Alþýðublaðið - 26.11.1965, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 26.11.1965, Qupperneq 9
% KAFEINDAHEILUM BEIIT VID SMlDI FISKISKIPA Húsbyggjendur Orðsending frá Gluggaverksmiðjunni Ramma s.f. Keflavík: BÚIZT er við, að næstu tíu ár muni notkun hvers kyns rafeinda heila við smíði og rekstur fiski- skipa fara hraðvaxandi. Var þetta ein af niðurstöðum ráðstefnu um smíði fiskibáta, sem nýlega var haldin í Svíþjóð á vegum sænsku ríkisstjórnarinnar og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnu þessa sóttu um 300 skipaverkfræðingar, vélstjórar og aðrir tengdir útvegi og útgerð og alls áttu 50 lönd þarna fulltrúa. Á ráðstefnunni héldu tveir vís- indamenn, annar sænskur, hinn brezkur, fyrirlestra um notkun rafeindaheila í sambandi við smíði lítilla fiskiskipa. Jan-Olof Traung og D. J. Doust, en svo heita þessir visindamenn, hafa lengi unnið saman að rannsóknum á þessu sviði, og í fyrirlestrum sínum lýstu þeir því hvernig þeir höfðu beitt rafeindaheilum til að teikna mjög fullkomna togbáta, sem voru frá 40—85 fet á lengd. Byggð voru líkön af þrem þess- ara báta og voru þau prófuð í tilraunageymum í Teddington í En'glandi. Kom þar í ljós gildi útreikninga rafeindaheilans, og árangur þessara tilrauna varð ná- kvæmlega sá, sem rafeindaheil- inn hafði sagt fyrir um. Notkun rafeindaheila á þessu sviði hefur í för með sér mikinn tímasparnað, auk þess sem talið er, að ölj vinnubrögð verði vís- indalegri, en með eldri aðferðum í þessum efnum. Margir urðu til þess að halda því fram á þessari ráðstefnu, að notkun rafeinda- heila á þessu sviði ætti mjög eftir að koma þróunarlöndunum til góða, því þar sé sjaldnast til nóg fé til að eyða í módeismíði og um fangsmiklar tilraunir. Á lokafundi ráðstefnunnar kom það fram, að stórt átak þarf að gera til að gera nútíma fiskibáta hagkvæmari í rekstri, og að taka verður upp aukna sjálfvirkni, ef fiskiðnaðurinn á að blómgast. — Það kom ennfremur skýrt fram, að skortur á vinnuafli er erfitt vandamál í flestum þeim löndum þar sem fiskiðnaður er mikill. Beztu leiðirnar til að leysa þennan vanda taldi ráðstefnan vera að beita sér fyrir smíði hag- kvæmari fiskiskipa, sem kæmust af með minni áhöfn en nú er tíðkanlegt, og svo aukna notkun allskyns hjálpartækja er sparað gætu mannskap og erfiði. Kanadiskur sérfræðingur, W. M. Reid frá Vancouver lýstj fyrir þátttakendum tæki, sem nú er mikið notað á vesturströnd Kan- ada. en mun lítið þekkt annars staðar. Tæki það, sem hér um ræðir er allstór „tromla”, sem notuð er til að kasta trollinu og hífa á skut- togun'm. Áður en þetta spil kom til sömmnar varð að hífa trollið í tveimur eða þremur áföngum, til þess þurfti mikið dekkpláss og öflugar bómur og spil. ..Tromlan” starfar líkt og al- þekkt leikfang, sem kallað hefur verið „jú-jú”, með henni verður miög auðvelt bæði að kasta og hífa. Hún hefur það einnig í för með sér, að hún tekur tiltölulega m.iög lítið pláss, og þarf því aft- urdekkið ekki að vera eins langt og áður, og gerir þetta m. a. það að verkum, að litlir skuttogarar geta nú tekið álíka- mikinn fisk og mörg stærri skip. Ýmsir létu þá skoðun í ljós á ráðstefnunni, að þetta tæki mundi geta lyft mjög undir fiskveiðar í mörgum vanþróuðum löndum. Japanskur fyrirlesari á ráð- stefnunni sagði, að vinnuafls- skorturinn væri mesta vandamál- ið, sem japanskur fiskiðnaður ætti við að etja um þessar mund- ir. Hann sagði að framtíð fisk- iðnaðarins í Japan væri algjör- lega undir því komin, hvort með aukinni tækni og bættum búnaði mætti ráða bót á þessu mikla vandamáli. Þá voru ráðstefnumenn samr máia um, að mjög mikilvægt væri að bæta alla aðbúð sjómanna um borð í fiskiskipum, því slíkt mundi ekki aðeins hafa í för með sér bætt skilyrði um borð heldur einnig aukna hagkvæmni á ýmsum sviðum. Samkomulag var um það á ráð- stefnunni að sennilega mundi tré aldrei alveg hverfa úr sög- unni við smíði fiskiskipa, en í framtíðinni væri þó greinilegt, að notkun alúmíníum og plasts mundi fara mjög ört vaxandi. — Búizt er við, að verð þessara tveggja síðasttöldu- byggingar- efna rnuni fara lækkandi á næstu árum og fjöldaframleiðsla muni gera notkun þeirra hagkvæmari við skipasmíðar. Bæði hafa þessi efni marga og augljósa kosti fram yfir tré og stál, þau eru. talin endast mun betur, og víðhalds- kostnaður við þau er einnig tal- inn minni. Einnig var um að rætt á ráðstefn unni að litlir hraðskreiðir bátar með utanborðsmótor ættu að geta komið að mjög miklu gagni við að auka fiskveiðar í ýmsum þróun- arlöndum. Svissneskur skipaverkfræðing- ur, Peter Gurner, ræddi á ráð- stefnunni um kosti þess og galla fyrir þróunarlöndin að kaupa mik- ið af fiskiskipum erlendis frá. Taldi hann þrjá höfuðókostina við það vera þessa: — Eyða þarf dýrmætum er- lendum gjaldeyri til að kaupa bát- ana, og gjaldeyrií- er oft af frem- ur skornum skammti í þessum iöndum. — Innflutningur báta skapar oft viðgerðarvandamál, sem lands menn í þessum löndum ráða alls ekki yið. — Ef eingöngu er treyst á inn- flutning báta er hætt Við að skipa smíðar innanlands í þessum lönd- um nái ekki að þróast sem æski- legt væri. Sérfræðingarnir, sem sátu - þessa ráðstefnu, voru sammála um að enn sé langt í frá að öll fiskimið séu nýtt eða byrjað sé að nýta öll þeirra. En skynsam- leg nýting fiskimiðanna, sé ó- hugsandi nema á hverjum stað séu í notkun þeir bátar, sem hag- kvæmast er að stunda veiðar á, miðað við aðstæður allar. oooooooooooooooo | Bjarni | | Loftsson | f sjöfugur | í dag er einn af borgurum Eyr arbakka sjötugur. Og vil ég með þessum línum senda honum kæra afmæliskveðju og beztu óskir um bjarta framtið. Ekki veit ég mikið um fyrstu spor hans í þessum heimi, en hann mun vera fæddur upp við fjöll in í Árnessýslu og þaðan kominn á miðjum aldri niður á ströndina. En þar hefur hann unað sér vel og eignazt marga vini og starfsfélaga sem treysta honum og meta hann að verðleikum. Bjarni er einn af þeim, sem hylla fornar dyggðir og temja sér þær í öllu dagfari, trúr í störf um og orðum vandvirkur og prúð ur í framgöngu og athöfn allri, gestrisinn og góðviljaður. Helzta sérkenni hans er þó sér stök samúð með öllum, sem giga bágt, eða hann telur á einhvern hátt lítilmagna við veg sinn. Þar Framhald á 15. síðn Vegna frostanna getum við bætt víð okkur einni til tveimur b'okkum, sem hægt yrði að aígreiða í des- ember/janúar. Leitið tilboffa. GKuggaverksmiðjan Rammi s.f. Hafnargötu 90 Keflavík — Sími 1601. Heimasímar: 2240 — 2412. Jólatrésskraut Mikið úrval af jólatrésseríum- og skreyt- ingarkeðjum LJÓS & HITI Garðastræti 2. (Vesturgötumegin) — Sími 15184. Lampaúrval Gjörið svo vel og lítið á lampaúrvalið hjá okkur. í 3 LJOS & HITI Garðastræti 2. (Vesturgötumegin) — Sími 15184. Samkvæmisspil fyrir alla fjölskylduna G spil í einum kassa. DAM — DEUBY — HALMA — GÆSASPIL LUDO — MYLLA Fæst í öllum helztu leikfanga- og ritfangaverzlunum. ' Útsöluverð kr. 175.00, Heildsölubirgffir: KitgóKfshvoli hf. Laugavegi 18A — Símar 14202 — 14280. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. nóv. 1965 &

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.