Alþýðublaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 13
Refsingsn mikla Hörkuspennandi onsk-amerísk kvikmynd tfrá Columbia. Sýnd kl. 9. firma La Douce Heimsfræg o.g snrlldarvel gerð, ný amerísk gamanmynd í litum og Panaviston. Shirley MacLaine - Jack Lemnion Sýnd kl. 9. Síðiffstu dagar P®snpeji Stórfengleg og hörkuspennandi amerísik-ítölsk stórmynd í litum og. Supertotal Scope. Steve Reeves Endursýnd kl. 5, 7 og 9. Bönlnuð ibörnum. IVIa$urinn méb stáihnefana Afarspennandi hnefaleikamynd með Jeff C'handier cg Rock Hud- ison. Bönnuð intoan 16 ára. Endursýnd 'kl. 5, 7 og 9. Bifreiðaeigendur sprautum og réttum Fljót afgreiðsla Bifreiðaverkstæðið Vesturás hf. Síðumúla 15B. Simi 3574P. Koparpípur og Fittings. Ofnkranar, Tengikranar. Slöngukranar Blöndunartækl. Rennilokar, Burstafell byggingavöruverzlun, Réttarholtsvegi S. Sími 3 88 40 vöru. Hún gat slitið trúlofun- inni hvenær sem hana lysti. Þær flugu hátt yfir skýjum og svo hratt að flugvélin virtist ekki hreyfast. Það var aðeins Óegar skýin hurfu og Cherry sá til jarðar, sem hún fann til ótta. Hvaða von höfðu þær um björgun ef eitthvað skeði? og flugvélin hrapaði? En frú Maioney virtist skemmta sér stórkostlega. Hún sagði að sér þættu flugferðir allra ferða skemmtilegastar. — Hún fór úr kápunni og tók af sér hattinn. Flugfreyjan kom með te og tímarit. — Það er alltaf verið að hugsa um mann á flugferðum, sagði frú Maloney við Clierry. Alltaf er verið að koma með te eða kaffi eða mat. Jafnvel kokkteila. Það er enginn tími til að láta sér leiðast. — Þetta er alveg nýtt fyrir mér, sagði, Cherry. — Já, skemmtu þér; vina mín. Ég bjóst við að þú værir ein af þeim, sem skemmta sér. Annars hefði ég ekki beðið þig að koma með mér. Þær borðuðu hádegisverð í flugvélinni og millilentu svo í Darwin, þar sem þær biðu í hálftíma í skemmtilegri flug- vallarbyggingu. Þar voru tíma- rit að lesa, kokkteilar við barinn og brauð eins og hver vildi. Það var jafnvel hægt að fara í bað, ef maður girntist. Cherry var heitt og hún fór í sturtu. Henni léið mun betur á eftir. Hún velti því fyrir sér hvernig henni mundi ganga að sofa um nóttina. Hún bjóst við að hún yrði of spennt til að sofa og jafnvel þó flugfreyjan hallaði sætunum aftur svo þær lágu næstum niðri fannst henni hún liggja ókunnuglega. Nei, hún gæti aldrei sofnað. Samt svaf hún og flugfreyjan vakti hana um morguninn með kaffi og appelsínusafa. Þær áttu að millilenda í Maila og snæða morgunverð á flugvellinum þar. Þær ákváðu að sleppa morgun- verðinum og skoða heldur Man- ila á meðan. Það var líka þess virði. Þær óku eftir breiðri braut til borg- arinnar fram hjá vörugeymsl- unum, gegnum nýborgina með risastórum skrifstofubyggingum og svo inn í Intra-muros eða spönsku borgina, fram hjá San- to Tomas háskólanum, Mala- canang höllinni, gegnum Escolta eða verzlanamiðstöðina, þar sem. liver glugginn á fætur öðrum var hlaðinn gjöfum handa ferða- mönnum. Þar voru glæsilegir munir gerðir úr „pina” sem er 40 unnið úr ananasþráðum og úr „just” sem er hrásilki. Þarna voru tréskurðarmyndir og stytt- ur úr skeljum og töskur og hand töskur úr eðlu- og krókódíla- skinni. Þetta var allt svo spenn- andi. Cherry óskaði þess að þær gætu verið lengur í þessari dá- samlegu austrænu borg. En þær höfðu rétt aðeins tíma til að virða allt fyrir sér áður en þær urðu að fara til flugvallarins og ná í flugvélina til Hong Kong. Það var ekki langt til Hong Kong héðan. Þær lentu rétt eftir hádégis- WWWWMWWIIIMWiWWMW SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, elgum dún- og fiffurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Síml 18740 wmwmwMwwwMiiwwiM* FATt VIÐGERÐIi Setjum skinn á jakka auk annarra fata- viðgerða. Sanngjarnt verð. verð á Kaipak flugvellinum. Þeg- ar þær gengu í áttina til toll- stöðvarinnar veifaði frú Maloney ákaft. — Þarna er Johnny, — sjáðu hann — hann er hávaxni, ungi maðurinn, sem stendur við vírnetið? Sérðu, hann sér okkur, hann veifar okkur. Hann tekur á móti okkur fyrir utan tollstöðina. Johnny Freeman var grann- ur maður, laglegur, með næst- um jafn dökkt hár og Cherry. Frú Maloney kynnti þau áður en þær gengu inn í Tollstöðina. — Hann sagðist vera með bíl fyrir utan og ætla að aka þeim fyrst til hótel Penisula og svo hvert sem þær lysti. Hann hafði tekið sér frí allan daginn til að aka frænku sinni um borgina. — Það er dásamlegt, Johnny sagði frá Maloney. — Ég hef lesið um þetta allt og það er svo margt, sem mig langar til sjá. Mig langar til að sjá Peak og Repulse Bay. Mig langar til að borða á fljótandi veitinga- húsunum í Aberdeen. — Ykkur líður vel á Penisula, sagði hann. — Það eru til nýrri og nýtízkulegri hótel eins og hótel Ambassador og Park hótel en ykkur líður betur á Penisula. Þar er fyrsta flokks þjónusta. Herbergin eru stór og barinn er fyrsta flokks. — Margir vinir mínir hafa bú- ið þar og látið vel af, sagði frú Maloney. Eftir smástund gátu þær lagt af stað til hótelsins. Það var mannmargt á götunum en Hong Kong er líka yfirhlaðin af fólki íbúafjöldinn er tíu sinnum meiri nú en fyrir síðustu heimsstyrj- öld. Menn og konur í skrautleg- um kínverskum fötum streymdu eftir gangstéttunum. Það voru aðeins fáeinir menn í Evrópu- búningi. Uxakerrur og kerrur sem menn drógu voru í miklum meirihluta innan um alla bilana. Alls staðar voru verzlanir með stórum auglýsingaspjöldum. Cherry starði á falleg efnin í -búðunum, á skilið og satínið, á handhróderað múslínefnið, á myndavélaverzlanirnar, á farang ursverzlanirnar, á skartgripa- verzlanirnar og á kínversku veit- ingahúsin. Johnny sagði henni að hákarlauggasúpa væri mjög \EFNALAUg AUSTL//t8Æ^A,* ► Sklpholt 1. — Siml 16346. góð og að þær yrðu að hragða á henni. Cherry leizt vel á Penisula hótelið. Það var stórt hús og fyrir framan það var gosbrunn- ur. Herbergi hennar var fall^gt og vissi út að höfninni. Á höfn- inni voru alls konar bátar, haf- skip, fiskiskip, skútur með ijá- rauðum seglum og árabátar. — Cherry fannst hún aldrei hafa séð fegurri sýn. — Við skulum borða í Aber- deen í kvöld, sagði Johnny. — í einum veitingahátnum. Það er mjög skemmtilegt. í dag skulum við aka upp á Peak og drekka te. Gætuð þið sjálfar farið yfir með ferjunni? Þá get ég tekið á móti ykkur hinum megin í Praya, það heitir breiða gatan við höfnina. Ég verð að fara yfir með bílferjunni og það tekur lengri tíma. Þær lofuðu að hitta hann *in- umegin eftir klukkutíma. Þá gætu þær lagað sig til. Cherry langaði til að fara í bað og skipta um föt. En hún var varla byrju{5 að klæða sig úr þegar barið vár að dyrum. Það var skeyti til hennafe — Segðu hjartað mitt þegar þú skrifar. — Undirskriftin — Alard Cherry roðnaði. — Ekkert svar frú? spuc herbergisþjónninn og hneig sig djúpt. — Ekkert svar sagði Cherryv Hann hlaut að hafa spurt frú Maloney hvar þær mundu búá í Hong Kong ekki hafði höíá sagt honum það. Bros lék iftfl varir hennar. Hún settist Við borðið undir glugganum og hðf að skrifa: — Kæri Alard. Skeyt- ið þitt komst til skila og ég skrifa eins og fyrir mig er lagj* Frændi frá Maloney tók á móti okkur. Hann er hávaxinn 0g dökkhærður og mjög stórkost- legur að sjá. Svo er hann ógiftur. Ég vona að þetta svali forvitiii þinni. Kveðjur frá Cherry. 4 I ALÞÝÐUBLAÐH) - 15. des. 1965 J3 OíúÁ.löUðf^JA ■■ Sm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.