Alþýðublaðið - 26.11.1965, Page 7
Dagbók Penkovskys eftir CIA?
HARÐAR deilur hafa risið um
það í Bretlandi livort nýútkomin
bók, „The Penkovsky Papers,”
sem sagt er að sovézki ofurstinn
og njósnarinn Oleg Penkovsky
hafi samið, sé ófölsuð eða'ekki.
Penkovsky var um eins og hálfs
árs skeið starfsmaður brezku og
bandarísku leyniþjónustunnar. —
Hann var handtekinn 1962 — og
leiddur fyrir rétt ásamt brezka
kaupsýslúmanninum Greville
Wynne, dæmdur til dauða og tek-
inn af lífi fyrir landráð. Greville
Wynne, sem var dæmdur í ævi-
langt fangelsi, var látinn laus fyrr
á þessu ári í skiptum fyrir rúss-
neska njósnarann Gordon Lons-
dale.
Victor Zorza, hinn brezki sér-
fræðingur í kommúnisma, sem
skrifar í frjálslynda blaðið „Gu-
ardian” og „Arbeiderbledet” er
fremstur í flokki þeirra, sem draga
mjög í efa fullyrðingu útgáfufyr-
irtækisins um, að „hafið sé yfir
allan vafa” að endurminningar
Penkovskys séu ófalsaðar. Zorza
og aðrir sérfræðingar eru þeirrar
skoðunar, að Penkovsky-skjölin
séu sennilega samin af CIA, þ. e.
bandarísku leyniþjónustunni. Hins
vegar nýtur útgefandinn stuðnings
annars sovétfræðings, Edward
Crankshaws, og Greville Wynnes,
sem var milligöngumaður Penkov-
skys og leyniþjónustunnar á Vest-
urlöndum.
í tveimur löngum greinum í
„Guardian” rökstyður Victor Zor-
za þá staðhæfingu, að CIA hljóti
að hafa sarnið bókina. Zorza segir,
að „Penkovskyskjölin” hafi að
geyma svo margar upplýsingar, að
enginn annar aðili en CIA hafi
getað samið bókina — nema ef
vera kynni brezka leyniþjónustan.
Óhugsandi væri, að venjulegur
maður byggi yfir slíkri vitneskju.
★ SUMIR KAFLAR HREIN
FÖLSUN.
Zorza segir, að sumir kaflar
hljóti að sjálfsögðu að byggjast á
upplýsingum frá Penkovsky sjálf-
um, en liann leggur á það áherzlu,
að því sé haldið fram í formála
bókarinnar, að hún sé gerólík
skýrslum þeim, sem hann sendi
yfirmönnum sínum á Vesturlönd-
um. Samkvæmt formálanum byggj-
ast „Penkovsky-skjölin” á athuga-
semdum, uppköstum og skýring-
um, sem Penkovsky sjálfur samdi
og smyglaði úr landi skömmu áð-
ur en hann var handtekinn. Það
er aðallega þessi fullyrðing, sem
Zorza dregur í efa, en hann held-
ur því líka fram, að sumir kaflar
bókarinnar hljóti að vera beinar
falsanir, sem gerðar hafi verið í
áróðurstilgangi.
KASTLJOS
Victor Zorza bendir á hve undar
legt það sé, að svo reyndur leyni-
þjónustustarfsmaður sem Pen-
kovsky var, skuli hafa skrifað nið-
.ur alls konar athugasemdir — og
geymt dagbók í skrifborðsskúffu
sinni í Moskva, þar sem hver ein-
asta blaðsíða bókarinnar hefði
hæglega getað leitt til þess að
hann yrði dæmdur til dauða, ef
bókin fyndist.
í formála segir, að Penkovsky
hafi vakað langt fram á nætur til
að semja dagbókina. í bókinni
segir hins vegar, að vinnuskilyrði
hans hafi verið svo slæm, að hann
hafi hvorki haft tíma né aðstöðu
til að gera allt, sem hann þurfti
að gera. Þar sem þannig var á-
statt er erfitt að trúa því, að Pen-
kovsky hafi getað samið eins stóra
bók og þá, sem gefin hefur verið
út, segir Zorza.
★ PENKOVSKY OG MÚRINN
í bókinni segir Penkovsky með-
al annars, að fjórum dögum áður
en sovétstjórnin lokaði borgar-
mörkunum milli Austur- og Vest-
ur-Berlínar hafi hann vitað hvað
væri í aðsigi. En fjórum dögum
áður en Berlínarmúrinn var reist-
ur var Penkovsky hins vegar í
London, þar sem hann sat langa
leynifundi með starfsmönnum
brezku og bandarísku leyniþjón-
ustunnar. Hvers vegna minntist
Penkovsky ekki á það, sem í vænd-
um var í Berlín, þótt leyniþjónust-
an spyrði Penkovsky í þaula um
allt það, • sem hann hafði vit-
neskju um, á hinum löngu leyni-
fundum? Fát og fum vesturveld-
anna þegar Berlínarmúrinn var
reistur bendir til þess, að enginn
AEþýluflokksfélag Kópavogs
Fundur um bæjarmal
Alþýðuflokksfélag Kóþavogs heldur fund
um bæjarmál sunnudaginn 28. nóv. kl 4
e.h., í félagsheimilinu, Auðbrekku 50.
Frummælandi: Axel Benedikísson bæjar-
fulltrúi.
Stjórnin.
maður á Vesturlöndum hafi haft
minnstu hugmynd um það, sem
átti að gerast í Berlín.
Zorza telur, að eina rökrétta
skýringin á því að þessi vitneskja
er í bókinni sé sú, að Penkovsky
hafi síðar átt fund með vestræn-
um flugumanni og þá gert ein-
hverja athugasemd í þessum dúr
um Berlínarmúrinn. Þessi athuga
semd hefur síðan verið grafin upp
og notuð af þeim, sem tóku „Pen-
kovsky-skjölin” saman, segir Zor-
za.
★ ÓSOVÉZK ORÐ.
Hinn brezki sovétsérfræðingur
segir ennfremur, að ekki hafi
reynzt kleift að fá úr því skorið,
hvort frumrit Penkovskys á rúss-
nesku sé til. Lítið bókaforlag flótta
manna í Vestur-Þýzkalandi óskaði
eftir að gefa endurminningar
Penkovskys út á rússnesku — og
bandarískt útgáfufyrirtæki lofaði
að útvega handritið á rússnesku.
Útgefandinn hefur tvívegis snúið
sér til bandaríska utanríkisráðu-
neytisins og beðið um að fá frum-
ritið á rússnesku én án árangurs.
Zorza dregur þá ályktun, að — að
Framhald á 6. síðu.
PENKOFSKY
Stefán Júlíusson:
HENT Á
ALLMIKLAR umræður haja
orðið um það að undanförnu.
hve skattlagning á innlenda
bókagerð er gífurlega mikil.
Þetta er meira alvörumál en
margur hyggur.
Maður skyldi ætla, að það
væri íslenzkum stjórnvöldum
meinaðar- og menningarmál að
hlúa að ritun góðra bóka, gerð
þeirra og útgáfu. Svo oft hef-
ur verið af því gumað, hvað
íslendingar væru mikil bóka-
þjóð, og hvað þeir létu sér
annt. um bækur og bókmennt-
ir. Og stjórnvöldin þykjast
styrkja rithöfunda ríflega með
stórkostlegum skáldalaunum.
En lítum nú á þetta allt svo-
lítið nánar. Tökum sem dæmi
útgáfu einnar bókar, segjum
skáldrits eftir alkunnán höf-
und. Gerum ráð fyrir, að þetta
sé væn skáldsaga, 15 arka bók
eða 240 bls. i Eimreiðarbroti,
gefin út í 2000 eintökum. í
þessa bók kostar pappírinn kr.
18.425,00. Af þessu tekur rík-
issjóðuf tollinn sinn, um kr.
4.250,00.
Bókin þarf að vera sæmilega
bundin, og til bandsins þarf
pappa. skinnlíki, kápupappír
o. fl. fyrir um það bil kr. 10,-
600,00. Af þessu tekur bless-
aður ríkissjóður enn tollinn
sinn, um kr. 2.780.00.
Þessi bók' mun kosta í búð-
inni um kr. 300,00. Enn þarf
ríkið að fá skammtinn sinn,
söluskattinn góðkunna, 7.5%,
eða kr. 22,50 af hverju eintaki.
Af 2000 eintökum fær ríkis-
sjóður þannig kr. 45.000,00.
Þannig hefur þá ríkið fengið í
sinn hlut af útgáfu þessarar
einu bókar um 52 þús.' kr. í
beinhörðum peningum.
Hér er hið blúkalda reikn-
ingsdæmi. En auðvitað fær
ríkissjóður og sveitarfélög
skatta af vinnu þeirra
manna, sem við bókina
storfa frá hafnarbakka að búð-
arborði, en það dæmi er ekki
unnt að reikna, þótt þar fel-
ist eflatist ýrnsar fróðlegar töi-
ur. Heildarútsöluverð bókar-
innar er um kr. 600.000.00. Ó-
trúlegt er að ríkissjóður fái
ekki um 5 þús. kr. af þeirri
fúlgu í opinber gjöld, svo að
hann mun alls fá hátt í 60
þús. kr. af bókinni.
Nú mætti spyr ja: Hvað
fær höfundurinn 'sjálfur, skap-
andi verksins, fyrir bók sína
í þessu landi bókmenntaáhug-
ans? Þar vandast málið. Um
það verður ekki nieð vissu
sagt, svo mismunandi eru rit-
launin. Þó skidu höfð mið af
því. að nýlega auglýsti útgáfu-
Jélag verðlaun fyrir skáldsögu,
kr. 100.000,00. Af auglýsing-
unni varð ekki annað ráðið en
rltlaun fyrir bókina væru þar
innifalin. Varla geta verðlaun-
in verið minni en kr. 50.000,-
00. Eklii færi ríkið halloka fyr-
ir þessum höfundi, fengi
drjiigum meira í hlut en hann
fengi í höjundarlaun.
En reynum sarnt að halda
dæminu áfram. Segjum^ a&.
höfundur fái kr. 4000.00 fyrir
örkina eða kr. 60,000.00 fyrir
15 arkir. Það er vafalaust
sæmileg borgun fyrir þetta
handrit, eftir því sem nú tíðk-
ast, enda eru þetta ekki hálfs
árs þurftarlaun. Þannig eru
störf rithöfunda. metin í dag.
Ríkið tekur álíka upphæð í toll
og söluskatt af bókinni.
En ríkið lætur sér ekki
nægja tollana og söluskattinn
af bókinni, auðvitað þarf það
að fá tekjuskatt af ritlaunun-
um, sem eðlilegt er, og sveit-
arfélagið útsvar. Sé ríkið svo
rausnarlegt að greiða höfund-
inum svonefnd slcáldalaun,
talta hinir opinbe.ru aðilar
drjúgan skilding af þeim til
baka, og því meira, því betur
sem honum var greitt fyrir bólc-
ina. Vinni. hann ritstörfin i
hjáverkum, sem verður að
vera kostur flestra íslenzkra
höfunda, hirða hinir opinberu
aðilar því meira af skáldalaun-
unum til baka.
Oft er rætt um það, að lista-
mannalaun séu rausnarleg á
landi hér. Ekki eru stjórnmála-
mennirnir sízt montnir af þcim.
Lítum betur á þetta. í land-
inu cru starfandi á annað
Framhald á 10. síðu-
OOoOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* * >OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC
ALÞVÐUBLADÍÐ
26. nóv. 1965 ’J