Alþýðublaðið - 11.11.1965, Qupperneq 4
GQ£SO®
Bltstjórar: Gylft Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — RltstjórnarfaH-
trðl: EiSur GuBnason. — Slmart 14900 -14903 — Auglýsingasíml: 14908.
ABaetur: AlþýSuhúsiS viS Hverfisgötu, Reykjavík. — PrentsmiBja AlþýBu-
MaSslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 6.00 elntakið.
YJtgefandl: AlþýSuflokkurlnn.
18 ÁRA
KOSNINGAALDUR
ÞINGMENN ALÞÝÐUFLOKKSINS hafa lagt
fram á Alþingi tillögu um 18 ára kosningaaldur. Þar
með vekja þeir máls á réttarbót, sem um þessar
mundir er mikið rædd 'víða um heim, ekki sízt á Norð
Urlöndum. Stórveldin tvö, Sovétríkin og Bandaríkin,
hafa fyrir löngu riðið á vaðið og tekið upp 18 ára
kosningaaldur, Rússar í stjórnarskrá sinni, Banda-
rjkjamenn í lögum einstakra fylkja. Er því aðeins um
að spyrja, hve lengi það dragist að fleiri þjóðir taki
upp þessa skipan.
| Hér á landi eru aðeins þrír áratugir, síðan 21
árs kosningarréttur var lögfestur við þingkosningar
I raun og veru fær aðeins fjórði hluti þjóðarinnar
kosningarétt 21 árs, þegar þingkosningar fara fram
fjjórða hvert ár. Annar fjórðungur er orðinn 22 ára,
þegar hann kýs, þriðji fjórðungurinn 23 ára og all-
margir 24 ára.
Enda þótt það sé almenn regla að binda kosninga-
rétt við 21—24 ár, er engin ástæða til að ætla, að
það sé skipun framtíðarinnar. Unga fólkið fær nú
bráðari þroska en áður og rneiri menntun. Því er
sýnt meira traust í margvíslegum ábyrgðarstörfum,
óg er engin ástæða til að láta það bíða eftir kosninga-
rétti eins lengi og tíðkazt hefur. Hitt er vænlegra að
sýna fólki á aldrinum 18—21 ára það traust að veita
því sama rétt til áhrifa á. stjórn landsins og hinum
eldri.
Mál þetta hefur enn sem komið er ekki verið
mikið rætt hér á landi. Alþýðuflokkurinn endurskoð
aði stefnuskrá sína nemma árs 1963, og samþýkkti þá
að hefja baráttu fyrir kosningarétti æskufólks frá
18 ára aldri. í samræmi við þessa ákvörðun er mál-
ið nú upp tekið á þingi.
Einfalt mál er að flytja breytingatillögu við stjórn
arskrána og setia 18 í staðinn fyrir 21 árs aldur. En
Alþýðuflokkurinn telur eðlilegt, að meira verði um
málið rætt, áður en flutt er tillaga um stjórnarskrár
breytingu, og leggur því til skipun nefndar, sem um
málið fjalli. Þar mundi hinum flokkunum gefast
tóm til að íhuga málið og ræða í sínum herbúðum.
Ekki má breyta íslenzku stjómarskránni án þess,
að þing sé þegar rofið og efnt til kosninga. Ekki tel-
úr Alþýðuflokkurinn ástæðu til >að svo mikið sé við-
haft. Þegar samkomulag næst, eða sterkur meiri-
hluti reynist vera fyrir 18 ára kosninpaaldri, má af-
greiða málið á síðasta þingi fyrir reglulegar kosn-
ingar.
| Sjálfsagt er, að sitt sýnist hiverjum um þetta mál.
Ýms rök má færa með 18 ára kosningarétti og móti.
Alþýðuflokkurinn hefur beðið þjóðina að taka þetta
jnál á dagskrá. en hann treystir því, að úrslit geti að
eins orðið á einn veg.
4 11. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLA0IÐ
Dönsk sófasett
Norsk sófasett
íslenzk sófasett
AHORFANDI SKRIFAR „Fag
ur draumur rætist. Herferð gegrn
himgTi! Það er heróp okkar íslend-
inga í dag. Það hlýtur að kalla já-
kvætt til gervallrar íslenzku þjóð:
arinnar. Það hlýtur að snerta sam
vizku okkar allra, sem vitum að
hundruð milljóna manna líða fyrir
vanfóðrun. Við erum blátt áfram
skyldug til að skera nú ekki við
nögl okkar og mikið meira en upp |
fylla áætlunina. Við þurfum aðj
þre- eða fjórfalda hana í ár. Þáj
þá þurfa æskulýðssamtökin að,
halda starfinu áfram og finna út
i
nýtt prógram. Þörfin verður ekki;
minni næstu árin heldur en hún
er í dag.
FYRIR NOKKRUM MISSER-
UM átti ég tal við merkan íslenzk-
an blaðamann og bar fram við
hann þessa hugmynd, sem sé að
blaðamenn, sem hafa með sér
virðulegan félagsskap kæmu svip-
uðu prógrammi af stað, sem væri ^
söfnun hjá þjóðinni allri, sem not-1
uð væri til hjálpar sveltandi með- j
bræðrum, hvort sem þeir væru í
austri, jSuðri eða vestri. Ég veit
ekki hvað sá góði maður hefur gert
úr minni hugmynd. En hvað um
það. Stefnan er í fullum gangi.
í DAG 6. nóv. fer fram allsherj-'
ar söfnun, en henni má alls ekki
ijúka þar með. Hún þarf að standa
til áramóta. Við skulum spara í:
óhóflegar jólagjafir í ár, en beina ■
spöruðu peningunum þess í stað
til hjálpar þeim, sem bágt eiga og
að gagni kemur. Og umfram allt
meðan við getum miðlað og verið
aflögufærir, þá má þráðurinn ekki
slitná. Ný áform næstu árin með
æskulýðssamtökin í fararbroddi.
Okkur hinum eldri ber að rétta
þeim örfandi hönd.
ÉG FINN MIG knúðan til að færa
þeim öllum og ekki síza þeim, er
í fararbroddi standa, mínar beztu
<-oooooooooooooooooooooooooooooo>
* Aff fórna fyrir affra.
★ Gjöf göfgar gefanda.
Gömlu lögin sungin og leikin.
ir Þakkir frá gömlum manni.
<>
S
ó
>0000000000000000000000000000000
þakkir og bið þá einlæglega að
láta ekki staðar numið.
Ég er alveg hárviss, veit með
öruggri vissu, að forsjónin launar
okkur það aftur. Við fáum launin
fyrr eða síðar. Ég hefi kynnzt
gjafmildum mönnum, sem gefa til
þeirra, er þurfa og til liknarstofn-
ananna. Þeir sögðu mér að ávalt
hafi forsjónin fært þeim á ein-
hvern hátt til baka, það, sem úti
var látið. Mín reynsla er sú sama
og þessara góðhjörtuðu íslenzku
borgara, sem nú eru flestir ekki
lengur á foldu.
EN ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ verðum
við ávalt að muna, að gjöfin sé
okkur ávalt gleymd, þegar hún er
af hendi látin, þá er hún gefin
með réttu hugarfari. Spakmælið:
æ sér gjöf til gjalda, má ek^í
sannast á neinn hátt í þessu til-
liti.“
S. P. Á. SKRIFAR: „Tek það
fram að ég ætla ekki að fara að
skamma útvarpið, þó ég beri fram
litlar athugasemdir við það sem ég
vona að það taki til greina, vegna
meðfæddrar vináttu sinnar til hlust
endá.
ÉG ER ELDRÍ MAÐUR, og hefi
því reynt að hlusta á þáttinn
„Gömlu lögin sungin og leikin,' en
ég hefi orðið fyrir vonbrigðum, því
lögin hafa verið, að ég tel, ekki
gömlu góðu lögin okkar, heldur lög
eftir Jón Leifs og Sigfús Halldórs-
son, og elzt eftir Sigfús Einarsson
sem er ágætt tónskáld enda hægt
kannski að segja, að mörg hans
lög séu gömul. Sigfús Halldórsson
er ágætur, en engin hans laga eru
gömul þó falleg séu. Um stórmeist
arann Jón Leifs vil ég ekkert mis-
jafnt segja.
Á FÖSTUDAGSKVÖLDH) 5. nóv.
voru gömlu lögin sungin, og falleg
gömul kvæði, og vísur fékk maður
að heyra. Ég sat við hljóðnemann
og hlustaði hugfanginn, kunni öll
lögin og flest kvæðanna, og ósjálf-
rátt fór ég að raula með þó ekki sé
ég söngmaður, en tel mig söng-
elskan, hefi af fáu meiri ánægju
en góðum söng. Missti því miður
af því að heyra hvað þetta elsku-
lega fólk var kallað sem flutti
þáttinn í útvarpinu, en færi því
hjartans þökk mína fyrir góðan
flutning á gömlu kvæðunum og
lögunum, — veit að fleira gamalt
fólk sem heyrði þennan þátt, mun
hugsa þakklátt til þeirra, sem
þarna stóðu að verki fyrir okkur
gamalmennin.
ÉG FER ÞESS Á LEIT við út-
varpið að það breyti nafni á þætt-
inum „Gömlu lögin sungin og leik-
in“ .og kalii þáttinn bara „íslenzk
lög sungin og leikin," en þátturinn
sem lét til sín lieyra föstudags-
kvöldið 5. nóv. gæti lieitið og bor-
ið það nafn með sönnu. Gömlu
lögin sungin og leikin, og komi
hann fram sem oftast í útvarpinu.
Að síðustu fyrirspurn til útvarps-
ins. Eyðileggur það áhrif klass-
ískrar hljómlistar, ef inn á milli
þessara stóru verka, kæmi eitt og
eitt létt lag, svo allir fengju eitt-
hvað að heyra við sitt hæfi, þenn-
an langa tíma, sem útvarpið eyðir
í ‘tónlist fyrir fræðimenn á tón-
listarsviðinu