Alþýðublaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 4
 GmiMM) Eltstjórar: Gylíl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: Eiöur Guönason. — Síman: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14908. ABsetur: Alþýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsios. — Askrlftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 6.00 elntaklð. OtgefancU: Albýðuflokkurinn. í MERKIR ÁFANGAR (■ UM SÍÐUSTU HELGI náðust tveir merkir áfang ar á sviði hagræðingar í atvinnuvegum þjóðarinnar. í fyrsta lagi gerðu samtök verikafólks og vi'nnuveit- þnda með sér samkomulag um undirbúning og fram jkvæmd vifinurannsókna hér á landi, og í öðru lagi ýora útskrifaðir sjö sérfræðingar í 'hagræðingar- málum. \ Tilgangur hagræðingar er að auka framleiðni í atvinnulífi, auka verðmætasköpun hverrar vinnu- ^tundar og nýta betur hráefni, fjármagn og aðra framleiðsluþætti. Lykillinn að nútíma velmegun ji>jóða er einmitt þessi, að framleiðni hvers vinnandi tfnanns sé sem mest. \ Hagræðing liefur jafna þýðingu fyrir verkafólk óg atvinnurekendur. Að sjálfsögðu er aukin fram- íeiðni eitt höfuðskilyrði fyrir bættum kjörum fólks fns, en jafnframt fyrir afkomu fyrirtækja. Þess ýegna er mikils virði, að aðilar vinnumarkaðsins, láamtök verkalýðs og vinnuveitenda, nái samkomu- jíagi um þcssi mál, eins og nú hefur gerzt. Með því ér viðurkennt gildi skipulegs hagræðingarstarfs, rutt 6r vegi tortryggni og hindurvitnum. Nýtt samstarf skapast milli þessara aðila, þar sem þeir hafa sam- éiginlegra en ekki andstæðra hagsmima að gæta. \ Segja má, að sá árangur, er nú hefur náðst í hag yæðingarmálum, eigi upptök sín hjá samtökum verkafólks og latvinnurekenda, en hafi notið mikill lár fyrirgreiðslu ríkisstjórnarin'nar, ekki sízt fyrrver jandi og núverandi félagsmálaráðherra. Nú hefur jverið skipuð þriggja manna nefnd til að stýra fram fevæmd næsta áfanga, og eiga sæti í henni Sigurður Ingimundarson, alþingismaður, sem hefur veitt for fítöðu verkstjóranámskeiðum undanfarin ár, Pétur Sigurðsson, alþingismaður, formaður vinnutíma- éiefndar, og Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Iðnaðarmálastofnunarinnar. Iðnaðarmálastofnunin 'hefur frá upphafi starf- <að að framleiðnimálum. Er nafn stofnunarinnar að því leyti villandi, að hún fjállar um hagræðingu nnan fleiri atvinnugreina en iðnaðar. Hefur stofn nin reynzt ágæt miðstöð fyrir lal'lt þetta starf, g innan veggja hennar er að finna mikla þekkingu, óka- og heimildakost og reynslu í þessum efn- |um. Margvíslegt annað starf, náskylt 'hagræðingu, • áefur verið unnið síðustu ár. Má þar sérstaklega aefna hin skipulegu verkstjóranámskeið, sem Sig- ; írður Ingimundarson hefur stjómað. Er auðsætt ið aukin hagræðing kemur vart til greina, nema !>ar komi vel menntir verkstjórar við sögu. Virðist ■ mgljóst eftir þeim árangri, sem námskeiðin hafa jýnt, að rétt sé’ tað gera þau að stofni sérstaks verk- - ítjórnarskóia í náinni framtíð. - : 4 15. des. 1965 - filÞÝÐUBLAÐIO Nýju bækurnar Bókaút.gáfa Menninffarsjóðs leyfir sér að vekja atiiygli bókamanna á eftirtöldum ritum. Sveinn Skorri Höskuldsson: Gestur Pálsson I-IE. Ritið hefur að geyma ítarlega ævisögu Gests skálds Páls- sonar, og alliliða könnun á verkum hans. Þetta er mjög vandað og veglegt rit, samtals um 730 bls., prýtt mörgum myndum. Verð í plastbandi G45 kr., í skinnbandi 731 kr. Tryggvi Gunnarsson, ævisaga, annað bindi. Höfundar Þorkell Jóhannesson og Bergsteinn Jónsson. Fyrsta bindi ævisögunnar kom út fyr- ir nokkrum árum og hiaut mjög góðar móttökur. Þetta er mikið rit, á sjötta hundrað blaðsíður. Verð í skinnbandi 537.50 kr., í skinnlíki 408.50 kr. Jakob V. Hafstein: í Aðaldal. Einkar skemmtilég og falleg bók, prýdd fjölda mynda, svarthvítra og í litum. — Verð í bandi 494,50 kr. F u g I a r Bókin hefur að geyma úrvalsmyndir af íslenzkum fuglum. Fæst með íslenzkum, enskum og þýzkum texta. — Verð í bandi 241.80 kr. Bókamenn: Kynnið yður aukið valfrelsi ú Sgáfunnar og þau kostakjör, sem liún býður fé- lagsmönnum- Upplýsingar fást hjá umboðsmönnum vorum um land allt. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og ÞjóðvinaféSagsins. JTl káú ooooooooooooooooooooooooooooooo<> jr Gamall og gróinn höfundur í heildarútgáfu. jc Þórir Bergsson — Þorsteinn Jónsson. ★ Alltaf á tali. _ jc Misnotkun á síma. <>ooooooooooooooooooo<>oooooooooo<> Ég HEF á liðnum áratugi lesið aliar sögur og ljóð Þóris Bergs- sonar, ég byrjaði á því barn að aldri og hef haldið þvi áfram síð an eða í hálfa öld. Lengi vel vissi ég hreint ekki hver hann var þessi fundvísi maður á smásagnaefni, en svo sá ég hann í banka: svip urinn glettinn, spotskur og nær göngull, eins og hann gæti lesið I hugarfylgsni manna, sem liann mætti. Og síðan höfuin við haft ýmislegt saman að sælda. Hann hefur meira að segja skrifað mér nokkur hréf hérna í pistlana og stundum hringt og rabbað við mig ýmist sammála eða ósammála, og alltaf lilýr. Og NÚ ER HANN á áttræöis- aldri, en alveg eins spengilegur og áður, röddin eins og augun leitandi og spyrjandi. Og nú er komin út heildarútgáfa af ritverk um lians, smásögur, ljóð og skáld sögur, í þremur myndarlegum bók um hjá ísafoldarprentsmiðju.. Og Guðmundur Hagalín hefur ritað stórfróðlega grein eða formá!-i um ævi Þorsteins Jónssohar og ritverk hans. Ég held að það sé ekki ofmælt, að Þorsteinn sé mesti og bezti smásagnahöfundur okkar. Smásögur eru érfitt form, en Þor steinn veldur því betur en flest ir aðrir. Það er gott að þessi heildarútgófa er nú komin út. „AFGERANDP' SKRIFAR. Allt af á tali. Margsinnis hringdi mað urinn í símanúmerið. Áríðandi mál þurfti skjóta afgreiðslu og honum var brýn nauðsyn að ná tali af forstjóranum. En það var alltaf á tali. Mörgum sinnum hringdi liann, fyrirtæki forstjór- ans hafði 10 línur, en það var sama sagan — alltaf á tali. ÞETTA ENDURTÓK sig daglega ótal sinnum — á tali í heila og hálfa klukkutíma í einu hjá fjölda fyrirtækja, opinberum stofnunum og ireyndar næstum hjá öllum. Við tölum svo mikið og lengi að engu tali tekur. En höfum við ráð á öllu þessu tali? Höfum við gert okkur nokkra grein fyrir livað þetta kostar í raun og veru? VIÐ HÖFUM stundum tíma til þess en hefur sá, sem við hringjum í líka tíma til að vera að þessum endalausu símasamtölum? Eða hefur maðurinn, sem þarf að ná í þig eða mig tíma til að bíða eftir að við hættum símtalinu svo að liann geti náð í olckur? Ætli það sé ekki oft ærið dýrt fyrir kaupsýslu menn og fyrirtæki þeirra að sím arnir séu notaðir í löng og oft óþörf samtöl í tíma og ótíma? ER EKKI kominn tími til að draga nokkuð úr öllum þeim ó- þörfu símtölum og umfram allt að stytta þau? — Tíminn er bók staflega peningar, ekki aðeins fyrir þann sem hringir, heldur einnig fyrir þann sem hringt er i Ef menn notuðu símann í hófi, þá myndu öll viðskipti ganga greið ar, skap margra batna og gráu liárin yrðu færri á höfði margra. «r’ í DAGLEGA LÍFXNU eru það smámunirnir, sem oft skipta miklu í þetta sinn er rætt um of mörg og of löng og oft alveg óþörf símasamtöl, breytingu á þessu myndu allir fagna.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.