Alþýðublaðið - 04.12.1965, Page 11

Alþýðublaðið - 04.12.1965, Page 11
Hvert fer lundinn? Framliald af 3. síffu breytingum skömmu eftir að þeir yfirgefa klettana eða eyj- arnar, þar • sem þeir höfðu hreiður sín, liklega ekki meira en viku eftir að þeir koma út á reginhaf. Við gætum kallað þetta ófegrun. Þeir missa hið fagra skart vorsins. Litirnir höfðu raunar dofnað smám sam- an allt sumarið. Regnbogalit- irnir fara að mestu af nefinu og hin furðulega fílabeinsrönd við efri nefrætur hverfur, en neðsti hluti neðri skolts verður eins og hann hafi verið skafinn með beittum hníf. í stuttu máli hefur nefið misst lögun sína og orðið beinlínis ljótt. í stað hins skoplega og litríka svips er nef- ið nú eins og klæðlaust væri, rétt eins og trúðurinn hefði hætt í miðjum leik og tekið af sér gervinefið. Rauðu augna- hringirnir og gráu blettirnir við augun hafa horfið. Allt er þetta hluti tveggja hamskipta, — en lundinn fer úr líkamsfjöðrum að hausti, en heldur flugfjöðr- um, sem hann þarf að nota á ferðum sínum, fram eftir vetri. Skömmu eftir áramót lýkur lundinn hamskiptum sínum á hafi úti með því að missa svo til samtímis allar flugfjaðrir og stærri stélfjaðrir. Er þá hugs- anlegt, að hann verði ófleygur um skamman tíma, eins og gæs- irnar. Skartið, sem samsvarar kamb og sepa hjá hænsnum og kalkúnum, kemur smám saman aftur. Þetta eru ytri merki þess, að kynkirtlarnir eru teknir til starfa. Með hækkandi sól og lengri degi á hinu svala norð- urhafi vex þetta skart að lit og fegurð, unz það er hvað fegurst um miðjan marz. Fulltíða fuglar eru í fullri dýrð, nýmálaðir og í nýjum fötum, er þeir koma að landi að vori, á sundum og eyjum, þar sem við könnumst bezt við þá. * 5? # Enginn hefur enn skrifað um ástalíf lundans langt úti á hafi, úr landsýn. Ef til vill er ástalíf hans ekkert á þeim slóðum. Við skulum samt sem áður ímynda okkur, að fuglarnir safnist sam- an í byrjun marz, nokkur hundr- uð, ef til vill nokkra tugi mílna frá landi. Slíkt safn hefur að minnsta kosti sézt úti fyrir Ný- fundnalandi og á Miðjarðarhafi. Við skulum ímynda okkur, að einstakir fuglar, sem koma utan af hafi á nýjum vængjum, safn- ist saman, stefni til strandar og fljúgi eins og lundans er hátt- ur í beinni línu, hlið við hlið, í þríhyrndum eða ferhyrndum fylkingum. Þeir nálgast land smám saman — en setjast oft á sjóinn til að leita sér matar — og, ef til vill vegna nálægðar landsins, að daðra hver við ann- an og bregða á leik. Engin merki hafa verið gefin, nema af innri hrynjandi, hinni líkamlegu klukku, sem segir hverjum fugli, hvað líður dag- stundum eða mánuðum, jafn reglulega og beztu úrverk manns- ins. Engin sjáanleg merki hafa verið gefin frá aðalstöðvum lundans að vetrarlagi, en samt kemur liann að landi á sama degi og sömu stundu og ávallt áður — svo að ekki bregzt. —• Engin skipun hefur borizt frá Stórráði Lundanna, enda þótt náttúrufræðingar fyrri tíma hafi haft tilhneigingu til að leggja trúnað á þá hugmynd, að svo fé- lagslyndur fugl hlyti að lúta stjórn lávarðar eða konungs, sem gæfi tilskipanir um árstíðaflug með einhvers konar liugsana- flutningi. Lávarður lundanna? Er það rómantísk þjóðtrú, sem á 'heima í ævintýrum einum? Er lundinn umskiptingur frá álfheimum, sem hefur konung og lög? Að því er bezt verður vitað, er þetta allt uppspuni. En við verðum að gæta þess að vera ekki of vam trúuð. Þjóðsögur eiga sér oft rót í raunveruleika. Á Færeyjum segja lundaveiðimenn, sem oft granda meira en hundrað fugl- um á dag, að þeir geri ungfugl- inum í hreiðri ekkert mein, því sjö fullvaxnir fuglar séu reiðu- búnir að taka að sér fóstur hvers unga. Þannig afsakar veiðimað- urinn það, að hann tekur full- vaxta fugl um varptímann. Rétt er það, að sjö lundar (eða sex, eða fimm, eða fjórir, eða þrír) geta farið ofan í holu saman. Það hef ég sjálfur séð oftar en einu sinni og tel það vera vina- heimsóknir eða aðeins forvitni — eða vott þess að fleiri en eitt hreiður séu við hverja holu. En ég hef aldrei orðið var við, að lundi taki að sér egg eða unga, enda þótt sannað hafi verið, að penguinfuglar og langvía geri það — og steli jafnvel unga eða eggi, ef foreldrar bregða sér frá. En komum aftur að því, sem fyrst var minnzt á. Vísindaleg virðing fyrir sannleikanum neyðir mig til að játa fáfræði mína um það, hvað stjórni árs- tíðaferðum lundans annað en arf geng tilfinning og líkamlegar breytingar. Nýjar staðreyndir sjá dagsins ljós og leiðbeina okk- ur, ekki sízt í sambandi við merkingar fuglanna. En hver ný staðreynd leiðir til nýrra spum- inga. Því meira sem við kynn- umst hinum æðri tegundum af blóðheitum dýrum, því líkari manninum reynast þau vera, og því fjarlægara verður okkur að telja þau eins konar sjálfvirkar vélar. Við gleymum ekki, að þótt við séum mennsk, eru mörg við- brögð okkar dýrsleg og ósjálfráð. Ætli við mundum ekki skilja dýr- in örlítið betur, ef við gerðum stöku sinnum ráð fyrir emföld- ustu hugsun hjá þeim? Þessar tvær myndir eru teknar undir vatsfletinum á grunnu vatni. Amyndinni til vinstri er lundinu rétt kominn undir yfirborðið og kemur auga á lítinn fisk, sem hann stingur sér síðan eftir eins og sést á hinni myndinni. t oooooooooooooooooooooooooooooooo LEONARD \ ■ - ■ _ ... .y Hitastillar fyrir baðker og sturturf . ' '. Yi , f|§ . ■ •■.> ' : ?: :| ■4 ■'■":■’■■ •■ '...........r- ' • > 1 , *■'.’* ’• r .»« r. . ípF •:■.• ' ■ r ':■*'; ■' .....1 -" '• ■' • • ■ ? «. Ijf*. i i ^ ■ " . ■ '.. Í'Í.Sv'Í ■:'■■'.. '. ■ . . • • •. —.. ... ; ' .. j- . . . M / \ | , #> . LEONARD hitastillarnir er heims- þekkt gæðavara, sem uppfyllir ströngustu kröfur í nútíma híbýía- 'm.-* m . , pryii. SIGHVATUR EINARSSON 8, Co. Skipholt 15. Símar 24133 — 24137, oooooooooooooooooooooooooooooooo ií ÍJÓLABLAÐ 1965 ellefta síða

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.