Alþýðublaðið - 04.12.1965, Síða 3
L U N D I N N hefur vetursetu
langt úti yfir grábláura haffleti
Norður-Atlantshafsins, handan
við þúsund mílna sjó Golf-
straumsins. Þar hefur hann þol-
að endalausan klið vestanstorms-
ins, ýmist undir svörtum óveð-
ursskýjum eða helðum og bláum
himni milli dreifðra, hvítra ský-
hnoðra. Stundum hylur grámóða
austanáttarinnar himin og haf.
Líklega hefur lífið verið hvað
erfiðast í ofsastormum miðsvetr-
arins, því að lundinn er ekki
mikill flugfugl, og langvarandi
rok af sömu átt hefur getað hrak-
ið hann langt úr braut. Þótt svo
færi, er sjaldan hætta á að hann
reki á land, nema einstaka veik-
an fugl eða þá, sem lent höfðu
í úrgangsolíu, sem spýtt hafði
verið úr tönkum oliuskipa. Þessa
vesalinga rekur öðru hverju upp
á strendur Vestur-Evrópu og
segja strandgöngumenn eða fugla
vinir til þcirra. En þó lærum við
lítið um úthafsferðir lundans af
þeim.
Hægur andvarl hjálpar lundan-
um, lyftir honum með byr undir
vængjum. En þegar vindhæðin
náði 90 km. á klukkustund yfir
Skokhólmseyju reyndist lundan-
um flugið erfitt, svo að hann
komst ekki nema 4—6 km. á
klukkustund. Þegar vindhraða-
mælir sýndi 55 hnúta á opnu
liafi, var talið að lundinn kæm-
JÓLABLAÐ 1965
:.J ■ ; ; ií '■ > i.: \
ist aðeins 8—10 hnúta. Þegar
vindhraðinn komst upp í 80
hnúta, hreyfði enginn lundi sig
af sjónum. H.R.H. Vaughan
mældi flughraða lunda frá skipi
sem var í reynslusiglingu á
Clydeflóa, og komst að þeirri
niðurstöðu, að fuglinn flygi um
80 km. á klukkustund. í fárviðri
er því öruggara fyrir lundann
að synda en fljúga og bjarga
sér með því að kafa, ef skip eða
aðra hættu ber að. Smávaxnir
vængir hans eru næstum eins
vel fallnir til sunds og flugs, og
í hinu þéttara umhverfi er fugl-
inum léttara um hreyfingar. í
vatni teygir lundinn ekki alveg
úr vængjunum, lokar handflug-
fjöðrum eins og viftu og notar
þær eins og sterkar árar.
Lundinn er eins og gömlu
seglskipin að því leyti, að hann
forðast að láta sig berast með
vindi upp að ströndum, en
dvelst fjarri landi þá tíma árs-
ins, sem stormasamast er. —
Vetrarmánuði, frá októberlokum
fram í marz, liefur lundinn
sjaldan sést á miðju Norður-
Atlantshafi, en frá þeim tíma og
fram í marz safnast mikill fjöldi
lunda saman á hinum frægu
fiskimiðum sunnan við Ný-
fundnaland. Þar sem lundinn
verpir í Vesturlieimi, þótt ekki
V j';
VV-.'V .
þriðja síða
? • * 1 .!
eðlisfræðilega hentug, því fugl-
inn fer yfir stærra svæði til
fæðuöflunar. Það verður erfið-
ara fyrir óvini að finna lundann.
Og gangi stormar yfir tiltekin
svæði, valda þeir aðeins tjóni
á litlum hluta af svo dreifðum
stofni. {
Samt sem áður vitum við, að
fullvaxta fuglar verða fyrir sérj-
kennilegum en þó eðlilegunj
Framhald á 11. síðu. j
■i
I
——— I ....................... ..—-■TTWiWT—#
1
, i
LUNDINN er einn sérkennilegasti og vinsælasti fugl á IsJ-
landi. Hann hverfur á haustin og kemur aftur að vori, og er líti&’
vitað um ferðir hans allan veturinn. Brezki náttúrufræðingu^-
inn R. M. Lockley hefur skrifað fróðlega bók um lifnaðarhætti
lundans, og birtist kafli úr henni hér í lauslegri þýðingu. Segiý
þar frá ferðum lundans að vetrarlagi og sitthvað fleira un^
háttu hans.
Lockley hefur áætlað fjölda lunda í heiminum. Er um a$
ræða þrjár tegundir. Hin fyrsta er kallaður Naumanni og býr i
norðlægustum slóðum, áætlað 500.000 varpfuglar. Næsta tegunij
er Arctica. Af henn’i telur Lockley vera 100.000 í Ameríku, 5.00flt
000 á íslandi og 500.000 á Jan Mayen, Bjarnarey og í Noregi.
Loks er tegundin Grabae. sem býr sunnar. Af henni telur hann
5.000.000 í Færeyjum, 4.000.000 á Bretlandseyjum og 125.00#
í Frakklandi. Samtals eru þetta 15.225.000 varpfuglar.
Lockley hefur allan vara á tölunum. Hann segir sjálfur, a<)
draga megi þá ályktun, að til séu að minnsta kosti 10 mUljónif
varpfugla, en þeir gætu verið 20 og jafnvel 30 mUljónir alls. Þó
er þetta talin töluverð fækkun frá því, sem var fyrir svo seníi
öld. Samt sem áður er lundinn einn útbreiddasti, ef ekki útbreidd-
asti, sjófugl Atlantshafsins.
sé þar margt um hann, getur
verið, að sá fugl, sem sést hef-
ur á miðju og vestanverðu At-
lantsháfi eigi heima í Maine,
Kanada og á Grænlandi. En hitt
hefur verið fullsannað, að Evr-
ópulundinn okkar fer vestur yf-
ir Atlantshafið. Tveir fuglar,
sem merktir voru við hreiður
á St. Kilda við Skotland, fund-
ust á Nýfundnalandi í desember
sama ár. Líklega hafa þessir
fuglar flogið beint yfir hafið án
þess að snerta eða sjá önnur
lönd, því að þetta var löng leið
(um 4000 km.) fyrir ungfugla
að fara á ekki lengri tíma.
Sjaldan lítur maðurinn lund-
ann augum þessa óblíðu vetrar-
mánuði, er hann syndir á haf-
inu eða kafar í það í vondu
veðri, dreifður um norðanvert
Atlantshaf og vestanvert Mið-
jarðarhaf. Við getum samt leyft
okkur að álykta, að lífið á haf-
inu sé jafn eðlilegt og auðvelt
fyrir þessa ævagömlu fuglateg-
und og það nokkru sinni hefur
verið. Lundinn hefur farið vetr-
arferðir sínar i milljónir ára og
þær geta ekki verið honum
hættulegri en öðrum úthafs-
fuglum. Ef til vill stendur lund-
inn sig betur en ýmsir aðrir
við þessar aðstæður. Víst er, að
lundinn verpir aðeins einu eggi
á ári, en mávarnir (sem venju-
lega eru taldir sterkir og þrótt-
miklir fuglar) verpa tveim eða
þrem. Virðist því fljótt á litið
að æviskeið lundans sé öllu
lengra en mávanna.
Þrátt fyrir allt vitum við sára-
lítið um vetrarferðir lundans.
Enginn hefur fundið liann í
stórum liópum að vetrarlagi.
Svo virðist, sem fuglinn sé
mjög dreifður um miðjan vetur-
inn, fari jafnvel einförum. —
Þessi dreifing er auðvitað Iíf-