Alþýðublaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 16
f j „Kæri póstur! Ég er í alveg ógurlegum 1 vandræðum og vona að Þú í svarir mér, það er auðvitað þetta gamla og vanalega, vandræðin eru nefnilega út af strák. í fyrrasumar setti ég nafnið mitt í blað hérna I ■ og bað um pennavin. Ég . fékk eitt bréf frá strák, og j. iég skrifaði honum aftur í J þsirri góðu trú að allt væri í í lagi. Jæja, þegar ég skrifa honum 5. bréfið, þá fæ ég | það endursent og með því t • bréf, þar sem mér er sagt > að gæinn sitji í tukthúsi. Ég ; held að þessi strákur sé ágæt | -.ur, að minnsta kosti eftir. j 'bréfunum að dæma, svo að i ég skrifaði honum aftur um |' (daginn. Viltu nú ekki segja | mér hvort ég á .að skrifa i honum eða ekki.“ ÞÁ HEFUR leyndarmálinu um Skarðsbók verið ijóstrað upp, og allir eru ákaflega kátir. Sýslumað- urinn á ísafirði (þessi sem dóms- málaráðherra segir að sé orðinn of gamall) hefur meira að segja sent Handritastofnuninni heilla- óskaskeyti, og blöðin hafa öll skrif- að leiðara um málið. Og það sem meira er: þau hafa öli verið á einu máli, en slíkt hefur ekki kom- ið fyrir áður í manna minnum, Og það er fleira en Skarðsbók sem gleður hugann þessa dagana. í Vísi segir, að nú sé ráðgert að fiytja á Alþingi á ný frumvarp um að leyfð verði bruggun og sala á bjór hérlendis. Að vísu skyggir það nokkuð á að flutningsmaður frumvarpsins hefur áður fitjað upp á sama máli, en það þá svræft svefninum langa. Það er nefnilega hægt að svæfa mái þegjandi og hljóðalaust á Alþingi. Þar eru starfshættir slíkir, að ekki þarf að afgreiða þau erindi sem fyrir liggja, ef þingmenn einhverra liluta vegna kæra sig ekki um að taka afstöðu eða nenna þvú ekki. Þá eru málin bara tekin út af' dag- skrá eða sett í nefnd, sem svo skilar aldrei áliti. Þessi hafa orð- ið örlög margra góðra mála fyrr og síðar. En Vísir bætir því við fréttina að sjóhetjan ætli að fá sér með- flutningsmenn, helzt úr öllum flokkum, og ætti það að tryggja að málið verði tekið alvarlega 'af þingheimi og þjóðinni. Hins vegar er ekki eins vjst að liægt verði að taka alvár- legar allar þær ritsmíðar, fund- arályktanir og félagasamþykktjr, sem viðbúið er að rigni yfir menn næstu mánuði, ef bjórmálinu verður hreyft, gildir þetta jafnt um málflutning meðhaldsmannk sem andstæðinga bjórsins íslepd- ingar hafa nefnilega ætíð fjalláð um bjórmálið af miklum tilfipn- ingahita og trúarofsa, svo kð stundum hefur engu verið líkajra en hvítasunnumenn væru að vitþa um eigið ágæti og hlakka yfir fordæmingu annarra En hverjju sem annars kann að vinda frato, þá eru þetta mikii tíðindi, eigin- lega stórfregn, sem stórfregnrit- okkar málstað í handritamálinu, nótera hjá sér. Nú eru ekki nema tvær vikur til jóla enda eru allir á þönum þessa Það er nú komið á dag inn, sem mig grunaði alltaf að ekki gæti það verið skáld skapur, sem gerðist á Morg . unblaðinu, . . \ Búðirnar eru þegar fleytifullar af fólki allan daginn og það er áhyggjusvipur á margri húsmóðurinni, sem er að svipast um eftir jólagjöfum handa fjölskyldunni. Það, er heldur ekki svo auðvelt að gefa fólki sem iá allt og Jifir í allsnægtum í velferðarrí ki. dagana. Og í skólunum er farið að koma örlítið los á mannskapinn, því að krakkarnir eru farnir að hlakka til jólanna, ekki kannski svo mikið til jólahátíðarinnar sjálfrar, heldur fyrst og fremst til fríslns, sem þau fá. Þessi til- hlökkun kemur fram með marg- víslegu móti: eftirtektin sljóvg- ast og sumum reynist erfiðara að þegja stundinni lengur en áður (og veitist sumura það þó nógu erfitt fyrir), í aðra hleypur ein- hvers konar fiðringur, svo þeir vita naumast hvað þeir eiga af sér að gera. Sumir skólar sjá við þessu með því að skella prófi á lýðinn síðustu dagana fyrir jól, en aðrir reyna bara að damla áfram eins og ekkert sé og hugga sig við það að krakkarnir verði víiðráð- anlegri aftur eftir áramótin, þeg- ar: þau koma dösuð úr jólafríinu. En þótt þetta skapi dálitla spennu bæði hjá krökkum og kennurum, þá eru þessar stéttir báðar að komast í jólaskapj eins og aðrir landsmenn, að undaijitekn- um bókarýnendunum. Þeir ’verða skapvondari og harðorðari • eftir því sem nær dregur jólum jög er þetta er mjög glögg ábendiiig til útgefanda að vera heldur snemma á ferð með bækur sínar, að minnsta kosti ef þeir vilja láta fara mild- um höndum um þær En útgefend- ur taka kannski ekki fremur mark á bókarýnendum en aðrir, að minnsta kosti halda þeir áfram að kalla bækur sínar „stórkostleg- ustu listaverk allra tíma”, jafnvel þótt enginn atvinnukrítíker hafi talið þær til neins nýtar. Eru um þetta mörg dæmi og súm svo kunn. að ekki er ástæða til að telja þau upp. Og má vera amen eftir efninu, eins og þar segir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.