skotverðlaun!
Hvernig er bezt oð útrýmai svartbaknum !
SVO VIRÐIST, sem deila sé í
uppsiglingu milli alþingismanna
um það, hvort ríkið skuli veita
verðlaun fyrir dráp á svartbaki,
og gætu orðið um það svipuð á-
tök og urðu . um, rjúpuna fyrir
nokkrum á:rum. Eru þingmenn
sammála um, að æskilegt sé að
vinna gegn svartbak og hindra, að
hann .valdi tjóni. En þar lýkur
samkomulaginu. Vilja sumir halda
í verðlaunaveitingarnar, en aðrir
eru á móti þeim og beita fyrir sig
rökum n'áttúrufræðinga, sem telja
slíka verðlaunaveitingu gagns-
lausa með öRu og því óþarfa
eyðslu á opinberu fé.
Forsaga þessa máls er sú að
undir lok alþin.gis í vor fluttu
nokkrir þingmenn frumvarp um
útrýmingu svartbaks, þar sem
gert ar ráð fyrir heilum her
manna, týgjuðum fullkomnustu
eyðingartækjum, til að vinna á
varginum. Auk þess skyldi greiða
fyrir hvern væng 20 krónur. Varð
frumvarp þetta að lögum í önn
um þingloka án teljandi athugun
ar eða umræðu, enda eru allir þing
menn á móti svartbak.
Nú hefur verið 1-agt fyrir þing
ið frumvarp um ný fuglafriðunar
lög, sem gert hefur verið af nefnd
sérfróðra manna. Eru þar ákvæði
í OOO<OOOOOOOOOO<OOO<
Nokkrar appelsínur af trénu. Stærsta er 425 gr. (Mynd-H-dan.)
tveggja metra hátt
appelsínutré í stofunni
i.
um veiðitíma fugla og veiðiaðferð
ir. Meðal annars er gert ráð fyr-
ir, að heimila megi eyðingu svart
baks með eitri, aúk þess sem hann
er réttdræpur með skotum allt
árið. En í staðinn er gert ráð fyr
ir, að lögin um eyðingu svartbaks
og 20 króna verðlaunin falli úr
igildi — tæplega ársgömul.
Fuglafræðingar benda á að
aldrei hafi verið hægt að útrýma
eða fækka verulega neinni fugla
tegund með því einu að skjóta
hann. Þetta hafi rjúpan okkar
sannað, þegar 400.000 stykki voru
flutt út áður fyrr. Þetta sanni
einnig ghálgæsin, þvi þriðiungur
íslenzka stofnsins sé skotinn á
hverju ári á Bretiandseyium, en
samt fjölgi gæsinni geigvænlega.
Verðlaunaveitingum fyrir fugla-
skot hafi verið hætt í öðrum lönct-
um oi alþjóðasamtök hafi gert sam
þykkt um gagnsleysi þeirra ráðstai- .
ana.
Menntamálanefnd neðri deilcar
er sammiála um afgreiðslu fugla-
friðunarfrumvarpsins — nema uia
svartbakinn. Meirihluti vill fa?a
að ráðum fuglafræðinga og hætfa
tilgangslausum: verðlaunaveitingt-
um, og eru það þeir Bendikt
Gröndal Axel Jónsson, Björn Fr.
Björnsson og Einar Olgeirsson.
Minnihlutinn vill halda lögunum
Framhald á 10. síðu.
manna a
60 fluttir á lögreglusföðina
Fyrir 11 árum settu hjónin
Kristjana Hafliffadóttir og Jón
Z. Sigríksson Stillholti 11 Akra
nesi niöur í blómapott stéin úr
JAFFA-appelsínu. Upp af stein
inum óx blóm sem brátt náöi
mikilli hæð þannig að þaö óx
upp í loft í stofu þeirra hjóna,
en þar hefur blómið alla tíð
staöiö. Fyrir tveim árum fór
þaö að bera ávöxt. Fyrst komu
lítil hvít blóm, sem síöan uröu
að appelsínwn og komu alls
40 á það, þaö ár.
Þær þroskuðust lítiö, þó
þær næöu venjulegri stœrö, en
litur þeirra allra var grænn.
í ár hafa komið á það rúmlega "
30 appelsínur. Þróskuöust
margar af þeim og náðu þess-
um rótta appelsínugula lit, en •
nokkrar þeirra uröu- grænar. ■
Siærsta aþpelsínan, sem kom af~
trénu í ár uq 425 'grömm, en
hinar um 160 grömm að þyngd.
Kristín- sagði okkur. aö, tréð ..
hefði tvisvar vaxiö upp í-loft
í stofunni, sem er um 2,60' m:
á hæð og hefði hún þá' klippt
ofan af því, en hæðin á því
nú væri um 2,20 m. Ekki.jkvaðst
hún meðhöndla það-á-neinn-
sérst.akan liátt; aðeins-bera á
þgð blómaábiirð afog til.'Einn- '
ig fræddi hún okkur á því, að
fyrst eftir að appélsínurnár
væru tcknar af trénu, þá væru
þær.ynjög- þurrar aö.innan, en
eftir svona■ hálfan mánuð þá
' væru þær" orðnar • ágætar til
að borffa þær, en þó kvað hún
þær ekici. verða eins. safaríkar
og þær appelsínur..s.em fást í
. verzlunum.. Appelsínutréð er í
miklu- uppáhaldi hjá 'húsbónd-
anum og sagði frúin okkur, að
ef hún færi aö heiman og
hann ætti að vökVa blómin,
þá . kæmiþað fyrir að hann
- vökvaði ■■ ■ appelsínutréð, en
gíeymdi hinúm............
í GÆRKVELDI KOM til mik-
illa átaka milli bandarískra her-
manna, sem voru að skemmta sér
í Þórskaffi. Var lögreglan kvödd-
á vettvang og tók hún hvorki meira
né minna en 60 bandaríska her-
menn fasta og fór með þá niður
á lögreglustöð.
Forsaga þessa máls mun vera á
þá leið, að átök urðu milli nokk-
urra hermanna á Gildaskálanum
við Aðalstræti. Tveir meiddust al-
varlcga og varð að flytja þá á
Slysavarðstofuna. Síðan barst
leikurinn yfir á Þórskaffi og kom
þar til svo alvarlegra átaka milli
Filipseyinga og Bandarikjamanna,
að dyraverðir veitingahússins sáu
sér ekki ánnað fært, en að hringja
á lögregluna og biðja hana. að
f jarlægja þá. Mikill f jöldi lögreglu
•manna kom á vettvang og hand-
tók hermennina, sem þá höfðu
gert mikinn usla, brotið og yelt
um borðum og stólum. Nokkrií
meiddust í þessum átökum og
voru fluttir á Slysavarðstofuna,
en enginn alvarlega.
Eins og fyrr segir fór lögregÞ
an með 60 bandaríska hermenn
niður á lögreglustöð og voru þei*
þar í haldi um stund, en að þv*
búnu tók lögregla varnárliðs.ins
þá í sína umsjá.
oooooooooooooooc
Fundur í Kven-
félagi Alþýðu-
K>ooooooooooooooooooooooo<oooooooooooooooooooooooo<
Blindravinafélag íslands. Þessi
númer hlutu vinning i merkjasölu
happdrætti félagsins:
1. númer 38446 Sjónvarpstæki
j 2. núrner 4875 ísskápur
I 3. númer 7450 Kaffistell
4. númer 27591 Óhreinatauskarfa
5. númer 20906 Blaðagrind
Kvenfélag Afþýðuflokks-
ins í Reykjavík heldur félags j
fund tnáiiudagskvöld 15. nóv,
í Preiitaraliciinilinu víð’,
Hverfisgötu. Fundarefni: Á-
ríðandi félagsmál, bazar - og
fleira. Frú María Dalbergi
flytur erindi og sýnir andlits-'
snyrtingu. Fjölmennið og
takið með ykkur gesti.
>0000000000000004
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. nóv. 1965.