Alþýðublaðið - 26.11.1965, Page 2
«heimsfréttir
•••••• sidíasfSidínes nóff
$ ★ ADDIS ABEBA: — Ráðherranefnd Einingu Afríkuríkja
(OAU) heldur á næstunni skyndifund um Rhodesíumálið í Eþí-
íOpíu. Á fundi æðstu manna OAU í Accra í síðasta mánuði var sam-
fjykkt. að beita skyldi öllum ráðum, þar á meðal hervaldi, til að
lcoma meirihlutastjórn tii valda í Rhodesíu. Á ráðherrafundinum
Vfi’ður ákveðið hvaða ráðstafanir 36 aðiidarríki OAU skuli gera.
>. ★ LISSABON: — Utanríkisráðherra Portúgals, Alberto Franeo
♦logueira, lýsti því yfir í gær, að Portúgalar mundu ekki taka
■ 4>átt í efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Rhodesíu. Hann hvatti
Íil raunsærrar afstöðu til Rhodesíu-málsins.
y VESTUR-BERLÍN: — Vestur-Berlínarbúum verður leyft að
Iseimsækja skyldfólk í Austur-Berlín um jólin samkvæmt samn-
- .-íngi, sem var undirritaður í gær. Heimsóknir verða leyfðar tvis-
Var sinnum á tímabilinu 18. desember til 2. janúar og í neyðar-
tilfellum til 31 marz.
★ KEOKUK: — Sjö manns, þar af tvö börn, biðu bana í
ægilegri gassprengingu á dansleik í Keokuk, lowa, í fyrrakvöld.
Cimmtíu manns slösuðust og 20 voru fluttir á sjúkrahús vegna
alvarlegra meiösla.
★ LEOPOLDVILLE: Yfirmaður hersins í Kongó, Joseph
- IMobuto hershcifðingi, gerði stjórnarbyltingu í gær án blóðsút-
tiellinga. Hann vék Joseph Kasavubu forseta frá völdum, aflýsti
-^.-4orsetákosningam, sem fram áttu að fara á næsta ári, lýsti því
að hann mundi stjórna landinu næstu fimm árin og tilkynnti
að pólitískum íöngum yrði sleppt úr haldi. Bylting Mobutos gerir
sennilega að engu vonir Moise Tshombe um áhrif á stjórn landsins.
★ SALISBURY: — Eina óflokksbundna fulltrúanum á Rho-
íLesíuþingi var í gær fleygt á dyr er þingið kom saman til fyrsta
rfundar síns síðan stjórnin lýsti yfir sjálfstæði. Þingmaðurinn
-ilýsti því yfir, að störf þingsins væru ólögleg og níu afrískir með-
★smir stjórnarandstöðunnar gengu af fundi. Ghana hefur aftur-
icallað öll leyfi hermanna og stjórn landsins mun fara fram á
jyald til að fyrirskipa herútboð. Kaunda forseti Zambíu sagði í
jgær, að Rhodesíumálið gæti leitt til nýrrar heimsstyrjaldar og
tiretar einir gætu komið í veg fyrir það.
★ SAIGÖN: — Bandarískar fiotaflugvélar drápu í gær einn
inann og særðu þrjá aðra er þær réðust á bifreið í Suður-Vietnam
i misgripum Kyrrt var á vígstöðvunum í gær og Bandaríkjamenn
ijhéldu upp á þakkargjörðardaginn.
★ PARÍS: Utanríkisráðherra Hollands og Frakklands, Josef
IjUms og Couve de Murville ræddu í gær ýmsar hugsanlegar
-Jfeiðir tii að leysa deiluna í Efnahagsbandalaginu. Franski sendi-
herrann skýrði frá ástæðunni til þess að franska stjórnin getur
ekki fallizt á utanríkisráðherrafund innan EBE. Ekki er talið úti-
•lokað að þessi fundur verði haldinn.
★ MOSKVU: — Moskvufréttaritara bandaríska blaðsins
^AVashington Post“ hefur verið vísað úr landi. Blaðið hefur birt
Ordrætti úr dagbók Penkovskys.
★ DJAKAPTA: — Indónesísk yfirvöld iiafa liandtekið komm-
únista, sem skipað var að eitra drykkjarvatn Djakartabúa.
KYNNA TÉKKÓSLÓVAKÍU
SEM FERÐAMANNALAND
Reykjavík, ÓTJ
SENDIMENN frá ferðakrifstof-
tmni Czecoslovah Tourist Organ-
ísatiön Cedok, dveljast um þcssar
Sr.undir á íslandi, i því skyni að
H;r,)nna islendingum Tékkoslóvakiu
sem ferðamannaland. Á fundi með
.^fréttamönnum í-tékkneska sendi-
ráðinu í fyrradag voru sýndar
okkrar kvikmyndir af því sem
if rrðamenn saskjast iielzt eftir, svo
■$pn sjóböð, útllegur, stangaveiðar-
ttndstyggileg fjöldamorð á litlum
-*líamnum, skiðastökk og fleira.
■'Tekkóslovakia virðist vera að
verða nokkuð vinsæl sem ferða-
mannaland, t.d. heimsóttu hana
tæpar fjórar milljónir ferðamanna
á árinu 1964. Um það bil einn
þriðji landsins er skógi vaxinn,
og það hefur upp á að bjóða 22
þúsund vötn og tjarnir, og auk
þess 126 fjallavötn. Gnótt fiskjar
er í þessum vötnum, og geta
stangaveiðimenn reynt sig við ein-
ar 23 tegundir vatnafiska. Ferða-
skrifstofan Cedok gengst fyrir
ferðum um landið þvert og endi-
langt. Menn geta dvalist í þægi-
Framhald á 15. síðu.
£ 26. TIÓV. 1965 - ALÞÝfiUBLAÐIÐ
Sex nýjar bækur komnar
út hjá Menningarsjéði
NÝKOMNAR eru út hjá Menning
arsjóði sex bækur og rit og þar
með er hafin afgreiðsla bóka til
félaga í Reykjavík og verið er
að senda umboðsmönnum úti á
landi bækurnar. Félagsbækurnar
í ár eru: Annað bindi ævisögu
Tryggva Gunnarssonar eftir Þor-
kel Jóliannesson og Bergstein
Jónsson. Fyrsta bindi kom út fyr
ir 10 árum og er það eftir Þorkel
en hann lézt árið 1960 og tók
þá Bergsteinn við samningu verks
ins lauk hann öðru hefti og er
gert ráð fyrir að það þriðja og
síðasta komi út eftir eitt til tvö
ár. Þetta er ítarleg ævisaga
Tryggva, sem jafnfram leggur
mikið til hagsögu íslands á síðari
hluta nítjándu aldar og byrjun
þeirrar tuttugustu. í öðru bindi
er rakin saga Gránufélagsins og
fleiri féiaga sem spruttu upp á
öldinni sem leið. Tryggvi Gunn
arssan var llengi fcírytstumaðiur
Gránufélagsins, sem var stór fé
lagsskapur og rak víðtæka verzl
un á Norður og Austurlandi um
skeið.
Myndabókin Fuglar er í sama
flokki og bókin Hestar, sem út
kom hjá Menningarsjóði fyrir
nokkrum árum. Myndirar eru
teknar af H. Schlenker, sem dvaldi
hér á landi um árabil og tók
m.a. myndirnar í bókina um Ás
mund Sveinsson. Fuglar er gefin
út í samvinnu við þýzkt forlag
og kemur jafnframt út með ensk
um og þýzkum texta. Texti bókar
innar er saminn af Brodda Jóhann
essyni og Steindóri Steindórssyni.
Prentun myndanna, sem er af
bragðsgóð er gerð í Þýzkalandi,
en prentun texta í prentsmiðj
unni Odda.
Sigurður á Yztafelli og samtíð
armenn lians er eftir. Jón Sig
urðsson í Yztafelli. Þetta er ævl
saga Jóns Sigurðssonar bónda f
Framh. á 15. síðu.
fyrstu hljómleikar
ungs píanóleikara
Halldór Haraldsson
Vaktavinna hefst
við Strákagöng
Siglufjörður JM, — ÓTJ
Vaktavinna mun hefjast við
Strákagöngin í byrjun næstu viku,
þar sem samningar hafa tekizt
milli Verkamannajélagsins Þrótt-
ar á Siglufirði, og Efrafalls. Á
þriðja vaktin bætast við. Á Siglu-
firði ér nú nokkur snjór á göt-
um, en þær liafa verið mokaðar
þannig að þær eru sæmilega greið-
færar. Skarðið er að sjálfsögðu
lokað.
UNGUR Reykvíkingur, Halldór
Haraldsson pínóleikari heldur á
vegum Tónlistarféiagsins sína
fyrstu opinberu tónleika n.k. mánu
dags- og þriðjudagskvöld kl. 7 f
Austurbæjarbíói.
Ilalldór stundaði nám við Tóri
listarskólann, aðallega hjá Árna
Kristjánssyni og Jóni Norðdal.
Lauk þaðan burtfararprófi voriíf
1960. Stundaði síðan framhaldsnám
við Royal Academi í London ár-
in 1962 til 1965 í píanóleik og
tónsmíði. Aðalpíanókennari hans
var Gordon Green. Lauk þaðan
sólóistaprófi í píanóleik að loknn
námi.
Á tónleikunum á mánudag og
þriðjudag eru þessi verk. Sónata
í As-dúr op. 110 eftir Beethoven
sónata í g-moll eftir Schumann,
Ballada nr. 2 í h-moll og Polon
aise nr. 2 í e-dúr eftir Liszt og
auk þess verk eftir Bartók og
Ravel.
Þessir tónleikar eru haldnir fyr
•ir styrktarfélaga Tónlistarfélags
ins. Tónlistarfélagið hefir í fjölda
mörg ár lagt kapp á að kynna
borgarbúum unga listamenn, eft
ir föngum. Langflestir okkar kunn
ustu tónlistarmanna hafa fyrst
komið fram á vegum félagsins
eftir að þeir höfðu lokið fram
haldsmanna erlendis og hafa þess
ir tónleikar verið sérstaklega vin
sælir.
Smithsinnar kasta
andstæðingi á dyr
fundi sl. sunnudag samþykkti
Þróttur einróma tilboð Efrafalls
ura ákvæðissamninga vegna verka-
inanna þeirra sem koma til með
að vinna við jarðgöngin um Stráka
ásamt skrá um viku og mánaðar-
kaup að viðbættri ákvæðisvinnu-
þóknun.
Að tilmælum verkamannanna
fclu.'f Teinnig einróma samþykkt’
áskorun til Efrafalls um að sjá
svo um að sprengimeistarinn Ture
Granquist, haldi áfram störfum
sínum. Jafnframt vár fellt á fund-
inum með öllum greiddum at-
kvæðum, framlagt uppkast að
vaktavinnusamningi milli Verka-
mannafélagsins Þróttar og Vinnu-
veitendasambands íslands. Vakta-
vinnan mun svo hefjast í næstu
viku, sem fyrr segir. Átta manna
hópur mun liefja vinnu á tveim
vöktum, og innan skamms mun
Salisbury og Accara, 25. 11.
(NTB-Reuter.
Eina óflokksbundna fulltrúan-
uin á Rohdesíuþingi, var fleygt á
dyr er þingið kom saman í dag
í fyrsta sinn síðan stjórnin lýsti
yfir sjálfstæði. Þingmaðurinn lýsti
því yfir, að störf þingsins væru
ólögleg og níu afrískir meðlimir
stjórnarandstöðunnar gengu af
fundi í mótmælaskyni. Ghana lief
ur afturkallað öll leyfi hermanna
og stjórnin mun fara fram á vald
til að fyrirskipa herútboð. í Lus
aka sagði Kaunda forseta Zambiu í
dag, að Rhodesíumálið gæti leltt
til nýrrar heimsstyrjaldar og Bret
ar einir gætu komið í veg fyrir
það.
Um leið og fundur þingsins I
Salisbury hófst reis óháði þing
maðurinn Palley á fætur og sagði
við þingforseta. „Ég bið yður um
Framhald á 15. síðu.