Alþýðublaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 3
FERÐAMANNAREGLURNAR GEFNAR ÚT í JANÚAR REIKNAÐ er með, að reglur um það hve mikið af varningi ferða- fólk og farmenn mega koma með heim frá útlöndum, verði gefnar út -í næsta mánuði, sagði Magnús Jónsson fjármátlaráðherra (S) í efri deild Alþingis í gær, er hann mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tollskrá o. fl., en þær breytingar, sem þar eru ráðgerðar heimila setningu reglna um tollfrjálsan innflutning þess varnings að vissu marki, sem ferðafólk kemur með frá útlönd- um. Fjármálaráðherra skýrði frá því í upphafi máls síns, að er setja hefði átt reglur um þetta atriði hefði í Ijós komið, að ekki var Bókaútgáfan LOGI liefur ný- lega sent frá sér bók, sem nefn- ist Þeir hugrökku og er eftir Frithjof Saelen. Bókin er um 250 blaðsíður að stærð og þýðandi er Þorvaldur Þorvaldsson. Þeir hugrökku fjallar um ofur liugann Leif Larsen, sem var ein mesta stríðshetja Noregs í síðari heimsstyrjöldinni, og hlaut fleiri heiðursmerki en nokkur annar er- lendur hermaður. Þessi bók hefur hvarvetna verið metsölubók, þar sem hún hefur verið gefin út, enda lýsir hún vel og á raun- sæjan hátt þrekraunum Norð- manna í síðari heimsstyrjöldinni. Söguhetja bókarinnar, Norðmað- heimild í lögum til að leyfa neinn tollfrjálsan innflutning og hefði því orðið að afla lagaheimildar fyrst, áður en reglurnar væru settar. Ráðherra kvað brýna nauð- syn béra til að setja reglur um þennan innflutning, eins og tíðk- aðist í öðrum löndum, og ljóst væri að fullkomlega skýr ákvæði og reglur yrðu að gilda um hvað leyfilegt væri að koma með inn í landið og hvað ekki. Ráðherra sagði ennfremur að nauðsyn bæri til að skerða að ýmsu þær heimildir, sem til þessa hefðu verið notaðar og venjur mvndast um, og yrðu væntanlegar reglur hafðar eins takmarkaðar og auðið yrði. urinn Leif Larsen yfirgaf föður- land sitt eftir innrás Þjóðverja í Noreg og fór til Bretlands. Þar gekk hann í Shetlandseyja-her- deildina frægu, en hún laut stjórn Breta, en var að mestu skipuð Norðmönnum, sem flúið höfðu föðurlandið eftir að Þjóðverjar hertóku Noreg. Þessi herdeild annaðist mörg og hættuleg verk- efni, sem sagt er frá í bókinni. Eitt af hlutverkum liennar var að aðstoða norsku andspyrnuhreyf- inguna og herdeildarmenn fluttu marga njósnara til Noregs og landflótta Norðmenn burt frá Nor egi. Farartæki þeirra voru litlir Framh. á 14. sið” Boothhy kveður Basil Boothby, sem verlð hef- ur sendiherra Breta hér á landi síðan árið 1962 hefur nú verið skipaður til nýrra starfa í brezku utanríkisþjónustunni og heldur sendiherrann héðan af landi burt í dag. Boothby tekur nú við starfi sendiherra Breta hjá Ev- rópuráðinu. Brezku sendiherrahjónin hafa þau þrjú ár, sem þau hafa dval- izt hér ferðast mikið um landið og víða skoðað sig um. Þau hjón- in hafa eignast hér fjölda vina og kunningja, sem árna þeim nú heilla í nýju starfi á nýjum stað. Kjaradómi írestað KJARADÓMUR sem átti að fella úrskurð fyrir 15. desember í sex málum, sem fyrir dómnum liggja, en það eru mál lögreglu- þjóna í Reykjavík og kaupstaða úti á landi. Kjaradómur hefur nú fengið frest til 22. desember til að kveða þennan úrskurð upp. Saga um hetju- dáúk Norhmanna ►oooooooooooooooooooooooo oooooooooooooooooooooooo- PÁFINN í RÓM OG FISKSALA OKKAR BÚIZT er við, að Páll páfi VI. muni áður en árið er á enda gefa út yfirlýsingu, þar sem aflétt verði hinu alda- gamla banni við kjötáti kaþ- ólskra á föstudögum. Þessi á- kvörðun getur haft slæm áhrif á fisksölu, og telja sérfróðir menn, að fiskneyzla í Banda- ríkjunum mundi minnka um 10% af þessum sökum. Mál þetta getur snert ís- léndinga alvarlega. í margar aldir hefur liið kaþólska bann við kjötáti á föstudögum tryggt íslendingum mikinn markað fyrir fisk í Suður-Ev- rópu og Ameríku. Nú er búizt við, að páfinn upphefji þetta bann, og er það liður í sam- ræmingu kaþólskra siða og trúar við nútíma aðstæður. Bandaríska tfmaritið U. S. News and World Report skýrir svo frá, að Bandaríkjamenn neyti að meðaltali 14 punda af fiski á ári — en 169 punda af kjöti, aðallega nautakjöti. Matvælasérfræðingur við há- skólann í Illinois hefur, að sögn ritsins, spáð því, að fisk- át minnki um 10%, ef páfi afléttir kjötbanni á föstudög- um. Samtök nautgriparækt- enda búast hins vegar við mikilli aukningu á eftirspurn eftir kjöti og tala um 700 þús. gripi á ári í því sambandi. Mundi það nema 3% aukningu. Enda þótt allir geri ráð fyr- ir einhverjum samdrætti í fisksölu, þegar tilskipun páfa verður birt, eru margir fisksal ar í Ameríku bjartsýnir og telja, að þeim muni takast að vinna það upp, þar sem fisk- ur sé holl, góð og ódýr fæða. Aukinn mannfjöldi á jörðunni muni valda því, að leitað veröi matar í hafdjúpin í vaxandi mæli. : *00<><><>0000000<>00000000000oooooooooooooooooooooooo SÍGILDAR SÖGURIÐUNNAR TVÆR NÝJAR BÆKUR KOMNAR ÚT Grant skipstjóri og böm hans Höfund sögunnar, Jules Verne, þarf ekki að kynna Islendingum, slíkra vin- sælda hefur hann notið hér á. landi eins og hvarvetna annars staðar. Grant skip- stjóri og börn hans er æsi- spennandi saga, sem segir frá hinni ævintýralegu leit að Grant skipstjóra, börn- um hans og vinum þeirra, Leitin varð löng og háska- leg og ærið viðburðarík. — Eftir sögu þessari hefur Walt Disney gert mjög skemmtilega kvikmynd. Baskerville- himduriiiM Sögur Sir Arthurs Conan Doyle um leynilögreglusnill- inginn Sherlock Holmes hafa notið óskoraðra vin- sælda í þrjá áratugi, enda Sherlock Holmes enn í dag frægasta söguhetja í þeirri grein skáldsagna. Basker- ville-hundurinn er lang- frægust þessara skáldsagna, enda er hún ákaflega spennandi og frásögnin mögnuð forneskju og dulúð. — Kvikmynd gerð eftir sög- unni var sýnd hérlendis ekki alls fyrir löngu. t bókaflokknum Sígildar sögur Iðunnar eru nú komnar út sjö sögur, en samtals níu bækur, því að ein sagan er í þrem- ur bindum. Áður eru komnar út eftirtaldar sögur: Ben Húr eftir Lewis Wallace Kofi Tómasar frænda eftir H. Beecher Stowe ívar hlújárn eftir Walter Scott Skytturiiar I—III eftir Alexandre Dumas Börnin í Nýskógum eftir Frederick Marryat í þessum bókaflokki birtast einvörðungu úrvalssögur, sem um áratugaskeið hafa verið vinsælasta lestrarefni fólks á öllum aldri. En alveg sérstaklega eru þessar bækur kjörið lestrarefni handa unglingum og ungu fólki. Á þeim aldri eiga menn bókstaflega að lesa þessar sögur. Má marka það af því, að á uppeldismálaþingi, sem haldið var fyrir fáum árum, beinlinis auglýsti dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor eftir því, að þessar sögur og aðrar slíkar væru gefnar út tii lestrar handa æsku landsins. Verð bókanna er kr. 135,00—180,00 að viðbættum söluskatti. Og hægt er aö fá þær keyptar með afborgunum. IÐ U N N - Skeggjagötu 1 - Reykjavík 77 jt <?&■ ALÞÝDUBLAÐIÐ - 15. des. 1965 3 c

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.