Alþýðublaðið - 24.11.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.11.1965, Blaðsíða 8
Nóbelsverðlaunin rufu einangrun Sholokovs LYGN STREYMIR DON, Þykk haustþoka lá yfir landi kósakk- anna og það brast í hríminu á greinum trjánna. Michail Alex- ; androvitch Sholokov hafði mót- ! töku fyrir sænska blaðamenn í 13 herbergja húsi sínu, sem i stendur við ána Don. Allir íbú- i, ar héraðsins voru snemma á fót- | um þennan morgun, þegar svo | margir gestir komu til að heim- j sækja þennan fræga son héraðs- ( ins. Kósakkarnir stóðu í röð og !' hneigðu sig og kósakkahöfðing- ! inn sjálfur, Michail Sholokov tók ! vel á móti gestum sínum. En i ;það var greinilegt, að það þurfti Nóbelsverðlaun til þess að fá , þennan duttlungafulla rithöfund ; til þess að opna hús sitt fyrir blaðamönnum. Með aðeins nokk- urra stunda fyrirvara voru sæn- sku blaðamennirnir boðaðir frá Moskva til Veshenskaja, sem er um það bil'100 mílum fyrir sunn- an höfuðborgina. Og það tók : næstum þvi heilan sólarhring að ná til heimabæjar Sholokovs á i sléttunni. 18 tíma í skröltandi ; lest og þrjá tíma í bíl yfir ísi þakta vegi og í gegnum nokkur þorp, sem hafði sérstaklega ver- ið komið upp til þess að fylgjast ! með og hindra útbreiðslu gin- og klaufaveiki. En þreyttur ferða- maður var fljótlega vakinn til lífsins aftur við krásum hlaðið borð kósakkanna. Það var ekkert til sparað til þess að láta gest- unum líða sem bezt, meðan þeir biðu eftir að hitta Sholokov, rit- höfundinn, sem skrifaði „Lygn steymir Don,” nóbelsverðlauna- hafann, veiðimanninn crg einn af meðlimum í miðstjórn kommún- istaflokksins. Það var vel tekið á móti blaða- mönnum heima í fallegu tveggja hæða villunni, sem minnir á margan hátt á sænskan herragarð. Rithöfundurinn frægi lifir þarna að því er virðist mjög þægilegu lífi. Hann hefur hænsna- og kal- kúnarækt, hann tekur á móti sendinefndum frá ýmsum stöðum 0g hann gefur stjórnmálamönn- um bæjarins góð ráð. Michail Alexandrovitch er nefnilega aðal maðurinn í bænum. Menn um- gangast hann með lotningu, börn- in veifa glaðlega til hans, þegar hann þýtur fram hjá þeim í svarta Volga-bílnum sínum — og hann er nokkurs konar trúnaðarmaður allra í bænum. íbúarnir koma til hans, þegar þeim liggur eitthvað þungt á hjarta og biðja hann um ráðleggingar. Sholokov hefur ein- kennt allan bæinn Veshenskaja, þar sem hann hefur búið mestan hluta ævi sinnar, og þar hefur hann skrifað sínar frægu sögur um líf kósakkanna. í bænum eru bæði flugvöllur og hótel, til þess að hægt sé að taka vel á móti þeim mörgu gestum, sem koma að hitta skáldið. Nafn hans er alls staðar í þorpinu. Ekki þarf að ganga mjög langt frá hótelinu til þess að finna Sholokovgötu og Sholokovskóginn, og ef farið er út fyrir bæinn, eru þar líka ýms- ir staðir með nafni Sholokovs og sögunnar hans, Lygn streymir Don. Persónudýrkun? Já, víst má segja það, en í raun og veru er það vegna stolts hinna 6 þúsund íbúa á Sholokov, sem hefur gert bæinn þekktan um allan heim, á- samt því að hann hefur gefið háar fjárupphæðir til skóla og stofnaria í heimabæ sínum. Og í byggin^unum koma fram tilfinn- ingar skáldsins til gamla Rúss- lands. Fallegu kirkjunni í miðjum bænum er vej við haldið, engum dytti í hug að loka henni meðan Sholokov hefur eitthvað að segja um það mál. Leikhúsið, sem stend- ur andspænis kirkjunni er eigin hugmynd Sholokovs, en ekki er víst, hvort hann er líka upphafs- maður áð danssalnum, sem er þar rétt hjá. — Því miður er veðrið ekki sem bezt núna, segir skáldið við blaðamennina til að hefja samtal- ið. — Á sumrin er veðrið dásam- legt hérna, þá er Don fallegri en á nokkrum öðrum árstíma, og himinninn er heiðblár yfir enda- lausri sléttunni. Sholokov er ekta kósakki. Stælt- ur, fljótur til svars og í augun- um er fjörlegt blik. Hann gerir að gamni sínu og fær marga hug- mynd. Hann vill hafa fólk í kring um sig er mjög fær í að halda uppi skemmtilegum samræðum og hann elskar góðan mat og drykk. En hann vill ekki of marga í kringum sig. — Það eru stundum allt of margir, sem koma og trufla mig, segir hann. Þá fer ég með konuna mína, Maríu Petrovna og föður minn til Ural til þess að veiða, hvíla mig og fá góðar hugmyndir. Þannig er bezt að losna við fólkið — bætir hann við brosandi. Sjónarmið hans er skiljanlegt, því að stundum á sumrin koma um 100 manns á dag til þess að heimsækja hann. Og oft koma líka 100 bréf til hans á dag, og mörgum þeirra verður auðvitað að svara. Og enn fleiri bréf hafa komið síðan hann fékk Nóbels- verðlaun. * — Það kom mér algjörlega á óvart, segir hann. Eg vissi eigin- lega ekkert um þetta fyrirfram og gerði mér engar sérstakar vonir. Og Sholokov segir frá því, þeg- ar hann fyrir nokkrum árum síð- an fékk hálfgildings loforð um verðlaunin. — Ljúktu við að skrifa bókina „Nýplægður akur,“ þá færðu verð launin, sagði meðlimur sænsku akademíunnar, sem Sholokóv hitti í Stokkhólmi. Eg skrifaði bókina, en fékk eng in verðlaun. Og árin liðu án þess að akademían léti heyra frá sér. Þess vegna kom það mér mjög á óvart, þegar ég fékk tilkynn- ingu um verðlaunaveitinguna alla leið til eyðimerkurinnar í Ural. Sholokov gefur ekkert ákveðið svar um það til hvers hann ætli að nota peningana, heldur hvet- ur hann blaðamennina að koma með sér á veiðar. Hann hringir til eins af bændunum, sem út- vegar bát og veiðarfæri, og síðan er ekið í svarta Volga-bílnum í gegnum skóg niður að litlu vatni. Bændurnir heilsa Sholokov, sem kastar netinu, Og við veið- Sholokov réttir vinum sínum gjarnan hjálparhönd. 8 24. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Eftir fengsæ arnar er hann í essinu sínu, hann segir fjörlega frá því, hvemíg hann skjóti endur og villigæsir á haustin og veiðir aborra á vetr- um. Hann segir líka frá því, þegar Nikita Krustjov var gestur hans 1959 og þeir fóru á veiðar. — Krústjov er ágæt skytta, og við höfum oft farið á veiðar sam- an, segir Sholokov, og hann segir líka frá því, að flokksforinginn fyrrverandi hafi legið á spítala í vor vegna gallsteina, en sé nú aftur heill heilsu. Og vegna þess að um Krústjov er rætt, nota blaðamennirnir tækifærib og spyrja skáldið, hvort að það sé rétt, sem margir halda, að kona hans, Maria Petrovna, sé systir Ninu Petrovnu, konu Krústjovs. — Nei, svarar Sholokov hlæj- andi, en það eru margir, sem halda það. En nú allt í einu sér hann hreyfingu í netinu, og heljarstór gedda er innbyrt. Netið er síðan dregið í land og aborrar, karfar og geddur sprikla um á strönd- inni. Veiðin er síðan flutt heim „Kósakkahollin," 13 herberf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.