Alþýðublaðið - 24.11.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.11.1965, Blaðsíða 7
t BJARNIJONS ÞEGAH ég rifja upp kynni mín af síra Bjarna Jónssyni, kemur mér fyrst í hug sunnudagur að vori til. Það var árið 1912, að ég kom í fyrsta skipti til höfuðstað- arins, þá átta ára að aldri, og dvaldist hér tæpar tvær vikur, á- samt móður minni. Þá kom ég í fyrsta skipti í dómkirkjuna, og þá var ég í fyrsta skipti við messu hjá öðrum presti en föður mín- um. Eftir messu bar fundum okkar saman við kaffidrykkju og hafði ég þá betra tækifæri til að virða hann fyrir mér. Og bezt man ég eftir yfirskegginu, — og hlátr- inum. Úr predikuninni í kirkj- unni man ég enn frásögn hans af sérstöku atviki. í síðasta skipti, er fundum okkar síra Bjarna bar saman, þjónuðum við saman við útfararathöfn í Hallgrímskirkju, og sátum saman til borðs á eftir í húsi einu hér í sókninni. Þá minnti ég hann á ræðuna, sem þann hefði haldið fyrir 53 árum í dómkirkjunni. Kannaðist hann vel við hana. Hví er ég að minnast á þetta? Ef til viil er það vegna þess, að maðurinn, sem ég þá var að tala við, er nú sjálfur orðinn minning í huga mínum, eins og svo fjöl- margir aðrir, sem verið hafa sam- ferðamenn á lífsins leið. Og ef ti-1 vill koma þessi fyrstu kynni í huga mér vegna þess, að mig grunaði það sízt af öllu, hinn löngu liðna vordag í Reykjavík, að síra Bjarni ætti eftir að verða einn af samverkamönnum mínum í starfi, sem var beggja hjartans mál, þó að margt væri ólíkt 'með fulltrú- um tveggja kynslóða. Næst kynnt- ist ég síra Bjarna í KFUM, þar | sem ég bjó um tíma hjá síra Frið, riki og móður hans. Þar var ég viðstaddur biblíulestra og sanir komur sem hann stýrði, og þau kynni urðu að vissu leyti liður í minni andlegu þróun. Þarna kynntist ég því fyrst, hvernig síra Bjarni sameinaði í eðli sínu brennheita alvöru og létta kímni, þó að mér yrði alvaran þá minn- isstæðari. Þarna var síra Bjarni í hópi sinna nánustu vina og sam- verkamanna, í félagi, sem hann veitti forstöðu áratugum saman, og studdi hann með ráðum og dáð í starfi hans. Þegar ég hugsa um hann og síra Friðrik Friðriksson hlið við hlið, dylst mér ekki, að þeir voru í mörgu ólíkir menn. Má vel vera, að ég segi hér meira >en ég veit með vissu, en ég efast nokkuð um, að síra Friðrik hefði komizt langt áleiðis, ef hann hefði ekki átt stuðning síra Bjarna vís- an, — alveg eins og ég efast um, að síra Bjarni hefði haldið sín- um mikla þrótti, ef hann hefði ekki getað treyst því að eiga vísan kjarna í söfnuði sínum. Loks kvnntist ég síra Bjarna enn á stúdentsárum mínum við há- skólann. Þá var líf og fjör í and- legum málum hér í Reykjavík. Töluverð ólga innan kirkjunnar, vegna baráttunnar milli gamallar og nýrrar guðfræði. Enginn þurfti að efast um, hvar síra Bjarni stóð í þeim efnum. Af prestum, er þá predikuðu í Reykjavík, voru þeir eins og tveir póiar, síra Bjarni og prófessor Haraldur Níelsson. Flestir okkar stúdentanna fylgdum síra Haraldi fast í baráttunni. Við hlýddum á predikanir hans og hrifumst af eld móði hans og trúarhita. En við töldum það ekki eftir okkur að sækja messur í dómkirkjunni líka, og fórum flesta sunnudaga tvisvar í kirkju, og það er með A GUÐ OG .MENN ......SERA BJARNI JÖNS- SON stóð á tröppum Landsbóka safnsins, svartklæddur við hvítan vegg, og sólskin allt um kring. . . . Hann gekk niður af tröppunum. Og það var kast á honum þegar hann gekk um liliðið, út á gangstétt ina, setti hendur fyrir aftan bak og labbaði niður Hverfisgötuna. Hann staðnæmdist rétt í svip við blómvönd, sem óx upp úr túnjaðr inum og horfði á dúfur Ólafs Frið rikssonar, sem kroppuðu brauð- mola og tifuðu um, svo setti hann aftur kast á sig, gekk liratt og næstum því snúðugt eftir gang stéttinni, niður hallann, staðnæmd ist rétt í svip á horninu við sölu- turninn og svifti sér svo yfir göt una. Hann hefur alltaf gengið hratt. . . Hann hefur síðan hann var unglingur, verið heilsuhraust ur, en kastið á honum, hröðu hreyfingarnar og léttleikinn, er hugur hans, innri maður hans, and legt öryggi, arfur og upplag. . .“ Þannig komst ég að orði í frá sögninni af ævi séra Bjarna í bók minni, Við, sem byggðum þessa borg. Og enn stendur þessi mynd hans mér lifandi fyrir hugskots sjónum. Ég get ekki bætt um hana. Og þannig mun hann lifa í hug um og minningum Reykvíkinga. Við urðum snemma nánir kunn ingjar. Ég man ekki hvernig kynni okkar hófust, en hann hringdi oft til mín og ég til hans, og við rædd um um málefni líðandi stundar, um fortiðina og um fram- tíðina. Hann kom úr moldarkofa, sem stóð vestur undir sjó í gamla bænum. Lítill drengur leiddi hann föður sinn upp Vesturgötu, er fað ir hans hné niður og var örendur. Það hafði úrslitaáhrif á hann og setti mark sitt á hann allt til síð ustu stundar. Við deildum aldrei og þó vorum við sinn af hvoru sauðahúsi í pólitík. Hann talaði frjálslega við mig um trúmálin og af svo miklu öryggi og trúar vissu að mig fávísan og veikan í trú, undraði. Ég dáðist að honum ekki vegna stjórnmálaskoðana hans og heldur ekki vegna trúar styrks hans, heldur af því að ég fann hve heitt hann unni fólki Hann átti mjög góða foreldra. Ey jólfur frá Dröngum lýsti fyrir mér dagfari föður hans. Þar var kyrrð og ró, hallaði aldrei orði, allt stóð sem stafur á bók. Sjálfur hefur séra Bjarni gefið lýsingu á móður sinni og Pétur gamli beykir, bróðir hennar, sagði mér frá henni. Séra Frainhald á 10. síðu. mínum hlýjustu minningum frá há skólaárunum, að við morgunmess ur í dómkirkjunni sátum við stúd entarnir venjulega á sama stað í kirkjunni, ásamt próf. Sigurði Sívertsen og stundum fleirum af kennurum okkar. Frá þessum ár- um þekki ég bezt predikunarmáta sira Bjarna. Ræðumennska hans var að ýmsu leyti sérkennileg, og ólík því, sem gengur og gerist Hann mun oft hafa skrifað ræður sínar, en í flutningi virtist hann vera mjög frjáls og óháður gagn- vart handritinu. Minnisstæðastir verða mér ýmsir sprettir í ræðum hans, jafnvel útúrdúrar og inn- skot, sem gátu komið eins og skáldleg leiftur inn í mál hans. Eg hygg, að ræðustíll hans hafi mótast fyrir áhrif frá dönskum predikurum af flokki heimatrú- boðsmanna á háskólaárum hans, og bar keim af hvorttveggju, aka- demiskum ræðustíl kirkjunnar og vakningaræðum leikmanna. Slíkar predikanir eru samdar til þess að vera heyrðar, fremur en lesnar, og stílaður upp á áhrif augnabliks- ins. Ræðustíil af þessu tagi var síra Bjarna eðlilegur, og tamur, en lientar ekki öllum, og því hef- ur mér stundum komið til hugar, þegar ég heyri aðra reyna að leika hann eftir: Varið ykkur á eftirlíkingum. — Önnur kynni liöfðum við stúd- entarnir einnig af síra Bjarna. Við vorum vanir að hafa eins konar kvöldsamkomur fyrir deildina,, komum saman til bænagjörðar og liugleiðingar stundarkorn, og buðum oft gestum til að flytja hugleiðingu eða Iesa fyrir akkur eitthvað, sem verða mætti til upp byggingar. Fórum við þá aldrei eítir guðfræðistefnu þeirra, er hlut áttu að máli. Þá man ég eftir því, að síra Bjarni kom til okk- ar. Bæði þá og einnig síðar, í prestahópi, kynntist ég einni hlið á skapgerð, síra Bjarna, eins og hún sennilega hafði mótast frá bernsku.' Hér á ég einfaldlega við persónu- iegt bænariif hans. Bænin virtist vera honum svo eðliieg iðja, að hann hlaut að laða annarrá hugi í sömu átt. Og þess veit ég dæmi,' að í sálgæzlu sinni veitti hann undraverða hjálp með stuttri bænarstund. Eins og ég þegar hefi minnst 6,‘ hafði sira Bjarni á yngri árum' sínum mótazt af innra-trúboðs-' hreyfingunni dönsku. Hann var* það, sem kailað er „píetisti” a' guðfræðimálinu. En því hefur ver-1 íð svo háttað um heittrúarstéfn- una sém margar aðrar lireyi'- ingar, að þær taka nokkurri breytingu eftir því, sem tírnar líða ; og aðstæður breytast. Guðfræðin tekur stakkaskiptum, eins og aðr-; ar vísindagreinar. Vandamálin, sem um er rætt á hverjum tíma, verða önnur. En þegar ég hefi komizt í kynni við sumar nýrri1 hreyfingar í guðfræði kirkjunnar, kemst ég ekki hjá því að sakna: þess varma, sem oft fylgdi öld píetismans, af því að þá þóttust menn ekki of góðir eða voru of settlegir til að finna til. Ef vér lítum á síra Bjarna Jónsson seni fulltrúa hinnar píetisku hreyfing- ar, eins og hún lifði í Danmörku fyrr á árum, þá kemur mér í hug það, sem einn kunningi minn kaþs ólskur sagði við mig, þegar ég;| spui-ði hann, hvort hann tryði á j óskeikulleika páfans. Hann svar- aði: „Eg er að visu kaþólskur mað-! ur, en ég er líka íslendingur.” —■ Þegar ég er að hugsa um síra Bjarna, veit ég vel, að hann varj guðfræðingur af skóla liins píet-! íska rétttrúnaðar, og taldi sig mik-| ið eiga að þakka hinni dönsku heimatrúboðsstefnu. En þcgar ég hugsa um hann, eins og ég kynnt- ist honum, kemst ég ekki hjá því að spyrja sjálfan mig, hvort bæði] gruntvigianisminn danski og þój fyrst og fremst hin íslenzka trú-i arcrfð frá föðurhúsunum í vestur- bænum hafi ekki gert úr honum; allt öðru vísi predikara en hann hefði orðið, ef hann hefði búið' einvörðungu að áhrifum píetism-j ans, Annars má vel vera, að síraj Bjarni hefði hvíslað einhverju í Framhald á 15. siðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. nóv. 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.