Alþýðublaðið - 21.11.1965, Qupperneq 4
QJKíStlíP
JUtstjörar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Rltstjórnarfull-
trðl: Eiður Guðnason. — SímaK 14900 - 14903 — Auglýslngasíml: 14906.
AOsetur: Alþýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu-
blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið.
tltgefandl: Alþýöuflokkurlnn.
Séra Bjarni
VIÐ LÁT séra Bjarna Jónssonar hverfur af sjón-
arsviðinu einn þeirra íslendinga, sem mestan svip
íhafa sett á þær Ikynslóðir, er bafa byggt landið um
miðja þessa öld. Hann þjónaði dómkirkjunni í
Reykjavík í meira en hálfa öld og varð bæði prófast-
tur og vígslubiskup. Hann tók þátt í starfi f jölmargra
félagssamtaka og stofnana, sem unnu í þágu trúar
og mannúðar. Og hann hlaut mikinn stuðning sem
forsetaefni hins unga lýðiveldis.
Samt sem áður voru það ekki trúnaðarstörf eða
veraldlegar vegsemdir, er skópu þann sess, sem séra
Bjami skipaði í hugum þjóðarinnar. Hann kom við
sögu á örlagastundum í lífi hinna fjölmörgu sóknar-
!barna í Reykjavík. Þá var hann traustur sem bjarg
og gaf fordæmi um jákvætt og skynsamlegt viðhorf
til lífsbaráttunnar. Hann sýndi ekki aðeins mikinn
persónuleika, heldur og mannvit og mannþekkingu,
; sem fáir gátu jafnazt við.
Séra Bjarni var fæddur í Reykjavík og lézt þar.
Hann varð ekki aðeins fyrsti heiðursborgari höfuð-
staðarins, heldur alla tíð eftirlæti Reykvíkinga,
hinn dæmigerði Reykvíkingur. Þar kom orðsnilld
hans og kýmni mjög við sögu og gerði hann að þjóð
| (sagnapersónu í lifanda lífi.
íslendingar senda séra Bjarna síðustu kveðju
með lotningu og þökk fyrir samfylgdina.
Umferðamiðstöðin
ÍSLAND er eitt af sárafáum löndum heims, sem
hefur engar jámbrautir. Til þess skortir hreinlega
mannfjölda. í þeirra stað hefur bifreiðin reynzt það
farartæki á landi, sem bezt hentar þörfum þjóðar-
innar. Hundrnð stórra og sterkra farþega- og vöru-
flutningavagna þjóta daglega um þjóðvegi lands-
horna á milli.
Það hefur dregizt ótrúlega lengi að reisa viðeig-
andi bækistöð fyrir þessar bifreiðar í Reykjavík, sem
er að vonum mesta miðstöð þeirra. Slík stöð þarf aið
hafa í einhverri mynd flesta þá þjónustu við ferða-
menn, sem jámbrautastöðvar heimsins bjóða, auk
, þess sem hún verður að vera þannig staðsett, að lang
iferðabílamir valdi sem minnstri truflun í umferð
'borgarinnar.
Nú hefur Umferðamiðstöð tekið til starfa sunn-
an Hringbrautar. Hún hefur verið iengi í smíðum og
' þar af leiðandi kostað mikið fé. Hins vegar er hún
í alla staði myndarleg iog fullkomin og mun færa
'bæði þeim, sem starfa við flutninga á bifreiðum, og
ihlveg sérstáklega farþegunum, mikil þægindi. Þess
j vegna er Umferðamiðstöðin hin mikilvægasta sam-
igöngubót.
4 21. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þýzkir og hollenzkir kvenskór
Ný sending
STÓRGLÆSILEGT ÚRVAL.
Skóval
Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara.
Jólaskór
FYRIR TELPUR OG DRENGI.
Ný sending
Skóbúö Austurbæjar Skókaup
Laugavegi 100. Kjörgarði, Laugavegi 59
Ódýrir kuldaskór
K A R L M A N N A, háir og lágir, 3 tegundir.
Skóbúð Austurbæjar Skókaup
Laugavegi 100. Kjörgarði, Laugavegi 59
□ Konur í Venezuela hafa
komið fram með mótmæli gegn
nýjum lögum, sem sett hafa verið.
Lögin sýkna menn algjörlega, þó
að þeir ráði niðurlögum kvenna
sinna, ef þeir standa þær að fram-
hjáhaldi.
HÚSGÖGN
Seljiun næstu daga á framleiðsluverði.
Sófaborð á kr. 1200.—
— Við viljum sömu réttindi,
krefst talskona kvennanna, Rosa
Brunstein. Lögin, sem setja
mestu refsingu fyrir slíkt morð,
þrjú ár, hafa verið samþykkt í öld-
ungadeild þingsins, en eftir er
að samþykkja þau í fulltrúadeild.
Önnur kvenréttindakona sagði, að
þetta væri hreint og beint lög-
gilding á dauðarefsingu, þegar
hún vissi, að lögin höfðu verlð
samþykkt í þinginu. Og konurnar
voru allar sammála um það, að
lög þessi væri liindrun á réttind-
um þeirra.
Útvarps- og sjónvarpsborð á kr. 500.—
Kommóður á kr. 2500.—
Smíðastofan VALVIÐUR S.F.
Dugguvogi 15 — Sími 30260.
Auglýstngasíml
ALÞÝÐUBLAÐSINS
er 14906